Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 61. í DAG FRÉTTIR BRIDS Umsjón (juðmundur Páll Arnarson “Þú færð ekki mikla hjálp frá mér, makker minn,“ sagði norður taugaóstyrkur þegar hann lagði upp blindan í sex hjörtum. Vestur gefur; allir á hættu. Norður A 1032 V 1032 ♦ D63 + 5432 Suður AÁD4 V ÁKDG94 ♦ ÁKG * Á Vestur Norður Austur Suður 2 spaðar*~Pass Pass 6 hjörtu! Pass Pass Pass * Veikir tveir. Utspil: Laufdrottning. Hvernig myndi lesandinn spila? Til að byrja með er hjartaás lagður niður og allir fylgja. En þegar hjarta er næst spilað á tíuna, þá hendir vestur spaða. Nú, jæja; áætlunin hlýtur að vera sú að senda vestur inn á spaða í lokin og láta hann gefa síðustu tvo slagina. En þá er nauðsynlegt að taka af honum útgönguspilin í lauf! og tígli, og því er innkoman á hjartatíu notuð til að trompa lauf. Ef vestur á skiptinguna 6-1-3-3 má nota innkomu blinds á tíguldrottningu til að stinga annað lauf, spila svo þrisvar tígli og senda vestur inn á spaða. Þetta er nokkuð góð áætlun, en hún dugir ekki til vinnings ef vestur á fjórlit í laufí: Norður * 1032 ¥ 1032 * D63 * 5432 Vestur Austur * KG9875 * 6 V6 V 875 ♦ 109 ♦ 87542 * DG109 * K876 Suður * ÁD4 V ÁKDG94 ♦ ÁKG *Á En það má útfæra sömu hugmynd betur. í stað þess að nota strax innkomu blinds á tíguldrottningu, tekur sagnhafi öll trompin nema eitt. Síðan spilar hann tígli þrisvar og endar í borði. Þá eru fjögur spil eftir á hendi: í borðinu er 1032 í spaða og laufhundur, en heima á sagnhafi ÁD4 í spaða og eitt tromp. Vestur er nú upptalinn. Ef hann á eftir KG9 í spaða og eitt lauf, þá trompar sagnhafi lauf blinds og spiiar sér út á spaðadrottningu (gosinn gæti verið blankur í austur). Norður hafði rangt fyrir sér. Hann átti þrjú lykilspil: tíurnar í hálitunum og tíguldrottningu. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og simanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavfk. Arnað heilla Q rvÁRA afmæli. Á morg- ÖUun, laugardaginn 22. maí, verður áttræð Helga S. Sigbjörnsdóttir, Bólstaðar- hlíð 45. Á afmælisdaginn tekur hún á móti ættingjum og vinum í sal Félags- og þjónustumiðstöðvar aldr- aðra, Bólstaðarhlíð 43, frá kl. 15-18. Ljósmyndari Nína. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. mars í Lágafells- kirkju af sr. Árna Bergi Sig- urbjörnssyni Elín G. Egils- son og Eggert J. Hilmars- son. Heimili þeirra er í Kópavogi. Með morgunkaffinu Þú hefur greinilega gleymt að selja á þig gleraugun. HÖGNI HREKKYÍSI „þetia, eri Fyrstoe Sklpti sem 'eq s"e ~Hö'gna, teika, h&iiprúöcw, réiJc." UOÐABROT ÞULA „Tunglið, tunglið, taktu mig og berðu mig upp til skýja.“ Hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja. Mun þar vera margt að sjá, mörgu hefurðu sagt mér frá, þegar þú leiðst um loftin blá og leizt til mín um rifinn skjá. Komdu, litla Lipurtá, langi þig að heyra, hvað mig dreymdi, hvað ég sá, og kannske sitthvað fleira. Ljáðu mér eyra. Litla flónið, ljáðu mér snöggvast eyra: Þar er siglt á silfurbát með seglum þöndum, rauðagull í rá og böndum, rennir hann beint að ströndum, rennir hann beint að björtum sólarströndum. Theodóra Thoroddsen (1863-1954) Brot úr Þulu STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake TVIBURAR Afmætisbam dagsins: Þú ert fjölhæfur og sækir sannleikann fast en þarft á stöðugri hvatningu að halda. Hrútur _ (21. mars -19. apríl) Sköpunarþrá þín er mikil og þú verður að finna þér leið til þess að leyfa henni að blómstra. Það mun hafa bæt- andi áhrif á allt þitt líf. Naut (20. apríl - 20. maí) Það kostar mikla fyrirhöfn að taka þátt í valdabaráttu lífs- ins. Vertu lítiilátur og réttlát- ur því það mun tryggja þig hvað sem öðru líður. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Það eru margar og mismun- andi skoðanir uppi á því hvemig best er að leysa ákveðið verkefni. Þínar hug- myndir eru ekkert verri en annarra svo haltu þeim óhræddur fram. Krabbi (21. júní - 22. júlí) ,ijg Það er skynsamleg fyrir- hyggja að ganga úr skugga um hvort maður hefur efni á ákveðnum hlutum eða ekki áður en þeir eru fram- kvæmdir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Hlýjan streymir frá þér til umhverfisins og margir sækja í hana gleði og uppörv- un. Sjálfur þarft þú að leita kjarnans í sjálfum þér. Meyjd (23. ágúst - 22. september) <EíiL Þig langar til þess að skipu- leggja alla hluti svo vel en ýmis utanaðkomandi áhrif trufla þig. Reyndu að útiloka þau og vinna ótrauður að lausn mála. Vog (23. sept. - 22. oktúber) Menn eru að velta því fyrir sér að kalla þig til forystu. Svaraðu kallinu ef þú vilt en ef ekki þá vertu óhræddur við að segja það. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þeir hnökrar sem þér finnast nú vera á starfi þínu eiga sér ef til vill orsakir hjá þér sjálf- Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Ai . r Margt virðist ganga þér í haginn núna og engin ástæða er til annars þar sem þú hef- ur lagt þig verulega fram að undanfornu. Steingeit (22. des. -19. janúar) dSÍ Það er klókt að vera jafnan viðbúinn einhverjum skakka- íollum því þá valda þau ekki jafnmiklu tjóni og annars þegar þau gerast. Vatnsberi . (20. janúar -18. febrúar) Cifö Fastheldni þín á siði og venj- ur er út af fyrir sig lofsverð en getur breyst í andhverfu sína þegar þú lætur breyt- ingar sem vind um eyru þjóta. Fiskar ^ (19. febrúar - 20. mars) Láttu allar slúðursögur lönd og leið því þær segja ekkert um þann sem fyrir þeim verður heldur bara margt um söguberann. í þá gryfju skalt þú ekki falla. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Fyrsta ferð Herjólfs áætl- uð næsta fímmtudag ÁÆTLAÐ er að Herjólfur leggi af stað frá Hollandi sunnudaginn 23. maí og því allt eins víst að fyrsta áætlunarferð hans geti ekki orðið fyrr en fimmtudaginn 27. maí nk. „Búið er að tryggja áframhaldandi leigu Fagranessins til og með þriðju- dagsins 25. maí og mun skipið því sigla eina ferð á dag þangað til, þó verður ekki ferð nk. sunnudag, hvítasunnudag. Á laugardaginn og mánudaginn annan í hvítasunnu, verða ekki fluttir vöruvagnai- heldur eingöngu fólksbílar. Allir sem eiga pantað hjá okkur þessa daga þar til Herjólfur kemst aftur í áætlun eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstof- una. Tilmælin eru líka til þeirra sem ekki ætla að notfæra sér sína pönt- un. Þá vildum við líka koma á fram- færi til þeirra sem fara með bfla sína með Fagranesinu að mæta með þá í Vestmannaeyjum kl. 7.30 á morgn- ana og í Þorlákshöfn kl. 12 á hádegi. Áætlun Fagranessins er eins og áður, frá Vestmannaeyjum kl. 8.15 og frá Þorlákshöfn kl. 13. Eins og áður hefur komið fram biður stjórn og starfsfólk Herjólfs alla viðkomandi afsökunar á þeim óþægindum sem af þessu hefur hlot- ið. Allt hefur verið reynt til að draga úr þeim óþægindum með góðri hjálp forráðamanna og áhafnar Fagra- nessins sem hafa sýnt okkur mikinn skilning og velvilja“, segir í fréttatil- kynningu frá Herjólfi. -------------- Fyrirlestur um rafsegulgeislun HEILBRIGÐISTÆKNIFÉLAG ís- lands og Landlæknisembættið standa fyrir fyrirlestri fóstudaginn 21. maí kl. 15.30 í Norræna húsinu. Efni fyrirlestrarins er: „Rannsóknir á læknisfræðilegum áhrifum rafseg- ulgeislunar á mannslíkamann. Er rafsegulgeislun frá háspennulínum og GSM-símum hættuleg? „ Fyrirlesari er prófessor Werner Imich frá Heilbrigðisstofnun Há- skólans í Giessen í Þýskalandi. Fyr- irlesturinn fer fram á ensku. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sumarfílboð A/sláttur af kjólum blússum oq viJt ussum og pusum. Hverfisgötu 50 O Sími 551 5222 Sjúkravörur ehf. Verslunin Remedía ATH. í bláu húsunum vlð Fákafen. Sími 553 6511 Skór í ferðalagið frá SOFT SPOTS og NURSMATES Ármúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033 HAMRAHVERFI- VEL STAÐSETT Fallegt einýyli á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, alls ca 255 fm, staðsett neðst í Stakkhömrum. Opið svæði fyrir framan og mikið útsýni. V. 19,9 m. 3013 ÞINGHÓLSBRAUT - FRÁBÆR ÚTSÝNISSTAÐU R Einbýlishús vestast á Kársnesinu með aukaíbúð alls um 410 fm. Húsið er allt hið vandaðasta og allt í fyrsta flokks ástandi. f húsinu eru m.a 6 svefnherbergi og stórar stofur með arni, aukaíbúð með sérinngangi, sundlaug o.fl. Sérstakt hús á ein- stökum útsýnisstað. 3004 FANNAFOLD - PARHÚS Mjög vel staðsett 102 fm parhús með innbyggðum bilskúr. Húsið skipt- ist í 76,5 fm fbúð með tveimur svefnherbergjum og 25,5 fm bíl- skúr. Skipti ath. á stærri eign. Áhv. 5,4 millj f bygg.sj. 3010 DVERGHAMRAR Falleg efri sérhæð (gengið inn á götuhæð), í tvíbýli ásamt innbyggð- um bílskúr (sem nýttur er til íveru). Hátt til lofts, stórt eldhús og stofur með svölum í suður. Útsýni. Parket. Öll eignin mælist 193 fm á teikningu. Áhv. byggingarsjóður. V. 16,5 m. 3011 -í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.