Morgunblaðið - 21.05.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 21.05.1999, Síða 6
 Landslagsmótun á Geirsnefi Bílastæði’ Bílastæði Bílastasði Þjónustuskýli 'r-Bílastæði Eldra brennustæði ( brennustæði Bílastæði -Æií.díhOfdi 6 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þrír sóttu um stöðu forstöðulæknis svæf- inga- og gjörgæsludeildar Landspítala Nýtt skipulag' á Geirsnefí SKIPULAGS- og umferðamefnd hefur samþykkt tillögu um jarðvegs- fyllingar á Geirsnefni við ósa Elliða- ár. Samþykktin gerir ráð fyrir að dregið verði úr sveigju á aðalgöngu- stíg nyrst á nesinu og að möguleiki verði á hringakstri. Einungis verður plantað lágvöxnum gróðri. Eins og sjá má á uppdrættinum er gert ráð fyrir þjónustuskýli og bfla- stæðum á Geirsnefni og lagt er til að gert verði sérstakt stæði fyrir álfa- brennur. Þá munu tvær göngubrýr og nýr göngustígur tengja Geirsnef við árósinn og yfir lónið við vestan- vert nesið. Jarðvegurinn í jarðvegsfyllingarn- ar kemur frá framkvæmdunum við gatnamót Miklubrautar og Skeiðar- vogs. Tillagan var samþykkt með fímm atkvæðum í umhverfís- og heil- brigðisnefnd en Ólafur F. Magnús- son, borgarfúlltrúi Sjálfstæðisflokks, sat hjá og bókaði að hann teldi að upphækkun á landslagi á austuhluta Geirsnefs hindraði útsýni, meðal annars af áramótabrennum sem hefð væri fyrir. Furðulega skapað lamb fæddist í Hólakoti í Hrunamaimahreppi Fjögur augu og tvær snoppur Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. ALLSÉRSTAKLEGA skapað lamb fæddist hjá Halldóru Ásmundsdótt- ur í Hólakoti í Hrunamannahreppi í fyrradag. Lambið var með fjögur augu, þó nánast í sömu tóftum, tvö eyru, tvær snoppur en einn búk. Lambið fæddist á eðlflegan hátt og þurfti ekkert að hjálpa ánni við burð- inn. Þetta var tvílembingur, en ærin hafnaði lambinu. Katrín Andrésdótt- ir, héraðsdýralæknir, skoðaði lambið og svæfði það. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, segir þetta vera sjaldgæfa vansköpun sem or- sakist af truflun í fósturvexti. Lík- lega komi upp einhver tilfelli á hverju ári og afar sjaldgæft að slík lömb ná- ist lifandi. Lambið verður stoppað upp ogaett.ásafn.... Lítið er um að lömb fæðist van- sköpuð hér um slóðir enda hefur ver- ið leitast við að rækta slíka galla úr fjárstofninum og aldrei hefur fæðst vanskapað lamb fyrr í Hólakoti, að sögn Halldóru. Of mikil frjósemi? Afar mikil frjósemi er hjá ám á þessu vori og þykir sumum bændum nóg um. Flestallar ær eignast tvö lömb, margar ær eru þrflembdar og fjórlembur sjást á nokkrum bæjum. Það þykir lítill fengur að fá svo mörg lömb úr ánum, því þau eru jafnan smá, auk þess sem ærnar geta ekki mjólkað fjórum lömbum svo vel sé, en jafnan er tekið eitt undan þeim. ■Þá e.r mikið.-um að gemlingar séu tví-. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson LAMBIÐ litla var svæft enda mjög vanskapað. lembdir. Þessi mikla frjósemi stafar af tvennu: Fijósamt fé hefur verið ræktað sérstaklega, en þyngst vegur þó hið frábæra heyfóður sem kom af túnunum síðastliðið sumar. Afar mikil vinna er við sauðféð á stærri fjárbúum og er verið yfir fénu nær allan sólarhringinn. Sumstaðar Fimm 20. aldar byggingar friðaðar Menntamálaráðherra hefur að til- lögu Húsafriðunamefndar ríkisins ákveðið að friða fímm hús frá 5.-7. áratug tuttugustu aldar og er það í fyrsta sinn sem byggingar frá þessu skeiði eru friðaðar. Húsin fimm eru Búnaðarbankinn, Austurstræti 5, Neskirkja, Mela- skóli, yngri rannsóknarbyggingin á Keldum og einbýlishús við Ægisíðu 80. Hús Búnaðarbankans við Austur- stræti var teiknað af Gunnlaugi Halldórssyni arkitekt en innrétting- ar í bankasal voru teiknaðar af Skarphéðni Jónssyni arkitekt. Listaverk í húsinu eru eftir Sigur- jón Ólafsson og Jón Engilberts. Húsið var reist á árunum 1945-48. Að áliti Húsafriðunarnefndar er listrænt gildi byggingarinnar eink- um fólgið i samspili rýmis, birtu og burðarvirkis. Fyrsta nútíma kirkjubyggingin Neskirkja var reist á árunum 1942-57 og arkitekt var Ágúst Páls- son. I greinargerð Húsafriðunar- nefndar segir að hún hafí verið fyrsta kirkjubyggingin hér á landi sem hönnuð var á forsendum nú- tímabyggingarlistar. Arkitektamir Einar Sveinsson og Ágúst Pálsson teiknuðu Melaskóla sem reistur var á ámnum 1944-46. Segir í áliti Húsafriðunamefndar að hann sé eitt af meginverkum Einars og eitt það merkasta í listrænu til- liti. Byggingin er sögð vel varðveitt enda hafi verið mjög vandað til hennar í upphafi, gólfefni og vegg- fletir innanhúss hafi staðist álag hálfrar aldar notkunar án þess að verulegs viðhalds hafi verið þörf. Einbýlishúsið við Ægisíðu 80, sem byggt var 1955, er sagt eitt af at- hyglisverðustu íbúðarhúsum 6. ára- Morgunblaðið/Magnús Skúlason SIGVALDI Thordarson arkitekt teiknaði einbýlishúsið Ægisíðu 80 sem byggt var 1955. YNGRI rannsóknarbyggingin á Keldum var reist á árunum 1958-1965 og teiknuð af Hannesi Kr. Davíðssyni arkitekt. tugarins í listrænu tilliti, en arkitekt þess var Sigvaldi Thordarson. Yngri rannsóknarbyggingin á Keldum var teiknuð af Hannesi Kr. Davíðssyni arkitekt og reist á ámn- um 1958-65. í áliti Húsafriðunar- nefndar segir að hún sé nákvæm- lega sniðin að sérþörfum rannsókn- arstarfseminnar og að sérstæð inn- rétting bókasafns á jarðhæð húss- ins, með búnaði og lágmynd á vegg, hafi ótvírætt varðveislugildi. Lág- mynd á bókasafninu er eftir Jón Gunnar Amason. hæfastur Barcelona 24. maí - 7. júní Bilverstone 8. -12. júlí Ítalía 10.-12. sept. Samvinnuferðir Landsýn Á VBröi fyrir þigl GÍSLI H. Sigurðsson, prófessor í svæfingalækningum og yfirlæknir við háskólasjúkrahúsið í Bem í Sviss, hefur verið ráðinn nýr for- stöðulæknir svæfinga- og gjörgæsludeildar Landspítalans. Stöð- unni gegndi áður Þór- arinn Ólafsson sem lést fyrir rúmu ári. Gísli var af stöðu- nefnd talinn hæfastur af þremur hæfum um- sækjendum en hinir tveir og jafnhæfir voru Bjami Valtýsson, sér- fræðingur í svæfinga- læknisfræði við há- skólasjúkrahúsið í Ma- dison í Wisconsin í Bandaríkjunum, og Bogi Ásgeirsson, sér- fræðingur við svæf- ingadeild háskólasjúkrahússins í Lundi í Svíþjóð. Gísli sagðist í samtali við Morg- unblaðið í gær ekki hafa fengið staðfestingu á þessari ákvörðun en hann stefnir að því að koma hingað eftir þrjár til fjórar vikur til við- ræðna við yfirstjórn spítalans. „Það er svo margt sem spilar inn í, þetta er ekki bara spurning um að fá vinnu heldur hvaða aðstaða er fyrir hendi og annað sem tengist því,“ sagði Gísli. Hann hefur í rúm sjö ár starfað í Sviss og síðustu árin gegnt stöðu prófessors og yfirlæknis við svæfingadeild á háskólasjúkrahús- inu í Bern. „Það hefur svosem ekki verið for- gangsmál hjá okkur að flytja heim en ég hef aðeins hugsað til þess öðra hverju. Hér hef ég stundað kennslu og rannsóknir og verið í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi sem er mjög spennandi. Það eru líka margir færir lækn- ar heima í þessari sér- grein og það era af ýmsum ástæðum blendnar tilfinningar sem fara um hugann og margt sem þarf að skoða,“ sagði Gísli að lokum. Var gísl í Kúveit Gísli lauk læknaprófi frá Háskóla íslands ár- ið 1976 og stundaði síð- an framhaldsnám í Sví- þjóð og starfaði þar um árabil. Lauk hann doktorsprófi frá Lundi árið 1983. Gísli starfaði einnig um tíma í Kúveit, var yfir- læknir gjörgæsludeildar Mubarak- háskólasjúkrahússins, og varð inn- lyksa þar í Persaflóastríðinu 1990. Dvaldi hann fyrst í Kúveit þar sem hann var ekki frjáls ferða sinna en komst síðar til Bagdad. Lýsir hann því í bókinni „Læknir á vígvelli“, sem Ólafur E. Friðriksson skráði, hvemig það kostaði mikla baráttu að reyna að komast úr landinu og hvernig ýmsir hátt settir menn, ís- lenskir og erlendir, komu þar við sögu. Kona Gísla er Birna Guðbjörg Hjaltadóttir og eiga þau þrjú börn. Gísli H. Sigurðsson. Gísli H. Sig- urðsson talinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.