Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 53. ÓLAFURINGÓLFUR MAGNÚSSON + Ólafur Ingólfur Magnússon var fæddur á fsafirði 24. apríl 1902. Hann lést á heimili sínu 11. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Helga Tómasdóttir frá Hróarsstöðum í Fnjóskadal og Magnús Ólafsson prentari m.m. Börn Helgu og Magnúsar voru mu og eru þrjú enn á lífi. Systkinin voru: 1) Kristín húsmóðir, f. 1898, látin. 2) Lára ljósmyndari, f. 1900, lát- in. 3) Ólafur Ingólfur, f. 1902. 4) Sigrún Anna leikkona, f. 1904, látin. 5) Arnþrúður Helga ljósmyndari og húsmóð- ir, f. 1906, býr á ísafirði. 6) Elín Margrét hárgreiðslu- dama, f. 1909, látin. 7) Tómas Emil sjómaður, f. 1911. látinn. 8) Halldór Magnús prentari, f. 1912, býr í Reykjavík. 9) Jónas kaupmaður, f. 1916, býr á ísafirði. Ólafur var kvænt- ur Kristínu Gísla- dóttur frá Bolungar- vík, sem andaðist ár- ið 1972. Þau eignuð- ust einn son, Magnús Helga (skírður eftir afa sinum og ömmu). Magnús er kvæntur Hildi Bergþórsdótt- ur frá Akureyri. Barnabörnin eru: Ólafur kerfisfræð- ingur í Reykjavík; Lára starfsmannastjóri í Banda- ríkjunum; Rúnar Þór og Krist- inn Þeyr, starfa báðir í Kaup- mannahöfn. Barnabarnabömin eru fimm. Ólafur gekk í bama- og ung- lingaskóla, að mestu á Isafirði en íjölskyldan fluttist þó um tíma til Reykjavíkur, en sneri fljótlega vetur á ný. Hann var sjálfmenntaður, m.a. í norður- landamálum, ensku, þýsku, esperanto og spænsku. Á ámn- Ólafur, móðurbróðii’ minn, er látinn 97 ára gamall. Þetta er hár aldur, en manni fannst hann ekki gamall. Hann hafði fágætt lundar- far, var ungur í anda, hress og kát- ur alveg fram í andlát. Fór með vísur, sagði brandara og söng. Eg heimsótti hann nokkrum dögum fyrir andlátið. Hann var í sínu góða skapi og söng „Það er svo gaman að ganga saman“ o.s.frv. Hann söng vel, þó ekki næði hann lengur háa C-inu eins og forðum daga. Ólafur fæddist á ísafírði 24. apríl árið 1902. ísafjörður var þá næst stærsti bær landsins og Vestfirðir þéttbýlasti landshlutinn. Þá voru allir fírðir í ísafjarðardjúpi þétt- setnir fólki enda búsetuskilyrði betri en víðast hvar, gróðursælir dalir með gnótt beitar og gnægð sjávarfangs á næsta leiti, enda fékk Djúpið viðurnefnið Gullkistan. Isafjarðarkaupstaður var við- skiptamiðstöð þessa blómlega hér- aðs og í forystu í ýmsum atvinnu- og menningarmálum. Þar var mik- ið mannlíf. Þetta var áður en mis- vitrir stjómmálamenn fóru að ráðskast með búsetuskilyrðin. I þessu litskrúðuga mannlífí framan af öldinni efldust listir, svo sem tónlist og leiklist, og átti fjöl- skylda Ólafs stóran þátt í því. For- eldrar hans vom Helga Tómas- dóttir, ættuð úr Fnjóskadal, og Magnús Ólafsson, Djúpmaður í báðar ættir, en fæddur í Önundar- firði. Börn þeirra vora níu talsins. Magnús og bróðir hans Halldór vora meðal helstu leikara á ísa- fírði, og bróðir Helgu var Jónas Tómasson, tónskáld, sá er mestan þátt átti í því að byggja upp mikið og vandað tónlistarlíf á Isafirði. Ólafur og systkini hans urðu snemma þátttakendur í þessu starfi. Þau sungu í kórum og varla var sett upp leikrit svo ekki væra einhverjir fjölskyldumeðlimir með- al leikara. Ein systirin, Sigrún Magnúsdóttir, gerði leiklistina að ævistarfí. Leiklistargagnrýnendur blaðanna í Reykjavík áttu yfirleitt ekki orð til að lýsa hrifningu sinni af leik hennar og söng og gáfu henni viðumefnið óperettudrottn- ingin. Önnur stúlka úr fjölskyld- unni, Áróra, dóttir Halldórs Ólafs- sonar, varð einnig þekkt leikkona í Reykjavík. Foreldrar Ólafs vora og í forystu í ýmsum öðrara menningarmálum svo og líknarmálum. Þau tóku mik- inn þátt í kirkjustarfi. Þau voru forvígismenn í góðtemplararegl- unni. Helga var í Kvenfélaginu Ósk og lagði mikið af mörkum til að koma upp dagheimili fyrir börn á kreppuárunum. Þó að Helga hafi sjálf átt níu börn, taldi hún það ekki eftir sér að taka inn á heimilið annarra böm ef móðirin veiktist eða ef illa stóð á hjá öðram. Þegar ég var lítill drengur kom ég oft við hjá ömmu og afa. Þar kynntist ég sumum af olnbogaböm- um þjóðfélagsins. Oft sat einhver í eldhúskróknum hjá ömmu og var að borða. Vora það gamlar einstæðar konur, drykkjumenn, eða aðrir sem minna máttu sín. Tekið var á móti öllum og reynt að hjálpa. Ég gerði mér ekki grein íyrir því fyrr en löngu seinna að verið var að gera góðverk, því aldrei var talað um það á heimilinu að þetta fólk væri öðra- vísi en aðrir gestir á þessu gest- kvæma heimili. Með þetta veganesti fór Ólafur út í lífið. Hann tók þátt í söng og leiklist, var formaður og í stjómum menningarfélaga og lagði mikið af mörkum til að gera fsa- fjörð að góðum bæ. Mér er sérstak- lega minnisstætt þegar óperettan Bláa kápan var sett upp árið 1948 að mig minnir. Sigrún var fengin að sunnan til að leika og stjóma. Meðal leikara vora fjögur systkinanna, Ólafur þar á meðal. Sýningin tókst afburða vel, og var sýnt 10 sinnum fyrir troðfullu húsi. Ólafur hefur samið lög og gefið út, þá skrifaði hann og gaf út bók um þjóðskáldið Matthías Jochumsson, og fleira liggur eftir hann á ritvellinum. Ölafur kvæntist Kristínu Gísla- dóttur úr Bolungarvík og eignuðust þau soninn Magnús Helga. Kristín lést árið 1972 aðeins 57 ára gömul og hefur Ólafur búið einn síðan. Á ísafirði vann Ólafur ýmis störf, lengst af var hann forstjóri útgerðarfélagsins Njarðar. Hann flutti suður árið 1956, vann fyrst hjá ísbiminum en gerðist síðan gjaldkeri Háskólans, og var við störf hjá Háskólanum fram yfir áttrætt. Ólafur kvaddi þennan heim syngjandi og léttur í lund, þótt aldraður væri, en alltaf situr eftir söknuður, þegar ástvinir kveðja, en við getum sætt okkur við að hann á góðrar heimkomu von. Ég votta frænda mínum Magnúsi Helga Ólafssyni og fjöl- skyldu hans samúð mína og fjöl- skyldu minnar. Magnús Aspelund Þú auðgaðir lífíð og sýndir mér fegurð, sem ég annars hefði ekki notið. Takk fyrir alúð, hlýju og alla þína rausn. Ég mun minnast auð- ugs anda, manns listar, fegurðar og kímni. Þú komst í hlaðið á hvítum hesti. Þú komst með vor í augum þér. Eg söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. um 1919-1929 starfaði Ólafur við íslandsbankann (hinn eldri) á fsafirði og 1929-Í938 við Samvinnufélag ísafjarðar. Einnig hafði hann numið bók- hald það vel að hann annaðist, m.a. kennslu í bókhaldi og tók að sér framkvæmdastjórn í út- gerðarfélaginu Nirði á ísafirði 1938-1956, að hann fluttist til Reykjavíkur. Síðar annaðist hann bókhald fyrir frystihúsið ísbjörninn áður en hann réðst til Háskóla íslands. Á sínum yngri árum ferðaðist Ólafur mikið vegna starfa sinna, m.a. til Norðurlanda, Þýskalands, Spánar ög Bandaríkjanna, sem þá hefúr sennilega verið fátítt. Auk þess að Ólafúr lagði stund á leiklist og söng eins og foreldrarnir og flest systkin- anna hefur hann sent frá sér fjölmargar greinar og ritsmíð- ar um margvísleg málefni, m.a. bókina „Þjóðskáldið Matthías Jochumsson“. Einnig fékkst hann við tónsmíðar og gaf út árið 1988 rit sem nefnist „20 sönglög“. Á sínum yngri árum lagði Olafur stund á útivist, hestamennsku, fjallgöngur og fl. Útför Ólafs fór fram frá Fossvogskirkju 20. maí. Ég heyri álengdar hófadyninn. Ég horfi langt á eftir þér. Og bjart er alltaf um bezta vininn, og blítt er nafn hans á vörum mér. Þó h'ði dagar og líði nætur, má lengi rekja gömul spor. Þó kuldinn næði um daladætur, þær dreymir allar um sól og vor. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Þakka fyrir stundimar okkar sam- an. Sæbjörg Richardsdóttir. Er afi ekki eilífur? Maður bjóst einhvern veginn ekki við því að þú myndir bara deyja svona ... Þú hafðir svo oft komist nálægt landa- mæranum miklu en ávallt snúið heill til baka. Seigur. Það ætti ekki að koma manni á óvart að 97 ára gamall maður kveðji óvænt, en þér tókst það. Það lýsir þér kannski best. Það var náttúrlega þinn stíll að koma manni á óvart. Ólafur eilífur er lát- inn. Hann lengi lifi. Það var gott að koma heim um jólin og vera með þér. Að hlusta á sögurnar þínar var alltaf jafn skemmtilegt. Kveðja þín tO kóngs- ins komst ekki á leiðarenda, nú geturðu skilað henni sjálfur. Þakka þér fyrir allar góðu stundimar. Hittumst í himnaríki. Kveðja frá Kaupmannahöfn, Rúnar Magnússon, Kristinn Magnússon. „Hann er horfinn yfir á annan stað þar sem við getum ekki fundið hann, en við vitum að hann hefur verið héma vegna allra litlu ljósanna sem hann skildi eftir sig.“ Það hefur sjaldan verið eins sárt að vera svona langt í burtu. Þó ég hafi alltaf hræðst að ég væri að kveðja afa í síðasta sinn í hvert skipti sem ég fór frá Islandi, þá hálft í hvora vonaði ég að hann myndi þrjóskast við og aldrei deyja. Þessi smágerði maður sem ég þorði ekki að knúsa almennilega undir það síðasta af ótta við að brjóta hann, var svo ótrúlega sterkur. Svo hugrakkur, svo fullur af h'fi, leiftrandi greind og kímni- gáfu, svo gott fordæmi um mikil- vægi þess að sýna sjálfum sér og öðram virðingu. Ég verð alltaf þakklát fyrir að hafa átt svona sér- stakan og yndislegan afa. Hann lofaði mér alltaf að koma við hjá mér í kaffi þegar hann kveddi þetta líf, svo ég verð alltaf með heitt á könnunni fyrir hann afa. Það verður tómlegt að koma heim á afalaust ísland... Lára í Kaliforníu. + SVEINBJÖRG BRANDSDÓTTIR, Runnum, Reykholtsdal, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 15. maí síðastliðinn. Jarðsett verður laugardaginn 22. maí. Athöfnin hefst kl. 13.30 í Reykholtskirkju. Ingibjörg Einarsdóttir, Guðní Sörensen, Brandur Fróði Einarsson, Þuríður Skarphéðinsdóttir, Kristleifur Guðni Einarsson, Ásta Einarsdóttir, Guðni Aðalsteinsson, Sigríður Einarsdóttir, Þorvaldur Pálmason og aðrir aðstandendur. + Útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐLEIFAR JÓNSDÓTTUR, Egilsgötu 6, Borgarnesi, fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 22. maí kl. 14.00. Ása Ólafsdóttir, Kristján Ólafsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigurjón Ólafsson, Ólöf Kristjánsdóttir, Svandís Ása, Sandra Björg og Kristján Andri. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR, Hólmgarði 50, áður Ytra-Leiti, er lést laugardaginn 15. maí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, föstudaginn 21. maf, kl. 15.00. Gísli Gunnlaugsson, Sólveig Ingvadóttir, Anna Margrét Gunnlaugsdóttir, Klemenz Egilsson, Magnús Jóhannesson, Jófríður Jóhannesdóttir, Friðrik Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTJÁN JÚLÍUS GUÐMUNDSSON frá Brekku í Dýrafirði, skipasmíðameistari, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 22. maí kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á St. Stykkishólmi. Franciskussjúkrahúsið í Auður Júlíusdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARGAR RANNVEIGAR BÓASDÓTTUR, Túngötu 7, Reyðarfirði. Sigríður Sigurðardóttir, Sveinn Sigurðsson, Marfa Sigurðardóttir, Bóas Sigurðsson, Karl Sigurðsson og fjölskyldur þeirra og börn Oddnýjar Sigurðardóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.