Morgunblaðið - 21.05.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 21.05.1999, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjií^ 'i PáQ Pétursson aftur á skuröarboröiö: ~ Eins og sex ~ vetra graðhestur - samstarf viö Samfylkinguna bara pip ■W JEE minn, það hafa orðið graddaleg læknamistök, Sigrún mín. ÓSKAR Hjartarson við dráttarvélina sem hann hefur gert upp. Morgunblaðið/Arni Arnason Sextug dráttarvél er komin á götuna að nýju NÝLEGA mátti sjá hvar speg- ilgljáandi dráttarvél var tekin út í vorsólina í austurborginni. I sjálfu sér er það ekki í frá- sögur færandi en þessi drátt- arvél er sérstök og orðin afar sjaldséð, enda forveri þekkt- ustu dráttarvélanna sem lengst hafa þjónað bændum hér á landi. Þarna var á ferð Massey Harris Pony-dráttarvél og þótt gömul sé var eins og hún væri að koma ný frá verksmiðjunni. Á vélinni kemur fram að ár- gerðin er 1941 og hestöflin alls 15. Það var Hekla hf. sem upp- haflega mun hafa flutt dráttar- vélina til landsins en eigandi hennar var lengst af Runólfur Guðmundsson að Ásbrandsstöð- um í Vopnafirði. Stóð óhreyfð í skemmu í Vopnafirði í 25 ár Óskar Hjartarson keypti vél- ina ásamt meðfylgjandi sláttu- vél, haustið 1995. Hann flutti hana frá Austfjörðum til Reykjavíkur og hefur siðan dundað við að gera hana upp í skúmum heima hjá sér. Að sögn Óskars hafði dráttarvélin staðið óhreyfð í skemmu í 25 ár. Það hafði verið hlaðið undir öxlana á henni svo hún er á sömu dekkjunum og hún kom á til landsins. Vélin, sem er fjögurra strokka, gaf sig þegar hún var ræst eftir aldarfjórðungs þögn en með hjálp Vélalands í Reykjavík fékkst ný uppruna- leg vél í dráttarvélina frá Kanada. Óskar smiðaði á hana nýtt bretti og hlífar á hliðum. Nú virka öll stjórntæki dráttar- vélarinnar eins og til er ætlast og mótorinn malar eins og kett- lingur. Þetta er þriðja dráttarvélin sem Óskar gerir upp. Hann er ekki óvanur glfmunni við dyntótta mótora eða brokkgeng farartæki. Óskar starfaði við bflaviðgerðir í marga áratugi og vann lengi að viðgerðum og betrumbótum tækja til hagræð- ingar fyrir starfsfólk Sjóklæða- gerðarinnar. Nýr formaður Garðyrkjufélags Islands Vill efla fræðslu Kristinn H. Þorsteinsson NÝLEGA var á að- alfundi kosinn nýr formaður Garðyrkjufélags Islands, sem stofnað var í Reyka- vík 1885. Fráfarandi for- maður er Sigríður Hjart- ar, hún var formaður í 13 ár en núverandi formaður er Kristinn H. Þorsteins- son. Hvað telur hann efst á baugi í starfsemi hins 114 ára gamla garðyrkju- félags? „Eg kem að mjög góðu búi þar sem allt er í föst- um skorðum. I dag eru um 3.000 manns í félag- inu, í deildum um land allt, en félagið byggir á sjálfboðavinnu fyrst og fremst. Garðyrkjufélagið hefur ætíð verið áhuga- mannafélag leikra og lærðra um eflingu garðyrkju í landinu, sér- staklega hefur það haft með höndum kynningar- og fræðslu- starfsemi. I upphafi var meginá- hersla lögð á að kynna ræktun matjurta, sem var mikil þörf á fyrir síðustu aldamót. Þá þurfti félagið að flytja inn bæði mat- jurta- og blómafræ, verkfæri og tilbúinn áburð. Frá árinu 1895 hefur komið út veglegt ársrit sem heitir Garðyrkjuritið. í því er mikill fróðleikur og áhugaverðar greinar. Af annarri starfsemi - við gef- um út fréttabréf, sem kemur út fjórum til sex sinnum á ári og heitir Garðurinn, síðan hefur fé- lagið í gegnum tíðina verið í annarri útgáfustarfsemi og gefið út bækur eins og Hvannir, Rós- ir, Matjurtabókina, Skrúðgarða- bókina, Garðinn og fleira. Fræðslufundir eru haldnir víða um land og hafa jafnan verið snar þáttur í starfi Garðyrkjufé- lags Islands. Við erum með um- sjón garðyrkjuþátta í Morgun- blaðinu og höfum verið með út- varpserindi, en þann þátt vildi ég gjarnan endurvekja. Þá höf- um við haldið garðyrkjusýningar hér á landi og erlendis og nefna má garðaskoðun, en þá standa nokkrir valdir garðar opnir fé- lagsmönnum um eina helgi í júlí til skoðunar. Fræðslu- og skoð- unarferðir bæði hér innanlands og utan eru farnar og núna í næsta mánuði er að fara stór hópur félagsmanna til Þýska- lands í garðaskoðun.“ -Hvað eru menn þá helst að skoða? „Það er verið að skoða plöntur að stærstum hluta - jafnframt skipulag garða. Skoðaðir eru grasagarðar, almenningsgarðar og jafnvel einkagarðar.“ - Er fólk fíkið í að rækta óvenjulegar plöntur í görðum sínum? „Fljótlega eftir að fólk fer að kynnast garðyrkju kemur þessi fíkn upp. Menn einangra sig jafnvel við ákveðnar tegundir eða plöntuhópa. Við getum nefnt vinsæl dæmi eins og rósir, fjallablöðkur og dalíur." - Eru matjurtir enn vinsælar í rækt- un? „Já, þær eru ennþá vinsælar, en í dag hefur þó verið lögð meiri áhersla á skrautjurtir og hönnun garða. Þá má nefna þætti eins og frædreifinguna, sem við erum mjög stolt af. En félagsmenn safna fræi í görðum sínum eða á víðavangi og senda félaginu og fá í staðinn í skiptum annað fræ. Á ►Kristinn H. Þorsteinsson er fæddur 10. júní 1956 í Reykja- vík. Hann lauk prófi í húsa- smíði 1977 og garðyrkjufræð- ingur varð hann árið 1984. Hann hefur starfað m.a. hjá Vita- og hafnamálum, hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, Rafmagnsveitu Reykjavíkur og nú hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Auk þess er Kristinn stunda- kennari hjá Garðyrkjuskóla ríkisins og vinnur að endur- menntun garðyrkjufræðinga og við fræðslu til áhugamanna. Hann er formaður Garðyrkju- félags íslands. Maki Kristins er Auður Jónsdóttir og eiga þau samanlagt 4 börn. frælista okkar eru hátt í eitt þús- und tegundir, sem er frábært. Síðan erum við með blómlauka- dreifíngu líka, félagið pantar blómlauka frá útlöndum og dreif- ir þeim til félagsmanna á svo lágu verði sem frekast er unnt. I dag eru um 45 tegundir og yrki á pöntunarlista hjá okkur. Til þess að fá lauka og fræ þarf að útfylla sérstaka pöntunarlista sem fé- lagið gefur út. Til að halda uppi þessu öfluga starfi erum við með starfsmann og höldum úti skrif- stofu.“ -Hvað með framtíðaráætlan- ir? „Það sem ég sé í framtíðinni er að hlúa að því starfi sem nú er í gangi og efla það. Sérstaklega hef ég áhuga á að reyna að fjölga fræðslufundum og þá einkum úti á landsbyggðinni. Eg stefni að því að reyna að fjölga félags- mönnum og ætla mér að reyna að ná til yngra fólks, þ.e. þess fólks sem er á aldrinum 40 ára og yngra. Það er fólkið sem er að byggja upp húsnæði og garða í dag, því fólki getum við hjálpað gríðarlega mikið.“ -Hver eru helstu vandkvæði nýrra garðeigenda? „Það er að byrja á öfugum enda og sitja uppi með of mikinn kostnað við garðinn í upphafi og mikla fyrirhöfn. Sem dæmi má nefna að við nýbyggingar er ódýrara að geta graf- ið allt út úr garðinum og haft jarðvegsskipti þar sem við á, heldur en gera það síðar þegar garðurinn fer að gróa en við það að fram- kvæma réttu handtökin strax geta sparast tugir og jafnvel hundruð þúsunda. Staðsetning trjáa er mjög mikilvæg í upphafi, það er enginn barnaleikur að hlaupa um með tré þegar þau eru orðin vaxin - í upphafi skal endinn skoða.“ Viljum ná til yngra fólks

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.