Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRi Forseti Islands í opinberri heimsókn til Eyjafjarðar ■ ■ ■ ■ S' = witSs.ífr'-'" - s. ~ . ». • - Morgunblaðið/Þorkell FORSETINN geymdi glæsibifreið embættisins og tók sér far með Sveini Jónssyni ekli þegar förinni var heit- ið til Dalbæjar, dvalarheimiiis aldraðra á Dalvík, enda var veðrið til þess. Forsetanum vel tekið á viðkomu- stöðum sínum SELMA Leifsdóttir dúkaði borð ásamt skólafélögum sínum í Þela- merkurskóla er forsetanum var boðið til hádegisverðar þar í gær. ÞÓTT hávaxinn sé, fór ekki mikið fyrir forsetanum er hann settist í stól Jóhanns Svarfdælings í Jóhannsstofu á Byggðasafni Dalvíkur. FORSETI íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímssoni ásamt fylgdarliði hóf daginn eftir móttöku í Hlíðarbæ. Skoðaði forseti gamla húsið að Skipalóni í fylgd með Hjörleifi Stef- ánssyni, minjastjóra Þjóðminjasafns- ins, og hélt því næst til Möðruvalla í Hörgárdal og fræddist um sögu stað- arins með aðstoð séra Torfa Hjaltalín Stefánssonar. Meðal gersema sem þar gaf að líta var Guðbrandsbiblía, frá árinu 1584, ein fárra slíkra á land- inu. Eitt margra tónlistaratriða dags- ins var flutt til heiðurs forseta í kirkjunni undir stórn Jósavins Ara- sonar sem stjórnaði svonefndum Munkakór við undirleik Birgis Helgasonar organleikara. Lá leið forseta næst til Hjalteyrar þar sem Ólafur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarðar hf., tók á móti forsetanum og kynnti starfsemina fyrir honum. í Fiskeldi Eyjafjarðar hf. á Hjalt- eyri er stundað lúðuklak og seiða- framleiðsla en eldi seiðanna fer fram á vegum fyrirtækisins í Þorlákshöfn. Fyrirtækið hefur verið starfandi síð- an árið 1987 og fram á síðari ár hefur einkum verið stundað rannsóknar- og þróunarstarf, sem að sögn Ólafs Halldórssonar, er farið að skila um- talsverðum árangri. Stærsti seiðafram- leiðandi í heimi „Seiðaframleiðslan fór að aukast upp úr 1996 og í fyrra framleiddum við 200 þúsund seiði og vorum stærsti seiðaframleiðandi í heimi,“ sagði Ólaf- ur í samtali við Morgunblaðið. Ásamt öðru tiltók hann aukna reynslu starfs- manna fyrirtækisins, sem forsendu fyrir vaxandi gengi fyrirtækisins og sagðist vonast til þess að fyrirtækinu tækist að tvöfalda seiðaframleiðslu síðasta árs á þessu ári. Hann sagði það vera markmið fyrirtækisins að halda sig í fremstu röð á sínu sviði. * Forseti Islands hélt áfram ferð sinni um Eyjafjörð í gær á öðr- um degi opinberrar heimsóknar sinnar til Eyjafjarðar. Örlygur Sigurjónsson og Þorkell Þorkelsson voru með í för. „Það skiptir höfuðmáli að við séum með þeim fremstu og að við séum að setja góða vöru á markað og höfum eitthvað að segja um þróun lúðueldis í landinu í dag,“ sagði hann. Fiskeldi Eyjafjarðar hf. hefur kynnt vöru sína m.a. í Þýskalandi, Bretlandi og í Boston og nágrenni hennar, sem Ólafur kveður vera lík- lega einn stærsta lúðumarkað í heimi. „Eins hafa aðilar í Japan sýnt þessari framleiðslu mikinn áhuga. Við erum að vinna að markaðsmálum með sérfræðingum á því sviði og gerum ráð fyrir að fara slátra lúðu jöfnum höndum um eða upp úr næstu áramótum og á næsta ári verði framleiðslan orðin 150 tonn.“ Hlutafé í Fiskeldi Eyjafjarðar hf. er 410 milljónir króna og alls eru 92 hluthafar í fyrirtækinu en þeirra stærstur er Hafrannsóknastofnun. Hafa hluthafar frá upphafi greitt um helmings alls rekstrar- og fjárfest- ingarkostnaðar íyrirtækisins. Þannig tók fyrirtækið aldrei lán fyrstu ellefu árin og sagði Ólafur það hafa verið forsendu fyrir því rann- sóknar- og þróunarstarfi sem nauð- synlegt var. „En núna, þegar við sjá- um þennan árangur, þá breytist það og við reiknum með að við getum farið að fjármagna þessa starfsemi rétt eins og önnur fyrirtæki gera.“ í Þelamerkurskóla, sem forsetinn heimsótti að lokinni heimsókn sinni í Fiskeldi Eyjafjarðar hf., tók næsti gestgjafi forsetans, Karl Erlendsson skólastjóri, á móti forsetanum og fræddi hann um starfsemi skólans. Höfðinglegar móttökur í Þelamerkurskóla Að skólanum, sem í eru um 100 nemendur, standa fjögur sveitarfé- lög, Arnarnes-, Glæsibæjar-, Skriðu- , og Öxnadalshreppur, en um 600 manns búa í sveitarfélögunum sam- anlagt. Að venju tóku nemendur for- seta sínum vel er hann gekk á milli stofa og gluggaði í námsbækur þeirra og spjallaði við þá. Nemendur 10. bekkjar höfðu, und- ir handleiðslu Höllu Sigurðardóttur, dúkað veisluborð, sem beið forsetans við lok heimsóknar hans og þjónuðu gestunum rösklega til borðs. Við borðhaldið fluttu Hannes Guð- rúnarson gítarleikari og Petra Björk Pálsdóttir, söngnemi í Tónlistarskóla Eyjafjarðar, tvö verk auk fimm stúlkna frá sama skóla, sem fluttu flautukvintett eftir Garðar Karlsson, kennara við Tónlistarskóla Eyja- fjarðar. A Dalvík, sem var síðasti viðkomu- staður forsetans heimsótti forsetinn Sæplast hf. og hlýddi á söng Karla- kórs Dalvíkur undir stjórn Jóhanns Ólafssonar. Þaðan lá leiðin til Byggða- safns Dalvíkur, Hvols, þar sem sem Amheiður Karlsdóttir forstöðumaður leiddi forsetann m.a. inn í Jóhanns- stofu og bauð honum sæti í sérhönn- uðum stól stærsta Islendingsins. Forsetinn tók sér síðan far með Sveini Jónssyni á hestakerru til Dal- bæjar, dvalarheimilis aldraðra, heils- aði upp á vistmenn og fékk trausta veðurspá hjá Veðurklúbbnum fyrir Grímseyjarferð sína sem farin verð- ur í dag. Húsabakkakórinn Góðir hálsar, undfr stjórn Rósu Kristínar Baldursdóttur, söng síðan fyrir for- setann áður en hann kvaddi, eftir að hafa skipst á gjöfum við vistmenn, og hélt til næsta viðkomustaðar. FORSETINN fékk trausta veðurspá fyrir för sína til Grímseyjar hjá Veðurklúbbnum í Dalbæ. EITT margra tónlistaratriða gærdagsins var flautukvintettinn Vorkliður eftir Garðar Karlsson sem nemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar fluttu fyrir forsetann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.