Morgunblaðið - 21.05.1999, Page 72

Morgunblaðið - 21.05.1999, Page 72
MORGUNBLABIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Heildsöluverð raf- orku hækkar um 3% STJÓRN Landsvirkjunar hefur ákveðið að hækka heildsöluverð á raforku um 3% frá og með 1. júlí næstkomandi. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að hækkunin sé minni en nemur kostnaðarhækkun- um frá því síðast var ákveðið að hækka gjaldskrána. Að sögn Þorsteins Hilmarsson- ar, upplýsingafulltrúa Landsvirkj- unar, hækkaði gjaldskrá fyrirtæk- isins síðast í byrjun árs 1998. Hækkunin nú er að hans sögn ákveðin með tilliti til þeirrar stefnu eigenda fyrirtækisins að halda raunverði rafmagns nokkum veg- inn óbreyttu út árið 2000. Sú 3% hækkun sem nú hafi verið ákveðin sé heldur lægri en nemur hækkun á kostnaði Landsvirkjunar frá síð- Morgunblaðið/Sigfús Skoraði Sjaldan verið meira að gera hjá byggingaverktökum Kapphlaup um starfs- fólk og launaskrið MIKIÐ er að gera hjá bygginga- verktökum, einkum við húsbygging- ar á höfuðborgarsvæðinu. Haraldur Sumárliðason húsasmíðameistari, formaðui- Samtaka iðnaðarins, seg- ist ekki muna annað eins í háa herr- ans tíð. Þessari grósku í greininni fylgir mikil eftirspurn eftir starfs- fólki og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins einnig launaskrið. Lóðaskorts gæti farið að gæta Haraldur segir að töluvert sé að gera hjá húsasmíðameisturum um allt land en langmest þó á höfuð- borgarsvæðinu. Þar eru nokkur stórverkefni í gangi en aukningin kemur þó mest fram í íbúðarhúsa- byggingum. „Það er óvenjulega mikið að gera um þessar mundir, allt brjálað," segir Haraldur. Sjálfur hefur hann verið lengi í greininni og telur að fara verði aftur fyrir 1980 til að finna slíka toppa. „Ég vil hafa nóg að gera en viðurkenni að þetta er að verða einum of mildð,“ segir hann. Ibúðir hafa selst vel. Hins vegar telur Haraldur líkur á að lóðaskorts fari að gæta ef þessi góða íbúðasala heldur áfram. Við það muni draga úr umsvifunum. Óttast Haraldm- að samdrátturinn komi nokkuð snöggt vegna þess hvað byggingafyrirtæk- in eru fljót að ljúka húsunum. Stórverkefni eru í gangi og önnur framundan hjá jarðvinnuverktök- um. Haraldur segir að í þeirri grein sé alltaf vandamál hvað verktíminn sé stuttur. Öll útboð séu á sama tíma á vorin og verkunum eigi að ljúka á svipuðum tíma á haustin. Kapphlaup um starfsfólk Þensluástandi eins og því sem nú ríkir á byggingamarkaðnum íylgir venjulega umframeftirspurn eftir vinnuafli og launaskrið og sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur þess einnig gætt nú. Haraldur Sumarliðason staðfestir að mikið kapphlaup sé eftir mannskap en vill ekki fullyrða um launaskrið, segir að það sé vafalaust mismunandi eft- ir stærð og gerð fyrirtækja hvernig til takist á því sviði. ustu hækkun. Samkvæmt sömu stefnumörkun er stefnt að 2-3% raunlækkun raforkuverðs frá Landsvirkjun á ári, á árunum 2001 til 2010. Ekki liggur fyrir hvað rafmagn hækkar mikið til almennings og fyrirtækja 1. júlí. Þorsteinn vekur á því athygli að raforkukaup frá Landsvirkjun séu aðeins hluti af kostnaði almenningsveitna og 3% hækkun gjaldskrár fyrirtækisins leiði ein og sér ekki til jafn mikillar hækkunar smásöluverðs. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Sérstæðar aðferðir við að byggja „hraun helli“ við Bláa lónið ÓVENJULEGAR aðferðir eru notaðir við byggingu gufubaðs sem er hluti af nýrri aðstöðu við Bláa lónið eftir flutning þess vestur undir fjallið Þorbjörn. Gufubaðið verður í manngerðum helli sem byggður er úr stein- steypu undir hvolfþaki með hraunáferð. Starfsmenn Verkafls sem annast smiði mannvirkjanna byrjuðu á því að steypa undir- stöður og veggi og komu fyrir steyptum bekkjum. Þá var tóftin fyllt af sandi og byijað að mynda f-- .yjínur fyrir væntanlegt hvolfþak. Gríðarlegt magn af sandi þarf í verkið enda er sandurinn í þessu tilviki notaður sem undirbygg- ing hins steypta lofts en ekki stálstoðir eða timbur eins og venjulegast er. Hraunhellum er raðað á sandhauginn eftir kúnst- arinnar reglum og þær látnar mynda hvolfþak og voru mynd- imar teknar í gær þegar byijað var á því verki. Síðan á eftir að gera burðarvirki úr jámbentri steinsteypu. Þegar sandurinn hefur verið Iosaður út stendur eftir „hraunhellir“ fyrir bað- gesti. Jeppamenn eru komnir upp á Grænlandsj ökul fjögur mörk STEINGRÍMUR Jóhannesson skoraði fjögur mörk í 5:0 sigri IBV á Leiftri en leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum í gær- m^rkvöldi þegar fyrstu umferð efstu deildar Islandsmótsins í knatt- spyrnu lauk. Báðir nýliðarnir í deildinni, Víkingur og Breiða- blik, sigmðu í sínum leikjum, Víkingur vann IBK, 2:1 og Breiðablik vann Val, 2:0. Þá gerðu Grindavík og Fram jafn- tefli, 1:1. <________________________ ■ tírslit og umfjöllun/C3-6 „NÚ ER allt farið að ganga betur,“ sagði Amgrímur Hermannsson leiðangursstjóri ICE225-jeppaleið- angursins í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Þeir voru þá komnir um 3 km inn á skriðjökul- inn ofan við Tasersuaq-vatn og ætl- uðu um 5 km lengra til að slá upp búðum fyrir nóttina. Amgrímur sagði veðrið frábært, sól og blíðu. I fyrrinótt sváfu leiðangursmenn á ísilögðu vatninu. Amgrímur sagði leimmar við jökulsporðinn hafa verið erfiðar og bílana dottið oft niður úr. Þegar kom að jökulruðn- ingnum var fyrsti Toyota-jeppinn dreginn upp á brúnimar með spili. Hinir fylgdu síðan á eftir. Þama fengu leiðangursmenn óvænta heimsókn. Stjómmála- menn, m.a. úr heimastjóminni, fjölmiðlafólk og fleiri, alls um 30 manns, komu með þyrlu af stærstu gerð. „Það voru allir rosalega SVR býður upp á nýja þjónustu í sumar Fólk flutt milli mið- borgar og bflastæða STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur munu í sumar bjóða ókeypis ferðir milli bílastæða við lóð Háskólans og miðborgarinnar fyrir þá sem vilja nýta sér stæði þar. Þjónustan á að hefjast 1. júní og standa sum- arlangt. Rætt hefur verið að undanfömu í miðborgarstjóm hvemig bæta megi þjónustu SVR við miðborgina og taka upp samstarf við Bíla- stæðasjóð og er þetta ávöxtur þeirrar umræðu. Aukið við kosti borgarbúa í bílastæðum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að með þessari ráðstöfun sé aukið við kosti borg- arbúa í bílastæðum við miðborgina. Telur hún að margir sem þurfa á langtímastæðum að halda gætu hugsað sér að nýta þennan kost enda taki ekki nema tvær mínútur að komast í miðborgina frá há- skólasvæðinu. Lyf fyrir offítu- sjúklinga á markað LYF sem kemur í veg fyrir að líkaminn melti fitu er væntan- legt á markað hérlendis á næstunni. Megmnarlyfið nefnist Xenical og er ætlað offitusjúklingum. Magnús Jó- hannsson læknir hjá Lyfja- nefnd segir lyfið vera bylting- arkennt þar sem slík lyf hafi ekki verið til áður, en það valdi þó engum straumhvörfum í baráttunni við aukakílóin. Offita fer vaxandi hér á landi og sem stendur er ekk- ert lyf selt hér til vamar oífitusjúkdómum þar sem am- fetamínskyld lyf hafa verið tekin af markaði. Xenical er lyfseðilsskylt hér sem annars staðar en undanfarið hefur verið unnt að kaupa lyfið í gegnum Netið. ■ Megrunarlyf/B6 ánægðir með það sem við erum að gera,“ sagði Amgrímur. „Þetta vekur gríðarlegt umtal hér í Græn- landi. Allir tóku í höndina á okkur og óskuðu góðrar ferðar.“ Aðspurður um gagnrýni á leið- angurinn sagði Amgrímur að sú umræða hefði verið mistúlkuð. Hún hefði snúist um það hvort al- mennt ætti að auglýsa Grænland upp sem jeppaland, en ekki beinst gegn þessum leiðangri sérstaklega. Aðalverkefni dagsins í dag verð- ur að komast í gegnum spmngu- svæðið sem nær um 50 km inn á jökulinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.