Morgunblaðið - 21.05.1999, Page 22

Morgunblaðið - 21.05.1999, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ______________________________________VIÐSKIPTI Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka, um þenslu og útlán Aukningin innan- hússvandi ríkisins EFNAHAGS- og framfarastofnun Evrópu, OECD, hefur eins og fram hefur komið varað við líkum á auk- inni verðbólgu hér á landi og hvatt til aðhalds í peningamálum og ríkis- fjármálum, auk þess sem stofnunin segir mikilvægt að eftirlit verði haft með útlánum viðskiptabankanna. Valur Valsson, bankastjóri fs- landsbanka hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi ábyrgð ríkisbankanna mikla í þessu máli. „Pað er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur af mikilli útlánaaukn- ingu því hún ýtir undir þenslu. Út- lánaaukning lánastofnana var mikil á síðasta ári en þá þróun mátti sjá fyrir. Strax í septembermánuði 1997 voru að mati okkar hjá íslands- banka komin fram ýmis merki um að samkeppni um útlán væri að leiða lánastofnanir inn á erfiða braut, þar sem að saman færi langur lánstími og of lágt vaxtaálag. Þá þegar, þ.e. í september 1997, ákváðum við að sýna sérstaka aðgæslu í lánastarf- seminni og þess vegna höfum við aukið útlán okkar minna en flestir aðrir. Þessu til viðbótar gerðist það á síðasta ári að stjómvöld ákváðu að gefa ríkisbönkunum þremur sér- stakt svigrúm til að auka útlán sín. Hlutafjáraukningin í Landsbanka og Búnaðarbanka hafði þann til- gang að auðvelda þeim að auka um- svif sín og frá ársbyrjun 1998 hafði FBA [Fjárfestingarbanld atvinnu- lífsins] þá stefnu að stórauka sín út- lán. Þessi viðhorf ríkisbankanna koma meðal annars fram í útboðs- lýsingum þeirra vegna hlutafjársölu á síðasta ári og mátti því öllum vera ljóst að hverju stefndi. Útlánaaukn- ingin á síðasta ári er þvi að hluta til innanhúsvandi ríkisins." í viðtah sem birtist í Viðskipta- blaði Morgunblaðsins í síðustu viku kemur fram að Yngvi Öm Kristins- son, yfirmaður peningamálasviðs Seðlabankans, telur að ekki hafi verið skynsamlegt að seija ný bréf í ríkisbönkunum á síðasta ári og fremur hefði átt að bjóða út eldri bréf. Um þetta er einnig fjallað í Við- skiptablaði Morgunblaðsins í gær en þar segist Margeir Pétursson skilja orð Yngva á þann veg að hann telji að bankamir hafi verið hrædd- ir um að verða yfirteknir af öðmm bönkum og því lagt áherslu á að stækka. Það hafi þeir gert með því að auka útlán sín eins og þeir gátu. „Það er ansi hart fyrir íslensku við- skiptabankana að sitja bæði undir því að vera grunaðir um að lána of mikið og vitlaust og eiga þar að auki sök á þenslunni,“ segir Margeir m.a. í grein sinni. Eiginfjárstaða var orðin of lág Halldór J. Kristjánsson segir al- gerlega rangt að kenna hlutafjár- aukningu í ríkisbönkunum um út- lánaþensluna undanfarið, a.m.k. hvað varðar Landsbankann. „Þama verður að gera nokkum greinar- mun á stöðu Landsbankans og Bún- aðarbankans. í byrjun annars árs- fjórðungs 1998 var eiginfjárstaða Landsbankans orðin of lág og CAD- hlutfallið að nálgast 8%. Það var aldrei neitt vafamál að við þessar aðstæður varð að koma til aukið hlutafé í bankanum. Eiginfjárstaða Landsbankans eftir hlutafjáraukninguna var mjög traust og við höfum byggt á því síð- an. I framhaldinu höfum við átt þess kost að styrkja eiginfjárstöð- una með töku víkjandi lána þar sem við höfum áfram nokkurt svigrúm. Án þess að ég vilji fara út í stöðuna hjá Búnaðarbankanum, þá er ljóst að hún var ekki sú sama og hjá okk- ur,“ segir Halldór. „Það hefði vafalaust komið til greina að hefja einkavæðingarferlið með sölu hlutabréfa en lögin veittu sem kunnugt er ekki heimild til þess. En það er rangt að halda því fram að hlutafjáraukningin í rílds- bönkunum eigi sök á útlánaþensl- unni, enda skeram við okkur ekki úr hvað útlán varðar,“ segir Halldór og getur þess einnig að nokkur tími verði að líða áður en áhrifin af að- haldsaðgerðum Seðlabankans komi fram. „Eg hvet menn til að skoða hvemig tölurnar fyrir maí verða og álykta þá af því hvort þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til hafi skilað árangri.“ Ekld náðist í bankastjóra Búnað- arbankans í gær út af þessu máli. Erlendur Magnússon hjá Fjár- festingarbanka atvinnulífsins segir að FBA hafi gætt þess að fara var- lega í útlánum sínum á síðasta ári. „Það er auðvitað ljóst að við það að hlutafé ríkisbankanna var aukið opnaðist möguleiki á auknum útlán- um en þetta á auðvitað ekki við um FB A því hér var ekki um aukningu á hlutafé að ræða heldur einungis sölu á hálfum eignarhlut ríkisins. Hvað útlán varðar, þá fórum við mjög var- lega í útlánaaukningu á síðasta ári og var okkar aukning hér innanlands þannig minnst af öllum bönkunum. Raunar var heildarútlánaaukning okkar nokkra meiri en íslandsbanka en munurinn felst því að við voram að hluta til að stækka safn okkar með því að taka þátt í lánveitingum á alþjóðamörkuðum og skilaði það fé sér því ekki inn í íslenska hagkerfið. Þetta gerðum við til að auka áhættudreifingu okkar og ekki síður vegna þess að ávöxtun miðað við áhættu var betri erlendis en hér á tímabili á síðasta ári. Við töldum okkur með þessu móti fara betur með hlutafé bankans heldur en ef við hefðum dælt fjármunum inn á ís- lenska markaðinn," segir Erlendur. Þess má geta að útlán og mark- aðsverðbréf innlánsstofnana hér á landi jukust um ríflega 104 millj- arða króna milli ára, námu í lok mars 1998 294.365 milljónum króna en voru komin upp í 398.788 milljón- ir í mars á þessu ári, að því er fram kemur í nýjasta hefti af Hagtölum mánaðarins. íslenska járnblendifélagió hf. Samþykkt að greiða ekki arð um sinn ÁRIÐ 1998 var sjötta árið í röð sem verksmiðja Islenska jámblendifé- lagsins sldlaði hagnaði. Stefnt er að því að taka þriðja ofn verksmiðj- unnar á Grandartanga í notkun í haust. Þetta kom meðal annars fram í ræðu stjómarformanns fyr- irtækisins, Guðmundar Einarsson- ar, á aðalfundi þess í Reykjavík í gær. Tap varð á fyrsta fjórðungi þessa árs er nam 157 milljónum króna og ekki gert ráð fyrir hagn- aði á árinu, að því er fram kom í svari stjómarformanns við fyrir- spurn á fundinum. Samþykkt var einróma tillaga stjómar um að af þessum ástæðum skyldi ekki greiddur út arður auk þess sem ráðist hefði verið í miklar fjárfestingar í fyrra. Eiginfjárhiut- fall lækkaði nokkuð í fyrra vegna fjárfestinga og var um áramótin 75%. „Stjóm félagsins hefur skilning á því að óþolinmæði kunni að gæta meðal hluthafa. Það er almenn stefna Elkem að greiða ríflegan arð til hluthafa þegar vel gengur en halda fjármunum innanborðs þegar gefur á. Hluthafar í Islenska jám- blendifélaginu geta því vænst góðra arðgreiðslna þegar afkoma félags- ins snýst til betri vegar,“ sagði Guð- mundur. Með nýja ofninum kemst verk- smiðjan í röð hinna stærstu og full- komnustu í heimi á þessu sviði. Af- köst nýja ofnsins era áætluð 42-45 þúsund tonn og er hann hannaður og smíðaður af tæknideild norska fyrirtækisins Elkem, sem nú á meirihluta í Jámblendiverksmiðj- unni. Einnig eiga íslenska ríkið og japanska fyrirtækið Sumitomo stór- an hlut. Framleiðsla á kísiljámi var 62 þúsund tonn og framleiðsla á hreinsuðum málmi með lágu kolefn- is- og álinnihaldi tvöfaldaðist og nam um 16 þúsund tonnum. Fram- leidd vora um 13 þúsund tonn af kísilryki og tókst að selja alla þá Morgunblaðið/Ásdís Guðmundur Einarsson, sijórnar- fomaður íslenska jámblendifélags- ins, í ræðustól. framleiðslu, þar af keypti Sements- verkmiðjan á Akranesi helminginn. Stjórnarformaðurinn fjallaði um orkumálin í ræðu sinni og sagði að samkeppni hefði harðnað á alþjóða- mörkuðum. Hefði því verið útilokað fyrir Jámblendiverksmiðjuna að búa við að slökkt væri bótalaust á framleiðslutækjum hennar vegna orkuskorts eins og gerðist í fyrra. Nýr orkukaupasamningur við Landsvirkjun hefði verið ein af meginforsendum þess að Elkem keypti meirihluta í fyrirtækinu og ákveðið var að ráðast í stækkun. „Nýi samningurinn tók gildi 1. apríl á þessu ári og gildir hann til 20 ára,“ sagði Guðmundur. „Samning- inánn byggist eingöngu á tryggðri orku og réttur Landsvirkjunar til stórvægilegrar og óbættrar orku- skerðingar er því úr gildi fallinn en jámblendifélagið greiðir á hinn bóg- inn hærra verð fyrir orkuna." Stjómarmenn fá 400 þúsund krónur á ári hver fyrir störf sín, for- maður þó 750 þúsund. Stjórnin var endurkjörin. Elkem á fjóra af sjö fulltrúum í stjóminni en varafor- maður er Jón Sveinsson lögmaður. Um 30 manns sátu aðalfundinn en alls era hluthafar um 1.200. V<tvl v\ú ekkl ^oH- S\fc\yclé ölllAVA SÍfaVöI L\V\L\ÞA SlV\t\FA |>ó iav sé eWi UeIiM<?i! Með símtalsflutningi Símans er hægt að vísa öllum hringingum í þinn síma, í annað númer hvar sem er á landinu.* Hægt er að vísa símtölunum í venjulegan síma, farsíma, talhólf, svarhólf eða boðtæki og sá sem hringir verður ekki var við flutninginn. Sækja þarf um símtalsflutning hjá Símanum. Símtal flutt: □ 21 □. Númerið sem á að flytja hringinguna í er valið og síðan ýtt á □. Þjónusta gerð óvirk: □ 210. Sá sem hringir í númer sem flutt hefur verið greiðir fyrir það símtal, en eigandi númersins sem flutt er úr greiðir fyrir símtal í það númer sem flutt er í. www.simi.is LEIÐBEININGAR UM NOTKUN SIMTALSFLUTNINGS ÞÚ GETUR PANTAÐ SÉRÞIÓNUSTU Á ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVUM SÍMANS OG í GJALDPRJÁLSU NÚMERI 7000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.