Morgunblaðið - 21.05.1999, Síða 13

Morgunblaðið - 21.05.1999, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 13 FRÉTTIR Gunnar Þormar sérfræðingur í tannlækningum þroskaheftra Mikilvægt að þjónusta verði ekki skert Morgunblaðið/Árni Sæberg GUNNAR Þormar við störf á tannlæknastofu sinni. AÐGERÐ á þroskaheftum einstaklingi. Með Gunnari á myndinni eru Hrefna Hannesdóttir tann- tæknir og Valdimar Hansen svæfíngalæknir. Tannlækningar þroska- heftra krefjast oftar en ekki sérstakra aðferða. Að mati Gunnars Þormars sem stundað hefur slíkar tannlækn- ingar í hartnær þrjá áratugi er forvarnar- starf, tannhreinsun og -hirða, einnig afar brýnt. TANNLÆKNINGAR þroska- heftra komust í hámæli í harðvít- ugri deilu sem staðið hefur í vor milli tannlækna annars vegar og Tryggingastofnunar ríkisins og tryggingayfírtannlæknis hins veg- ar. Gunnar Þormar tannlæknir sem manna lengst hefur sinnt þessum tannlækningum andmælti spai-naðaraðgerðum TR á þeim forsendum að þroskaheftir þurfi sérstaka og oft kostnaðarsama meðhöndlun. Gunnar Þormar hefur meðhöndl- að þroskahefta frá miðjum áttunda áratugnum, eða í um 25 ár, og var til skamms tíma sá eini sem stund- að hefur tannlækningar þroska- heftra sérstaklega. Hann hefur rekið eigin tannlækningastofu í Reykjavík frá ágúst 1958 en kynnti sér tannlækningar þroskaheftra og fatlaðra sérstaklega á 8. áratugn- um, í Bandaríkjunum (1974) og í Evrópu (1978), í rauninni þegar sérhæfing á því sviði var að hefjast. Gunnar hefur reyndar látið sig málefni þroskaheftra varða um langt árabil og þá ekki eingöngu atvinnu sinnar vegna. Hann eign- aðist sjálfur þroskaheftan son 1967 og hefur frá þeim tíma lagt málefn- um þroskaheftra lið. Hann varð fyrsti formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar 1976-77 og var jafn- framt varaformaður Styrktarfélags vangefinna 1975-77. Gunnar hefur auk þess setið í stjóm Skálatúns- heimilisins í Mosfellssveit 1979-82 og í húsbyggingamefnd Þroska- hjálpar frá 1990. Forvarnir afar mikilvægar Deilumar við TR urðu til þess að Gunnar tilkynnti foreldrum bama á dagheimilinu Lyngási að hann treysti sér ekki lengur til að veita forvarnarþjónustu, að óbreyttu. Að hans mati kom reglugerð, sem öðl- aðist gildi á þessu ári og var beitt a.m.k. um tíma við mat á reikning- um hjá TR, í veg fyrir að hægt væri að stunda forvamir að Lyng- ási. Forvamarstarfið, sem er eink- ar brýnt í tilviki þroskraheftra, var eftir reglugerðinni takmarkað við 20 mínútur á ári á hvem einstak- ling í skoðun, eftirlit og fræðslu. Gunnar hefur nú ákveðið að halda sínu striki á Lyngási þar sem komið hafi Ijós að ofangreindri reglugerð (nr. 28/1999) hafi verið beitt vegna mistaka TR. Nú sé réttilega og eingöngu farið eftir nýjum reglum (nr. 29/1999) um þátttöku TR í „kostnaði við tann- lækningar vegna alvarlegra afleið- inga fæðingargalla, sjúkdóma og slysa“. Gunnar kveðst þó ekki alls kost- ar sáttur við ákvæði í 2. gr. regln- anna sem kveður á um að þátttaka „sjúkratrygginga í almennum tannlækniskostnaði hvers einstak- lings, án umsóknar", takmarkist við 30 þúsund krónur á ári. En samkvæmt því þurfi að sækja sér- staklega um þátttöku í kostnaði sem fer umfram þessa upphæð. Gunnar bendir á að oft þurfi að beita svæfingu þegar gert er við tennur þroskaheftra og að þær að- gerðir fari auðveldlega langt yfir 30 þúsund krónur. „Fólk hefur lent í vandræðum við að fá hærri reikn- inga endurgreidda,“ segir Gunnar. „Kæmr á hendur tryggingayfir- tannlækni fyrir að neita að greiða reikninga hafa borist Trygginga- ráði, Þroskahjálp og meira að segja umboðsmanni bama. Það þjónar engum tilgangi að beita reglum til hins ýtrasta gagnvart mjög fötluðu fólki. Það er ekki hlaupið að því að skoða þroskaheftan einstakling. Það þýðir ekkert að vera með tíma- takmarkanir í því tilfelli. Skoðun tekur einfaldlega mun meiri tíma og það ættu allir tannlæknar að vita. Með þessum takmörkunum er verið að lítillækka þetta fólk,“ segir Gunnar. Gunnar bendir á að allir reikn- ingar til TR séu tölvukeyrðir og allt eftirlit sé auðvelt. „Það þarf að gera mjög nákvæma grein fyrir því hvað er gert. Hvemig fylling sett er í og á hvaða fleti í tönn. Það er því alltaf hægt að staðfesta hvort fyllingin sé á sínum stað eða ekki.“ Beita þarf sérstakri lagni við fatlað fólk Forvamarstarfið á Lyngási felst í því að tannfræðingur fer á stað- inn, leiðbeinir og aðstoðar starfs- fólkið við tannburstun og tann- hreinsun á hverjum einstaklingi fyrir sig. „Það þarf að beita sér- stakri lagni því mikið fatlað fólk getur verið mjög erfitt og berst gjarnan á móti. Síðan koma þeir á stofuna til mín sem þarfnast frek- ari meðferðar,“ segir Gunnar. Gunnar bendir á að þessi starf- semi hafi gengið svona fyrir sig í tvo áratugi og að meðalkostnaður á ári, á þroskaheftan einstakling með allri þjónustu, tannsmíð og öllu til- heyrandi, hafi haldist nánast sá sami öll árin. „Þessi kostnaður er á bilinu 15 til 20 þúsund krónur. I Danmörku telst það ekki óeðlilegt að þessi upphæð sé 40 þúsund krónur. Af blaðaummælum mætti ætla að einn og einn þroskaheftur sæki til tannlæknis og síðan berist himinháir reikningar til TR! Það er ekki nóg með að ríkið eigi ekkert frumkvæði að því að séð sé um þetta fólk heldur er verið að gera þá sem annast það tortryggilega," segir Gunnar. Tannheilsa þroskaheftra löngum hunsuð Gunnar segir að tannlækningar þroskaheftra, eins og önnur málefni þeirra, hafi lengi verið homreka og ekki notið viðurkenningar. Mikið hafi þurft til að heilbrigðisyfirvöld tækju við sér. „Þetta fór óneitan- lega treglega af stað. Það var ekki fyrr en að Lionsmenn stóðu fyrir landssöfnuninni Rauða fjöðrin 1976 að keypt vora tæki til að með- höndla þroskahefta og fatlaða." Að sögn Gunnars liðu hins vegar 2 eða 3 ár áður en heimild fékkst hjá heilbrigðisráðuneyti til að nýta nýju tækin. „Starfsemin fór að stað 1979 en þjóðfélagið tók fyrst ein- hverja ábyrgð á tannheilsu þroskraheftra með heimildará- kvæði um endurgreiðslu á tann- lækningum öryrkja sem tók gildi 1980.“ Gunnar segist á sínum tíma hafa fengið Valdimar Hansen svæfing- arlækni með sér í lið og þá hafi ver- ið unnt að svæfa sjúklingana sem hafði ekki verið hægt áður. „Með því opnaðist möguleiki á því að meðhöndla nánast alla þá sem þurftu á meðferð að halda,“ segir Gunnar. Til vansa að þrengja að þessum hópi þjóðfélagsþegna Að mati Gunnars snerast deil- umar við TR nú í vor um spamað- arráðstafanir sem lentu á þeim sem minnst mega sín. „Það er ís- lensku þjóðfélagi til skammar að þrengja að þessu fólki eins og gert hefur verið að undanfomu. Þegar að er gáð kemur í ljós að þeir sem hafa hæstar bætur era 490 einstak- lingar og að þessi þjónusta kostar þjóðfélagið 8,7 milljónir á ári sem nemur 1% af útgjöldum TR vegna tannlækninga. Þetta er því ekki rétti staðurinn til að spara á.“ Gunnar segist ekki mega til þess hugsa að horfið verði aftur til þess tíma þegar þroskaheftir hafi verið nær réttindalausir. Þá hafi verið auðvelt að spara tannlæknakostnað þeima. „Því fram til 1980 vora tennur einfaldlega dregnar úr fólk- inu,“ segir Gunnar. „Stofnanir vora aðþrengdar og reknar fyrir dag- peninga: Þjóðfélagið tók enga ábyrgð á þessu fólki og tregðast við það enn í dag.“ ^ Snyrtivöruverslunin ■' ■' S Snyrtivoruv Fma Mosfellsbæ - S. 5868000 Stendhal 1» A M I S d a g a r í dag föstudag fimmtudag 27 maí föstudag 28 maí Stórglæsilegir kaupaukar Nýr Stendhal bæklingur um hvernig þú getur helaið þér unglegri mun lengur! Líttu við og fáðu prufur __ Fluchos Handsaumaðir herraskór úr leðri. Með höggdeyfum. verð frá kr 7.800. Litir: svartur, koníaks- brúnn, stærð: 41-46. Til eru fleiri gerðir at herraskóm. Valmiki silkibindi að verðmæti kr. 3.900 tylgir herraskóm sem kaupauki. Einnig eru til dömuskór og sandalar fró Ruchos. KRINGLUNNI, SÍMI 553 2888

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.