Morgunblaðið - 21.05.1999, Page 34

Morgunblaðið - 21.05.1999, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ljósmyndasýning í Vestmannaeyjum Skyndimyndir úr hversdagsleikanum NOKKRAR skyndimyndir af viðskiptavinum Olís í Vestmannaeyjum. PORTRETTLJÓSMYNDIR af viðskiptavinum verslunar Olís í Vestmannaeyjum eru viðfangs- efni sýningar sem opnuð verður í gamla áhaldahúsinu á horni Græðisbrautar og Vesturvegar í Eyjum á morgun, laugardag, kl. 14. Ljósmyndararnir eru þeir Magnús Sveinsson á Kletti, sem hefúr verið umboðsmaður Oh's í meira en aldaríjórðung, Sigurð- ur Þór Sveinsson og Skúli Úraníusson og myndirnar tóku þeir af viðskiptavinum sínum á árunum 1989 til 1991 í spjall- horni verslunarinnar við Græð- isbraut. Myndimar em í stærð- inni 20 x 30 sm. Allar myndirnar teknar í horninu hans Óla Magnús segir mennina á myndunum flestalla eiga það sammerkt að hafa átt erindi í Olís. „Við vomm með mynda- vél á staðnum og byijuðum á því að taka mynd af Óla heitn- um góðvini okkar í Suðurgarði, en hann kom alltaf reglulega til okkar og allar myndirnar era teknar í horainu hans Óla, eða Suðurgarði eins og við köllum það. Honum var annt um sitt horn og fór iðulega að tvístíga ef einhver sat í horninu hans þegar hann kom. Þetta þróað- ist svo og við tókum myndir af öllum sem komu. Menn höfðu almennt mjög gaman af þessu og það er mikið búið að fletta þessum albúmum sem mynd- irnar eru í, en myndirnar eru orðnar vel á sjöunda hundrað," segir Magnús. Hann segir að myndirnar segi að vissu leyti ákveðna sögu. Fyrir það fyrsta séu þær skrásetning og heimild um ákveðinn tíma í Olís. Myndirn- ar hafi einnig þá sérstöðu að vera allar teknar á sama stað. „Þetta eru myndir úr hvers- dagsleikanum og kannski hinar einu sönnu skyndimyndir, eng- ar uppstillingar eða viðhöfn viðhöfð. Yfirleitt var bara tek- in ein mynd og hún látin duga.“ Sýningin verður opnuð á morgun kl. 14 og henni lýkur annan í hvitasunnu. Hún er op- in alla þijá sýningardagana kl. 14-18 og eru myndirnar allar til sölu. Olíu- og akrilverk í Bilum & List IRIS og Kolla opna samsýn- ingu í Bflum & List við Vega- mótastíg á morgun, laugar- dag, kl. 15. Verkin á sýningunni eru ol- íu- og akrflverk og öll unnin á þessu ári. Iris og Kolla luku námi frá málaradeild MHÍ 1997. Þær hafa haldið nokkrar samsýn- ingar. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16 og stendur til 6. júní. Sýning textil- nema MHÍ SAMSÝNING annars árs textflnema í Myndlista- og handíðaskóla íslands verður opnuð í Galleríi Nema hvað, Skólavörðustíg 22c, í dag, föstudag, kl. 16. Nemamir sýna frjálsan textfl. Sýningin er opin laugardag og sunnudag kl. 14-18 og næstu helgi. Leikhúsið og Tjarnar- kvartettinn Bjartar sumarnætur í Hveragerðiskirkju Fjöldi tónlistarmanna á tónlistarhátíð Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir RAGNHILDUR Pétursdóttir, Junah Chung, Gunnar Kvaran, Edda Er- lendsdóttir, Peter Máté, Signý Sæmundsdóttir, Rachel Barton og Guð- ný Guðmundsdóttir taka þátt í tónlistarhátíðinni Bjartar sumarnætur í Hveragerðiskirkju um hvítasunnuhelgina. TIÍM.ISI Geislaplötur SYSTUR í SYNDINNI Tjarnarkvartettinn syngur og flytur tónlist Hróðmars Inga Sigurbjörns- sonar úr leiksýningu Leikfélags Akureyrar á leikritinu Systur í synd- inni eftir Iðunni og Kristínu Steins- dætur. Tónlistin er ýmist frumsamin fyrir leikhópinn eða gömul lög í út- sctningu Hróðmars Inga. Einnig syngja og koma fram Michael Jón Cl- arke og leikarar. Útgefandi: Tjarnar- kvartettinn og Hróðmar Ingi Sigur- björnsson. Dreifing: íslensk tón- verkamiðstöð. LEIKRITIÐ Systur í syndinni var frumsýnt á útmánuðum við hinar bestu viðtökur, jafnt áheyrenda sem leikdómara - ef mig brestur ekki minni, en undirritaður átti þess ekki kost að bregða sér norður yfir heiðar til að skoða sýninguna. Sögusviðið er Reykjavík á árunum 1870-75. Syst- umar í syndinni eru fjórar, fátækar og þjófóttar mjög. Þær búa saman ásamt bróður sínum, sem er ónytj- ungur og fyllibytta. Einnig koma við sögu ýmsar skrautlegar persónur úr hinu sérstæða og stéttskipta bæjar- lífi Reykjavíkur þess tíma, allt frá þeim lægst settu, vatnsberunum, upp í sjálfan bæjarfógetann, einsog segir í innslagi með nýjum hljóm- diski, sem hefur að geyma tónlist Hróðmars Inga Sigurbjömssonai-, frumsamda og útsetta, úr leiksýn- ingunni í flutningi Tjamarkvartetts- ins og annarra úr leikhópnum. Eftir diskinum að dæma verður maður að ætla að bæði hafi verið vandað til sýningarinnar og hún ver- ið hin besta skemmtun, a.m.k. er hann vandaður í alla staði og skemmtilegur eftir því. Tónlistin skipaði sem sé stóran sess í leiksýn- ingunni og, eins og fram hefur kom- ið, ýmist frumsamin fyrir Tjarnar- kvartettinn, sem stundum skartar þeim ágæta og menntaða bariton- söngvara, Michael Jóni Clarke, sem fimmta manni, eða gömul og góð lög, íslensk, dönsk, írsk, ensk, sænsk og skosk, og margt af því þjóðlög - allt í hugmyndaríkri og mjög snjallri út- setningu. Textamir eru héðan og þaðan, gamlar þjóðvísur, sálmar og vísubrot o.s.frv. Þetta er aldeilis frá- bær tónlist til síns brúks, gerð og framreidd af mikilli íþrótt. Víða fyndnar eða hárfínar „delikatessm’“ (eða hvortveggja í senn!), sem minna sumar á fínlegt barokflúr með léttri sveiflu kringum lagið - eða öllu heldur undir því (a la Boccherini). Annað svolítið „grodda- legt“ á stundum, og enn annað ein- falt og hjartnæmt í samræmi við tíð- arandann. Hlutur tónskáldsins og flutningur Tjamarkvartettsins er í einu orði sagt frábær, allt flutt af miklu og músikölsku öryggi, góðri stíltilfinn- ingu og smitandi sönggleði. Framlag M.J. Clarkes er einnig til mikillar prýði, svo sem í hinu indæla skoska þjóðlagi, Loch Lomond. Ef nefna mætti dæmi um einstaklega vel heppnaðar útsetningar og söng koma fjórir síðustu söngvarnir í hug- ann, ekki síst Gá med I lunden og Húmar að mitt hinsta kvöld. Og allt er þetta án undirleiks, enda „sér kvartettinn sjálfur um hann“ (og tónskáldið, að sjálfsögðu!) og fer létt með það og með miklum elegans, ef því er að skipta. En allt er þetta raunar fjölbreytt, litríkt og harla gott. Hljóðritun fín og lifandi og í takt við annað, en upptökur fóra fram í Samkomuhúsinu á Akureyri og í Minjasafnskirkjunni. Upptökustjóri var Kristján Edelstein. _________________Qddur Björnsson . Hveragerði. Morgunblaðið. TÓNLISTARHÁTÍÐIN Bjartar sumamætur verður haldin í Hvera- gerðiskirkju um helgina og hefst með tónleikum í dag, íostudag, kl. 20:30. Aðrir tónleikar verða laugar- daginn 22. maí klukkan 17 og lokatónleikamir verða síðan sunnu- daginn 23. maí klukkan 20:30. Þetta er þriðja árið í röð sem þessi hátíð er haldin og hefur hún hlotið góðar undirtektir hjá bæði áheyrendum sem gagnrýnendum og er hátíðin nú orðin fastur liður í menningarflóra landsmanna um hvítasunnuhelgina. í ár er boðið upp á hóp af flytjendum, innlendum sem erlendum. Efnisskráin er breytileg á öllum tónleikunum og fjölbreytt. Lista- mennirnir sem fram koma á hátíð- inni eru Rachel Barton fíðluleikari, Signý Sæmundsdóttir sópransöng- kona, Edda Erlendsdóttir píanó- leikari, Ragnhildur Pétursdóttir fiðluleikari, Junah Chung víóluleik- ari og Tríó Reykjavíkur sem skipað þeim Gunnari Kvaran sellóleikara, Guðnýju Guðmundsdóttur fiðlu- leikara og Peter Máté píanóleik- ara. Flutt verða verk eftir Beet- hoven, Brahms, Schumann, Schausson og Jón Nordal ásamt sönglögum eftir Franz Liszt og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Gunnar Kvaran og Guðný Guð- mundsdóttir áttu hugmyndina að tónlistarhátíð í Hveragerði og eru að sögn afar ánægð með hvernig hátíðin hefur unnið sér sess í huga fólks. Listamennirnir hafa allir dvalið í Hveragerði undanfarna daga við æfingar. Gunnar sagði að- spurður að öll aðstaða til tónleika- halds væri til fyrirmyndar í Hveragerði. „Kirkjan hefur fá- dæma góðan hljómburð og er af- skaplega góður staður fyrir tón- leika,“ sagði Gunnar Kvaran. í ár koma listamennirnir lengra að en oft áður. Má í þeim hópi nefna hina 24 ára gömlu Rachel Barton sem þrátt fyrir ungan aldur hefur náð að skapa sér nafn sem frábær fiðluleikari. Rachel hefur unnið fjölmargar tónlistarkeppnir og spilað með mörgum þekktustu hljómsveitum og stjórnendum í heimi____ ____í Tónleikagestir velja sér Caprícu til flutnings Á tónleikunum á sunnudagskvöld- ið flytur Rachel sérstaka dagskrá með „virtúósa“-verkum fyrir fiðlu. Þá mun hún einnig bjóða tónleika- gestum upp á þá nýbreytni að þeir mega velja eina af 24 Caprícum Nicolos Paganinis og mun hún spila hverja þeirra sem er að ósk tón- leikagesta. Caprícurnar þykja óhemju erfið verk og gerir flutning- ur þeirra miklar kröfur til fiðluleik- arans. í örstuttu viðtali sagðist Rachel sérstaklega hafa valið sjald- gæfari verk til flutnings í Hvera- gerði, „ég vildi kynna öðravísi verk fyrir áheyrendum, bæði eldri barokkverk sem og verk eftir bandarísk tónskáld". Þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur til Is- lands: „Það er mjög gaman að fá að leika hér, ég kynntist Guðnýju í gegnum kennarann minn og hef þekkt hana í mörg ár, en við höfum samt aldrei spilað saman á tónleik- um. Það verður gaman að spila með þessum góða hópi hljóðfæraleikara," sagði Rachel Barton að lokum. Það er Tónlistarfélag Hveragerðis og Ölfuss ásamt Menningarmálanefnd Hveragerðis sem hefur haft veg og vanda af framkvæmd hátíðarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.