Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 9 FRÉTTIR Helgarskák- mót í Viðey 50. helgarskákmót tímaritsins Skák- ar hefst í dag kl. 18.30 í Viðey og lýk- ur á morgun, laugardag, kl. 18. Tefldar verða 9 umferðir með at- skákarsniði. Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri tímaritsins Skákar, sem nú er nýlát- inn, hélt alls 49 helgarskákmót á landinu á árunum 1980 til 1997. Mót- in voru haldin víða um land, frá Vest- mannaeyjum og Vík í Mýrdal í suðri til Grímseyjar og Raufarhafnar í norðri; frá Hellissandi og Patreks- flrði í vestri tU Mjóafjarðar og Norð- fjarðar í austri. Þannig voru mót haldin á flestum þéttbýlisstöðum á landinu, stórum og smáum. Það var ætlun Jóhanns að ljúka þessari hringferð um landið með því að halda 50. helgarskákmótið í Viðey. Mótið í Viðey er jafnframt helgað minningu upphafsmannsins, Jó- hanns Þóris Jónssonar. I tengslum við mótið verður stofnaður minning- arsjóður og munu allar tekjur af mótinu renna í hann. Sjóðnum er ætlað að styrkja skákstarf og skák- mótahald í landinu í anda Jóhanns Þóris. Bankareikningur minningar- sjóðsins er í Islandsbanka við Háa- leitisbraut, nr. 525-26-5438. Þátttaka er öllum opin og þátt- tökugjöld engin, en tekið verður við framlögum í minningarsjóðinn á skákstað. Borgarstjórn Reykjavíkur mun bjóða þátttakendum til lokahófs í Viðeyjarstofu að mótinu loknu. --------------- Bæjarstjórn Ölfuss fundar í fyrsta sinn FYRSTI fundur bæjarstjórnar Ölf- uss var haldinn í gær, fimmtudag, og var þá meðal annars kynnt nýtt nafn sveitarfélagsins. Opið hús var í menningar- og stjórnsýsluhúsinu í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Félagsmálaráðuneytið samþykkti í lok síðasta árs beiðni sveitarfélags- ins um nafnbreytingu úr Ölfushreppi í Ölfus og jafnframt var því breytt úr hreppi í bæ. „Astæður breytingar- innai’ eru þær helstar,“ segir í frétta- tilkynningu, „að meðan sveitarfélag- ið var hreppur vildi það gjaman gleymast í samanburði við sveitarfé- lög af sömu stærðargráðu og álitið vai’ að hér væri allt smátt í sniðum. Því fer fjarri og því ákvað hrepps- nefndin að sveitarfélagið skyldi verða bær.“ Bæjarstjóri Ölfuss, Sesselja Jóns- dóttir, er eini starfandi kvenbæjar- stjóri landsins, og jafnframt sá yngsti. Boðið var upp á veitingar og Lúðrasveit Þorlákshafnar leikur fyr- ir gesti menningar- og stjórnsýslu- hússins í tilefni af fyrsta fundinum. ------♦ ♦♦----- Sendiráð Islands í Þýskalandi Flutningi til Berlínar seinkar um mánuð FYRIRHUGAÐ er að sendiráð ís- lands í Þýskalandi flytji í nýtt hús- næði í Berlín hinn 18. júní nk. rúm- um mánuði síðar en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Að sögn Ingimundar Sigfússonar, sendiherra íslands í Þýskalandi, til- kynnti byggingaraðilinn nýlega að hann væri ekki tilbúinn til þess að af- henda húsið fyrr en þá. Þrátt fyrir þessa seinkun er stefnt að því að hefja starfsemi sendiráðsins í Berlín hinn 1. júní nk. í svokölluðu útibúi sendiráðsins við Vichmannstrasse 5. Flest allt starfsfólk sendiráðsins í Bonn er farið til Berlínar, að sögn Ingimundar, og er nú unnið að því að pakka niður og flytja gögn og annað til nýju höfuðstöðvanna í Berlín. Útskriftardragtir m»«0 °8 "kjólar UJá O 0 \ NeSst við Dunhaga, Opið virka daga 9-18, __________X simi 562 2230. laugardaga 10—14 r. VEFTAi Föt fyrir konur á öllum aldri Stúdentastjarnan hálsmen eða prjónn jðn Sípmuncksson Skarlgripaverzlun Laugavegi 5 - sími 551 3383 Mikið úrval af bolum VEFTA - Kvenfatnaður Hólagarði, sími 557 2010. y Mikið úrval af dröstum og sportfatnaði í mörgum litum Opiö á laugardögum 10-14 marion Reykjavíkurvegi 64 ■ Hafnarfirði ■ Sími 565 1147 Dragtir í ótrúlegu úrvali kiá,Qý6fafiihiMi ^ Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Frábært úrval í upphafi sumars REGNFÖT STÍGVÉLog GÚMMÍSKOR á alla fjölsl<ylduna Grandagarði 2, Rvík, sími 552-8855. Opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-14 Silfurpottar í Háspennu frá 6. maí til 19. maí 1999 Dags. Staður Upphæð 6. maí Háspenna, Hafnarstræti.....141.744 kr. 7. maí Háspenna, Laugavegi........327.773 kr. 9. maí Háspenna, Laugavegi.............94.762 kr. 10. maí Háspenna, Hafnarstræti....109.387 kr. 11. maí Háspenna, Laugavegi.......105.964 kr. 11. maí Háspenna, Hafnarstræti....112.956 kr. 13. maí Háspenna, Skólavörðustíg..251.445 kr. 14. maí Háspenna, Hafnarstræti.....99.935 kr. 14. maí Háspenna, Hafnarstræti....105.400 kr. 14. maí Háspenna, Laugavegi.......127.746 kr. 15. maí Háspenna, Skólavörðustíg...97.556 kr. 15. maí Háspenna, Skólavörðustíg..125.541 kr. 16. maí Háspenna, Laugavegi............54.656 kr. 16. maí Háspenna, Laugavegi........69.628 kr. 18. maí Háspenna, Laugavegi........67.104 kr. 18. maí Háspenna, Skólavörðustíg..112.680 kr. 18. maí Háspenna, Laugavegi.......173.517 kr. Fallegur sportfatnaður Opiö laugardag kl. 10—14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.