Morgunblaðið - 21.05.1999, Side 18

Morgunblaðið - 21.05.1999, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson SAMSTARFSSAMNINGURINN við Vífilfell undirritaður. Frá vinstri: Þorsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV, Jóhannes Ólafsson, formaður, Ingi Sigurðsson, leikmaður ÍBV, Hlynur Stefánsson, umboðsmaður Vífilfells og fyrirliði ÍBV, og Páll Líndal, sölusljóri Vífilfells. ÞORSTEINN Gunnarsson, framkvæmdasljóri knattspyrnudeildar IBV, og Guðmundur P. Davíðsson, forstöðumaður flutningasviðs Sam- skipa, handsala samstarfssamninginn. IBV hefur gert Nýtt veiðihús reist við Hlíðarvatn í Selvogi Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson FÉLAGAR Árbliks koma veiðihúsinu fyrir við Hlíðarvatn en þeir smíðuðu húsið í sjálfboðavinnu. Þorlákshöfn - Stangveiðifélagið Ár- blik í Þorlákshöfn hefur komið fyrir veiðihúsi við Hlíðarvatn í Selvogi en afnot af því munu fylgja veiðileyfum sem félagið selur. I gegnum árin hafa stjómai'menn Árbliks unnið að því að útvega veiðileyfi í Hlíðai-vatni í Selvogi. Nú er loks komið að því að félagið getur boðið til sölu veiðileyfi í vatninu en það hefur til umráða tvær stangir í sumar. Stangveiðifélagið Árblik í Þor- lákshöfn er félag sem ekki lætur mikið fyrir sér fara dags daglega. Það hefur þó starfað hér í 10 ár og hélt einmitt upp á afmælið með pomp og pragt á síðasta ári. Félagið var stofnað 17. apríl 1988 og voru stofnfélagar 37. Aðalmarkmið fé- lagsins er að bjóða félögum sínum upp á veiðileyfi í sunnlenskum ám og vötnum, stuðla að samkennd meðal veiðimanna og gefa þeim kost á námskeiðum og ferðalögum á veg- um félagsins. Standa fyrir ferðum Starfið hefur verið misjafnlega blómlegt á þessum árum en hefur fyrst og fremst verið fólgið í því að afla veiðileyfa fyrir félagsmenn sína í nokkrum misjafnlega gjöfulum veiðiám. Má þar nefna Kálfá, Vatnsá, Hvítá og Sogið. Á vorin hef- ur félagið staðið fyrir dorgveiði- keppni fyrir börn á bryggjunni og hefur þátttaka ávallt verið góð. Verðlaun eru veitt fyrir stærsta fiskinn og mestan afla. Þá hefur nokkur undanfarin ár verið farið í róður einn góðviðrisdag að vori á Snætindi ÁR og veitt á sjóstöng. Á sl. ári var haldið flugukastnám- skeið í íþróttahúsinu og var það mjög vel sótt af fólki á öllum aldri. Hins vegar varð að fella niður vegna lítillar þátttöku fluguhnýting- arnámskeið sem vera átti í vetur. Veiðileyfin í Hlíðarvatn eru seld í versluninni RÁS í Þorlákshöfn og ganga félagar Árbliks fyrir við út- hlutun þeirra. Stangveiðifélagið Ár- blik er öllum opið sem áhuga hafa á stangaveiði. Vakir á meðan aðrir sofa samstarfssamninga Vestmannaeyjum - Knattspyrnu- deild ÍBV hefur nýlega gert tvo stóra samstarfssamninga. Annars vegar er samningur til tveggja ára við Samskip, en með samningnum verður Samskip einn af stærstu styrktaraðilum IBV. Hins vegar hefur ÍBV gert samning við Vífilfell. Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér söluskyldu ÍBV á vörum Vífílfells auk margháttaðrar samvinnu á ýmsum sviðum. Með samningnum verður Vífilfell einn af fjórum stærstu styrktaraðilum IBV. Báðir samningamir voru undir- ritaðir í hófi sem haldin voru í húsa- kynnum fyrirtækjanna í Eyjum. Stykkishólmi - Hrafnkell Alexand- ersson starfrækir vaktþjónustuna Vökustaur í Stykkishólmi. Hann hóf störf 1. maí 1996 og hefur hann því vaktað bæinn allar nætur sl. þijú ár. Vöktunin felst í því að fylgjast með húsnæði fyrirtækja og stofnana á nóttunni. Hann kannar hvort dyr eru læstar eða gluggar opnir og í sumum tilfell- um er hann með lykil og kannar hvort allt er í lagi innandyra. Vaktin hefst um miðnætti og lýkur Skólaslit grunn- skólans í Borgarnesi GRUNNSKÓLINN í Borgar- nesi lýkur nú í vor sínu 90. starfsári. I tilefni þeirra tíma- móta verður haldin samkoma sem hefst kl. 18 í íþróttahúsi skólans fimmtudaginn 27. maí nk. og eru allir velunnarar skól- ans velkomnir. Þama verður, auk talaðs máls, boðið upp á ýmis skemmtiatriði sem verða flutt af nemendum skólans undir stjórn kennara. Skólinn hóf starfsemi sína haustið 1908 og hefur starfað óslitið síðan. Núna á þessum tímamótum hefur verið ákveðið að byggja við skólann og gera hann þannig betur í stakk búinn til þess að þjóna sívaxandi hlut- verki sínu í nútíð og nánustu framtíð. í skólanum eru núna 330 nemendur í 19 bekkjardeild- um og við hann starfa 45 manns í nokkuð færri stöðugildum. jantu 'iHfíj, n niaj) M LAUGAVEGi 49 ♦ SIMI 561 7740 Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason HRAFNKELL Alexandersson hefur annan vinnutíma en flestir aðrir. Hér er hann við bflinn sinn og heldur á merki sem gefur til kynna hvar sé von á að hann birtist á nóttunni. ekki fyrr en um morguninn. Að sögn Hrafnkels hefur starfið skilað árangri. Hann fylgist með umferð- inni á næturnar og ef um ókunna bfla er að ræða gefur hann þeim betri gætur. Hann segir að það hafi komið í ljós að afbrotagengi forðist þá staði þar sem nætur- vaktir eru starfandi. Nauðsyn þess að hafa næturvakt hefur aukist mjög þar sem búið er að leggja af lögregluvakt eftir kl. 24 og sama á við um helgar. Það eru flest fyrir- tæki í Stykkishólmi sem notfæra sér þjónustu Hrafnkels og er Stykkishólmsbær stærsti aðilinn. Þá hefur það aukist að fólk biðji hann að hafa auga með húseignum sinum þegar það fer að heiman. Það er mikið öryggi fyrir fólk að vita af því að fylgst er með eigum þess. „En það má segja að ég vakti óbeint allan bæinn, því ég er alltaf á ferðinni og hef ekki augun bara opin hjá þeim fyrirtækjum sem skipta við mig, það segir sig sjálft," segir Hrafnkell að lokum og segir að það venjist að vaka á meðan aðrir sofa. HlFUJIFILM SKYNDIMYNDAVÉLAR FRflBÆR MYNDGÆÐI SKiphPlti 31, Síml 568 0450 Kanpvangsstfti 1, s.4612850

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.