Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landssím- inn pantar fleirí leigusíma LANDSSÍMINN hefur pantað nokkum fjölda nýrra síma til að anna eftirspum þeirra sem leggja leið sína til Bandaríkjanna og vilja leigja sér farsíma. Fyrirtækið hefur undanfarið leigt út um 20 síma sem fólk á leið til Bandaríkjanna hefur getað nýtt. Eftirspurn hefur oft verið meiri en hægt hefur verið að anna, segir Ólafur P. Stephensen, forstöðumað- ur upplýsingadeildar Landssímans. í Bandaríkjunum era aðrir staðl- ar fyrir farsíma en hér en leigusím- ar Landssímans tengjast kerfi símaíyrirtækisins Omnipoint sem rekur símkerfí í New York og víðar á austurströndinni og samtals í tug- um eða hundraðum borga og bæja í Bandaríkjunum, segir Ólafur. Hann segir að vinsældir þessara leigusíma hafi verið mjög miklar og vegna mikillar eftirspurnar hafi fyr- irtækið gripið til þess ráðs að panta fleiri síma svo unnt verði að anna eftirspurn betur en nú er. --------------- IBR skorar á borgarstjóm Laugardalur verði íþrótta- og útivistar- svæði STJÓRN íþróttabandalags Reykjavíkur hefur skorað á borg- arstjóm Reykjavíkur að ráðstafa ekki landi í Laugardalnum til ann- arra nota en íþrótta og útivistar. Ymsir aðilar hafa óskað eftir lóðum í Laugardal að undanfömu. IBR telur mikilvægt að við skipulagningu Laugardalsins sé lit- ið til þeirrar starfsemi sem fyrir er og framkvæmdasögu dalsins. Bent er á að Laugardalsnefhd, sem borgarstjóri skipaði árið 1943, lagði til að skipulagning svæðisins yrði fyrst og fremst miðuð við framtíðarþörf borgarbúa og gerði ráð fyrir að í dalnum yrði fjölbreytt íþrótta- og útivistarsvæði auk byggða-, plöntu- og sjávardýra- safns. Iþróttabandalag Reykjavík- ur telur nefndina hafa sýnt stórhug og framsýni og að þarfir borgarbúa séu enn þær sömu. SÉRFRÆÐINGAR skoðuðu nefhjðlið strax eftir lendingu. Morgunblaðið/Kistinn Lenti með bilað nefhjól FOKKER-flugvél Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun með bilað nef- hjól og var slökkviliðið í viðbragsstöðu þegar vélin kom til lendingar. Lendingin tókst vel og að sögn Landheigisgæslunnar var aldrei nein hætta á ferð- um. Flugvélin var nýfarin á loftið þegar flugmenn- irnir urðu varir við bilunina og því var ákveðið að snúa við og lenda á Reykjavíkurflugvelli. Að sögn Landhelgisgæslunnar var strax sent eftir varahlut- um og er gert ráð fyrir að vélin verði komin í lag í dag. Flugvélin var á leiðinni norður á Akureyri með skipveija varðskipsins Ægis, en skipið hefur verið í slipp fyrir norðan. Áhöfn varðskipsins komst leið- ar sinnar nokkrum tímum síðar með áætlunarflugi. Dæmdur í 2V2 árs fangelsi fyrir svik HÆSTIRETTUR dæmdi í gær Ragnar Komelíus Lövdal í tveggja og hálfs árs fangelsi og til greiðslu skaðabóta að upphæð tæplega 18 milljónir króna fyrir skjalafals, fjársvik, brot á tékkalögum og fjárdrátt, sem hann framdi á árun- um 1995-1998. Maðurinn var sýknaður af fjársvikum í þremur ákæraliðum og broti gegn lögum um sölu notaðra ökutækja. Ragnar var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar í Héraðsdómi 26. janúar sl. og til greiðslu sömu upphæðar í skaðabætur. Ríkissak- sóknari krafðist þyngingar refs- ingar ákærða fyrir Hæstarétti en ákærði krafðist sýknu af nokkram ákæraliðum og að bótakröfum yrði vísað frá. Ragnar var dæmdur fyrir að hafa tvívegis sent yfirvöldum með símbréfi falsaðar yfirlýsingar um starfsábyrgðartryggingar til að fá leyfi til sölu notaðra ökutækja og fyrir að falsa tvo víxla sem hann seldi Sparisjóði Mýrasýslu. Blekkti gjaldkera I ákæra var ákærði talinn hafa gerst sekur um fjársvik með kaup- um sínum á þrettán notuðum bif- reiðum sem hann greiddi með inni- stæðulausum tékkum. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms um sakfeliingu er varðar tólf af þessum bifreiðum. Þá var ákærði dæmdur fyrir fjársvik með því að hafa blekkt gjaldkera í íslands- banka til að kaupa tvo innistæðu- lausa tékka að upphæð 2.303.000 kr. sem ákærði gaf út á tékkareikninga sína hjá Búnaðarbanka Islands. Ákærði var jafnframt dæmdur til að greiða allan sakar- og áfrýj- unarkostnað, þar með talin málsvamarlaun Hilmars Ingi- mundarsonar hæstaréttarlög- manns. Fyrir hönd ákæravaldsins sótti Sigríður Jósefsdóttir sak- sóknari málið. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjömsson, Arnljótur Björns- son og Gunnlaugur Claessen. Andlát BJARNI KONRÁÐSSON BJARNI Konráðsson læknir í Reykjavík er látinn, 84 ára gamall. Hann fæddist að Skip- um á Stokksnesi 2. des- ember 1915. Foreldrar hans voru Konráð R. Konráðsson læknir í Reykjavík og Sigríður Jónsdóttir. Bjami varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1935 og lauk læknisprófí frá Há- skóla Islands 1943. Hann stundaði fram- haldsnám í lækninga- rannsóknum í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi 1946-1948 og hlaut al- mennt lækningaleyfí 1946. Hann var viðurkenndur sérfræðingur í lækningarannsóknum 1952 og hafði yfirumsjón með lækningarann- sóknastofu St. Jósefsspítala í Reykjavík 1949-1964 og við Kleppsspítala frá 1970, þar sem hann yar. starfandi sérfræðingur í lækningarannsóknum. Hann var dósent í líf- færafræði við lækna- deild Háskóla Islands frá 1960. Bjami var í stjórn Læknafélags Reykjavíkur og lækna- félagsins Eirar þar sem hann var formað- ur 1960-1962. Bjami ritaði bókina Þættir úr líffæra- og húðsjúkdómafræði fyr- ir snyrta, sem kom út 1972, og þýddi kennslubók í líffæra- og lífeðlisfræði eftir Andreas Kehler íyrir hjúkrunar- fræðinga. Hann var í ritstjórn Læknablaðsins 1950-1951 og Heil- brigðs lífs 1957-1963. Bjarni var mjög áhugasamur um golfiþróttina og lék golf fram yfir áttrætt Kona Bjarna var Ragnhildur Björg Metúsalemsdóttir. Þau eign- uðust tvo h»rrl iniiiitfwiiiiir I Prestastefnan að Kirkj ubæj arklaustri PRESTASTEFNAN verður í ár haldin á Kirkjubæjarklaustri og stendur dagana 22. til 24. júní. Að sögn séra Þorvaldar Karls Helga- sonar biskupsritara verður dagskrá hennar með nokkru öðra sniði en áð- ur, m.a. helgigöngur og lögð áhersla á samfélag. Yfirskrift prestastefnunnar er „Samleið með Kristi" og segir bisk- upsritari að í fyrra hafi verið fjallað um Guð skapara og á næstu presta- stefnu verði aðalefnið um heilagan anda og þannig verði fjallað um heilaga þrenningu á þremur presta- stefnum í röð. Efnt verður til helgigöngu að Systrastapa við Kirkjubæjarklaust- ur, í Landbroti og við Núpsstað. Flutt verða nokkur erindi í tengslum við helgigöngumar sem hver hefur sína yfirskrift. Prestastefnan verður sett með guðsþjónustu í Prests- bakkakirkju kl. 13.30 þriðjudaginn 22. júní og síðar verður yfirlitsræða biskups, ávarp kirkjumálaráðherra og forseta kirkjuþings. Á Jóns- messunótt, kl. 23 til 24, verður guðs- .þjónusta í gamla kirkjugarðinum við Kapelluna á Kirkjubæjarklaustri. Á síðasta degi prestastefnu, fimmtu- degi, verður kynning á nýrri námskrá vegna fermingarfræðslu, fjallað verður um jafnréttisnefnd kirkjunnar og kynntar verða kristni- hátíðir prófastsdæmanna og hátíðin á Þingvöllum. Heimasíða Mannverndar Tenging við efni um nas- istalækna Á HEIMASÍÐU samtakanna Mannvemdar, sem barist hafa gegn miðlægum gagnagranni með heil- brigðisupplýsingum, hefur verið komið íýrir tengingu við umfjöllun bandaríska Helfararsafnsins (United States Holocaust Memorial Museum) um réttarhöldin sem fram fóra í borginni Núrnberg í Þýska- landi á árunum 1946-47 yfn' læknum sem tóku þátt í fjöldamorðum á geð- sjúklingum, þroskaheftum og fötluð- um og tilraunum sem einkum fóru fram á slövum og gyðingum í fanga- búðum á valdatíma nasista. Sigmundur Guðbjarnarson, for- maður Mannverndar, segir að ástæðan fyrir því að þessari teng- ingu hafi verið komið fýrir sé líklega sú að upphaf siðareglna lækna megi meðal annars rekja til þessara at- burða. „Það er urmull af alls kyns greinum og fréttaefni á síðunni og margs konar sjónarmið sem koma fram í þeim, rétt eins og hjá ykkur í Morgunblaðinu. Við eram líka með tengingu við Islenska erfðagrein- ingu og til fleiri staða þar sem hægt er að leita fróðleiks." Sigmundur segist ekki geta svar- að fyrir allar tengingar á heimasíð- unni en kveðst gera ráð fyrir að þessari sé ætlað að skýra þróun siðareglna lækna. „Það er ekki verið að setja jafnaðarmerki milli þessara manna og Islenskrar erfðagreining- ar, aðeins verið að vekja athygli á sögulegri þróun.“ ------♦-♦“♦----- Atlantsskip > ------------- Asökunum lögmanna vísað á bug „ATLANTSSKIP era íslenskur lög- aðili sem greiðir sína skatta og gegnir sínum skyldum í samræmi við íslensk hlutafélagalög," sagði Stefán Kærnested, framkvæmda- stjóri Atlantsskipa, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum vegna bréfs lögmanna skipafélagsins Van Ommeren sem lagt var fyrir áfrýj- unardómstól í Washington. í bréfinu kemur fram að misræmi hafi verið í upplýsingum um eignarhald á Atl- antsskipum. Stefán segir að ásakanir lög- manna Van Ommeren um að Atl- antsskip hafi gefið rangar upplýs- ingar séu einvörðungu viðbrögð fyr- irtækis sem er að fara halloka í sam- keppni. Hann vísar því á bug að 75% Atl- antsskipa séu í bandarískri eigu, eins og lögmenn skipafélagsins Van Ommeren halda fram. Yfirlýsing sem lögð hafí verið fram fyrir áfrýj- unardómstól í Washington, um að American Automar hafi aldi’ei átt hlut í félaginu, sé sannleikanum samkvæm. Eignarhald í félaginu sé á þann veg að Brandon C. Rose eigi 50%, Guðmundur Kærnested 49% og Símon Kæmested 1%. Gigtarfélag Islands Símaráðgjöf tekur til starfa í sumar ÁKVEÐIÐ hefur verið að síma- ráðgjöf fyrir gigtsjúka, Gigtarlín- an, taki til starfa í ágúst. Starf- semin verður á vegum Gigtarfé- lags íslands en heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, auk Gigtarráðs, tekur þátt í fjármögn- un hennar. Þjónustan er ætluð sjúklingum, aðstandendum, fólki í umönnunar- störfum og í raun öllum sem koma Jónínu verk- að málefninu, að sögn Bjargar Guðmundsdóttur, efnisstjóra hjá Gigtarfélaginu. Gigtarlínunni er ætlað að auðvelda og jafna aðgang fólks að sérfræð- ingum, en þverfaglegt teymi lækna, félagsráðgjafa, sjúkraþjálf- ara og næringarráðgjafa svarar fyrirspurnum þeirra sem leita til línunnar. Teymið veitir stuðning og leiðbeinir um frekaii úrræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.