Morgunblaðið - 21.05.1999, Page 31

Morgunblaðið - 21.05.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 31 LISTIR Höggmyndagarður Asmundarsafns vígður og yfírlitssýning opnuð „Vildi koma listinni á fram- leið áttu um“ FJÖLDI fólks var samankominn í Asmundarsafni við Sigtún í gær þeg- ar yfirlitssýning á verkum Asmund- ar Sveinssonar myndhöggvara var opnuð, endurnýjaður höggmynda- garðurinn umhvei'fis húsið vígður og endurútgáfu Bókarinnar um As- mund fagnað. Á þessum degi, 20. maí, hefði listamaðurinn orðið 106 ára en hann lést árið 1982. „Það er mjög gefandi viðfangsefni að umgangast verk Ásmundar og kynnast þeim nánar og áður en langt um líður eru þau mörg hver orðin sem hluti af manni sjálfum. Og það eru án efa fáir sem einu sinni hafa komist í snertingu við verk eins og Vatnsberann og Helreiðina, svo dæmi séu tekin, sem ekki bera ímynd þeirra með sér alla ævi. Því er allt annað en einfalt verk að setja saman sýningu af þessu tagi og þurfa að velja milli svo margra sterkra ímynda,“ sagði Eiríkur Þor- láksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, í ávarpi sínu við opnun- ina. Hann þakkaði í því sambandi sérstaklega Ólöfu K. Sigurðardóttur, deildarstjóra fræðsludeildar safns- ins, sem hefur borið hitann og þung- ann af uppsetningu sýningarinnar og gerð nýs kynningarbæklings um safnið. Ekki viðraði vel í gær til þess að spássera í höggmyndagarðinum, svo flestir létu sér nægja að virða fyrir sér hinn endurnýjaða garð gegnum glugga og dyr. Framkvæmdir við garðinn eru langt komnar. ,Ásmund- ur Sveinsson hafði sjálfur forgöngu um það að setja fjölmörg verka sinna upp í kringum heimili sitt og vinnu- stofu, sem nú er orðið að safni, og vildi þar með koma listinni á fram- færi við alla þá sem leið áttu um,“ sagði Eirikur. Hann þakkaði þeim Kolbrúnu Þóru Oddsdóttur lands- lagsarkitekt, sem hannaði garðinn, Rúnari Gunnarssyni og Einari Har- aldssyni hjá byggingadeild borgar- verkfræðings, sem fylgdu verkinu eftir, og verktakanum Garðaprýði, undir stjórn Guðmundar T. Gíslason- ar skrúðgarðyrkjumeistara, fyrir vinnu þeirra við garðinn. Við opnun sýningarinnar var enn- FJÖLMENNI var við opnun jTirlitssýningar á verkum Ásmundar Sveinssonar í Ásmundarsafni í gær. _ri við alla sem Morgunblaðið/Golli ÁSDÍS Ásmundsdóttir tekur við fyrsta eintaki bókarinnar um föður sinn úr höndum Guðrúnar Jónsdóttur. fi-emur kynnt endurútgáfa Bókar- innar um Ásmund eftir Matthías Jo- hannessen, sem kom fyrst út árið 1971. „Þessi sérstæða samtalsbók hefur verið ófáanleg um langt árabil og því vel við hæfi að Listasafn Reykjavíkur gefi bókina út að nýju,“ sagði Eiríkur, en hina nýju útgáfu bókarinnar hannaði Hildigunnur Gunnarsdóttir. Bókina prýða ljós- myndir úr safni Ólafs K. Magnússon- ar, Ijósmyndai-a Morgunblaðsins, sem fæstar hafa birst opinberlega áður. „I bókinni náði Matthías Johann- essen að láta njóta sín með einstök- um hætti þá náðargáfu Ásmundar að tala með skýnim og skemmtilegum hætti um list sína, stöðu listarinnar í samfélaginu og með hvaða hætti fólk ætti að njóta þess sem listamenn hafa fram að færa. Ljósmyndir Ólafs K. Magnússonar sýna Ásmund einnig með skemmtilegum hætti inn- an um verk sín, oft íbygginn og sposkan á svip og eru myndirnar i' bókinni einstakar sem persónulýs- ingar ekki síður en textinn," sagði Guðrún Jónsdóttir, formaður menn- ingarmálanefndar Reykjavikur og stjómar Ásmundarsafns. Hún opn- aði sýninguna formlega og afhenti um leið dóttur listamannsins, Ásdísi Ásmundsdóttur, fyrsta eintak bókar- innar, með óskum um að hún myndi njóta vel minninganna sem eflaust ættu eftir að kvikna við lestur henn- ar. Ásdís sagði í samtali við Morgun- blaðið að sér þætti sýningin afar fal- leg og var ánægð með þær lagfær- ingar sem gerðar hafa verið í garðin- um, þar sem hún lék sér sem barn. Sjálf kemur hún oft á bernskuslóð- irnar og fylgist vel með starfsemi safnsins, enda situr hún í stjórn þess. Sönggleði og kraftur TÖJVLIST Seljakirkja KÓRSÖNGUR Rangæingakórinn, undir stjórn Elín- ar Oskar Óskarsdóttur, flutti íslensk kórlög. Einsöngvari var Kjartan Ólafsson og píanóleikari Guðlaug Hestnes. Miðvikudaginn 19. maí. NÚ ERU átthagakórarnir að skila af sér vetrarstarfmu og halda vortónleika hver í kapp við annan, ef svo mætti segja. Nú þessa vikuna eru það Rangæingar og Snæfelling- ar sem hafa orðið og fór undirritað- ur á tónleika Rangæingakórsins sl. miðvikudagskvöld í Seljakirkju, sem eins og Seltjarnarneskirkja skartar í þakbúnaði yfirþyrmandi timbur- verki, sem trúlega á sinn þátt í góðri hljóman beggja kirknanna. Fyrstu þrjú lögin á tónleikum Rangæingakórsins voru úr íslensku þjóðlagasafni, Tíminn líður, í radd- setningu Árna Harðarsonar, Móðir mín í kví, kví, í raddsetningu Jakobs Hallgrímssonar, og Krummavísa, í raddsetningu undimtaðs. Öll lögin voru ágætlega sungin, með sérlega skýrum farmburði texta og góðri tónstöðu. Kórinn er bæði vel syngj- andi og vel þjálfaður, enda er stjórn- andinn, Elín Ósk Óskarsdóttir, vel kunnandi um allt er lýtur að söng og söngtækni. í síðasta laginu lék Guð- laug Hestnes með á píanó og einnig í Fuglinn í fjörunni eftir Jón Þórar- insson og gerði það af þokka. Tvö lög eftir Jón Nordal voru næst á efnisskránni, Heilræðavísur og Smávinir fagrir, og voru þessi lög helst til hröð, sérstaklega smávin- irnir. Karl Ottó Runólfsson átti næsta lag, í fjarlægð, og söng Kjartan Olafsson einsöng í þessu fagra lagi og gerði það vel. Það má deila um það hvort rétt sé að radd- setja þetta lag fyrir kór, til viðbótar við undirleikinn, nema þá að sleppa hreinlega einsöngnum, eins og gert var í Fuglinn í fjörunni og í næsta lagi, í dag skein sól, eftir Pál ísólfs- son. Bæði útsetningin á Fuglinn í fjörunni og í dag skein sól eru ágætlega útfærðar fýrir kór, enda er undirieikurinn á píanóið látinn halda sér, þótt eitthvað væri brenglað við millispilið í lagi Páls. Úr útsæ rísa Islands fjöll, einnig eftir Pál, er í miklu uppáhaldi kóra, enda tignarlegt Iag og töluverð raddleg áskorun fyrir kóra, sem Rangæingakórinn stóð vel við og skilaði með reisn. Eftir hlé söng kórinn við orgelundirleik snilldar- lagið Heyi’ himnasmiður eftir Þor- kel Sigurbjörnsson. Tvö lög eftir yngri tónskáldin, Tvær ferskeytlur og viðlag eftir Hákon Leifsson og Gömul vísa um vorið eftir Gunnstein Ólafsson, eru ágætar tónsmíðar, áferðarfalleg lög er voru mjög vel sungin og sömuleiðis Vorvísur eftir undimtaðan. Söngstjórinn stefnir lögunum oft við hraðari mörkin og leggur helst áherslu á sönggleði en gefur sér ekki ávallt tíma til að dvelja og dekra við einstaka tónlín- ur, þannig að óróleiki er oft merkj- anlegur í annars ágætum og hrein- um flutningi kórsins. Fjögur síðustu viðfangsefni kórs- ins eru eftir Björgvin Þ. Valdimars- son, sem á undanfórnum árum hef- ur verið iðinn við gerð söngverka. Björgvin hefur línuna en oft vantar á að form laganna sé nægilega yfir- vegað og of mikið er um beinar end- urtekningar tónhugmynda, eins og t.d. í laginu Bikarinn, sem sungið var ágætlega af Kjartani Ólafssyni. Maríubæn og Ástarþrá eru um margt ágæt lög en í lokalagi kórs- ins, Rangárþingi, var forspilið, sem er rismikið í upphafí, illa tengt við innkomu kórsins. Þarna er ekki við undirleikarann að sakast, sem lék undir af töluverðu öryggi. Kórinn söng lög Björgvins hressilega og sérstaklega Rangárþing. Rangæingakórinn er góður kór og söngblær hans ber sterkan svip af krafti kórstjórans, Elínar Óskar Óskarsdóttur, en hann á einnig til viðkvæma strengi, þótt sönggleðin væri í fyrirrúmi varðandi mótun söngverkanna. Jón Ásgeirsson Nýir leikar- ar í Tveim tvöföldum NÝVERIÐ urðu hlutverkaskipti í leikritinu Tveir tvöfaldir eftir Ray Cooney sem sýnt er í Þjóð- leikhúsinu. Sigurður Siguijóns- son tók við hlutverki hins kostu- lega þjóns, sem Bergur Þór Ing- ólfsson lék áður. Þjónustustúikan sem Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir lék er nú leikin af Halldóru Björnsdóttur. Sýningum fer fækkandi. TRIUMPH sundbolir og bikini í miklu úrvali Útsölustaðir: Útilíf, Glæsibæ, Sportkringlan, Axel Ó., Vestm., Lækurinn, Neskaupstað, KB, Borgarnesi. Heildsöludreifing: Aqua Sport ehf., Hamraborg 7, sími 564 0035. Tónleikar í Garðabæ SÍÐUSTU tónleikar Tónlistar- skóla Garðabæjar á þessu vori verða í kvöld kl. 20 í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Á efnisskránni eru ís- lensk og erlend ljóð og aríur, ein- söngslög, dúettar og annar sam- söngur. Flytjendur eru nemendur Snæ- bjargar Snæbjarnardóttur og með- leikari er Valgerður Andrésdóttir píanóleikari. SMÁSKÓR i bláu húsi við Fákafen, s. 568 3919.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.