Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 35 MANNSSAMBANDET, Karlakór Hjálpræðishersins í Noregi. Kynning á kanadísk- um rit- höfundi JÓHANN G. Thorarensen, MA í ensku, kynnir kanadíska rithöfundinn Ro- bertson Davies í fyrirlestri sem haldinn verður á morg- un, laugardag kl. 14 í Odda, stofu 101. Kynningin er á vegum enskuskorar Háskóla Islands og Islandsdeildar norræna félagsins um kanadísk fræði. Skáldsögurnar vinsælastar Davies er einn kunnasti rit- höfundur Kanadamanna á þessari öld, en vinsælastar eru skáldsögur hans, þar sem fremstar fara trílógíumar þrjár sem kenndar eru við Salterton, Deptford og Com- ish. Auk þess að kynna ævi og störf Davies mun Jóhann ræða þá gagnrýnu siðvitund sem liggur að baki ævintýra- og goðsagnakenndum sagna- heimi Davies. Karlakór Hjálpræð- ishersins í Noregi TÓNLEIKAR karlakórs Hjálp- ræðishersins í Noregi, Manns- sambandet, verða í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, föstudag kl. 18. A laugardag syngur kórinn á Ingólfstorgi kl. 14 og í Frí- kirkjunni við Tjörnina kl. 20. Á sunnudag syngur kórinn á sam- komu Hjálpræðishersins. Mannssambandet hefur víða komið fram, bæði í Noregi og öðrum löndum. Kórinn hefur gefið út nokkra geisladiska, sá síðasti var gerður í tengslum við tónleikaferð kórsins til Ástralíu, Bali og Singapore í fyrra. Sljórnandi kórsins og undir- leikari er Thor Fjellvang. Aðrir félagar kórsins koma frá ýms- um héraðum Suður-Noregs. Kórinn flytur jafnt lofsöng sem sveiflandi gospel og soultónlist. Aðalsteinn Ingólfsson hlýtur viðurkenning’u sænsks listaverkasafns AÐALSTEINN Ing- ólfsson listfræðingur var í ár valinn einn þeirra fimm norrænu myndlistargagn- rýnenda og rithöfunda sem hlutu Torsten og Wanja Söderberg verðlaunin. Röhsska safnið í Svíþjóð, sem er listverks- og hönnun- arsafn, hefur frá 1992 veitt norrænum gagn- rýnendum og rithöf- undum viðurkenningu íyrir ötult starf í þágu listverks og hönnunar. Að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu Röhsska safnsins hlýtur Aðalsteinn Ingólfsson verðlaunin fyrir vinnu við fjölda myndhstar- bóka og -skráa um ís- lenska myndhst og hönnun. Þeir sem hlutu verðlaunin auk Aðal- steins voru finnski gagnrýnandinn Kaj Kalin, danski hús- gagnahönnuðurinn og gagnrýnandinn John Vedel-Rieper, norski listfræðingur- inn Jorun Veiteberg og sænski blaðamað- urinn Kerstin Wick- man. Hvert þeirra fær í sinn hlut um 100.000 sænskar kr., eða um eina milljón íslenskra króna. Aðalsteinn Ingólfs- son listfræðingur Úrvalskvæði sautjándu aldar BÆKUR Ljóðabúk NORDISCHE BAROCKLYRIK Barokkljóðlist Norðurlanda. Valin af Wilhelm Friese. Ttibingen og Basel 1999. í BYRJUN þessa árs kom út í Þýskalandi bók sem vert er að vekja athygli á. þar eru birt vahn kvæði eftir fjögur skáld: Georg Sti- emhielm (1598- 1672) sem var sænskur, norska skáldið Petter Dass (1647-1707), hinn danska Thomas Kingo (1634-1703) og Hall- grím Pétursson (1614-1674). Sti- ernhielm er sá eini úr hópnum sem ekki var prestslærður, hann nam sögu og tungumál við háskólana í Uppsölum og Greifswald, fékkst við kennslu og var meðal annars forn- minjavörður. Dass var prestur í Al- stahaug í Norður-Noregi. Kingo var prestur og síðar biskup á Fjóni. Hallgrímur Pétursson var eins og allir vita prestur, lengst á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Eins og titillinn ber með sér er ritinu ætlað að vera sýnisbók nor- rænna barokkbókmennta. Útgef- andinn, Wilhelm Friese (f. 1924) sem lengi var prófessor við háskól- ann í Tubingen, er brautryðjandi í rannsóknum á norrænum bók- menntum á því tímabili sem erlend- is er kennt við barokk. Árið 1968 birtist doktorsrit hans Nordische Barockdichtung þar sem fjallað er um hugtakið barokk, einkenni barokkbókmennta og hvemig þau birtast í bókmenntum á Norður- löndum. I þeirri bók sem nú er komin út gefst lesendum tækifæri til að kynna sér og bera saman kveðskap fjögurra höfuðskálda barokksins. þótt hugtakið barokk hafi verið umdeilt og menn hikað við að nota það, einkum í Noregi og á Islandi, er óumdeilanlegt - eins og segir í inngangi - að þau fjögur skáld sem hér eiga kvæði eru mikil- vægustu skáld sautjándu aldar hvert í sínu heimalandi. Kvæðin eru öll birt á frummálinu vinstra megin á síðu og í þýskri þýðingu útgefanda hægra megin. Að því leyti er þetta útgáfa sem stór hópur lesenda get- ur haft gagn af. Tilgangurinn er að nokkru leyti sá að kynna þennan kveðskap fyrir þýskum lesendum, þar á meðal stúdentum í norrænum fræðum, en einnig brúar hún bilið milli Norðurlandaþjóðanna, t.d. á þann hátt að þeir sem ekki lesa ís- lensku geta kynnt sér kveðskap Hallgríms Péturssonar í þýskri þýðingu auk þess sem tvítyngdar útgáfur gefa lesendum alltaf kost á að kynnast textanum frá fleiri hlið- um en einni. Þýðingarnar eru eftir því sem ég best fæ séð gerðar af ná- kvæmni og vandvirkni. í stuttum en ítarlegum inngangi gefur útgefandi greinargóða mynd af tímabilinu og fjallar um hvert af skáldunum fjórum og þann bak- grunn sem bókmenntir í heimalandi þeirra mynda. Aftast eru til- vísanir í útgáfur og rit sem stuðst hefur verið við, stutt æviágrip allra höfunda og skýringar við kvæði þeirra. En hvaða kvæði eru birt í bókinni? Eftir Ge- org Stiemhielm er sonnetta, sennilega sú íyrsta sem ort hefur verið á sænsku. Hún hefur fyrirsögnina Emblema authoris. Emblem voru myndir sem höfðu táknræna merk- ingu og gegndu mikilvægu hlutverid í kveðskap barokktímans. í kvæðinu verður silkiormurinn að slíku tákni fyrir höfundinn. Hér er einnig fræg- asta kvæði Stiemhielms, Hercules, sem hann orti undir hexametri og fjallar um dyggði og lesti. í kvæðinú notar Stiemhielm ýmis fomyrði sem skýra þurfti fyrir samtíðinni en með þeim hætti vildi hann endurnýja tungumálið. Eftir Hallgrím Péturs- son em tvö kvæði um heiminn og hverfulleikann (Um veraldarinnar velsemd, Veröldinni tildrukkið), Ald- arháttur, Um dauðans óvissan tíma og þrír Passíusálmar (nr. 25, 35 og 48). Eftir Petter Dass er inngangur að þekktasta kvæði hans, Nordlands trompet, sem fjallar um byggðir og bú í Norður-Noregi; það er til í ís- lenskri þýðingu Kristjáns Eldjáms. Þá er kvæði um sjö orð Krists á krossinum og tvö kvæði sem ort em út af faðirvorinu og trúarjátning- unni. Þá er kvæði ort eftir bmnann mikla í Bergen 1702 sem hefur fyrir- sögnina: „Ny Bergen, ny lykke, / ny huuse, ny smykke, / det onsker af hiertet / Petter Dass“. Og loks kvæði (klages- ang) sem Dass orti eftir langvarandi veikindi. Eftir Thomas Kingo er birtur morgunsálmur og kvöldsálmur og einn frægasti sálmm- hans: „Far, Verden, far vel“. þá er sálmur sem fjall- ar um mannleg örlög, hverfulleika og misjöfn kjör, ferðasálmur og merkilegt kvæði sem hann orti til Danakon- ungs þar sem hann bað um hjálp fyr- ir vesalinga þá sem látnir vom dúsa í Odense hospital en það var í raun hæli fyrir sundurleitan hóp sem hvergi átti höfði að að halla. Onnur trúarleg kvæði Kingos hér era Sjötta vika í fostu (út af orðunum Sjáið manninn), Um sjö orð Krists á krossinum, Sálmur á hinum fyrsta páskadegi. Loks er hér kvæði sem nefnist Candida, ástarkvæði í dæmi- gerðum barokkstíl. Af þessu má sjá að bókin veitir afar góða innsýn í kveðskap fjög- urra norrænna skálda á sautjándu öld sem hvert um sig skipar mikil- vægan sess í bókmenntaarfi þjóðar sinnar. Kvæðin sem orðið hafa fyrir valinu sýna glöggt það helsta og besta sem skáldin hafa ort. Jafn- framt gefst kostur á að bera kvæðin saman og er það án efa nokkuð ný- stárlegt fyrir íslenska lesendur. Loks hlýtur þetta rit að vekja til umhugsunar um réttmæti eða nauð- syn þess að tala um barokkskeið í íslenskri bókmenntasögu. Margrét Eggertsdóttir Wilhelm Friese 'Mikió úrirnl af áumarkjólum, dragium, pil&um, hivxum ogy tappum. Woaji&gMu 78, &úni552 8980. Útskriftargjöf sem gleður úr eru tollfrjáls fi já úrsmiðnum Tryggvi Ólafsson, Hafnarfirði • Birta, Egilsstöðum • MEBA, Kringlunni • Axel Eiriksson, Isafirði • CarlA. Bergmann, Laugavegi 55 Gullúrið, Mjódd • Helgi Guðmundsson, Laugavegi82 • Guðmundur Hermannsson, Laugavegi 74 • Gilbert, Laugavegi 62 Jón & Óskar, Laugavegi 61 • Franch Michelsen, Laugavegi 15 • Garðar, Lækjatorgi • Hermann Jónsson, Veltusundi 3 Paul E. Heide, Glæsibæ • Klukkan, Hamraborg • Jón Bjarnason, Akureyri • Halldór Ólafsson, Akureyri • George V. Hannah, Keflavík • Guðmundur B. Hannah, Akranesi __ Gilbert, Grindavík • Karl R. Guðmundsson, Selfossi • Kornelíus, Skólavörðustíg 8 • Helgi Sigurðsson, Skólavörðustíg 3 • Gunni Magg, Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.