Morgunblaðið - 21.05.1999, Page 64

Morgunblaðið - 21.05.1999, Page 64
'j64 föstudagur 21. maí 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM ÞÓRUNN Edda Ansbach systir Sólveigar, Margrét Benediktsdóttir og Högna Sigurðar- dóttir móðir Sólveigar ásamt henni sjálfri í frumsýningarhófinu. HORFT yfir hafið við Hótel Hilton í Cannes. KVIKMYNDIN Haut les coeurs, sem leikstýrt er af íslendingnum Sólveigu Ansbach, var frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrrakvöld og fékk frábæra dóma hjá frönskum fjölmiðlum í gær, m.a. fullt hús stiga hjá Liberation. Myndin er sýnd í opinberri dag- skrá á hátíðinni þar sem leikstjórar eru í brennidepli og er einnig gjald- geng í keppnina um verðlaunin Ca- mera D’Or, sem veitt eru leikstjór- um sem eru með sína fyrstu mynd í fullri lengd á hátíðinni. Kvikmyndin Haut les coeurs fjall- ar á átakanlegan og hrífandi hátt um ófríska konu sem greinist með krabbamein. Þrátt fyrir tragískt við- fangsefni verður myndin aldrei yfir- þyrmandi, m.a. vegna ástarsögunnar sem ofin er við atburðarásina. En áhrifamikil er hún og það mátti víða sjá vasaklúta á lofti þegar myndin var sýnd í bíósalnum í Noga Hilton- hótelinu við ströndina í Cannes. Sólveig Ansbach er fædd í Vest- mannaeyjum, dóttir Högnu Sigurð- ardóttur arkitekts, og er tíður gest- ur á íslandi þrátt fyrir að hafa alla tíð búið í Frakklandi. Hún lærði kvikmyndagerð og hefur gert heim- ildarmyndir. Síðast var það mynd sem fjallaði um fimm konur sem rændu banka í Suður-Frakklandi og var hún sýnd á frönsku sjónvarps- stöðinni Canal +. Kvikmyndahátíðin í Cannes Áhorfendur tóku andköf Haut les coeurs nefnist hátíðarmynd Sól- veigar Ansbach, sem frumsýnd var í Cannes í fyrrakvöld og fékk frábæra dóma hjá fjölmiðlum í Frakklandi í gær. Pétur Blöndal talaði við Sólveigu um myndina og viðtökurnar. - En hvernig kom það til að hún gerði leikna kvikmynd? „Eg skrifaði handritið, varð mér úti um framleiðanda og eftir það var fcnginn rithöfundur til að ondur- skrifa handritið. Við fengum síðan styrk frá franska kvikmyndasjóðn- um.“ - Hvað heiUaði þig við söguna? „Það tók mig langan tíma að koma mér að því að gera kvikmynd í fullri lengd. Eg byrjaði á því að fást við heimildarmyndir vegna þess að mér fannst ærið nóg af kvik- myndum fyrir í heiminum. Ég var 9s[œturjjaCinn Smiðjuvegi 14, ‘Kópavofli, sími 587 6080 Dans- og skemmtistadur í kvöld og laugardagskvöld leika Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms Opið frá kl. 22—3 Næturgalínn — alltaf lifandi tónlist ■ að leita að sögu sem væri þess virði að verja í hana þremur árum. Mér finnst áhugavert að gera sögu um fólk sem þyrfti að berjast fyrir til- verugrundvelli sínum; ég vildi gera mynd um baráttukonu sem gæti eins verið í stríði.“ -1 myndinni tekst þér að þræða einstigið milli ijúfrar ástarsögu og biturs spítaladrama. „Þetta mátti ekki verða yfirþyrm- andi mynd að hætti Bandaríkja- manna. Ég vOdi halda áhorfendum í fjarlægð og í hvert skipti sem við hefðum hæglega getað komið fólki til að gráta þá reyndum við að sneiða hjá því,“ segir hún og bætir við með elskulegu brosi: „Það grét nú samt.“ - Myndin verður að teljast afar raunsæ. „Já,“ svarar Sólveig og kinkar kolli. .jLeikararnir stóðu sig frábær- lega. Ég bað þá um að verja miklum tíma með læknum á undirbúnings- tímabilinu og fylgjast með látbragði þeirra, hvernig þeir gengju um og hlustuðu á sjúklinga. Við tókum myndina líka upp á spítulum og fengum starfsfólk í aukahlutverkin. Ég vildi líka hafa fæðinguna í myndinni raunverulega og að sama barnið yrði út í gegnum myndina. Allir sögðu mér að það væri ómögu- Morgunblaðið/Halldór Kolbeins SÓLVEIG lék á trommu með hljómsveit í frumsýningarhófinu. legt og ráðlögðu mér að notast við mun fleiri böm. En fyrsta konan sem ég talaði við féllst á að vera með í myndinni eftir að hafa lesið handritið. Það var mjög spennandi að fá að mynda fæðinguna. Ég var orðin svo spennt að það var engu líkara en ég væri sjálf ófrísk. Við fylgdumst síðan með barninu fyrstu þrjár vikurnar og þurftum aldrei önnur.“ - ísland kemur við sögu. „Ég vildi að ísland yrði í mynd- inni vegna þess að það er mikil- vægt fyrir mér. En það hefði verið of dýrt að fara þangað enda þjónaði það ekki sögunni. Mér fannst hins vegar koma vel út að láta bróður hennar ljúga því að hann væri að fara til Islands til þess að komast hjá því að horfa upp á veikindi hennar." Hættu að raka d þér fótleggina! Notaðu One Touch hdreyðingarkrem! Sársaukalaus ogfljótleg aðferð sem skýrir vinsældir One Touch á íslandi í 12 ár. ! Sensitive ■&!ir viokvæma húð Bikini svæði - Jafnvel þótt hann færi ekki kemur hann með nákvæma lýsingu á Islendingum. „Já,“ segir Sólveig og hlær. „Hann segir þá vinalegt fólk sem tali ekki mikið nema þegar þeir fái sér í glas, þá syngi þeir. Og það er rétt. Islendingar syngja gjarnan þegar þeir fá sér neðan í því.“ - Hvað tekur nú við? „Ég á eftir að verja miklum tíma í að kynna myndina og markaðssetja hana. Síðan langar mig til að skrifa handrit að annarri mynd. Ég er með hugmynd í kollinum en er ekki sest við skriftir ennþá. Það á eftir að taka nokkurn tíma en þá langar mig aftur til að vinna með sömu leikkonu og er í aðalhlutverkinu í þessari mynd.“ - Hún fær góða dóma eins og myndin í heild sinni. „Já,“ svarar Sólveig. „Myndin fékk frábæra dóma og það var stór- kostlegt að fylgjast með áhorfend- um á frumsýningunni sem lifðu sig svo inn í myndina að þeir tóku and- köf í sumum atriðunum, til dæmis þegar hún lætur raka af sér hárið. Þeir hlógu líka að öllum atriðunum sem áttu að vera fyndin. Þetta var aðeins önnur sýningin á myndinni með áhorfendum svo ég var mjög hrærð yfir viðtökunum." - Mun fólk vilja horfa á mynd um krabbamein? „Sumir eiga eflaust eftir að forð- ast það og þetta er ákveðið vanda- mál sem ég á eftir að takast á við. En ég vona að orðspor myndarinnar verði gott og að fólk átti sig á því að það er meira við myndina en það.“ - Pú lékst með hljómsveit í frum- sýningarveislunni. Ertu kannski tónlistarmaður eins og aðalsöguper- sónan í myndinni? „Kærastinn minn leikur með þessari blásarasveit og ég lék á trommu með þeim fyrir nokkrum árum. Mér datt í hug að það gæti verið skemmtileg uppákoma að fá þá í veisluna. Astæðan fyrir því að aðalsögupersónan er tónlistarmaður er að þá þarf hún að spila fyi-ir áhorfendur og á erfitt með að vinna heilsu sinnar vegna. Ef hún hefði verið rithöfundur hefði hún getað lokað sig af og haldið áfram að skrifa en það er ekki hægt í hljóm- sveit.“ - Pað eru einmitt íslendingar í hljómsveitinni í myndinni. „Já, Edda Erlingsdóttir píanó- leikari spilar með hljómsveitinni og Helga Guðmundsdóttir. Edda kem- ur raunar meira við sögu því hún heimsækir aðalsögupersónuna á spítalann. Hún er frænka mín og ég vildi endilega hafa hana í myndinni. Hún spilar í raun og veru með hljómsveitinni, sem er afar vinsæl hér í Frakklandi." - Af hverju fær Friðrik Þór Frið- riksson þakkir? „Hann reyndi að liðsinna okkur og útvega okkur styrk. Það gekk ekki eftir en hann hefur alltaf reynst mér vel og ég vildi bara senda honum kveðju." - Hvenær kemurðu svo heim? „Vonandi þegar myndin verður sýnd á íslandi því alla leikarana dauðlangar til að fara þangað. Nú verð ég að koma því í kring að .., myndin.vnrði. lekin .þar-lil.sýninga.“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.