Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þróunardeild SH hefur unnið gott starf, að mati forstöðumanns Þróunar- starf lykill að framtíð fyr- irtækjanna STJÓRN Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hf. ákvað fyrr í vik- unni að leggja niður þróunardeild félagsins í endurskipulagningu á rekstri þess. Forstöðumaður þróun- ardeildarinnar, Alda Möller, segir að með breytingunum sé félagið að setja ákveðinn stimpil á áralanga þróun og láti um leið reyna á bein tengsl framleiðenda og dóttufélaga SH í þróunarmálum. Þróunardeild Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna var stofnuð haustið 1986. Starf deildarinnar lá síðan niðri um nokkurt skeið en var endumýjað árið 1990. Alda Möller hefur stýrt þróunardeildinni undan- farin ár. Hún segir starf þróunar- deildarinnar alltaf hafa falist í að vera tengiliður milli framleiðenda og dótturfyrirtækjanna erlendis. Deildin hafi ýmist tekið við hug- myndum frá markaðnum og fært til framleiðenda eða komið góðum hugmyndum framleiðenda á fram- færi á mörkuðunum. „Við höfum frá upphafi gert út á að vinna beint með framleiðendum og dótturfyrirtækj- um. Starfsmenn þróunardeildarinn- ar eru þannig talsvert á ferðinni, fara í frystihúsin og vinna að verk- efnunum þar. Við leggjum áherslu á að framleiðslan skili framleiðandan- um árangri. Við höfum þannig verið nokkurs konar sía fyrir verkefni því hugmyndimar eru vitanlega alltaf fleiri en þær sem eru tímabærar. Við höfum því reiknað út hugsan- legan árangur af verkefnunum og hrint verkefnum af stað,“ segir Alda. Samruni skilji milli stórra og smárra fyrirtækja Hún segir að vöruþróun hafi síð- ustu ár beinst hvað mest að sér- hæfðum vörum en það séu vörur sem séu verkefni eins eða fárra framleiðenda, oftast fyrir aðeins eitt markaðssvæði. Sérhæfing verkefna sé þannig sífellt að verða meiri. Jafnframt hafi samruni framleiðslu- fyrirtækja á undanfómum árum skilið á milli hinna stóm og hinna smærri. Stærri fyrirtækin hafi frek- ar leitað eftir þeirri sérhæfingu sem felst í þróunarstarfi. „Við höfúm hins vegar unnið bæði með stóm og smáu fyrirtækjunum. Hins vegar hafa mörg stóm fyrirtækjann kom- ið sér upp vísi að þróunardeildum á undanfömum ámm og við höfum unnið í samvinnu við þær. Eg hef, ásamt fleirum innan SH, talað fyrir því að framleiðendur kæmu sér upp slíkum deildum og hefðu á sínum snæmm starfsfólk sem eingöngu sinnti þróunarstarfi úti á mörkuð- Morgunblaðið/Golli ÞEGAR þróunardeild Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hefúr verið lögð niður verður þróunarstarf fært yf- ir til fyrirtækja innan vébanda SH, frystihúsanna úti um landið og söiufyrirtækjanna erlendis. unum. Við höfum því tekið þátt í þeirri þróun sem segja má að nú sé verið að setja stimpil á af hálfu SH. Ég hefði hins vegar kosið að halda þróunarstarfinu áfram fyrir þau fyrirtæki sem ekki hafa burði til að koma sér upp þróunardeildum sjálf,“ segir Alda. Alda segist þeirrar skoðunar að þróunarstarf sé lykill að starfsemi allra fyrirtækja í framtíðinni, stórra jafnt sem smárra. Því sé hættulegt að sinna ekki slíku starfi. „Þróunar- starf skilar miklum árangri, það hefur starf þróunardeildarinnar sýnt, bæði deildarinnar innan SH sem og þróunardeilda innan fyrir- tækjanna. Þróunarstarf SH hefur hins vegar ekki aðeins átt sér stað innan þróunardeildarinnar, heldur einnig innan markaðsdeildarinnar. Þegar vinna þessara deilda er lögð saman er árangurinn greinilegur." Margs konar verkefni Meðal þeirra verkefna sem þró- unardeild SH hefur sinnt er t.d. ný vömlína fyrir svokallaða sushi-veit- ingarstaði í Japan, þar sem grálúðu- og karfaflök era marineruð í krydd- blöndu og flutt til Japans, tilbúin til neyslu á sushi-stöðunum. Hingað til hefur fiskurinn verið fluttur út heill til Japans. „Annað verkefni snýr að markaðssetningu á beitukóngi sem er vannýtt tegund og einnig mætti nefna uppstokkun á smásöluvöraúr- vali fyrir Evrópumarkað sem við höfum unnið að. Undir þróunar- deildina hefur einnig heyrt allt er varðar umhverfismál sem verða sí- fellt mikilvægari í matvælafram- leiðslu. Þeirri vinnu verður vonandi haldið áfram á markaðssvæðum okkar,“ segir Alda Möller. Samstaða innan stjórnar SH um breytingar Erum að svara kalli tímans SH lokar starfsstöð á Akureyri Bæjarráð lýsir yfír undrun BÆJARRÁÐ Akureyrar bók- aði á fundi sínum í gær undran yfir þeirri ákvörðun stjómar Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna að loka starfsstöð sinni á Akureyri, í ljósi fyrri yfirlýs- inga um uppbyggingu og starf- semi SH á Akureyri. Stjómin ákvað á fundi í fyrradag að loka starfsstöðinni og var 8 starfsmönnum sagt upp í kjölfar þess. 2 milljóna framlag Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt endurreisnarsjóði Alþjóða heilbrigðismálastofunarinnar (WHO) tvær milljónir króna. Davíð Á. Gunnarsson ráðu- neytisstjóri afhenti Gro Har- lem Bmndtland, framkvæmda- stjóra WHO féð fyrir hönd Ingibjargar Pálmadóttur heil- brigðisráðherra við upphaf al- þjóðaheilbrigðisþings í Genf. Islendingar eiga nú einir Norðurlandaþjóða sæti í fasta- nefnd svæðisskrifstofu WHO í Evrópu. Á síðasta fundi henn- ar, í apríl, var samþykkt að leggja til við Evrópuþing WHO í haust að áfengisauglýsingar á íþróttakappleikjum yrðu bann- aðar og jafnframt allar áfengis- auglýsingar sem beindust að ungmennum. STJÓRNARMENN Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna hf. em sam- mála um að endurskipulagning á rekstri fyrirtækisins og það að þró- unardeild félagsins verði lögð niður sé tímabært og með því sé fyrirtæk- ið að laga sig að breyttum aðstæð- um. Rakel Ólsen hjá Sigurði Ágústs- syni ehf. á Stykkishólmi segir SH, með endurskipulagningunni sem nú standi fyrir dymm, einfaldlega vera að svara kalli tímans. Félagið verði að standa sig í samkeppni eins og önnur fyrirtæki. „Breytingar sem eiga sér nú stað í okkar röðum era í samræmi við það sem víða gengur og gerist erlendis. Það er alls staðar verið að steypa saman fyrirtækjum og einingamar innan þeirra að breytast. Við verðum stöðugt að vera samkeppnishæf á markaðnum og SH hlýtur, líkt og önnur félög, að laga sig að breyttum aðstæðum," segir Rakel. Hún segir breytingamar hafa átt sér langan aðdraganda, þróunin sé ekki að byrja í dag. „Stærri fram- leiðendur innan SH hafa sinnt þró- unarstarfi í frystihúsunum í mörg ár og því sjálfstæðari sem framleið- endur em og jafnvel með fagfólk á sínum snæmm, sækja þeir slíka þjónustu síður til SH. Boðleiðimar era að styttast og því dregur úr þörf fyrir þessa þjónustu," segir Rakel. Dútturfélögin tilbúin Björgólfur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað, tekur í sama streng og Rakel. „Menn þurfa að fylgjast vel með í þessu fyrirtæki eins og öðmm og laga það að breyttum tím- um og aðstæðum. Ég tel að dóttur- félögin séu vel í stakk búin til að taka yfir þau verkefni sem SH sinnti áður. Hins vegar er slíkt ef- laust misjafnt eftir framleiðendum og búast má við að einhverjir af smærri framleiðendum ráði ekki við það. Á móti kemur að í framtíðinni hlýtur SH að geta selt smærri framleiðendum þá þjónustu sem þeir hafa ekki bolmagn til að hafa sjálfir." Eðlilegar breytingar Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf., segist telja þær breytingar sem nú eigi sér stað inn- an SH eðlilegar á margan hátt. ,Á INGVAR Vilhjálmsson, formaður starfsmannafélags Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna, segir upp- sagnimar hafa komið fáum á úvart miðað við það sem á undan hafi gengið í fyrirtækinu. Störf- um fækkar um 19 stöðugildi og segir Ingvar að lögð hafi verið niður stöðugildi víðsvegar í fyr- irtækinu, enda hafi markmiðið verið að fækka störfum en ekki að segja upp starfsfúlki. „Auðvitað er alltaf leiðinlegt þegar grípa þarf til uppsagna en undanfórnum tveimur áram hefur ÚA rekið tveggja til þriggja manna þróunardeild sem hefur unnið mikið starf í þróunarmálum í nánum tengslum við markaðina. Við höfum einnig unnið sjálfii- að markaðsmál- um, þannig að hér eru 4-5 störf inn- an þess ramma sem SH sá áður um. Engu að síður er ljóst að þunginn í starfsemi SH er og verður úti á mörkuðunum þar sem kaupendum- ir era. Það hefur einnig orðið breyt- ing innan framleiðslufyrirtækjanna. Það er komið mikið af vel menntuðu fólki inn í stærri fyrirtækin, með mikla þekkingu og oft góða reynslu. ég tel að þær hafi ekki komið fúlki á úvart, án þess þú að ég geti talað fyrir munn þeirra sem sagt var upp. Reynt var að gera fúlki uppsagnirnar eins bærileg- ar og hægt er, þannig að fúlk hefur tækifæri til að hætta þeg- ar það kærir sig um en fær greidd laun öll starfslokin. En vissulega eru slíkar aðgerðir ákveðið högg fyrir fyrirtækið sem þarf að vinna upp í rúleg- heitum í framtíðinni," segir Ingvar. Það gerir það að verkum að þessi leið sem SH er að fara nú er eðlileg þróun á fyrirtækinu í ljósi breyttra aðstæðna í umhverfinu. Dótturfélög SH hafa líka tekið meiri þátt í þró- unarstarfi en áður og starfsmenn þróunardeildar SH starfa nú fyrir dótturfélögin bæði í Bretlandi og á Spáni,“ segir Guðbrandur. Minni þörf fyrir mannafla Brynjólfur Bjamason, fram- kvæmdastjóri Granda hf., tekur undir með Guðbrandi og segir breytingarnar miðast að því að að- laga SH breyttu umhverfi. „Fyrir- tækin era stærri og tengsl þeirra við markaðina hafa aukist. Þau þurfa því minni þjónustu en á áram áður. Minni fyrirtækin sem þurfa á þeirri þjónustu að halda sem SH hefur hingað til veitt, til dæmis hvað varðar markaðs- og þróunarvinnu, fá hana vonandi hjá SH áfram. Fyr- irtækin þurfa hins vegar að greiða fyrir þessa þjónustu. Áður greiddu öll fyrirtækin í eina hít og síðan var unnið lyrir þá sem á því þurftu að halda. Nú er umhverfið breytt og þá finnst mér eðlilegt að fyrirtækið lagi sig að því. Framleiðslan er sí- fellt að færast nær markaðnum og þá þarf ekki eins mikinn mannafla þar á milli eins og var hér áður,“ segir Brynjólfur. Sigurður Einarsson, fram- kvæmdastjóri Isfélags Vestmanna- eyja hf., segist ekki eiga von á því að breytingar innan SH hafi áhrif á gæði þeirrar þjónustu sem fyrir tækið veiti. Isfélagið muni því áfram eiga viðskipti við SH. Harald- ur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri Haraldar Böðvarssonar hf., sagðist ekki gær ekki gera sér fulla grein fyrir því hvernig breytingnar sneru að fyrirtækinu og vildi því ekki tjá sig um málið. Uppsagnir hjá SH Komu fáum á óvart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.