Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Húsendur lyfta sér af Laxá HÚSÖNDIN er eitt af sérkennum Mývatnssvæðisins, en þessar lyftu sér fimlega af Laxá þar sem þær höfuð dólað um stund eða þar til þeim fannst ljósmyndarinn vera kominn óþægilega nærri. Jón Magnússon, fuglaáhuga- maður á Akureyri, sagði húsönd hvergi verpa annars staðar í Evr- ópu en á Mývatnssvæðinu. Stofn- stærðin er um 2.000 fuglar og hafa flestir vetursetu á opnum vökum á Mývatni, en nokkrir slæðast annað. Fæða húsandarinnar er að mestu lirfur flugna sem verpa í vatn. Endurnar eru oft í mjög þéttum hópum, þó breytist háttar- lag þeirra nokkru fyrir varptím- ann. Þær eigna sér afmörkuð svæði á vatninu sem þær siðan verja af mikilli hörku fyrir öðrum fuglum, en með því eru þær að tryggja sér nóg æti m.a. tii að búa kolluna betur undir varpið. Varn- arsvæðin eru oft í námunda við varpsvæðið, sem getur verið í hol- um, gömlum hlöðnum fjárhús- veggjum eða jafnvel í hreiður- kössum í útihúsum en af því dreg- ur húsöndin nafn sitt. Kollan á til að verpa einu og einu eggi í hreiður annarra anda og telur Jón það líklega til að tryggja betur afkomu sína, ef hennar eigin hreiðurbúskapur fer forgörðum. Ungarnir skríða úr eggjunum í byrjun júlí. Fara end- urnar þá gjarnan með þá niður Laxá þar sem fæðuframboð er mikið, að minnsta kosti þau ár sem klak mýflugnanna tekst vel. Fuglarnir veija unga sína af fremsta megni gagnvart hættum í umhverfinu sem og öðrum húsöndum. Oft er mikill slagur milli fullorðnu fuglanna og kem- ur þá fyrir að ungahópurinn blandast ærið mikið, þannig hafa sést kollur með allt að hundrað unga á eftir sér. í ágúst drífa húsendumar sig gjarnan aftur upp á Mývatn og fara að búa sig undir næsta vetur. Dómur héraðsdóms yfír Bretanum Kio Briggs ómerktur > ----------------------------------- Atti að leggja mat a trúverð- ugleika framburðar vitnis IJrskurður um framhald gæslu- varðhalds kveðinn upp í dag Vilja hótel í stað húsa Hlaðvarpans og Kveldúlfs Á FUNDI miðborgarstjórnar Reykjavíkur kom fram sú tillaga nýverið að borgin keypti hús Kveldúlfs og Hlaðvarpans, léti rífa þau og byggði í þeirra stað hótel. Tillagan var lögð fram á fundi mið- borgarstjómar 3. maí síðastliðinn. Tillögumenn voru þau Edda Sverrisdóttir, Árni Einarsson og Bolli Kristinsson en auk þessarar hugmyndar settu þau fram tillög- ur um afnám beygjubanns á ýms- um stöðum í miðþorginni og að breytt yrði akstursstefnu nokk- urra gatna í því skyni að auðvelda umferð þangað. Auk Hlaðvarpans og Kveldúlfs er lagt til að Geysis- húsið fylgi með í niðurrifinu og að í stað þessara húsa komi glæsilegt hótel. Geysishús friðað Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri tjáði Morgunblaðinu í gær að Geysishúsið væri friðað og því yrði naumast af framkvæmd sem þessari. Húsvemdarskýrsla borgarinnar gerði einnig ráð fyrir því að varðveitt yrði götumyndin við hús Kveldúlfs og Hlaðvarpans og sagði hún það skoðun sína að hugmyndir um hótelbyggingu í stað þessara húsa myndu mæta mikilli andstöðu. HÆSTIRÉTTUR hefur ómerkt og vísað heim í hérað til löglegrar með- ferðar máli Bretans Kios Alexand- ers Ayobambeles Briggs sem fyrir rúmum tveimur mánuðum var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sjö ára fangelsi fyrir að flytja inn rúmlega tvö þúsund e-töflur. Hæsti- réttur telur að Héraðsdómi hafi bor- ið að leggja mat á trúverðugleika og þýðingu framburðar vitnis sem hér- aðsdómari treysti sér ekki til að byggja á við dóm sinn. Saksóknari hefur krafist áframhaldandi gæslu- varðhalds yfir bretanum, þrátt fyrir ómerkingu dómsins, og verður kveðinn upp úrskurður í málinu í dag. Briggs var handtekinn á Kefla- víkurflugvelli 1. desember á síðasta ári við komu til landsins frá Spáni, þegar fíkniefni fundust í farangri hans, alls liðlega tvö þúsund e-töflur sem eru meðal hættulegustu fíkni- efna sem eru í umferð. Hann var úr- skurðaður í gæsluvarðhald og er enn í haldi vegna málsins. Bretinn starfaði sem dyravörður á diskóteki á Benidorm áður en hann kom til Is- lands og sagði tilganginn með komu sinni vera þann að hann ætlaði að fá vinnu við sjómennsku. Hefur hann ávallt neitað nokkurri vitnesju um efnin, kvaðst ekki vita hvernig þau hefðu kormst í tösku hans. Héraðs- dómi þótti frásögn hans ekki trú- verðug. Ekki byggt á framburði vitnis Fram kom við meðferð málsins fyrir Héraðsdómi að Briggs átti samskipti við íslenskan mann á Spáni og hafði íslendingurinn að- stoðað hann við undirbúning ferðar- innar til íslands. Islenskir lögreglu- menn staðfestu fyrir dómi að hann hefði sagt til Briggs til að fá greiða á móti hjá lögreglunni vegna eldra máls, en lögreglan sagt honum að það kæmi ekki til greina. Viðkom- andi maður bar vitni fyrir dóminum og viðurkenndi þá, að kvöldið áður en Briggs fór til íslands hefði hann haft samband við lögreglumann sem hann þekkti. Sagði maðurinn að lög- reglan hefði sagt að of seint væri að semja um málið en rætt yrði við sig varðandi framtíðina. I niðurstöðu Héraðsdóms er á það bent að um- ræddur Islendingur hafi ljóstrað upp um ákærða í því skyni að fá ein- hverja ívilnun hjá lögreglu og ákæruvaldi í öðru máli sem hann átti hlut að og yrði því ekki byggt á framburði hans í málinu. Að mati Hæstaréttar lýtur fram- burður vitnisins að atvikum sem máli geta skipt um skýringu á at- ferli ákærða og þeim verknaði sem honum er gefinn að sök. Því verði að telja að dómaranum hafi ekki verið rétt að víkja framburði hans til hlið- ar, heldur borið að leggja mat á trú- verðugleika og þýðingu framburðar- ins og taka rökstudda afstöðu til hans eftir því mati, hliðstætt öðrum sönnunargögnum. Hlaut ekki réttláta meðferð Samkvæmt því lítur meirihluti Hæstiréttar svo á að mál Briggs hafi ekki hlotið rétta meðferð fyrir Héraðsdómi að öllu leyti. Ekki verði hjá því komist að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og meðferð málsins frá upphafi aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómslagningar að nýju, svo sem ákærði hefði krafist. Þá telur Hæstiréttur rétt, eins og nú er komið, að héraðsdómarinn neyti heimildar laga til að kveðja tvo aðra héraðsdómara til setu með sér í dómi við nýja meðferð málsins. Loks er dæmt að allur sakarkostn- aður í héraði verði ákveðinn að nýju en áfrýjunarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. Málið dæmdu hæstaréttardómar- amir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Braga- son. Síðastnefndi dómarinn skilaði sératkvæði, taldi að héraðsdómari hefði átt að rökstyðja betur afstöðu sína til framburðar vitnisins en sá galli á dóminum hefði þó einn og sér ekki átt að leiða til ómerkingar. Briggs hefur setið í gæsluvarð- haldi frá því eftir handtökuna á Keflavíkurflugvelli, samkvæmt síð- asta úrskurði þar til dómur féll í Hæstarétti. Strax og dómurinn var ógiltur í gær krafðist saksóknari gæsluvarðhalds þar til dómur félli að nýju í Héraðsdómi og var krafan tekin fyrir í Héraðsdómi Akureyrar í gærkvöldi en Briggs er í fangels- inu þar. Lögmaður Briggs, Helgi Jóhannesson hrl., mótmælti kröfu saksóknara en mælti í staðinn með farbanni. Urskurður verður kveðinn upp kl. 9 í dag. Spítalar í Templarahöll MIKLAR endurbætur standa yfir á Eiríksgötu 5. RÍKISSPÍTALAR hafa tekið á leigu húseignina Eiríksgötu 5 af samnefndu eignarhaldsfélagi. Hús- næðið verður afhent um áramót. Þangað flyst öll starfsemi sem nú er á Rauðarárstíg 31 og Þver- holti 18. Á þeim stöðum er m.a. öll yfirstjórn spítalans, fjármála- stjómun, innkaupadeild og tækni- svið en einnig göngudeild húð- og kynsjúkdóma. Að mestu endurbuyggt Miklar endurbætur fara nú fram á gömlu Templarahöllinni á Eiríks- götu 5. Þar stendur nú lítið annað en útveggimir. Húsið verður að mestu endurbyggt en auk þess rís viðbygging á næstu vikum. Sam- tals verður húsið þá um 3.400 fm. Ríkisspítalar fá Eiríksgötu 5 leigða til 20 ára og skilar leigusali hús- næðinu fullbúnu. Ríkissjóður hefur forkaupsrétt komi til sölu á leigu- tímanum. Fjármálaráðuneytið hefur stað- fest leigusamninginn vegna Eiríks- götu 5 og sama gerði stjórnarnefnd Ríkisspítala á fundi sínum í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.