Morgunblaðið - 21.05.1999, Side 26

Morgunblaðið - 21.05.1999, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Andstaða Serba við stríðið í Kosovo eykst Allt að þúsund hermenn sagðir gerast liðhlaupar Lundúnum, Washington, Podgorica. Reuters, AP, AFP. TALSMENN Bandaríkjastjórnar segja stöðugt bera meira á brest- um innan raða herja Slobodans Milosevic, forseta Júgóslavíu, og að á milli 500 til 1000 hermenn hafí gerst liðhlaupar í þessari viku. Mótmæli í þremur serbneskum bæjum hafi magnast sl. daga og hafi hermennirnir haldið leið sína þangað frá Kosovo til að taka þátt í þeim og vernda fjölskyldur sínar þar sem serbnesk lögregla var sögð hafa beitt mótmælendur valdi. Fyrstu dagana sögðu ríkis- reknir fjölmiðlar í Serbíu að mót- mælin væru gegn loftárásum Atl- antshafsbandalagsins (NATO), en sl. mánudag sökuðu þeir mótmæl- enduma um að „grafa undan vam- argetu landsins" og um „föður- landssvik“. Eitt stærsta dagblað Albam'u, Koha Jone, skýrði frá því í gær að serbneskirhermenn væru farnir að betla mat af albönskum landamæravörðum og hefðu þeir boðið úr sín í staðinn fyrir sígarett- ur. Einnig hefðu þeir viljað fá tryggingu fyrir því að þeir fengju góða meðferð ef þeir gæfu sig fram við albönsk stjórnvöld. James Rubin, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði liðhlaup hermannanna í vikunni vera það umfangsmesta til þessa, og væru „heilu hersveitimar á flótta". Kenneth Bacon, talsmaður bandaríska varnamálaráðuneytis- ins, og Rubin sögðust telja að her- mennimir hefðu ákveðið að snúa heim eftir að hafa heyrt af mót- mælunum, líklega í Radio Free Europe, og af því að serbneska lög- reglan hefði beitt mótmælendur, sem vom aðallega konur, börn og eldri karlai’, valdi í Krusevac. Þar og í Aleksandrovic og Cacak, hafa mótmæli staðið yfir frá 16. maí sl. Ibúar Krusevac sem töluðu sím- leiðis við AFP-fréttastofuna, sögðu liðhlaupa hafa streymt að bænum bæði fótgangandi og á hjólum. A mánudag höfðu um 4.000 manns safnast saman fyrir utan ráðhúsið í bænum og krafist þess að endi yrði bundinn á stríðið og sögðust for- eldrar hermanna vilja fá „syni sína til baka, ekki líkkistur". Fréttaskýrendur segja mótmæl- in í Krusevac gefa til kynna að stuðningur meðal almennings við Slobodan Milosevic fari þverrandi, þvi þar séu fyrrverandi kommún- istar og flokksfélagar Milosevic sérstaklega valdamiklir. „Förum ekki aftur til Kosovo“ Zoran Djindjic, fyrrverandi borgarstjóri Belgrad og meðlimur í Lýðræðisflokknum, sem er í stjórnarandstöðu, sagði í samtali við BBC í gær að neyðarástandi hefði verið lýst yfir í Krusevae og að lögregla og her hefðu lokað öll- um vegum að bænum. Reuters ALLT að þúsund hermenn gerðust liðhlaupar úr júgóslavneska hern- um í vikunni og margir þeirra héldu til heimabæja sinna til að taka þátt í mótmælum fjölskyldna sinna gegn stríðinu. Að sögn íbúa Aleksandrovic streymdu þangað hundruð her- manna í rútum og er þeir samein- uðust öðrum bæjarbúum í mót- mælunum hefðu þeir ýmist öskrað; „við förum ekki aftur til Kosovo“, hleypt af byssum sínum eða grátið. Aðrir sögðust mundu fara aftur til Kosovo að berjast. I Krusevac kom lögregla í veg fyrir frekari mótmæli á miðviku- dag, að því er The Daily Telegraph skýrði frá í gær. Samkvæmt fjöl- miðlum í Svartfjallalandi hafa „fjöl- margir“ mótmælendur verið hand- teknir í Krusevac og Aleksandrovac og settir í 20-30 daga fangelsi. A miðvikudag mótmæltu hund- ruð manna í Cacak, þar sem marg- ir íbúanna eru andstæðingar Milos- evic, og kröfðust þess að stríðinu yrði hætt og endi bundinn á loft- árásirnar. Bæjarstjórinn í Cacak sagði ástandið þrungið spennu. „Mót- mælin magnast með degi hverjum. Fyrst voru 100 til 200 manns en nú eru um 700 manns að mótmæla. Fólk vill að bömin alist upp í lýð- ræðislegu þjóðfélagi og að þeir sem ábyrgð bera á stríðinu verði leiddir iynr dómstóla.“ í gær skýrði óháða dagblaðið Vi- jesti í Svartfjallalandi frá því að Nebojsa Pavkovic, hershöfðingi yf- ir hersveitum júgóslavneska hers- ins í Pristina, hefði reynt að fá her- mennina sem haldið höfðu til Kru- sevac og Aleksandrovac til að snúa til baka. Hann hafi hins vegar farið erindisleysu og sagði blaðið ljóst, að hermennirnir vildu að endi yrði bundinn á átökin „þar sem ekki einu sinni Pavkovic gat fengið þá til að snúa til baka“. Rubin og Bacon sögðu í gær of snemmt að spá fyrir um framhald mótmælanna en sögðu ljóst að loft- árásimar væru famar að hafa áhrif á serbneskan almenning jafnt sem friðarviðræðumar. Franskir menntamenn í hár saman Frekari sannanir um fjöldamorð í Kosovo París. Reuters, AFP. SKOÐANASÍÐUR franskra dag- blaða, sem lengi hafa þjónað menntamönnum Frakklands tO að heyja ritdeilur um menn og mál- efni, hafa undanfama daga verið yfirfullar af skömmum í garð eins manns, Regis Debray, sem hlaut frægð á sínum tíma íyrir að berj- ast við hlið Ernesto „Che“ Gu- evara. Skammimar hófust í kjölfar þess að hann dró opinberlega í efa að Kosovo-Albanar væm nokkmm órétti beittir. Rithöfundar, heimspekingar og aðrir sjálfskipaðir gagnrýnendur hafa ekki sparað fordæmingarorð um Debray - hann er sagður mað- ur sem áður hafi verið snjall hugs- uður en sem nú sé farið að slá út í fyrir og sé nú sokkinn svo djúpt að mæla þjóðemishreinsunum bót. Þessi viðbrögð sýna að Debray - sem um skeið var í hópi aðstoðar- manna Francois Mitterrands heit- ins - virðist rækilega hafa mistek- izt að telja Frakka á sitt mál, þrátt fyrir að hafa fengið ríkuleg tæki- færi til að viðra skoðanir sínar í helztu fjölmiðlum landsins, á síð- um dagblaðsins Le Monde og á helztu útvarps- og sjónvarpsstöðv- unum. Debray hleypti hita í umræðuna um Kosovo-málið fyrir hálfum mánuði, þegar hann skrifaði opið bréf á forsíðu Le Monde til Jacques Chiracs forseta, þar sem hann sakaði hann um að láta frönsk stefnumið víkja fyrir bandarískum og að hafa látið gabba sig til að tala um einræðis- stjóm í Belgrad og þjóðarmorð í Kosovo. I bréfinu segir Debray frá fjög- urra daga heimsókn sinni til Kosovo, sem honum var gert kleift að fara með sérstakri vegabréfsá- ritun frá stjórnarherrunum í Belgi-ad. Hann sagðist hafa séð serbneska hermenn standa vörð um bakarí í eigu Kosovo-Albana og meira að segja snætt pizzu með Albana á veitingahúsi reknu af Kosovo-Albönum í Pristina. Hann viðui'kenndi að nokkrir Kosovo-Al- banar hefðu verið fluttir á brott, „í stíl við brottflutninga að hætti Israela". Bréfið birtist á forsíðu Le Monde og kallaði strax á harkaleg viðbrögð. Heimspekingurinn Bemard- Henri Levy sagði í svargrein sinni hið opna bréf Debrays ekkert minna en „beina útsendingu á sjálfsmorði menntamanns". Vaxandi urgur meðal almennings Hin æsilega umræða mennta- mannanna er hins vegar einnig til marks um vaxandi urg í Frökkum vegna loftárása NATO á Júgó- slavíu. I niðurstöðum skoðana- könnunar, sem birtar vom í gær, kemur fram að vaxandi óþolin- mæði gætti vegna árásanna meðal fransks almennings. Þeir sem sögðust vilja halda árásunum óhik- að áfram voru jafn margir og þeir, sem vilja að hlé verði gert á þeim til að láta reyna á samninga um friðsamlega lausn. JAMES Rubin, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneyt- isins, sýnir loftmynd af fjölda- gröf í Izbica á Drenica svæðinu í Kosovo, á blaðamannafundi í Washington á miðvikudag. Iz- bica-fjöldamorðin eru talin ein þau viðamestu sem framin hafa verið í Kosovo frá því að loft- árásir Atlantshafsbandalagsins hófust, en þar voru yfir 120 manns myrtir þann 26. og 27. mars af serbneskum hersveit- um. Júgóslavnesk stjórnvöld höfðu haldið því fram að loft- myndin væri fölsuð, en í sl. viku barst sjónvarpsstöðinni CNN myndband sem Kosovo- Albani hafði tekið á vettvangi og sýndi fómarlömb morðanna og vitnisburð nokkurra Kosovo-Albana sem komist höfðu lífs af. Mannréttinda- samtökin Human Rights Watch (HRW) hafa til viðbótar við myndbandið og loftmynd Atl- antshafsbandalagsins fengið vitnisburð frá ungri stúlku sem komst lífs af ásamt bróður sín- um og móður. Að sögn HRW er stúlkan, sem vill ekki láta nafns síns getið í fjölmiðlum, reiðubúin að bera vitni fyrir Alþjóðlega stríðsglæpadóm- stólnum í Haag í málum tengd- jum Júgóslavíu. , |

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.