Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 25 ÚR VERINU að koma með nýjungar inn á þenn- an markað. Vantaði meira vöruúrval Framtíðarstefnan, sem mörkuð var áður en við keyptum þessa verksmiðju, byggðist á því að fs- lenzkar sjávarafurðir voru hvorki í framleiðslu né markaðssetningu á framhaldsunnum sjávarafurðum á meginlandi Evrópu. Við töldum það vera visst veikleikamerki hvað varðar vöruúrval og vöruform, sem við getum boðið viðskiptavinum okkar upp á. Við höfum um árabil verið að bjóða viðskiptavinum okk- ar upp á náttúrulegan fullpakkaðan físk að heiman, en höfðum ekki tök á því að bjóða viðskiptavinum okk- ar í smásölu eða á veitingarhúsa- markaðnum framhaldsunnar sjáv- arafurðir. Hvorki fisk í sósu né hjúpaðan eða brauðaðan fisk. Keppinautar okkar gátu boðið sömu aðilum og við mun breiðara vöruúrval en við höfðum tök á á þeim tíma. Því litum við svo á að það væri mjög heppilegur kostur að fjárfesta í framhaldsvinnslu, svo framarlega að hægt væri að sýna fram á að hægt væri að reka slíka vinnslu með hagnaði til lengri tíma litið. Það teljum við okkur geta gert með þetta fyrirtæki.“ Mikil þýðing fyrir framleiðendur á Islandi Hvaða þýðingu hafa kaupin á Gelmer fyrir framleiðendur á ís- landi? „Þetta fyrirtæki hefur gegnum árin haft sterka stöðu á franska markaðnum, var að velta um 7,2 milljörðum króna á ári. Við höfðum rekið hér fyrirtæki, söluskrifstofu í Boulogne Sur Mer í 10 ár. Sú starf- semi fólst í að selja afurðir á mark- aðinn í Frakklandi og Belgíu sem nam 1,2 til 1,4 milljörðum króna síðustu árin. Með þessum kaupum vorum við að auka aðgang okkar að markaðnum um að minnsta kosti 6 milljarða umfram það sem við höfð- um. Þessi aukni aðgangur að mark- aðnum hefur komið sér vel fyrir framleiðendur ÍS heima. Við höfum verið að taka mun meira af þeim en áður. Hlutdeild okkar í heildarút- flutningi Islendinga inn á franska markaðinn jókst verulega á síðasta ári. Við höfum einnig flutt meira inn af skelfiski frá _______ íslandi, mest rækju, mið- að við það sem áður var. Þessi aukni aðgangur inn á markaðinn hefur aukið möguleika framleið- VINNSLA og sala á ferskum fiskafurðum er vaxandi þáttur í starfsemi Gelmer. Hér er verið að flaka steinbít frá Islsandi. BLOKKIR eru aðalhráefni fiskréttaverksmiðjunnar og er hún búin fúllkominni, sjálfvirkri niðurskurðarlínu fyrir blokkir. Hér er verið að pakka fískikökum. enda heima verulega á vaxandi sölu hingað. Hráefni til fullvinnslu í verk- smiðjum okkar kemur að hluta til að heiman, en að verulegu leyti er þar um að ræða fisktegundir, sem veiddar eru í sunnanverðu Atlants- hafi, eins og lýsingur af ýmsu tagi og þorskur og alaskaufsi úr Kyrra- hafi. Að heiman tökum við bæði hráefni fyrir fullvinnsluna og afurð- ir sem við erum að endurselja hér á markaðnum. Nýjar afurðir Það er stöðugt verið að vinna að þróun nýrra afurða og jafnframt verið að hætta framleiðslu á þeim, sem ekki gefa nægilega mikið af sér. Við erum að koma með nýja framleiðslulínu inn á markaðinn. Það eru grillmerktir bitar í sósu, sem hafa fengið mjög góðar viðtök- ur hjá þeim aðilum, sem bitarnir hafa verið kynntir fyrir. Við vonum að við verðum komnir með fulla framleiðslu á þessari línu í lok árs- ins. Við teljum að með þessari nýju ------------------ línu séum við að svara Rekið sam- vaxandi eftirspurn neyt- kvæmt enda eftir náttúrulegri rekstraráætiun afur(]> sem er tilb4úm tíl ____________ neyzlu a mjog stuttum tíma. Hins vegar er al- veg ljóst að markaður fyrir brauð- aðan og hjúpaðan fisk er ekki í vexti og jafnvel minnkandi á sum- um svæðum. Þessi markaður er engu að síður mjög stór, sá langstærsti í fullunnum sjávaraf- urðum í Evrópu. Magnið er því mest í þessum vöruflokkum. Það tekur tíma að koma með nýjar vör- ur inn á markaðinn og fá fólk til að breyta til. Við verðum því að vera á báðum vígstöðvunum, stunda fram- leiðslu á hefðbundnum vörum, sem seldar eru í miklu magni og koma síðan með nýjar vörur, sem hægt og bítandi öðlast sess á markaðnum við hlið hinna hefðbundnari af- urða.“ Hátt hráefnisverð vandamál Hráefnisverð hefur verið mjög hátt. Hvemig hefur gengið að fást við þann vanda? „Það var verulegur vandi, þegar við tókum við þessu fyrirtæki í lok október 1997. Þá var hráefnisverð byrjað að hækka, sérstaklega á blokkum, sem eru uppistaðan í full- vinnslunni. Birgðastaða fyrirtækis- ins var þá mjög lág og við lentum því í verulegum vanda í upphafi síð- asta árs með að fá aðföng að verk- smiðjunni á viðunandi ------------ verði. Við náðum að vinna okkur út úr þess- um vanda og ná tökum á birgðastöðunni um mitt árið, þannig að við höfð- um nægt hráefni til að vinna úr. Jafnframt náðum við að hækka af- urðaverðið til að mæta þessum hækkunum á hráefnisverði. Það er aðalskýringin á því að við náðum að rétta úr kútnum á síðari hluta árs- ins ásamt því að nýta betur afkasta- getuna. Frá haustmánuðum 1998 hefúr hráefnisverð heldur lækkað, bæði alaskaufsi, ufsi og þorskur. Svo virð- ist sem verðið sé áfram lækkandi, en þetta er mjög sveiflukenndur mark- aður og erfitt að spá í spilin. Það er Söluaukning er rúmlega 16% þó ljóst að framboð á alaskaufsa er að minnka. Það mun hafa varanleg áhrif til lengri tíma litið. Fyrirtæki, sem eru að nota þessar villtu teg- undir til að vinna úr, verða að byggja meira á framleiðslu úr eldisfiski í framtíðinni, þar sem framboð er stöðugt og vaxandi. Fiskurinn heldur velli Það er Ijóst að eftirspum eftir fiskafurðum hér hefur dregizt sam- an í kjölfar þessara miklu hækkana, sem orðið hafa á fiskverði. Nú finnst mér það vera spumingin, hvort dragist meira saman, fram- boðið eða eftirspumin. Það er ljóst að framboð á botnfisktegundum mun minnka á þessu ári. Eftirspum hefur minnk- að í kjölfar verðhækkana. Þá er það spumingin ________ hvort ekki myndast ákveðið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. Ég held að þessu jafnvægi sé ekki náð enn og hráefnisframboð eigi eftir að dragast meira saman sem þýðir að verð á hráefni verði tiltölulega hátt til lengri tíma litið svo framarlega að eftirspurnin haldist a.m.k óbreytt. í þessu samhengi verður einnig að líta á það, að á síðustu 10 til 15 ámm hafa sjávarafurðir verið að hækka meira í verði en önnur mat- væli. Á sama tíma og verð á fiskaf- urðum hefur hækkað umfram al- menna verðlagsþróun, hefur eftir- j spumin ekki minnkað svo nokkra 1 nemi. Sé litið á nautakjöt, alifugla- kjöt og lambakjöt, hefur verð á þeim afurðum lækkað miðað við al- menna verðlagsþróun, en eftir- i spumin hefur engu að síður dregizt saman á sumum af þessum vöra- flokkum. Sjávarafurðir hafa því verið að treysta sig í sessi í neyzlu- mynstrinu. Ég held að hollusta fiskafurða, meiri kynning og aukin gæði og betri dreifing ráði mestu um þessa þróun. Fyrirtækin hafa verið mjög framsækin og verið iðin við að kynna nýjar vörur. Allt þetta hefur gert fiskinn betri og aðgengi- legri fyrir neytendur.“ Að bera í bakkafullan lækinn i Viltu tjá þig eitthvað um deilum- ar við SH vegna kaupanna á Gel- mer? „Það er nú búið að fjalla anzi mikið um þær í gegnum tíðina, það væri að mínu mati að bera í bakka- fullan lækinn að bæta einhverju við það. Það er þó rétt að geta þess að niðurstaða hefur fengizt í verzlun- ardómstólnum í París sem var okk- ur hagstæð." Veruleg söluaukning Hvernig lízt þér á framtíð fyrir- tækisins? „Framtíðin er bjartari nú en hún var fyrir tveimur áram. Við höfum verið að vinna að ákveðnum nýj- ungum og eram að byggja fyrir- tækið enn frekar upp, sérstaklega til að nýta að fullu þessa miklu fjár- festingu sem nýja verksmiðjan er. Ég hef mikla trú á möguleikum þessa fyrirtækis og náist að nýta afkastagetuna, getur niðurstaðan úr rekstrinum orðið góð. Þegar við komum að þessum rekstri var nýt- ingin á afköstum nýju verksmiðj- unnar um 40%. f dag eram við komnir upp í 65% til 70% af af- kastagetunni og við ætlum okkur að gera enn betur. Það er rétt að geta þess að vera- leg söluaukning varð hjá okkur á seinnihluta síðasta árs. Þegar við tókum við fyrirtækinu, tók okkur nokkurn tíma að átta okkur á rekstri þess og innviðum. Fyrri- hluta síðasta árs var salan því minni en á sama tíma árið áður. Við náðum svo að rétta veralega úr kútnum og á síðari helmingi ársins nam aukning í sölu um 20%, en allt árið varð aukningin um 12%. Sé litið á fyrstu fjóra mánuði þessa árs, nemur salan 3,3 milljörð- um króna á móti rétt rúmum 2,8 milljörðum á sama tíma 1998. Sölu- aukningin er því rúm 16%. Það sem er ánægjulegast við þessar tölur er veraleg aukning í sölu á ferskum afurðum, sem er um 40% þessa fyrstu fjóra mánuði. í magni er um sömu hlutfallsaukningu að ræða þetta tímabil. Árið byrjar því alveg þokkalega hjá okkur og er nokkum veginn í takt við þær áætlanir, sem við höfum gert. Fyrirtækið er rekið samkvæmt rekstraráætlun," segir Höskuldur Ásgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.