Morgunblaðið - 21.05.1999, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 21.05.1999, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 MINNINGAR t Systir mín og frænka okkar, BJARGEY KRISTJÁNSDÓTTIR (Bíbí), sem andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi föstudaginn 14. maí, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju á morgun, laugardaginn 22. maí, kl. 14.00. Þorsteinn Kristjánsson, Kristjana H. Guðmundsdóttir, Áslaug Gunnsteinsdóttir. t BJARNI KONRÁÐSSON læknir, Þingholtsstræti 21, Reykjavík, lést að morgni fimmtudagsins 20. maí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 27. maí kl. 13.30. Sigríður Bjarnadóttir og aðstandendur. t Við þökkum innilega öllum þeim, sem auð- sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför GUÐRÍÐAR NIKULÁSDÓTTUR. Sérstaklega þökkum við hjúkrunar- og starfs- fólki á Droplaugarstöðum. Stefán Nikulásson, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Edda Ingibjörg Eggertsdóttir, vinir og vandamenn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS VALDIMARSSONAR, Grundartúni 1, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness og krabbameinsdeildar Landspítalans fyrir góða umönnun og aðhlynningu. Sigríður Helgadóttir, Hjörleifur Jónsson, Guðný Jóhannesdóttir, Anna Valdís Jónsdóttir, Erlingur Garðarsson, Helgi Gunnar Jónsson, Elvi Baldursdóttir, Vignir Jónsson, Dagbjört Lilja Kjartansdóttir, Sigurlaug Jónsdóttir, Baldur Skjaldarson, Helga Jónsdóttir, Einar Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar ástkæra INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR Ijósmóðir frá Engihlíð, sem andaðist á dvalarheimilinu Hl(ð sunnu- daginn 16. maí, verður jarðsungin frá Stærri- Árskógskirkju þriðjudaginn 25. maí klukkan 14.00. Ása Marinósdóttir, Sveinn Elías Jónsson, Þorsteinn Marinósson, Hulda Baldvinsdóttir, Birgir Marinósson, Anna María Jóhannsdóttir, Hildur Marinósdóttir, Gylfi Baldvinsson, Valdimar Óskarsson, Gerður Þorsteinsdóttir, Karlotta Jóhannsdóttir, Ása Einarsdóttir, Kjartan Einarsson, afkomendur og aðrir vandamenn. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. + Svava Eyþórs- dóttir var fædd f Reykjavík 2. októ- ber 1933. Hún lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur hinn 14. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Jóhanna Sig- urðardóttir og Ey- þór Ármann Jörg- ensen. Svava átti fímm systkini sem eru: Ingibjörg Ey- þórsdóttir, Rita Reny, Eiríkur Ey- þórsson (látinn), Margrét Ey- þórsdóttir og Sigurður Eyþórs- son (látinn). Svava giftist Helga Ottó Carlsen og eignaðist með honum einn son, Karl Anton Carlsen, f. 9 júní 1954, d. 7. febrúar 1979. Karl Anton eign- Mig langar að skrifa nokkur orð um ástkæra systur mína sem fór allt of fljótt frá okkur. Þetta reið- arslag bar brátt að og ekki grunaði mig að Svava kæmi ekki aftur heim. Ég veit að Svava er komin til sonar síns, Karls Antons, sem dó ungur að árum og hún saknaði ætíð mikið. En hennar styrkur var að ala upp sonardóttur sína og nöfnu, Svövu Helgu, og reyndist hún henni ávallt sem móðir. Finn- ur, sambýlismaður Svövu, var Svövu Helgu sem faðir í einu og öllu og reyndist þeim báðum vel enda dýrkaði hann þær báðar. Það var mikill fögnuður er Svava og Finnur fóru til Svövu Helgu í Am- eríku í mars og voru í einn mánuð. Finnur átti afmæli sem og Jóhann Anton, sonur Svövu og Pauls. Það var mikil gleði fyrir ömmu og Finnsa að vera þar stödd þegar Jóhann Anton átti eins árs afmæli 17. mars síðastliðinn. Svövu þótti mjög vænt um Paul, eiginmann Svövu Helgu, og honum þótti einnig mjög vænt um hana enda vildi hann helst að „Nana“ væri alltaf hjá þeim. En Svava systir mín kom heim því hún þurfti að fara til vinnu enda samviskusemi hennar með eindæmum. Því miður var þetta bara einn vinnudagur því Svava kom veik heim frá Am- eríku og veik í vinnu og aðeins tveim dögum seinna lögð á sjúkra- húsið þar sem hún vann áður í aðist eina dóttur með Sigrúnu Stellu Karlsdóttur, f. 1. febrúar 1954; Svövu Helgu Carlsen, f. 22. janúar 1971, bú- sett í Bandaríkjun- um, gift Paul Rene Dias og eiga þau einn son, Jóhann Anton Dias, f. 17. mars 1998. Svava Helga var uppeldis- dóttir Svövu frá því að faðir hennar lést. Eftirlifandi sambýl- ismaður Svövu er Þórir Finnur Tryggvason frá Rauðafelli undir Áustur-Eyja- íjöllum, en þau höfðu búið sam- an allar götur frá árinu 1980. Útför Svövu fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. nokkur ár. Svava kvaddi þennan heim eftir stutta legu. Elsku Svava mín, í hvern á ég nú að hringja? Hverjum á ég að treysta? Svava mín, hvern á ég nú að tala við ef mér líður illa? Við Svava vorum mjög samrýndar og sem tvíburar í einu og öllu. Nú er hún farin yfir móðuna miklu og Guð veit að hún fær góðar móttökur hjá ástvinum okkar sem taka á móti henni. Elsku Finnsi, Svava Helga, Jó- hann Anton og Paul, Guð veri með ykkur og styrki í þessum mikla missi. Þín einlæga systir, Margrét. Svava frænka er dáin. Litla systir hennar mömmu og stórasystir Möggu frænku. Hún greindist með alvarlegan sjúkdóm fyrir rúmu ári og við tók biðtími sem virtist vera Svövu hliðhollur. En eins og svo oft, þegar allt virð- ist ganga í haginn, birtist sláttu- maðurinn mikli óvænt og lætur ljá- inn falla. Við systkinin munum fyrst eftir Svövu, þegar við vorum lítil í Hæð- argarðinum. Hún bjó í Blesugróf; í litlu húsi, gengið inn vinstra meg- inn þegar komið var að húsinu. Svava var eins og margar konur í okkar ætt, dugleg, vann vel og mikið og hún var með hjartað á réttum stað. Toni sonur Svövu var auga- steinn hennar. Hann fylgdi mömmu sinni eftir að Svava og Óttó skildu en það var sennilega einhvem tímann undir 1960. Okk- ur fannst svo skrítið að þau skildu skilja; hann tók bara sængina sína og gekk út. Það fannst okkur ein- kennilegt. En Svava og Toni urðu sennilega tíðari gestir heima hjá okkur eftir það. Eftir að afi lést, fluttu þær saman, Jóhanna amma og Svava, dóttir hennar. Svava vann í mörg ár á lækn- ingastofu Björgvins Finnssonar við Laufásveg, og var honum mikil hjálparhella. Björgvin var læknir- inn okkar og fjölskylduvinur svo að við vorum tíðir gestir á stof- unni. En oftar litum við inn á lækningarstofuna til að heimsækja Svövu frænku en að leita lækn- inga. Og þá boðið upp á snúð og kók. Svava vann síðar sem starfs- stúlka á skurðstofu Landakotsspít- ala. Toni frændi, sonur Svövu lést um tvítugt. Hann dó alltof ungur, en áður en hann hvarf héðan, hafði hann eignast stelpu og gefið henni nafnið Svava. Kringumstæður höguðu því þannig, að sú stutta ólst að miklu leyti upp hjá Svövu ömmu sinni og var augasteininn hennar æ síðan. Ekki skrítið. Báð- ar svo góðar og vænar manneskj- ur. Síðustu árin sem Svava lifði, bjó hún með Finni, fjárbónda úr Rangárvallasyslu. Þau bjuggu saman í Reykjavík en dvöldu oft fyrir austan undir Eyjafjöllum, þar sem Finnur sinnti búskap að hluta til. Fyrir fjórum árum gerðist þá sérstaki atburður, að systumar Svava, Magga og Imba fundu fjórðu systur sína sem hafði verið gefin til Englands til föðurbróður þeima þegar hún var ungabarn. Flutningurinn yfir hafið á þriðja áratugnum varð til þess samband- ið rofnaði og þær vissu ekki hvar hún var niðurkomin áratugum saman. En nú er Nabba, eins og týnda systirin er kölluð, komin í leitirnar á ný. Okkur er það minnistastt þegar systurnar fjórar hittust á Is- landi eftir allan þennan tíma. En allt er í heiminum hverfult og nú hefur Svava frænka kvatt okkur og haldið í lengra ferðalag en syst- ir hennar forðum. Við söknum þín. Finni, Möggu og Svövu sendum við samúðarkveðjur. Systkinin, Jóhanna, Jónas, Edda og Maríus Þór. SVAVA EYÞÓRSDÓTTIR KLEMENS RAFN INGÓLFSSON + Klemens Rafn Ingólfsson fæddist í Reykjavík 16. mars 1942. Hann lést á Skógar- bæ í Reykjavík 16. mai síðastliðinn. Foreldrar hans voru Rakel Lofts- dóttir, f. 22.3. 1914, d. 12.8. 1998, og Ingólfur Jóhannes- son, f. 14.9. 1907, d. 13.5. 1975. Eftirlif- andi systkini Klem- ens eru Örn, Auður, Kolbrún og Svein- björg. Klemens Rafn lætur eftir sig tvö börn: 1) Þorvaldur Krist- inn Rafnsson, f. 2.6. 1970. 2) Helena Rafnsdóttir, f. 8.1. 1980. Útför Klemens fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Elsku pabbi, sá dagur er runn- inn upp, að ég kveð þig í síðasta sinn, og um leið langar mig að þakka þér fyrir þau nítján ár sem ég hef fengið að eiga með þér. Elsku pabbi, bara að þú vissir hversu mikið ég á eft- ir að sakna þín í fram- tíðinni, nú þegar ég er búin að missa þig úr lífi mínu, er ég búin að missa mikið. Þú varst sá maður, sem tókst utan um mig, og sagð- ir mér hvað þú elskað- ir mig, og þú hikaðir aldrei við að tjá mér þessar tilfinningar og þessi orð þín komu mér alltaf til þess að líða vel, og ég á eftir að sakna þeirra mjög mikið. Og í hvert skipti sem ég fékk flensu, birtist þú í dyragættinni með eitthvert góðgæti í poka. Þú vildir aldrei skilja við mig fyrr en ég var búin að ná mér. Þú varst þarna alltaf þegar ég þurfti á þér að halda. Ég gleymi aldrei öllum sögunum sem þú sagðir mér um Siggu litlu, sem ferðaðist um alla heima og geima, og á öllum sundfélagsmótum sem ég keppti á, varst þú mættur, og studdir mig til dáða. Þú varst alltaf svo stoltur af mér, þótt ég ætti það ekki alltaf skilið. Éins og þegar þú varðst að hjálpa mér við stærðfræðina. Ég mun aldrei skilja hvernig þú hafðir þolin- mæði, vegna þess að ég var alltaf upptekin við eitthvað allt annað, en samt gafstu nú aldrei upp á mér. Nú þegar leiðir okkar skilja, eru þessar minningar mér dýrmætari en allt annað. Og ég veit að þær munu fylgja mér um ókomna tíð. Það er svo mikið meira sem mig langar til að segja, en ég kem ekki orðum að því. Mig langar að þakka þér fyrir alla ástina, sem þú gafst mér, og fyrir öll fallegu orðin þín. Takk fyrir öll faðmlögin, takk fyrir allar stundirnar sem við höfum átt saman, takk fyrir að vera pabbi minn. Það er sárt að kveðja þig, en samt gleður mig að vita til þess að þú ert laus allra þjáninga, og þú ert í góðum höndum hjá guði. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þ.S.) Þín dóttir, Helena Rafnsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.