Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 ____________________VIÐSKIPTI_________________ Starfsfólki íslandsbanka hf. boðið að kaupa hlutabréf í bankanum Fjármagnað með vaxtalaus- um lánum tíl þriggja ára §f|ÉÍꣃ RÁÐAMENN íslandsbanka telja jákvætt að starfsmenn hafi hag af því að fyrirtækið gangi vel. t PARKER SONNET BANKARÁÐ íslandsbanka hf. hef- ur ákveðið að bjóða starfsfólki bankans og dótturfélaga hans að kaupa hlutabréf í bankanum með hagstæðum greiðsluskilmálum og mun starfsfólkinu einnig bjóðast að kaupa bréf á næsta ári. Yfirlýstur tilgangur bankans með þessu er tví- þættur, annars vegar að veita starfsfólki aukna ánægju í starfi og hins vegar að tengja hag hluthafa við hag starfsmanna. Að sögn Vals Valssonar, banka- stjóra Islandsbanka“ hefur mál þetta verið í undirbúningi í talsvert langan tíma og segir hann að það sé í samræmi við þá stefnu sem bank- inn hafi mótað um að leggja áherslu á hag hluthafa. Hverjum starfsmanni býðst að kaupa hlutabréf í ár og næsta ár fyr- ir allt að 55.700 kr. að nafnvirði hvort ár. í ár er miðað við gengið 4,31, sem er nálægt markaðsgengi bréfanna um þessar mundir, og er kaupverð bréfanna þá 240.067 kr. og er það u.þ.b. sú fjárhæð sem árlegur skattafrádráttur vegna hlutafjár- kaupa hjóna miðast við. Þeim býðst einnig kaupréttur fram til júní árið 2000 og er þá miðað við núverandi gengi framreiknað með 5,6% álagi. íslandsbanki býður starfsfólki vaxtalaus lán til þriggja ára til að fjármagna kaupin. Fyrir starfs- menn sem vilja nýta tækifærið bæði árin er boðið upp á jafnar greiðslur vegna kaupanna, tæplega 10.300 króna greiðslu á mánuði í 48 mánuði miðað við hámarksfjárhæð. Þeir sem nýta hámarksfjárhæðina nú, en gera ekki ráð fyrir að gera það aftur á næsta ári, geta dreift kaupunum yfir 36 mánuði og greiða þannig tæplega 56.700 krónur á mánuði. Bankinn hefur þegar keypt bréf á markaði til að selja starfsmönnum og munu þeir eignast um 1-2% hlut í bankanum ef meirihluti þeirra gengur að tilboðinu. Jákvætt að starfsfólk bankans sé virkir hluthafar „Þetta hefur verið í undirbúningi í töluvert langan tíma og er í sam- ræmi við þá stefnu sem við höfum mótað að leggja áherslu á hag hlut- hafa. Ég tel að það sé mjög jákvætt að starfsfólk bankans sé virkir hlut- hafar í eigin fyrirtæki og hafi bein- an hag af því að fyrirtækið gangi vel. Það er líka skemmtilegra að vera vinna fyrir sjálfan sig;“ segir Valur Valsson, bankastjóri Islands- banka, og bætir við að viðbrögð hafi ekki látið á sér standa og séu marg- ir þegar búnir að skrá sig. „Ég hef ítrekað orðið var við að starfsmenn íslandsbanka hafa mjög mikinn áhuga á bankanum og vel- gengni hans og á von á að þátttakan verði almenn,“ segir Valur. Hann segir að sú leið hafi orðið íyrir valinu að bjóða starfsmönnum vaxtalaus lán vegna þess að niður- greitt gengi hefði að líkindum kost- að kaupendur bréfanna skatt. „Við einfaldlega keyptum bréf á markaði til að bjóða starfsmönnum og bjóðum þeim þau á markaðskjör- um, því ella, ef við biðum þeim bréf- in á lægra gengi, væri mismunurinn líklega skattskyldur," segir Valur. Hann segir ennfremur að eignar- hlutfall starfsmanna megi vissulega verða hærra í framtíðinni. „Við sjá- um fyrir okkur að þetta sé bara byrjunin og að starfsfólk muni á komandi árum reglulega kaupa hlutabréf í bankanum.“ Varaformaður Sambands bankamanna Ottast upp- sagnir í kjöl- far samruna EINN stærsti banki Bretlands, Barcleys, tilkynnti í gær að 6000 starfsmönnum yrði sagt upp á næst- unni í einstaklings- og fýrirtækja- þjónustu bankans en það eru um tíu prósent starfsfólks í þessum deild- um, að því er fram kemur í fréttum BBC í gær. Rekstur Barcleys bank- ans hefur gengið nokkuð brösuglega undanfarið en að sögn BBC koma uppsagnirnar einnig í kjölfar örrar tæknivæðingar í breskum bankavið- skiptum sem hafa m.a. þýtt að við- skipti um síma og netið hafa færst mjög í vöxt. Helga Jónsdóttir, varaformaður Sambands íslenskra bankamanna, segir að innan sambandsins hafi orð- ið miklar umræður um hvaða áhrif hugsanlegir samrunar fjármálafyrir- tækja hér komi til með að hafa á starfsfólk bankanna og hafi menn talsverðar áhyggjur af mögulegum uppsögnum í kjölfar þeirra. „Á móti kemur að lítið hefur verið ráðið af almennu starfsfólki til stóru bankanna undanfarið en þeir hafa frekar verið að bæta við sig sérfræð- ingum á ýmsum sviðum," segir Helga. Hún minnir á að þær tæknibreyt- ingar sem nú eru að verða í Bret- landi hafi í raun þegar átt sér stað hér á landi. ,jVð mörgu leyti stöndum við framar öðrum þjóðum, t.d. Norður- landaþjóðunum, hvað varðar tækni- stig í bankaviðskiptum og satt að segja óttumst við frekar afleiðing- arnar af hugsanlegum sameiningum fyrirtækja í greininni heldur en auk- inni tæknivæðingu,“ sagði Helga. ÞESSI AUGLtSING E R BIRT 1 UPPLÝSINGASKYNI VERÐTRYGGÐ EINGREIÐSLUBRÉF FBA GJALDDAGI 10. APRÍL 1999 VERÐBRÉFAÞING ÍSLANDS HEFUR SAMÞYKKT AÐ TAKA TIL SKRÁNINGAR VERÐTRYGGÐ EINGREIÐSLUBRÉF FBA: 1. flokkur 1999 Krónur 2.000.000.000,00 Gjalddagi 10. apríl 2005 Fjárfestingarbanki atvinnLilífsins tekur að sér markaðsmyndun á ofangreindum flokki og hefst viðskiptavaktin eigi síðar en 10. apríl 2003. Skuldabréfaflokkurinn verður skráður 26. maí 1999. Skráningarlýsingu og önnur gögn s.s. samþykktir og síðasta ársreikning er hægt að nálgast hjá FBA, Ármúla 13A, Reykjavík, umsjónaraðila skráningarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.