Morgunblaðið - 21.05.1999, Side 58

Morgunblaðið - 21.05.1999, Side 58
58 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Hundalíf 'l |1'11Ég ve/t ekki af Ljóska Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ofbeldi Frá Karli Jónatanssyni: OFBELDI launað, eða ekki launað með ofbeldi. Par er átt við talsvert háværa hópa sem um þessar mundir deilir fast á, Nato fyrir loft- árásir á Serba í Júgóslavíu og þeirra slagorð eru; Ofbeldi á ekki að launa með ofbeldi. Mér dettur í hug atvik sem skeði þegar ég var ungur. Foreldrar mínir voru ný- fluttir til Reykjavíkur og leigðu íbúð með einstæðri móður. Sú átti bróður sem var mjög drykkfelldur og þá oftast í slagsmálum. Við köll- um hann bara Guðmund. Pabbi heitinn var sérstakt ljúfmenni sem trúði engu illu á nokkum mann. Guðmundur hafði komið nokkrum sinnum í heimsókn til systur sinn- ar, og hafði pabbi því orðið honum málkunnugur. Þetta var á þeim ár- um sem fólk heimsótti stundum vini og vandamenn. Við hjónin vor- um í sunnudagsheimsókn hjá for- eldrum mínum. Þar kemur Guð- mundur, vel þéttur og í afleitu skapi. Fljótlega er hann svo farinn að ganga í skrokk á systur sinni og vinkonu hennar sem stödd var hjá henni. Fírinn var ekki árennilegur þar sem hann var auk heldur tals- vert reyndur boxari. Pabbi hljóp í kringum hann og bað Guðmund um að láta ekki svona. Guðmundur virtist frekar æsast við þessi vinar- hót. Þar kom að ég gat ekki lengur horft upp á þetta aðgerðarlaus. Eg stökk á hann og það skipti engum togum að hann skall í gólfið á grúfu, ég ofan á hann og náði báð- um höndum hans aftur fyrir bak og öskraði á pabba, að koma með eitt- hvað og binda brjálæðinginn. En pabba fannst víst alveg ótækt að binda aumingja Guðmund. Og rétt á eftir missti ég hann úr hálstak- inu. Hann æddi á systur sína og með þungum 3-4 höggum veitti hann henni þann áverka sem þýddi hálfs mánaðar sjúkrahúsvist. Eg réðst á óþokkann í annað sinn þótt seint væri og fyrir einhverja heppni kom ég góðu höggi á kjammann á honum sem hálfrotaði hann. Ég batt hann svo sjálfur og hringdi á lögreglu og sjúkrabíl, það var ein manneskja sem lögð var inn á sjúkrahús, en hefði engin verið, hefði pabbi heit- inn verið búinn að læra nógu mikið af lífinu. Og hverjir eru svo þessir Serbar sem Nato er nú að koma svona óskaplega illa fram við? Jú, Serbar eru það þjóðarbrot sem því miður stjóma nú Júgóslavíu með harðri hendi með þann brjálaða mann Slobodan Milocevics í broddi fylkingar. Þessi Júgóslavíuher (Ser- bamir) ræðst til atlögu í þeim fylkj- um þar sem Serbar eru orðnir í minnihluta, með fádæma grimmd á vamarlaust fólkið. Hugkvæmni þeirra í pyntingaraðferðum kemur aðallega fram í þremur myndum. Hverskonar líkamspyntingum. Önnur hersveit sérhæfir sig í að nauðga stúikum og bömum. Þriðja hersveitin er kannski heldur mannúðlegri, myrðir fóm- arlambið strax og fleygir því í fjöldagröf. Þetta hefur Serba-her- inn verið að dunda sér við sl. 4-5 ár. Fyrst vom það múslimamir og svo nú undanfarið ár albanska þjóðarbrotið í Kosovo og hvaða saklausu borgarar skyldu það nú vera sem nokkrir sértrúarhópar hér heima á Islandi em svo að æsa sig út af? Jú, það em að mestu fjöl- skyldur og vinir serbneska hersins, pyntinga- og nauðgunarsérfræð- inganna. Ég viðurkenni að maður hér á Is- landi, hvort sem hann heitir Jón eða séra Jón, á kannski í erfiðleikum með að dæma um þessi vandræða- mál suður á Balkanskaga. En nú er létt að fá lýsingu á staðreyndum fyrir þá sem hugsa mikið um þetta. Hér em komnir til að búa með okk- ur á annað hundrað Kosovo-Alban- ar. Rétt sloppnir frá hildarleiknum. Farið bara og spyrjið þetta fólk. Eiga Serbamir skilið að Nato ráðist á þá og reyni að stoppa þá? Svarið þarf aðeins að verða já eða nei. KARL JÓNATANSSON, Hólmgarði 34, Reykjavík. Smáfólk PITCH IT TO'lM,YOiy blockhead: 3-3o I CAN‘tHEARYOO,MI55 KN0W-IT-ALL,U)0R5T PLAYER IN THE HI5T0RY OFTHE 6AME, BECA05E YOO'KE FACIN6 THE UIRONO UIAY '_______. K~zc Reyndu að hitta, aulinn þinn! Ég heyri ekki til þín, ungfrú allt-veit-ég, versti leikmaður í sögu leiksins, því að þú snýrð þér í öfuga átt! Er þetta betra? Réttmætt skotmark Frá Lúðvík Júlíussyni: ÞAÐ ER bannað samkvæmt al- þjóðalögum að ráðast á skotmörk þar sem hætta er á mannfalli meðal almennra borgara. Að segja að þorp sé réttmætt skotmark vegna þess að þar sé herbækistöð er rangt. Það er kominn tími til að Nato fari sjálft eftir alþjóðalögum í stað þess að refsa saldausum borgumm. Heim- urinn var sleginn vegna frétta í vet- ur þar sem Serbar vom sakaðir um fjöldamorð, dráp á 25 Kosovo-Al- bönum. Hvernig vitum við að þá, eins og núna, hafi þetta ekki verið slys? Hvar drögum við mörkin þeg- ar við tölum um slys? Má Nato drepa 100 en Serbar aðeins 25? Þetta er viðbjóðslegur talnaleikur og honum verður að ljúka sam- stundis! Við verðum að hætta að líta á okk- ur sjálf sem yfirburðar vegna þess eins að okkur gengur betur en öðr- um. Við verðum að hætta að þvinga fólk til þess að fara eftir vilja okkar með hervaldi. Okkar vilji er líka oft brenglaður þar sem fréttaflutningur á Vesturlöndum er oft einhæfur og gefur almenningi rangar forsendur til þess að mynda sér eigin skoðanir. Ég er á móti loftárásunum, ekki vegna þess að ég styðji Milosevic. Að geta bara valið um stuðning við Nato eða Milosevic, er barnaskapur sem ýtt er undir af stjórnmála- mönnum og fréttamönnum. Vegna þess að Nato hefur mistekist að mynda sér stefnu og mistekist að hindra átöfy, síðustu 20 árin á Balkanskaga, þá finnst mér það rangt að saklausir borgarar gjaldi fyrir það með lífi sínu. Gefum frið möguleika! LÚÐVÍK JÚLÍUSSON, 3330 W Greenway Rd #2109 Phoenix, AZ 85053, Bandaríkjunum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.