Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 44
"44 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ultima Thule, land hinna útvöldu listamanna MIG langar að gefnu tilefni að segja nokkur orð um myndlistarlíf- ið heima á íslandi. I umfjöllun Halldórs Bjöms Runólfssonar listfræðings (Morg- unbl. 8. apríl 1999) um sýningu hins prýðilega listamanns Ragn- hildar Stefánsdóttur myndhöggv- ara, segir hann m.a.: „A meðan kollegar Ragnhildar hamast við að opinbera líðan sína með sérkenni- lega narkissískum hætti, spyr hún hlutlægra spurninga um eðli líkam- ans, spurninga sem eru mun áhugaverðari en allt pínu- og kvalatal í ljósi þeirra uppgötvana sem yfir okkur hvolfast úr heimi vísindanna og tækni. Bak við þess- ar spurningar skín í folskvalausa afhjúpunarhvöt sem er snöggtum framsæknari en öll tilvistarleg frumspeki.“ Þama talar holdi klæddur áh- gangandi viðreisnarvímunnar sem ég hef kosið að kalla svo (sjá grein mína „Melankolía og viðreisnar- víma“, Morgunbl. 9. nóv. ‘97). ís- land er eyland, það vitum við öll, en oft hef ég á tilfinningunni að þá staðreynd sé ekki eingöngu að finna í landfræðilegum skilningi heldur líka í margri annarri merk- ingu, t.d. sé talað um myndlist. Að því er virðist ríkir enn þar um slóð- www.velaverk.is SogdæluHerfi s. 568 3536 An ilmefna Án litarefna íshöfn ehf. Snyrtivörukynning á Símple húðvörum í Lyfju Setbergi í dag kl. 14-18 20% kynningarafsláttur Oa LYFIA LYF & LÁGMARKSVERÐ! Setbergi. U ir hinn allsherjandi andi þess gamla góðs SÚMs. Samkvæmt skoðun Halldórs Björns eiga listamenn að vera objektívir, ekki viðhafa neina melankólíska skilgrein- ingu, heldur rannsaka hlutina í ljósi nýrra uppgötvana úr heimi vísinda og tækni, af því það er úrelt og hall- ærislegt að spyrja spurninga er viðkoma andlegri tilvist manns- ins, semsagt lummó að jón Thor vera subjektívur. Gíslason Hin hlutlæga, raun- sæja athugun 20. aldarinnar á veruleikanum, er áhugaverður þáttur í listasögunni sem mann- kynssögunni, en athyglivert og um- hugsunarvert er að framangreind veruleikasýn virðist vera um þess- ar mundir að skila af sér splunku- nýrri hugsun. Skýringin liggur lík- lega í náttúrulegum viðbrögðum manneskjunnar gegn vaxandi til- hneigingum samtímans að teikna upp heiminn á hvolfi og stjórna honum í samræmi við það, líkt og góðglaði reiknimeistarinn við skrif- borðið gerir. VELAR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Vefsíða: www.oba.is Sú niðurrifsstefna sem að mörgu leyti er einkennandi fyrir öld- ina sem er að líða og felur í sér allt að því sjúklegan ótta við for- tíðina, er á undan- haldi, sem sjá má m.a. á því að stöðugt fleiri listamenn eru famir að sækja aftur í hefð- ina, þ.e.a.s. nota hefð- ina sem útgangs- punkt. Astæðan er að öllum líkindum sú að hinn apokalyptíski hugsunarháttur sem fellst að stómm hluta í ógeði á öllu sem er lið- ið, löngun til að brjóta og brenna allt sem tilheyrir fortíðinni og skapa að því loknu spánnýjan heim, leiðir á endanum til dapur- legrar stöðnunar, markleysu, til- gangsleysis, leiðinda og síðast en ekki síst til söguloka. Tilvist mannsins er hins vegar háð stöðugri þróun sem hinn fram- sækni hugsunarháttur einn og sér gerir ókleift að halda gangandi. Sem kunnugt er hafa allar útópíu- hugmyndir heimspekinga varðandi vísindin brugðist, skoði maður þá staðreynd að þeir eru búnir að gef- ast upp á að sigrast á metaphysík- inni. Enduruppgötvun hefðarinnar, oft bundin melankólískum þenki- máta, er því tilraun mannsins til að komast út úr þessari klípu, það að sitja fastur milli fortíðar og fram- tíðar eins og nú virðist vera ástatt fyrir okkur. Þetta má skýra þannig, að ætlum við að losna við fortíðina verðum við að vinna úr henni út frá hefðinni, en það er það skilyrði sem náttúran setur okkur, eigum við að hafa einhverja mögu- leika á að ganga áfram þróunar- veginn. I fortíðinni liggja ræturnar sem eru jú forsendan fyrir að eitt- hvað vaxi. Þessi hugsunarbreyting kemur nú á tímum jafn sterklega fram í bókmenntum sem og listum sem sjá má á því í hve auknum mæli sótt eru áhrif og samlíkingar til fyrri tíma, allt aftm- til miðalda. Merkilegt verður líka að teljast að stærstur hluti núverandi nemenda við listaakademíur í Þýskalandi hefur valið þann gamla ódrepandi fjanda, málverkið, sem sinn tján- ingarmiðil, og takast á við hlut- bundinn, frásagnarlegan sem og persónulegan veruleika í útfærsl- unni. Hvemig er með þá ágætu menn er ráða húsum á Islandi, vita þeir ekkert af þessu? Svo virðist ekki vera, þar eru menn allir sem Myndlistarlíf / / A Islandi njóta sjálfskipaðir postular, uppfullir af fordómum og afturhaldssemi, segir Jón Thor Gíslason, einir góðs af því fé sem veitt er til stuðnings listamönnum. einn uppteknir af frelsishugmynd- um sjöunda áratugarins í nafni vís- inda og tækni og eru núna í sælu- vímu á leiðinni inn í 21. öldina sem þýðir að þeir geta loksins sprengt allt árþúsundið í loft upp. Og þar með er hinn nýi listamaður á tákn- rænan hátt fæddur, hinn nýi lista- maður sem á ekkert að þurfa að hafa fyrir hlutunum, og allra síst á mannræfillinn að vera með eitt- hvert þunglyndisvæl. Paradís hins nýskapaða listamanns hefur fundið sér stað á eyjunni Ultima Thule, gnótt fjár og matar, ein allsherjar veisla fyrir hina útvöldu og ís- lenska ríkið borgar brúsann. En Adam var ekki lengi í Paradís og veruleikinn er oft annar en okkur er talin trú um, samanber ef skoð- uð er hin einstrengingslega stefna sem rekin er innan listageirans á Islandi. Þar njóta sjálfskipaðir postular, uppfullir af fordómum og afturhaldssemi, einir góðs af því fé sem veitt er til stuðnings lista- mönnum, meðan hinir jafnmikil- vægir, ef ekki höfðinu hærri, eru settir á svartan lista. A þetta aðal- lega við málara (þ.e.a.s. fyrir utan þá sem mála í anda naumhyggj- unnar, málverk sem margir skoða sem afsprengi hugmyndalistarinn- ar) og alla þá listamenn sem skera sig úr, hlusta á eigin sannfæringu og láta ekki miðstýrða tísku- strauma eða einhverja alvitra spá- menn segja sér hvað er rétt og hvað er rangt. „Þið segið að ég hafi á röngu að standa,“ sagði hinn umdeildi rithöf- undur sinnar samtíðar D.H. Lawrence eitt sinn er sótt var að honum með formælingum. „Hver gefur ykkur eða hverjum öðrum sem er, þann rétt, að segja mér, að ég hafi á röngu að standa? Ég hef ekki á röngu að standa!“ Höfundur er myndlistarmaður og býr í Diisseldorf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.