Morgunblaðið - 21.05.1999, Page 33

Morgunblaðið - 21.05.1999, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 33 LISTIR Morgunblaðið/J6n Svavarsson „HNITMIÐAÐ og litríkt verk og Ifkt og seinni dagskrárliðir kvöldsins lifandi plastískt mótað af rússneska sljórnandanum," segir Ríkarður Ö. Pálsson meðal annars um Þrjár setningar eftir Karólínu Eiríksdóttur. Duliið og drama HIMIST Háskólabfó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Karólína Eiríksdóttir: Þrjár setning- ar. Wicniawski: Fiðlukonsert nr. 1 í Fís moll; Polonaise. Franck: Sinfónfa í d moll. Rachel Barton, fiðla; Sinfóníuhljómsveit Islands undir stjórn Vassilys Sinaiskys. Fimmtudaginn 20. maf kl. 20. ÁTTUNDU tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Islands í rauðu tón- leikaröðinni fóru fram í Háskólabíói í gær við fjölmenni. Fyrst á dag- skrá var nýlegt hljómsveitarverk eftir Karólínu Eiríksdóttur sem hún nefnir Þrjár setningar. Það var pantað af NOMUS og frumflutt í Stokkhólmi 1993 undir stjórn Leifs Segerstams. Eins og leiða mátti af titlinum var verkið þrískipt. Hinn stutti fyrsti þáttur einkenndist mest af snörpum punktastíl. II. þáttur (eða ,,setning“) var lengstur; sveif framan líkt og þyngdarlaust á fremur hátt liggjandi hljómum og kallaði fram ailt að því prokofievsk- an ævintýrablæ á köflum, en lauk svo máli sínu með krómatískri hnígandi, líkt og höfundur sæi að sér á síðasta augnabliki að gerast svona rómantískur og yfirgæfi draumheim sinn í flæmingi. Hinn h.u.b. 4 mínútna langi lokaþáttur brá upp iðandi strengjaþys, er gæti eins minnt á flúðir og fossa neðan við lygna móðu miðþáttar, en inn á milli skutust hljóðlátt tiplandi kafl- ar í anda kraumandi tilraunaglasa á galdraverkstæði í bland við takt- fasta pjáturhljóma, og hneig verkið, nokkuð skyndilega, til enda á djúp- um lúðranótum. Hnitmiðað og lit- ríkt verk og líkt og seinni dagskrár- liðir kvöldsins lifandi plastískt mót- að af rússneska stjórnandanum. Hinn „pólski Paganini", fiðlu- snillingurinn Henryk Wieniawski (1835-80) nam við Parísartónlistar- háskólann, settist síðar að í St. Pét- ursborg og ferðaðist víða um Evr- ópu sem einhver mesti virtúós síns tíma. Hann samdi aðallega verk fyrir fiðlu í ýmsum samsetningum, þ. á m. tvo fiðlukonserta, og þykir nr. L, þar sem hin bandaríska Rachel Barton lék einleikshlutverk- ið þetta kvöld - ef að líkum lætur í fyrsta skipti á Islandi - með af- brigðum erfiður fyrir sólistann, sem og má sjá af hljómplötulistum, því þar er hinn 7 árum yngri Konsert nr. 2 margfalt algengari. Verkið er, líkt og Polonaisan þar á eftir, æskuverk, samið 1853, þegar Wieniawski var aðeins 18 ára gam- all, og þrátt fyrir ótæpilegar tækni- kröfur áheyrileg tónsmíð, þótt risti fremur grunnt. Rachel Barton lokkaði margan safaríkan tón fram úr Amati-fiðlunni sinni inn á milli neistandi flugeldasýninga við góðan stuðning frá hljómsveitinni, og sótti enn í sig veðrið í „salon“-kenndu Pólonaisunni og hvorki meira né minna en þrem aukalögum, fyrst í snilldarvel útfærðum tilbrigðum um írska þjóðlagið The last rose of summer - í ágætu samræmi við slydduna úti fyrir. Eftir þá hressi- legu bogaskotfimi tók hún gamla standarðinn „Chicago, Chicago" og blúskennt lag, er undirr. greindi ekki heitið á, með sannkölluðum sveiflutilþrifum við mikinn fögnuð áheyranda. Belgíski organistinn við Klóthild- arkirkju í Parísarborg, César Franck (1822-90; hann gerðist franskur ríkisborgari 1871) átti hvorki láni að fagna í frægð né ást- um, en sinnti því litlu, enda samdi hann líkt og Bach tónlistinni og Guði til dýrðar. Því dáðari var hann af nemendum sínum eins og Duparc, D’Indy og Chausson, sem síðar urðu margir hverjir áhrifa- miklir kennarar. Hann var orðlagð- ur snarstefjari og nótnalesari, og á að hafa getað transpónerað hvað sem fyrir hann var lagt prima vista. Venju fremur jókst honum sköpun- arkraftur þegar aldur færðist yfir. Hann mun einnig hafa orðið fyrir áhrifum frá Wagner á seinni árum, og það heyrist við og við í d-moll sinfóníunni frá 1888, einu sinfóníu Francks, sem hljómsveitin flutti eftir hlé. Líkt og ýmis önnur verk Franeks fékk hún herfilega útreið af gagnrýnendum samtíðar; t.d. kallaði Gounod hana „langdregna staðfestingu á kunnáttuleysi“, og endurvakning stefja fyrri þátta í lokaþætti, sem síðar átti eftir að verða útbreidd aðferð, þótti sumum þá aðeins merki um hugmynda- skort. Til sanns vegar má svosem færa, að mörgum þykir enn í dag verkið í lengra kanti miðað við ríkj- andi þétta áferð og vel útilátið brass, og fátt er auðveldara en að stjórna því þannig, að nútímahlust- anda hætti til að taka undir með Gounod. Vassily Sinaisky tókst hins vegar að gera verkið spennandi áheyrnar með sérlega sveigjanlegri mótun í styrk og tempói, og hljóm- sveitin lék sem einn maður í óvenjusamtaka túlkun á öllu tilfinn- ingarófinu frá epískri dulúð og ang- urværð upp í hómeríska gleði og dynjandi drama. Hér stýrði maður í brúnni sem kunni sitt fag. Ríkarður Ö. Pálsson Amerískir færanlegir nuddpottar Rafmagnshitun Acrylpottar i rauðviðargrind. Tilbúnir til afhendingar u og notkunar. Bara stinga í samband við rafmaqn. Sýningarsalur opinn alla daga Stærð ca 2x2 m, 1.100 I, kr. 450 VESTAN ehf., Auðbrekku 23, 200 Kópavogi, sími 554 6171, farsími 898 4154. Portline Lisbon Beinar siglingar Innflutningur - Útflutningur Mv. Florinda siglir milli íslands, Noregs, Spánar og Portúgals á þriggja vikna fresti: Aveiro 25/5 16/6 Þorlákshöfn 2/6 23/6 Aalesund 7/6 28/6 Vigo 14/6 4/6 Frystivara - Kælivara - Stykkjavara - Pallar - Gámar Gunnar Guðjónsson sf., skipamiðlun, simi 562 9200, fax 562 3116. | KRINGLUNNI OG SKEMMUVEGI. | | BÆJARHRAUNI 16 - 555 4420 ASSA Master- lvklakerfí Húsasmiðjan smíðar ASSA höfuðlyklakerfi (Masterlyklakerfi) fyrir fyrirtæki, húsfélög, stofnanir ofl. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.