Morgunblaðið - 21.05.1999, Page 41

Morgunblaðið - 21.05.1999, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR JOHN Moore tamningamaður og kántrísöngvari sýnir hversu auðvelt er að stjórna ungum hesti berbakt og beislislaust. Þegar hesturinn ætlaði að rjúka af stað fór hann bara í hringi. Vegna þess hversu hratt hann fór velti maður því fyrir sér hvort hann myndi detta, en eftir stutta stund stöðvaði hann. Þá gaf John tauminn lausan en var samt tilbú- inn að taka í hann aftur ef hestur- inn ætlaði af stað. Síðan sat hann nokkra stund á hestinum eftir að hann róaðist. Tamningamaðurinn tók nú aftur við hestinum og John bauðst til að halda í hann þegar hann fór á bak. En tamningamaðurinn sá að það gengi ekki, þannig gæti hann ekki beygt honum í hringi. Allt gekk vel og lengi á eftir sat tamningamað- urinn á hestinum, sallarólegum, alls ólíkum þeim hesti sem reynt var að fara á bak í upphafi. John lagði áherslu á að maður- inn ætti að vera samkvæmur sjálf- um sér og sanngjarn. Hann sagði að þegar tækist að fá hestinn til að gera einhvern ákveðinn' hlut rétt yrðum við að passa okkur á að skilaboðin frá manninnum væi*u alltaf hin sömu. Mannfólkið þyrfti kannski fyrst og fremst að temja sjálft sig og hafa stjóm á skapi sínu. Það væri svo auðvelt að missa stjóm á skapinu og missa þolin- mæðina. En með því að vinna út frá eðli hestsins verður tamningin mun auðveldari og tími sparast þótt mörgum finnist það ótrúlegt.í fyrstu. Að beita þrýstingi til að fá hestinn til að gera hlutina og létta síðan af þrýstingnum þegar hann gerir rétt skipti öllu máli. John Moore talaði einnig um taumsamband og taumhald. Hann benti á að margir notuðu tauminn eins og handfang eða bremsu og léttu aldrei taumhaldið. Þetta væri eins og að aka bíl og gefa bensínið í botn en standa samt sem áður fast á bremsunni. Þannig væri mjög auðvelt að eyði- leggja bremsurnar. Ef fólk vildi ekki eyðileggja bremsurnar á hestunum sínum yrði það að létta á taumunum þegar það væri búið að stöðva hestinn og alltaf þegar hesturinn væri búinn að gera það sem knapinn hefði beðið hann um. Það væri umbunin. Hann kenndi þátttakendunum að gefa taumana alveg eftir þegar hestarnir stóðu kyrrir. Einnig að kenna þeim að gera bara það sem þeir voru beðn- ir um þangað til þeir væra beðnir um eitthvað annað. Nýkaup á Selto'arnarnesi Opnað í dag eftir breytingar NÝKAUP opnar í dag, fóstu- dag, formlega verslun sína við Eiðistorg eftir umfangsmiklar breytingar. Af því tilefni verð- ur margt gert til skemmtunar og tilboð á ýmsum vörum. I versluninni er nú m.a. að finna nýtt kjöt- og fiskborð, fullbúna aðstöðu fyrir tilbúinn heitan mat, nýtt ávaxta- og grænmetistorg, nýtt bakarí og nýtt mjólkurtorg. „Markmið breytinganna er að koma til móts við þær vænt- ingar viðskiptavina að verslun- in þjóni óskum sem þeir hafa til hverfisverslunar sem leggur áherslu á ferskleika, gæði, vöruúrval, þjónustu og kost á hagkvæmum innkaupum á al- gengum heimilisvörum," segir í fréttatilkynningu. Uppákomur verða allan dag- inn. Bubbi Mortens kemur fram á milli kl. 18 og 19. Per- sónur úr leikritinu Ávaxtakarf- an koma í heimsókn í ávaxta- og grænmetistorgið kl. 16. Þá verður fólki boðið upp á mat og drykk. Lýsir undrun sinni á niður- stöðu Kjara- dóms „STJÓRN Starfsmannafélags Ríkisstofnana lýsir undran sinni á niðurstöðu Kjaradóms við ákvörðun á hækkunum launa til þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna rík- isins. Þessar hækkanir eru ekki í neinu samræmi við það sem gerst hefur hjá almennu launafólki að ekki sé talað um þá smávægilegu leiðréttingu sem öryrkjar og ellilífeyrisþeg- ar fengu nokkrum vikum fýrir kosningar," segir í fréttatil- kynningu frá SPR. „í rökstuðningi dómsins er því borið við að þetta séu sam- bærilegar hækkanir og átt hafi sér stað hjá opinberum starfs- mönnum. Það kann að vera að einhverjir hópar opinberra starfsmanna hafi fengið pró- sentuhækkanir sem jaftiast á við ákvörðun Kjaradóms. Stærsti hluti starfsmanna ríkis- ins hefur hins vegar ekki fengið neitt í líkingu við þetta og verð- ur því vitaskuld horft til þessar- ar ákvörðunar Kjaradóms þeg- ar kröfugerð verður mótuð af Starfsmannafélagi ríkisstofn- ana fyrir næstu samninga," segir þar ennfremur. flSTUflD SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbfaut 68 : Austurver Sími 568 4240 •átmSn- Aösendar greinar á Netinu <§> mbUs _/\LLTAf= GirrH\SA£J tJÝTT Sameiginleg kynning íslenskra fyrirtækja á Heimsmeistaramótinu EINUNGIS 13 aðilar hafa ákveðið að vera með í sameigin- legum kynningarbás íslenskra fyrirtækja á heimsmeistaramóti íslenskra hesta sem fram fer í Þýskalandi í byrjun ágúst. Að sögn Katrínar Bjömsdóttur hjá Útflutningsráði sem sér um skipulagningu Þjóðarbássins er þetta minni áhugi en hún bjóst við. Að sögn Katrínar er verið að hanna glæsilegt svæði, svokall- aðan Þjóðarbás, þar sem ís- lensk félög og fyrirtæki ætla að kynna vörur sínar og þjónustu. Þar rúmast um 20 fyrirtæki en þegar hafa aðeins 13 aðilar sótt um að vera með. Enn er tími til stefnu, en fljótlega verður að loka fyrir umsóknir þar sem senn líður að því að endanlegt útlit svæðisins verður að liggja fyrir. Hvert fyrirtæki eða félag sér svo um sinn eigin bás og sína kynningu innan svæðisins. Katrín segist hafa átt von á meiri áhuga. Þarna sé um mjög gott tækifæri til að kynna vöra og þjónustu enda er búist við um 20.000 gestum á mótið. Fyrirtækin borga 8.000 krónur fyrir fermetrann, en sótt hefur verið um styrki fyrir öðram kostnaði svo sem flutningi á vörum. Leitað var til ráðuneyta og ríkisstjórnarinnar sem bragðust vel við og enn er eftir að berast svar frá Nýsköpun- arsjóði. Eftirtaldir aðilar hafa ákveð- ið að vera með kynningarbás: Söðlasmiðurinn, Félag hrossa- bænda, Landsmót 2000, Drífa, Eiðfaxi, Handprjónasamband íslands, Reiðlistj M.A. Eiríks- son, Reiðsport, Ástund, Ishest- ar, Flugleiðir og Pólarhestar. FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 41 , V . ■ * \ % Súrefnisvörur Karin Herzog Kynning í dag kl. 14—18 í Hagkaup — Akureyri Hagkaup — Skeifunni Holts Apóteki — Glæsibæ Apótekinu Smáratorgi Kynningarafsláttur - Hvítasunnu- kappreiðar Fáks 26.- 30. mai Aukin þjónusta Stóraukið vöruval Áfram lágt verð Opnunartímar kl. 8 -18 virka daga kl. 10 -14 laugardaga MRbúöin Lynghálsi 3 Sími: 5401125 • Fax: 5401120 Avallt í leiðinni ogferðarvirði kr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.