Morgunblaðið - 21.05.1999, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 21.05.1999, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ 60 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 FRÉTTIR í DAG Sumardagskráin að hefjast í Viðey - SUMARDAGSKRAIN í Viðey hefst um næstu helgi. Þá verða gönguferð, staðar- skoðun og hátíðarmessa á dagskrá. Gengið verður um suð- austurhluta eyjarinnar á laugardaginn. Lagt verður af stað frá hlaði Viðeyjar- stofu kl. 14:15. Gengið er austur á Sundbakka og ljósmyndasýning í skólan- um þar skoðuð, þá verður gengið um suðurströndina og aftur að Viðeyjarstofu. Gangan tekur um tvo tíma. A hvítasunnudag verður staðarskoðun upp úr kl. 14. Þá er kirkjan skoðuð, forn- leifagröfturinn o.fl. í næsta nágrenni húsanna og loks Viðeyjarstofa sjálf. Sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir flytur hátíðarmessu í Viðeyjarkirkju kl. 14 annan dag í hvítasunnu. Dómkór- inn syngur og dómorganisti aðstoð- ar. Boðið verður upp á staðarskoð- un að lokinni messu. „Veitingahúsið í Viðeyjarstofu verður opið, þannig að gott verður . að heimsækja Viðey um hátíðina. * Margir vilja skreppa eitthvað þessa miklu ferðahelgi, en þó gjarnan Morgunblaðið/Árai Sæberg VIÐEY á sumardegi. forðast hina miklu og hættulegu umferð. Fyrir þá er Viðeyjarferð góður kostur“ segir í fréttatilkynn- ingu staðarhaldara. Viðeyjarferjan fer úr Sundahöfn á klukkutímafresti frá kl. 13 til 17, sérstök ferð verður með kirkjugesti kl. 13:30 annan í hvítasunnu. VELVAKAJVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kynjamismun- un ungra keppenda Landsbankahlaupið, sem er íyrir 10-14 ára börn, var haldið laugar- daginn 15. maí sl. Það var í Laugardalnum fyrir börn í Reykjavík og hlupu stúlk- ur og drengir til skiptis í hverjum aldurshóp. Ég var þarna ásamt fjölda annarra foreldra að horfa á og hafði gaman að, alla vega þar til að verðlauna- afhendingunni kom. Það var þannig að allir sem hlupu fengu verðlaunapen- ing, en þrír fyrstu voru heiðraðir sérstaklega á verðlaunapalli. Kynnir sem sást ekki, en heyrðist ágætlega í, las upp nöfn þeirra og bankastjóri af- henti verðlaunagripi. Það sem snerti mig illa við þetta var, að þegar drengirnir höfðu tekið við sínum viðurkenningum þá gall í kynninum: „Glæsi- legur árangur hjá þeim!“ Þetta sagði hann í hvert sinn sem þeir fóru á pall en þagði þunnu hljóði um ár- angur stúlknanna. Hvað eru menn að hugsa? Ég er ekki viss um að margir hafí veitt þessu athygli og vil þess vegna benda á þetta sem mér fínnst vera gróf kynjamis- munun, bæði í Ijósi ungs aldurs keppenda og fjölda þeiira sem voru þarna. Ekki veit ég hver var þul- ur en forvitnilegt væri að vita hvort hann fékk fyrir- mæli um að hrósa kyn- bræðrum sínum sérstak- lega eða hvort hann tók það upp hjá sjálfum sér. Hrósið var fínt en það var ljótt að skilja stelpurnar út undan. Er það að undra að stúlkur hafi minna sjálfs- traust ef atvik af þessu tagi eru regla frekar en undantekning. Helga Konráðsdóttir. ísafjörður EF einhver sem les þessar h'nur hefur verið kunnugur Magnúsi Guðmundssyni, sem var um miðja öldina á Elhheimilinu gamla á Isa- firði, eða þekkir einhvern sem vann þar um 1950, viija þeir gjöra svo vel að hafa samband við Páhnu Magnúsdóttur í síma 587 1714. Magnús var góð- ur smiður og vefari á yngri árum, einnig forsöngvari og var þekktur undir nafn- inu Magni fori, þess vegna. Einnig var hann sérþekkj- ari á saumavélar og gerði við þær fyrir konur á Vest- fjörðum, enda lærður véla- maður. Einnig er hægt að hafa samband við Pálínu á net- fanginu: paly@islandia.is Hver tekur að sér að kúnststoppa TEKUR einhver að sér að kúnststoppa í flík. Ef svo er þá vinsamlega hafíð samband við Guðrúnu í síma 566 8093. Tapað/fundið Barnareiðhjól í óskilum LÍTIÐ barnareiðhjól með hjálpardekkjum fannst við Gufuneskirkjugarð. Upp- lýsingar i síma 896 0398. Plastpoki gleymdist í Flugstöð eifs Eiríkssonar PLASTPOKI með hvitri peysu í gleymdist í farang- urskerru í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sl. sunnudags- kvöld. Skilvís fínnandi hafí samband í síma 567 5670 - eða 552 5270. Pési er týndur PÉSA er sárt saknað frá Sörlaskjóli 78 síðan 17. maí. Hann er eyrnamerkt- ur, grábröndóttur og hvít- ur, með svartan blett á trýni. Sími 551 7259. SKAK llmsjón Margeir Pétursson Staðan kom upp í viður- eign tveggja heimamanna á móti sem nú stendur yfir í Tel Aviv í Israel. Mikhail Tseitlin (2.490) hafði hvítt og átti leik gegn Emil Sutovsky (2.610) 27. Hxb7! - Kxb7 28. Da2 - Kc8 29. Da8+ - Kd7 30. Dd5+ - Ke8 31. Rxe5 (Svarti kóng- urinn er á hrakhól- um og á sér ekki viðreisnar von) 31. - Hd6 32. Ha8+ - Hd8 33. Bg4 - Hxa8 34. Bd7+ - Kd8 35. Rc6+ og svartur gafst upp. Að loknum sex umferðum á mótinu var staða efstu manna þessi: 1-2. Boris Gelfand og Lev Psakhis 4V4 v„ 3. Smirin 4 v„ 4.-5. Khuzman og Liss 3>/2 v. Gelfand sem er einn af 15 stigahæstu skákmönnum heims teflir nú íyrir Israel, en hann er Hvít-Rússi að uppruna. Hann telst því sterkasti skákmaður Israels- manna um þessar mundir. HVÍTUR leikur og vinnur. Hlutavelta ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu kr. 2.555 til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita Björg Brynjarsdóttir, Aðalbjörg Aðalbjörnsdóttir og Sigrún Hrönn Halldórsdóttir. Víkverji skrifar... Barnasmiðjan brann ekki AÐ gefnu tilefni, vegna frétta um bruna í Kópavogi fyrir skömmu, vill Bamasmiðjan ehf. taka fram að fyr- irtækið varð ekki fyrir neinum skakkafóllum í þessum bruna og er 3 í fullum rekstri. I tilkynningu frá Bamasmiðjunni segir að það hafi verið í Kópavogi til ársins 1994 er það flutti að Gylfaflöt 7 í Grafarvogi. Segir í tilkynning- unni að villandi fréttir þess efnis að Bamasmiðjan væri að brenna, hafí valdið fyrirtækinu verulegum óþægindum, ekki síst vegna þess að nú sé aðal sölutími leiktækja. Fyrir- tækið hafí verið þátttakandi á sýn- ingunni Sumar ‘99 á Akureyri um síðustu helgi og gestir sýningarinn- ar hafí langflestir talið að fyrirtækið væri brunnið. Fráfarandi formaður, Sigríður Hjartar, og hinn nýi formaður, Kristinn H. Þorsteinsson. Formannsskipti . í Garðyrkjufé- lagi Islands KRISTINN H. Þorsteinsson var kosinn formaður Garðyrkjufélags Is- lands á aðalfundi sem haldinn var 4. maí sl. Tekur hann við af Sigríði Hjartar sem hefur verið formaður í 13 ár og áður varaformaður í tvö ár, en hún gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Garðyrkjufélag íslands er fé- lag áhugamanna um garðrækt og hefur verið starfrækt síðan 1885 eða í 114 ár. Félagsmenn era um 3000 í deild- ’um um land allt. Stjóm félagsins er þannig skipuð: Kristinn H. Þorsteinsson formaður, Sigurður Þórðarson varaformaður, Ingibjörg Steingrímsdóttir ritari, Ragnar Jónasson gjaldkeri og Ás: laug Skúladóttir meðstjómandi. I varastjóm era Hilmar Einarsson, Jó- áiann Pálsson og Sigríður Hjartar. Eigendurnir Ingibjörg Gísla- dóttir og Vigdís Hlín Friðþjófs- dóttir. Ný hársnyrti- stofa í Grafarvog-i NÝ hársnyrtistofa var opnuð 8. maí sl. í Brekkhúsum 1 í Grafarvogi, Hársnyrtistofan Spectram. Eigend- ur eru Ingibjörg Gísladóttir hár- snyrtisveinn og Vigdís Hlín Frið- þjófsdóttir hársnyrtimeistari. Stofan býður alla almenna hár- snyrtiþjónustu fyrir dömur og herra og er opin alla virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14. Málfundur um stéttabaráttu í Bandaríkjunum AÐSTANDENDUR sósíalíska viku- blaðsins Militant standa að málfundi fóstudaginn 21. maí kl. 17.30 að Klapparstíg 26, 2. hæð (Pathfinder- bóksölunni) um efnið stéttabarátta í Bandaríkjunum, verkfallsaðgerðir og barátta bænda. Ræðumaður er Olympia Newton, félagi í Young Socialists í Bandaríkj- unum. Afhenti trúnaðarbréf HJÁLMAR W. Hannesson sendiherra afhenti í dag Jóhannesi Páli II páfa trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Páfagarði með aðsetur í Reykjavík. Afhenti trúnaðarbréf SIGRÍÐUR Ásdís Snævarr sendiherra afhenti hinn 18. maí sl. Jacques Chirac, forseta Frakklands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra fslands í Frakklandi. VÍKVERJI hefur fylgst með ferðalagi jeppamannanna sem ætla að reyna að aka yfir Græn- landsjökul. Nágrannaland okkar í vestri er stórfenglegt og stórbrotið á alla kanta. Grænlendingar fara gjarnan til nágrannabyggða á hundasleðum eða vélsleðum, ef ekki á tveimur jafnfljótum. Um lengri veg verður að fara með þyrlu, flug- vél eða sjóveg þegar fært er með ströndum vegna íss. Það segir sína sögu að takist það ætlunarverk leið- angursmanna í ICE225 leiðangrin- um, að aka á milli höfuðstaðarins Nuuk og til Ammassalik, þá verður það í fyrsta sinn sem ekið er á milli tveggja byggðarlaga þar í landi. Fregnir hafa borist af því að upp- átæki KNI verslunarfyrirtækisins, að standa að jeppaferð yfir jökulinn í tilefni 225 ára aftnælis, hafi verið mótmælt. Mótrökin munu m.a. hafa verið þau að ímynd hins óspjallaða jökulflæmis yrði ekki hin sama eftir sem áður; það verði ekki eins að ganga yfir jökulinn eða fara yfir hann á hundasleða eftir að bílar hafa lagt þar leið sína. Þó er ólíklegt að jeppaferðir yfír Grænlandsjökul verði daglegt brauð á næstunni, enda leyfi til slíks ferðalags ekki auðfengin. Vetrarríki hálendis íslands og jökulflæmin opnuðust fjölda fólks fyrir tilstilli breyttra jeppa. Áður fyrr vora það helst vísindamenn og ofurhugar sem lögðu leið sína um þessi svæði gangandi á skíðum eða á snjóbílum. Frumkvæði og hugvit íslenskra jeppakarla hefur vakið at- hygli víða um heim. Reynslan hefur sýnt að sé breyttum jeppum ekið af þekkingu og varfærni þurfa þeir ekki að valda varanlegum land- spjöllum, ekki síst ef jörð er hulin snjó. XXX BREYTTU jeppamir hafa reynst atvinnuskapandi. Jeppa- breytingar og aukahlutasmíð veita mörgum atvinnu. Ævintýraferðir á breyttum jeppum eru orðnar um- talsverður atvinnuvegur og hafa lengt ferðamannatímann í báða enda. Grænlendingar hafa fetað í þessa slóð og boðið upp á ævintýra- ferðir í breyttum jeppum frá Syðri- Straumfirði undanfarin ár. Á sama tíma og vélvæðingin hef- ur haldið innreið sína í hina óspilltu vetramáttúra íslands hefur áhugi fólks á ferðalögum þar sem reynir á líkamsstyrk og atgervi aukist. Gönguskíðaferðir, fjallahjólaferðir, hestaferðalög, kajakróður og róður niður straumvötn vekja áhuga sí- fellt fleiri. Það er skondin tilviljun að skömmu áður en jeppamennirnir lögðu á grænlenska jökulinn sprettu grænlenskir sleðahundar úr spori í fyrsta sinn um snæviþakin öræfi fslands og drógu grænlensk- an hundasleða. Tilkoma ferða á hundasleðum, að grænlenskri fyrir- mynd, er nýjasti valkosturinn í ferðalögum um óbyggðir íslands og mun hann eflaust keppa um vin- sældir við ævintýraferðir á breytt- um jeppum. XXX AUGLÝSINGAR í erlendum fjölmiðlum ýta sumar undir þá ímynd að land okkar reyni á þrek og þol manna. Nýlega stoppaði Vík- verji við orðið Aldeyjarfoss, sem prentað var með áberandi letri í auglýsingu í erlendu tímariti. Við nánari skoðun kom í ljós að hér var úraframleiðandi að auglýsa vöra sína, ákaflega tæknivætt úr og svo vel úr garði gert að það átti að þola næstum hvað sem var. Því til sönn- unar var að ofurhugi einn sem sigldi kajak sínum fram af Aldeyjarfossi notaði einmitt slíkt úr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.