Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn ÞAÐ VAR glatt á hjalla við undirritunina. Samninginn undirrituðu Ingibjörg S. Gísladóttir, borgarstjóri, Jó- hann H. Harðarson, framkvæmdastjóri Framtíðarbarna, Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur- borgar, Ellert Borgar Garðarsson, skólastjóri Ártúnsskóla, Svanhildur Ólafsdóttir, skólastjóri Korpuskóla og Kristín G. Andrésdóttir, skólastjóri Vesturbæjarskóla. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Framtíðarbörn semja Breyttir starfshættir samhliða tækniþróun GERÐUR hefur verið tilrauna- samningur um samstarf Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur og tölvu- skólans Framtíðarbarna ehf. við tölvufræðikennslu í þremur grunn- skólum borgarinnar. Samningur- inn, sem gerður er til eins árs, var undirritaður í Ártúnsskóla í gær, en auk hans taka Korpuskóli og Vesturbæjarskóli þátt í verkefn- inu. Að sögn Gerðar G. Óskarsdótt- ur, fræðslustjóra Reykjavíkur- borgar, er fyrst og fremst verið að kaupa kennslu, en Framtíðarbörn bjóða upp á eina heildstæða kennsluefnið sem hentar til kennslu í öllum bekkjum grunn- skólans. Kennsluefnið hefur beina skírskotun í námsgreinar grunn- skólans og lögð er áhersla á að nemendur læri að nýta sér tölvuna sem verkfæri við úrlausn ólíkra verkefna. Efnið verður kennt í 1. til 10. bekk skólanna þriggja, auk þess sem Framtíðarböm taka að sér þjálfun eins til tveggja kennara úr hverjum skólanna. Vísar til framtíðar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, telur að með samn- ingnum sé stigið stórt skref í átt að lokamarkmiði nýrrar aðalnámskrár grunnskóla, sem tekur gildi l.júní. Hún segir grunnskólana vera að feta sig inn í ákveðnar breytingar á vinnulagi í takt við tækniþróun í samfélaginu. „Samningurinn vísar til framtíðar, hann miðar að því að gera nemendur færari að nýta tölvutæknina í sína þágu,“ sagði borgarstjóri. FÓLK Islendingur gestapró- fessor í Kína •DR. BALDUR Elíasson hefur verið skipaður gestaprófessor við efnaverkfræðideild háskólans í Ti- anjin í Kína. Hann stjórnar þar til- raunum til að breyta koltvíildi og metani í fljót- andi eldsneyti. Rannsóknar- verkefnið er unnið á vegum ABB, en Baldur er sérfræðingur stórfyrirtækisins í umhverfismál- um. Rektor háskólans í Tianjin skip- aði Baldur gestaprófessor til fjög- urra ára við hátíðlega athöfn. Baldur mun halda nokkra fyrir- lestra við háskólann á ári en verð- ur áfram búsettur í Baden í Sviss. Tianjin er 9 milljón manna borg suð-austan við Peking. Kínverjar nota mikið kol sem orkugjafa og hleypa gífurlegu magni koltvíildis út í andrúmsloft- ið. Það getur leitt til gróðurhúsaá- hrifa. Baldur stjómar nú fimm ólíkum rannsóknarverkefnum í Kína á vegum ABB sem tengjast gróðurhúsaáhrifum, auk verkefnis- ins í Tianjin. „Við erum að gera þar svipaða hluti og ég hef lengi lagt til að íslendingar ættu að gera“ sagði Baldur. „Við vinnum koltvíildi úr andrúmsloftinu og blöndum því saman við metan svo að úr verður fljótandi eldsneyti. Islendingar ættu að nota heimatil- búið vetni í stað metansins sem við notum og búa til metanól. Þeir gætu notað það sem eldsneyti í bíla og sldp.“ Stærsta verkefnið sem Baldur stjórnar í Kína er sameiginlegt verkefni ABB, fjögurra vestrænna háskóla og fjögurra stofnana og háskóla í Kína um umhverfisáhrif rafmagnsframleiðslu og -dreifingar í Shandong héraði. Shandong hér- aðið, sem liggur á austurströnd Kína, hefur 90 milljónir íbúa og er helmingi stærra en ísland að flat- armáli. Isskápur olli stór- bruna RANNSÓKN á orsökum bi-una í húsi Raunvísinda- stofnunar HÍ við Suðurgötu, bendir til að eldurinn hafi komið upp í ísskáp í tilrauna- stofu hússins og að um sjálfsíkveikju hafi verið að ræða. Miklar skemmdir hlutust af brunanum í tilraunastofunni sem varð 23. júlí í fyrra. Lögreglan í Reykjavík lauk rannsókninni fyrir skömmu. Samkvæmt upplýsingum frá henni eru íkveikjur í ísskápum algeng orsök bruna á efna- fræðitilraunastofnum erlend- is. Allar líkur þykja benda til að orsök brunans í húsi Raun- vísindastofnunar sé hin sama, þ.e. sjálfsíkveikja. Baldur Elíasson. Nýjar vörur! i Radiúbúilinni Skipholti 19 tieldur úfram í siðustu viku gergu púsundir íslendinga ævintýraleg Nú höfum við tpoðfyllt útsöluna af nýjum vörum toppmerki í skóm fyrir alla fjölskylduna á verði frá kr : KyÁUriNN I I /n /n Tískufatnaður cn nno/ Ef\f\ KDKO BOUTIQUE 50-90% ouu 5FicgcfI afsláttur opið alla daga ( eirmig sunnudaga ) frá 12.00 - 19.00 Lokað Hvítasunnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.