Morgunblaðið - 21.05.1999, Side 23

Morgunblaðið - 21.05.1999, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 23 VIÐSKIPTI Hvað heitir þú? - hverra manna ertu? Fylltu skottið á Select ■ oc w c -■ v Fanta í kaupbæti með öllum Hliinkftir frri kinríc í l^nnnh^pfi Ekki tefja þig í stórmarkaánum. Á Select-stöóvunum færöu grillkjötió, kartöflurnar, grilliö, salatiö, leikföngin, veiöivörurnar og aö sjálfsögöu allt fyrir bílinn! , Grill í dag kl. 16-19 I farangurinn frá Select v.ShJriand.vegi Texas salsasósa og osta-tortillas.. 298 kr. fSelect Bústaðavegi Kaffi- eða tebolli...............99 kr. •ín*,,sti£in * ♦ . , , Allir velkommr ao bragoa a Prins Polo 3 stk................119 kr. safaríku grillkjöti frá Borgarnesi. Tropí ('/2 Itr.).....................89 kr. Pringles.............................89 kr. 20% afsláttur af grillhreinsi og burstum. ^ o* Alltafferskt... Select Ný stjórn Algroup ZUrich. Morgunblaðið. HLUTHAFAR Algroup kusu nýja stjóm á aðalfundi fyrirtækisins í Ziirich í gær. Martin Ebner, þekktur fjármálamaður, Christoph Blocher, iðnrekandi og stjómmála- maður, og Sergio Marchionne, framkvæmdastjóri Algroup, vom kjörair með miklum meirihluta at- kvæða. Ebner og Bloeher eiga samtals um 30% í stórfyrirtækinu. Pessir þrír vora allir hlynntir fyrirhugaðri sameiningu Algroup og Viag sem fór út um þúfur síðast- liðinn vetur. Theodor Tschopp, fyrrverandi stjómarformaður, sagði af sér helgina áður en Viag og Algroup ákváðu að hætta við sameiningu. Ruppert Gasser, hátt- settur starfsmaður Nestlé, er eini stjómarmaðurinn úr gömlu stjóm Algroup sem heldur áfram í stjórn fyrirtækisins. Áhrif stóreigenda gætu aukist vegna lagabreytingar Lagabreyting var nauðsynleg áður en hægt var að ganga til stjórnarkjörs. Hingað til hafa verið 7-10 í stjórn Algroup, en aðalfund- urinn samþykkti að fækka stjórn- armönnum í að minnsta kosti fjóra. Auk þess var reglum breytt þannig að áhrif einstakra stóreigenda inn- an fyrirtækisins geta orðið meiri í framtíðinni en hingað til. Er ættarmót í UPPSIGUNGU? Á stóru ættarmóti er tilvalið að næla nöfn þátttakenda í barm þeirra. ( Múlalundi færð þú barmmerki fyrir þetta eða önnur tilefni. Einnig fást þar plastmöppurnar þægilegu fyrir Ijósmyndirnar. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 562 8501 eða 562 8502. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 562 8501 og 562 8502 Lyfjarisar fá metsekt fyrir verðsamráð Washington. Reuters. LYFJA- og efnarisamir Roche Holding og BASF AG hafa sam- þykkt að greiða metsekt upp á 725 milljónir dollara og fyrrverandi starfsmaður Roche verður hneppt- ur í fangelsi fyrir samráð um verð á vítamínum í heiminum. Að sögn Janet Reno, dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna, mun Roche í Sviss greiða 500 milljónir dollara og BASF í Þýzkalandi 225 milljónir dollara fyrir þátttöku í ai- þjóðlegu samsæri um verðsamráð. Dr. Kuno Sommer, sem áður stjómaði alþjóðlegri markaðssetn- ingu Hoffmann-La Roche vítamína, mun afplána fjögurra mánaða fangelsisdóm og greiða 100.000 dollara sekt. Reno kvað málið sýna að „ekki yrði látið viðgangast að bandarísk- ir neytendur yrðu gerðir að fórnar- lömbum.“ Sommer viðurkenndi að hafa tekið þátt í verðsamráði og að hafa logið að rannsóknarmönnum bandaríska dómsmálaráðuneytis- ins í rannsókn másins 1997. Joel Klein aðstoðardómsmála- ráðherra sagði að ekki yrði liðið að erlend ríki yrðu notuð sem „griða- staðir til að stela frá bandarískum fyrirtækjum og neytendum.“ Rhone-Poulenc SA í Frakklandi vann með bandarískum stjómvöld- um að rannsókn málsins og verður ekki saksótt. Víðtækt samráð Roche, BASF, Sommer og aðrir ónafngreindir aðilar höfðu samráð um verð á A, B2, B5, C, E Beta Carotene vítamínum og efnum. Þeir ákváðu einnig skiptingu sölu- magns og markaðshlutdeild. Sam- ráð var haft um að skipta samning- um um sölu á vítamínum í Banda- ríkjunum með því að hagræða til- boðum í samninga. Fulltrúar fyrirtækjanna hittust og ræddu um eftirlit með ólöglegu verði og markaðshlutdeild og leiðir til að framfylgja því. Klein sagði að samsærið hefði „haft áhrif á 5 milljarða dollara við- skipti með vaming sem væri að fínna á hverju einasta heimili í Bandaríkjunum.“ Heimildir í Bmssel herma að framkvæmdastjórn ESB rannsaki mál fyrirtækjanna, en að langt sé í lokaákvörðun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.