Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 50
■«*50 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Jón Valdimar Valdimarsson húsasmíðameistari fæddist á Akranesi 10. apríl 1935. Hann lést á sjúkrahúsi Akraness 8. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Anna Jónsdóttir frá Há- koti á Akranesi, f. 24.11. 1893, d. 3.9. 1993, og Valdimar Eyjólfsson skip- sljóri og síðar vega- vinnuverkstjóri frá Hábæ, f. 19.8. 1891, d. 6.6. 1976. Jón var yngstur fjögurra barna Önnu og Valdi- mars. Þau eru: Geir, f. 5.6. 1927; Rannveig Anna, f. 22.10. 1928, d. 29.6. 1945; Jón Valdi- mar, f. 15.9. 1931, d. 25.11. 1933. Áður átti Valdimar þijú börn. Þau eru: Þórður, f. 23.7. 1916; Jóna, f. 21.4. 1919; Ársæll Ottó, f. 2.10.1921. Anna átti eitt barn áður, Hörð Bjamason, f. 5.8.1920. Jón kvæntist 25. febrúar 1964 eftirlifandi konu sinni Sigríði '*r Helgadóttur. Foreldrar hennar vom Helgi Benediktsson skip- sljóri, f. 29.10. 1893, d. 12.12. 1975, og Jónína María Péturs- dóttir, f. 11.6. 1905, d. 31.3. 1985. Jón og Sigríður áttu sam- an eina dóttur, Helgu, f. 1.12. 1964, eiginmaður hennar er Einar Ásgeirsson, f. 25.8. 1961, Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífíð hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir dagaognæturyfirþér. (S. Kr. Pétursson) Nú þegar komið er að leiðarlok- börn þeirra em Hrannar, Jón Valur og Hildigunnur. Áður var Jón kvæntur Lilju Helgadóttur, þau skildu. Þau eignuð- ust Qögur böm. Þau em: Hjörleifur, f. 4.7. 1954, kvæntur Guðnýju Jóhannes- dóttur, f. 28.2. 1952, og eiga þau þrjár dætur, Jóhönnu Lilju, Lísbet Fjólu og Guðrúnu, og eitt bamabam. Anna Valdís, f. 8.4. 1956, gift Erlingi Garðarssyni, f. 4.4. 1949, og eiga þau tvö böm, Lilju Björk og Pálma Þór og þrjú bama- böm. Helgi Gunnar, fæddur 22.8. 1958, sambýliskona hans er EIvi Baldursdóttir, f. 1.9. 1954, og eiga þau þrjú böra, Lilju, Lúðvík Baldur og Krist- björgu og tvö barnaböm. Vign- ir, f. 2.5. 1961, kvæntur Dag- björtu Lilju Kjartansdóttur, f. 19.4. 1961, og eiga þau tvö böm, Helga Gunnar og Nönnu Lám. Jón eignaðist dóttur með Eddu Pétursdóttur f. 23.10. 1931, d. 28.5. 1995, Sigurlaugu, f. 3.8. 1963, eiginmaður hennar er Baldur Skjaldarson, f. 2.7. 1957, og eiga þau saman eina dóttur Eddu Karitas. Útför Jóns fór fram frá Akra- neskirkju 14. maí. um, elsku pabbi, er erfítt að setjast niður og rita minningarorðin. Ástæða þess er að margar minning- ar fylla hugann og mörgu er af að taka í gegnum árin. Síðasta árið lýsti þinni manngerð best, manni sem bar ekki sínar til- finningar né þrautir á torg. Barátt- an var hafín - þú ætlaðir að sigra. Þegar heilsu þinni hrakaði varst þú tilbúinn að berjast þótt við ofurefli væri að etja. Þú komst langt bara á þínu já- kvæði og bjartsýni og með stuðn- ingi Siggu, sem stóð eins og klettur við þína hlið þar til yfir lauk. Þú gast alltaf gert að gamni þínu þó sárkvalinn værir, gafst þér alltaf tíma að ræða málin sem voru í gangi hveiju sinni, þér var í mun að okkur bömum þínum gengi vel, oft voru fjarlægðimar miklar en þú átt- ir alltaf stað í hjarta okkar allra. Þitt lífsstarf hefur verið af mörgum toga spunnið. Þú varst að mörgu leyti ævintýramaður, óhræddur við að prófa hluti sem mörgum hefur þótt óhugsandi að hægt væri að framkvæma. Þú varst lærður húsasmíða- meistari og vannst lengst af við þau störf. Varst mikill hestamað- ur, áttir alltaf góða hesta og mikla gæðinga sem tóku þátt í kappreið- um. Þú lést það ekki eftir liggja að hugsa um þá fram á síðustu stundu með dyggilegri hjálp barnabarna þinna, Hrannars og Jóns Vals. Vignir Þór, elsta langafabarnið átti sér þann draum að komast í sveit hjá langafa á Akranesi og fara með honum í útreiðartúr upp í fjöll og gerast vinnumaður hans við hest- ana. Þetta var draumur 8 ára bams sem leit mikið upp til langafa. Honum fannst hann svo fallegur og góður maður. Þú varst alltaf mikil barnagæla. Hændust börn og unglingar að þér, þú varst mannvinur og vildir öllum greiða gera eða hjálpa. Síðustu dagana á spítala á Akranesi reyndum við bömin þín að vera hjá þér sem mest, við hlið Siggu sem vék ekki frá sjúkrabeði þínum. Síðustu stundirnar voru þér erfiðar, að fara frá okkur og fyrir okkur að missa þig. Hvfl í friði, elsku pabbi og megi guðs englar umvefja þig ást og hlýju, ég veit að amma Anna og Valdimar afi og systkinin tvö sem á undan vom gengin, taka vel á móti þér. Elsku Sigga, Guð gefi þér styrk og þrek í erfiðleikum, sorg og sökn- uði. Þín dóttir, Anna Valdís Jónsdóttir. Elsku afi. Þú varst mér alltaf svo kær. Það vom margar skemmtilegar stund- imar sem við áttum saman bræð- umir með þér. Eftirminnileg var ferðin í sumar þegar við fórum sam- an á landsmót hestamanna á Mel- gerðismelum. Þú vildir hafa okkur með í þeim áhugamálum sem voru þér kærast. Fyrir rúmu ári fóram við bræð- umir með þér í hestamennskuna og er það okkar áhugamál í dag. En auðvitað veit ég að þú vildir og ætl- aðir að gera svo margt með okkur, þú varst bjartsýnn og jákvæður í þínum erfiðu veikindum. Elsku afi, missir minn er mikill, hvfl í friði. Þinn Jón Valur. Nú, afi minn, þegar þú ert fallinn frá ber margs að minnast um þinn litríka og skemmtilega persónuleika sem þú bjóst yfir. Alveg frá því að ég man fýrst eftir mér tókstu mér sem félaga og. hafðir mig með í „trallið“ eins og þú kallaðir það. Framhjá fæstum hefur það farið að hestamir áttu hug þinn og hjarta og kapp þitt við sjálfan þig að eign- ast góða hesta. Alltaf varstu opinn fyrir nýjungum og það að deila þín- um fróðleik og því sem þú áttir, með öðram, ungum sem öldnum. Minnist ég þess hversu gott þú áttir með að tjá þig við fólk og laða að þér svo marga og gerðir þú hvorki mun á aldri eða öðra. Okkar seinasta ár hérna í þínu lífi styrktist samband okkar mikið, og er ég þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk að vera með þér í hesta- mennskunni, og hafa jafnframt eignast svo góðan vin sem þú varst mér. Jákvæðni og bjartsýni ein- kenndi þig alltaf allan tímann sem þú áttir í þessum erfiðu veikindum og finnst mér ótrúlegt hvað þú áttir auðvelt með að taka ákvarðanir og reyna að framfylgja hugmyndum þínum eftir til hins ýtrasta. Þó að sárt hafi verið að missa þig svo fljótt, þá veit ég að þjáningum þínum linnti og mun minningin um myndarlegan og skemmtilegan mann standa skýr í huga mér um aldur og ævi. Með innilegri þökk fyrir allt og allt. Þinn Hrannar. Jón minn, það er skammt stórra högga á milli í minni fjölskyldu, fyrst mamma og síðan þú, með tæpra tveggja mánaða millibili. Eg minnist þín fyrst 1978 um borð í skipi fóður míns Reyni AK á hand- færam og síðar um haustið á síld fyr- ir austan, við strákamir sem voram um borð fóram ekki varhluta af því að þar fór óvenjulegur maður og mjög skemmtilegur. Þú sagðir svo skemmtilega frá að unun var á að hlusta, bæði gamansögur og brand- ara af sjálfum þér og öðra fólki. Margar frívaktir í borðsalnum velt- ust menn um af hlátri er þú sagði frá. Árið 1980 lágu leiðir okkar aftur saman er ég kynntist Helgu og við hófum sambúð. Ég minnist þegar Hrannar okkar fæddist og þú og Sigga vorað hjá okkur á fæðingar- deildinni, hvað stoltur þú varst er þú tókst hann í fang þér í fyrsta sinn. Bömum okkar varstu alla tíð einstaklega góður og barst mikla umhyggju fyrir þeim og er missir þeirra mikifl. Ef okkur vantaði hjálp við eitthvað varstu boðinn og búinn til að hjálpa okkur eftir bestu getu og naut þá smíðakunnátta þín sín vél ef dytta þurfti að á okkar heim- ili. Margt brallaðir þú um dagana: steypubflar, útgerð, smíðar, prjóna- stofa, trefjaplaststeypa og lengi mætti telja en seinast starfaðir þú við vikurútflutning. í júní s.l áttir þú að fara f bakað- gerð, en þá kom í Ijós að þú varst haldinn krabbameini. Hvemig þú tókst á veikindum þínum var aðdá- unarvert, bjartsýnn og ákveðinn að ná bata, meðan þreksins naut við var haldið áfram og á ég eftir að sakna þess að heyra ekki flautið í bílnum þínum fyrir utan húsið okk- ar á leið í hesthúsið. En nú er komið að leiðarlokum og vil ég þakka þér, Jón minn, fyrir all- ar góðu stundimar. Þinn tengdasonur Einar. JON VALDIMAR * VALDIMARSSON + Katrín Gísla- dóttir var fædd í — Reykjavík 27. októ- ber 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness miðvikudaginn 12. maí síðastliðin. Foreldrar Katrín- ar vora Gísli Þórð- arson og Ingibjörg Sigríksdóttir frá Krossi. Eiginmaður henn- ar var Guðmundur Eyleifsson, f. 3 mars 1919, d. 19. ágúst 1974. Foreldrar Ey- leifur ísaksson og Sigríður Sig- mundsdóttir. Kjörbarn Katrínar og Guð- mundar er Guðmundur Smári, f. 24. desember 1950. Katrrn verð- ur jarðsett frá Akraneskirkju kl. 14 í dag. Katrín, eða Bíbí eins og við þekkjum hana, bjó lengst af á Mánabraut 3 eða frá 1946. Bíbí og mamma voru góð- ar vinkonur, einu sinni unnu þær sam- an í frystihúsinu. Þegar Bíbí hætti að vinna kom hú alltaf í heimsókn einu sinni á dag og gaf mér snúð eða kom með jógurt. Stundum beið ég eftir henni, því hún var alltaf góð við mig og færði mér alltaf eitthvað. Marg- ar ferðir fórum við saman í Borgarfjörð- inn og vestur á Snæ- fellsnes. Stundum hótaði mamma að skilja okkur eftir því við gleymdum okkur, þá var Bíbí að segja mér sögur. Bíbí sagði við mig að núna kæmi hún ekki oft í heimsókn því við værum að flytja til Reykjavíkur, en ég sagði að mamma gæti alltaf far- ið með mig í heimsókn upp á Skaga, þá gætu þær fengið sér kaffi. En nú kemur Bíbí ekki með fleiri snúða. Kallið er komið komin er stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn Iátna, er sefur hér sinn síðasta blund. Margs er að minnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning hennar. Ulfar Finnsson. ,ÁHt fram streymir endalaust, árogdagarlíða". Kynslóðir fara, kynslóðir koma. Þetta er gangur lífsins. Hugurinn reikar til niðjamóts, sem afkom- endur Sigríks Eiríkssonar, bónda á Krossi í Innri-Akraneshreppi og Sumarlínu Sumarliðadóttur héldu í Reykjavík fyrir um tuttugu áram. Þar hittust margir afkomendur þeirra í fyrsta sinn og treystu bönd. Þar mættu að sjálfsögðu margir ofan af Akranesi og þar á meðal elsta bamabam Sigríks og Sumarlínu, Katrín Gísladóttir, með sína glaðværð og smitandi hlátur. Nú hefur Katrín, eða Bíbí, eins og hún var jafnan kölluð, kvatt þetta tilverustig. Bíbí fæddist í Reykjavík 27. október 1921, en þar bjuggu þá for- eldrar hennar, Gísli Guðjón Þórð- arson, sjómaður og verkamaður og Ingibjörg Sigríksdóttir. Hún bar nafn ömmu sinnar, en foreldrar Gísla voru Þórður Gíslason, bóndi í Lambhaga á Rangárvöllum og kona hans Katrín Guðlaugsdóttir, sem bæði vora Rangæingar í ættir fram. Sambúð Ingibjargar og Gísla varð stutt, því hún lést rétt rúm- lega þrítug að aldri. Fluttist Bíbí þá til ömmu sinnar, Sumarlínu Sumarliðadóttur í Hjallhúsi á Akranesi og var hjá henni fyrsta árið, en fór svo til móðursystur sinnar, Rikku Emilíu Sigríksdóttur og manns hennar Jóns Mýrdals Sigurðssonar, skipasmiðs á Vestur- götu 67 á Akranesi. Eftir lát Sig- ríks á Krossi, fluttist Sumarlína í Hjallhúsið á Akranesi. Þó að húsa- kostur væri þar þröngur, tókst henni að halda saman sínum stóra bamahópi og þar áttu bamabörnin ávallt sitt athvarf. Sumarlína vann við fískbreiðslu og fiskverkun eins og flestar útivinnandi konur gerðu á Akranesi á þeim áram. Strax og Bíbí hafði krafta til var hún komin í saltfiskinn, allir þurftu að leggja sitt af mörkum. Móðursystir Bíbíar, Sigríður, átti heima í Ivarshúsum á Akranesi og þar má á 'mörgum gömlum myndum sjá ungar blómarósir sem vel fylgdust með klæðatísku þess tíma. Bíbí og Fríða frænka voru þar fremstar í flokki. í landi ívars- húsa höfðu Eyleifur ísaksson, skip- stjóri, og kona hans Sigríður Sig- mundsdóttir frá ívarshúsum byggt sér íbúðarhúsið Lögberg. Bíbí og elsti sonur þeirra, Guðmundur Halldór, felldu nú hugi saman og giftu sig 20. nóvember 1943. Hún átti þó heimili hjá Rikku á Vestur- götunni þar til þau gátu árið 1945 flutt inn í sitt nýbyggða hús gegnt Lögbergi við Mánabraut 3. Guð- mundur var hress og skemmtileg- ur maður og stundaði ávallt sjóinn, en hann lést langt um aldur fram árið 1974. Þau vora bamlaus, en jólaglaðningurinn var mikill, er kjörsonur þeirra, Guðmundur Smári, fæddist 24. desember 1950. Smári er vélvirki að mennt og er búsettur á Akranesi og hefur ætíð verið einkar kært með þeim mæðginum. Starfsferill Bíbíar er eingöngu bundinn einu fyrirtæki á Akranesi, Haraldi Böðvarssyni & Co. Þar vann hún árin 1938-1993, að und- anskildum átta áram á fyrstu hjú- skaparáram sínum. Hollusta henn- ar við fyrirtækið var mikil, en þær þrjár kynslóðir foiystumanna sem leitt hafa fyrirtækið reyndust henni sem mörgum öðram miklir drengskaparmenn og fannst henni ávallt vel við sig gert, og ekki síður eftir að hún hætti störfum. Hún var því sæl í sínum mörgu störfum þar, í fiskverkun, sfldarsöltun, nið- ursuðunni, frystihúsinu og síðast í þvottahúsi frystihússins. Bíbí var greind, skemmtileg, lag- leg og svipmikil kona. Skaphöfn og útlit mátti nokkuð rekja til móður- ættar hennar. Skapið kom frá Krossi en hið dökka útlit frá Dið- rikku Hölter, sem á sinni tíð var fræg í Reykjavík fyrir mikla spá- dómshæfileika. Á mínum uppvaxt- aráram á Akranesi sóttist ég eftir ferðum með föður mínum í eldhús- ið á Mánabrautinni. Þar vora hlut- imir krufðir til mergjar og þeir sagðir umbúðalaust. Orðaskiptin um menn og málefni vora stundum beinskeitt og afgerandi. Gat það stundum leitt til þess að þau þurftu að safna kröftum fyrir næstu sam- fundi, en alltaf fannst þeim jafn gaman að hittast og ræða málin. Þau vora sömu ættar, bæði hrein og bein í samskiptum við aðra. Með Katrínu Gísladóttur er gengin eftirminnileg kona. Syni hennar, Smára, ættingjum og vin- um votta ég mína dýpstu samúð. Þorsteinn Jónsson. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. KATRÍN GÍSLADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.