Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Gísli Kristófersson, verktaki hjá ístaki, um framkvæmdir við Kringluna Morgunblaðið/Kristinn FRAMKVÆMDIR við grunn nýbyggingarinnar við Kringluna hafa gengið mjög vel, að sögn Gísla Kristóferssonar, verkstjóra hjá ístaki. „Erum á áætlun“ NU eru rétt fjórir mánuðir í að hin nýja 10.500 fermetra bygging við Kringluna verði opnuð, en fram- kvæmdir við grunninn hafa gengið mjög vel, að sögn Gísla Kristófers- sonar, verkstjóra hjá fstaki, en um 75 manns vinna nú hörðum höndum við að ljúka verkinu á tilsettum túna. „Fram að þessu hefur allt gengið mjög vel. Við erum á áætlun með allt, en þetta er mjög strangt pró- gramm sem við erum að vinna eft- ir,“ sagði Gísli, sem hefur verið starfsmaður Istaks í 20 ár og unnið við Kringluframkvæmdimar frá byrjun eða síðan heilur og tré vom rifin upp í byrjun janúar. Ráðgert er að opna nýja og endurbætta Kr- inglu þann 30. september, en ef verktakinn hefúr ekki lokið sínum þætti fyrir þann tíma verður beitt dagsektum. Menn svolítið stressaðir „Ef fram heldur sem horfir ættum við ekki að þurfa taka á okkur neinar dagsektir," sagði Gísli, en FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell STEFNT er að því að opna nýja og endurbætta Kringlu hinn 30. september en um miðjan þennan mánuð verður hafist handa við að hífa þakið á verslunarhluta byggingarinnar. viðurkenndi um leið að auðvitað væm menn samt alltaf svolítið stressaðir. „Við höldum samt fylli- lega í við þær áætlanir sem gerðar vom varðandi uppsetningu hússins, en það em bara ýmsir aðrir þættir, sem geta haft áhrif á verklok eins og t.d. það hvort allri hönnun verði lokið og hvort ýmis búnaður verði til staðar, eins og t.d. loftræstikerfi, rafmagn, pípulagnir og fleira þess háttar, en vonandi standast allar áætlanir þegar upp er staðið." Auk þess að auka verslunarrými Kringlunnar mun byggingin hýsa nýjan sal fyrir Borgarleikhúsið, sem og nýtt Borgarbókasafn. Þá verður bflageymsla fyrir um 400 bfla á suðausturhluta lóðarinnar. Þakið sett á um miðjan mánuðinn Gisli sagði að um miðjan þennan mánuð yrði hafist handa við að hífa þakið á verslunarhlutann, og þá væri uppsetning veggja, til að skilja að verslunarrými, einnig að hefjast. I bflastæðahúsinu er verið að setja efra gólfið á, en búið er að malbika kjallarann og í Borgar- leikhúshlutanum er verið að fylla inn í grunn og reiknað er með að botnplata verði steypt fyrir miðjan júlímánuð. Eins og komið hefur fram eru um 75 manns að vinna við fram- kvæmdirnar og átti Gísli frekar von á því að eitthvað myndi bætast í hópinn þegar liði á sumarið. Upplýsingar um hversu löngrim tíma fólk ver til dagblaðslestrar á hverjum degi Verða birtar í næstu könnun HALLDÓR Guðmundsson, formaður Sam- bands íslenskra auglýsingastofa, segir að SIA, og þeir fjölmiðlar sem standa að fjölmiðlakönn- uninni sem birt var í fyrradag, hafi fullan hug á að samsvarandi upplýsingar og teknar voru úr henni að ósk Fijálsrar fjölmiðlunar verði birtar þegar ný könnun verður gerð í haust. Um er að ræða upplýsingar um hlutfall dagblaðalestrar á hvem einstakling og hversu löngum tíma ein- staklingurinn ver til dagblaðalestrar á hverjum degi. „Við hyggjumst hafa þessar upplýsingar með í næstu könnun, óháð því hvort samstaða verður á meðal fjölmiðlanna um birtingu þeirra eða ekki. En vegna þess að við leggjum mikið upp úr þvi að fá þessar upplýsingar í næstu könnun, og framvegis, treystum við því að sam- staða náist um málið,“ segir Halldór. Ágreiningur um aðferð Hann segir að aðrir aðilar en forsvarsmenn Frjálsrar fjölmiðlunar hafi ekki óskað eftir þvi að umrædd gögn yrðu tekin úr niðurstöðum könnunarinnar. Forsvarsmenn FF hafi ekki rætt við sig eftir að könnunin var birt á þriðju- dag. „Eg hygg að þegar betur er að gáð sé ekki svo mikill ágreiningur um það hvort þessar upplýsingar eigi að vera inni eða ekki. Ég held að menn greini frekar á um hvemig beri að mæla þetta, þ.e. að mælingaraðferðin sé frem- ur ásteytingarsteinn en það hvort mæla eigi þessi atriði. Gallup tók upp aðferð sem er notuð t.d. í Bretlandi og felur í sér prósentuútreikn- inga á lestri dagblaða. Ég held að aðilar geti skoðað betur með hvaða aðferð þetta er gert og komið sér saman um einhverja eina aðferð við framkvæmdina,“ segir Halldór. Halldór kveðst telja að þær upplýsingar sem um ræðir verði handbærar fyrir hvert blað fyr- ir sig, þ.e. að DV fái þær upplýsingar sem lúta að því, Morgunblaðið þær sem að því snúa o.s.frv., en þær upplýsingar sem snerta öll blöðin verði ekki birtar opinberlega að þessu sinni. Um það hafi orðið samkomulag. „í sama samkomulagi er gert ráð fyrir að þessar upp- lýsingar verði hins vegar birtar í haust og við göngum út frá því að það samkomulag haldist," segir Halldór. Ekki samstaða um viðbætur Marteinn Jónasson, framkvæmdastjóri dag- blaðsins Dags, segir rangt að einhverju hafi verið kippt út úr könnuninni að kröfu Frjálsrar fjölmiðlunar. „Það er rétt að komi fram að hér er ekki um eitt fyrirtæki að ræða, heldur þrjá af fjórum aðilum í blaðahlutanum og hluti af tímaritunum einnig. Það er einnig rangt að ein- hverju hafi verið kippt út, heldur hafði komið fram tillaga um að bæta nokkrum spumingum við þá fjölmiðlakönnun sem gerð hefur verið í fjöldamörg ár og mikil samstaða ríkt um. Það náðist ekki samstaða um þessar viðbætur, enda voru þær ekki fullunnar, en fyrir slysni að- standenda könnunarinnar voru spumingablöð- in útbúin með þessum nýju spurningum. Sam- komulag varð um að niðurstöður í þessum „slysahluta“ yrðu ekki birtar en menn ynnu skipulega í að skoða hvort og þá hvaða frekari endurbætur ætti að gera fyrir næstu könnun - sem stóð til að gera næsta haust.“ Aðspurður um hvers vegna menn hafí ekki viljað þær spurningar sem þarna um ræðir segir Marteinn að málið hafi í raun ekki verið fullrætt. „En það er auðvitað viðkvæmt þegar á að fara að fikta í svona viðamiklu samstarfi aðila sem eru í mikilli samkeppni. Það eru margar hugsanlegar mæliaðferðir og menn verða að finna þá sanngjörnustu. Án þess að ég vilji tjá mig efnislega um málið, og alls ekki framlengja þessa fráleitu umræðu í fjölmiðlum um innahússkvabb nokkurra fyrirtækja, þá var t.d ekki gert ráð fyrir því að svör úr þess- um spurningum yrðu fullunnin, heldur yrði eins konar hráefni til frekari útreikninga. Okk- ur þótti ekki gæfulegt að almenningur og við- skiptavinir okkar yrðu að brjóta fram gamla reiknistokkinn til að hafa gagn af þessari mæl- ingu. Ég ítreka hins vegar að málið var ekki fullrætt en úr því sem komið er verður það kannski aldrei." Skipulagslaus framkvæmd Er þama um „gamaldags hræðsluviðhorf* að ræða, eins og Halldór Guðmundsson sagði í Morgunblaðinu í gær? „Það eina sem er gamaldags í þessu ferli er skipulagsleysið við þessa framkvæmd og það að ímynda sér að almenningur hafi áhuga á þessu innanbúðarkvabbi. Ég er hins vegar ekki viss um að Halldór hafi unnið kollegum sínum og fjölmiðlunum gagn, ef þetta frumhlaup hans verður til þess að eyðileggja það ágæta sam- starf sem fjölmiðlar og auglýsendur hafa átt um óumdeildar mælingar. Menn verða að kunna að hemja sig og spara sér að láta Ijós sitt skína, það ætti að hafa gerst með þroska og aldri,“ segir Marteinn. Félaöar úr ÚTIUIST veröa á sfaðnum Lauyaveyi?5 Smn 5519905 Samningur milli Landssíma og landbúnaðarráðherra kærður Landssíminn fær land úr þjóðskóginum SKÓGRÆKT ríkisins hefur kært til landbúnaðarráðherra samning sem gerður var á milli Landssímans og Guðmundar Bjarnasonar, fyrrver- andi landbúnaðarráðherra, 10. maí síðastliðinn. Samkvæmt samningnum fær Landssíminn 60 hektara lands úr þjóðskóginum svokallaða úr landi Skriðufells í Þjórsárdal en afhendir ríkinu í staðinn Gufuskála sem til- heyrðu Pósti og síma. Samkvæmt upplýsingum frá Skóg- rækt ríkisins var samningurinn gerð- ur án vitundar Jóns Loftssonar skóg- ræktarstjóra og Skógrækt ríkisins var ekki tilkynnt um hann. Fyrirhug- að hafi verið í sumar að opna Skriðu- fellsskóg fyrir almenningi með göngustígum og upplýsingaskiltum, en augljóst sé að Landssíminn stefni að því að skipta landinu upp í sumar- bústaðalóðir fyrir „nýeinkavædda forstjóra", eins og segir í yfirlýsing- unni, sem verði ekki opið almenningi. í ósamræmi við stefnumörkun „Samningurinn er í hróplegu ósamræmi við stefnumörkun um nýtingu og aðgengi almennings að þjóðskógum og vinnubrögðin gjör- samlega óviðunandi. Skógrækt ríkis- ins hefur átt jörðma Skriðufell í Þjórsárdal síðan 1938. Jörðin er þjóðskógur og eru markmið þar m.a. að stunda rannsóknir og afla reynslu af skógrækt, þar á meðal ræktun skjólbelta og jólatrjáa, að stuðla að nýtingu svæðisins til útivistar fyrir almenning og uppgræðslu illa gró- inna svæða með skógi. Þetta er í samræmi við deiliskipulag svæðisins sem búið er að leggja mikla vinnu í undanfarin ár, en riðlast nú gjörsam- lega ef samningurinn verður látinn standa,“ segir í yfirlýsingu frá Skóg- rækt ríkisins. Ekki náðist í Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra í gærkvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.