Morgunblaðið - 03.06.1999, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 03.06.1999, Qupperneq 68
68 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR í DAG , Morgunblaðið/Árni Sæberg SIGRUN Magnúsdóttir afhenti Jóni Karlssyni, skólastjóra Suðurhlíða- skóla, verðlaun fyrir bestan árangnr í verkefninu Fernur á grænni grein. Hjá þeim stendur Sigríður Lára Sigurbjömsdóttir, nemandi skólans. Fernur á grænni grein VERÐLAUN fyrir bestan árangur í verkefninu Femur á grænni grein voru afhent í Suðurhlíðaskóla sl. mánudag. Pað var Sigrún Magnús- dóttir, formaður fræðsluráðs Reykja- víkur, sem afhenti verðlaunin. Auk afhendingarinnar var haldin sýning á munum unnum úr femumassa. „Til að koma til móts við stöðugt vaxandi kröfur um endurvinnslu úr- gangs ákvað Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar og Sorpa að óska eftir samstarfi við gmnnskóla Reykjavíkur um að koma á mark- vissri söfnun ferna. Verkefnið fólst í aðgreiningu heim- ilisúrgangs. Aðgreining heimilisúr- gangs er það sem koma skal í nán- ustu framtíð og vigtun sorps verður staðreynd. Verkefnið Femur á grænni grein gefur nemendum tæki- færi til að taka þátt í að hirða femur til endurvinnslu í skólanum. Nem- endur fengu einnig sérstakar heimil- isfemuöskjur til að fara með heim og kenna heimilisfólki að hirða femur heima til endurvinnslu. í Reykjavík tóku 16 skólar þátt í verkefninu. Sá skóli sem skilaði inn mestu magni miðað við fjölda nem- enda var SuðurhlíðaskóU,“ segir í fréttatilkynningu frá Fræðslumið- stöð Reykjavíkur. Námskeið um land- græðslu LANDGRÆÐSLA ríkisins í sam- vinnu við Garðyrkjuskóla ríkisins stendur fyrir námskeiði mánudaginn 7. júní, sem kallast: „Hvert er ástand grænu auðlindarinnar í þínu sveitar- félagi, kannt þú að lesa landið?“. Námskeiðið verður haldið að Borg- artúni 6, Reykjavík, frá kl. 13.00 til 17.30. Dr. Asa L. Aradóttir mun fjalla um ástand_ og uppbyggingu vist- kerfa, dr. Ólafur Arnalds um jarð- vegsrof og ástand lands, og ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga í því sam- bandi. Þá mun Stefán Gíslason, verk- efnisstjóri Staðardagskrár 21, fjalla um efnahagslegt gildi náttúmnnar. Námskeiðið endar á vettvangsferð í Mosfellsbæinn þar sem mismunandi ástand lands verður skoðað undir leiðsögn garðyrkjustjóra sveitarfé- lagsins og fleiri góðra manna. Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur læsa á landið, þ.e.a.s. að kenna þeim að skilja þær vísbend- ingar, sem ásýnd landsins gefur um ástand þess. Námskeiðið er ætlað fulltrúum sveitarfélaga sem eiga að- ild að Staðardagskrá 21, öðrum sveitarfélögum, fulltrúum umhverf- issamtaka og áhugafólki. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá end- urmenntunarstjóra Garðyrkjuskól- ans. Andrés Þór í 3. og 6. sæti í Manila HERRA ísland, Andrés Þór Björns- son, sem tók fyrir Islands hönd þátt í keppninni „Male of the Year“ í Manila á Filippseyjum, hafnaði í 3. sæti í kosningu á Netinu, segir í fréttatilkynningu. Þar segir einnig: „í keppninni sjálfri var Andrés valinn í 10 manna úrslit og hafnaði síðan í 6. sæti, en keppendur voru 48 frá jafnmörgum þjóðlöndum. Andrés kemur til íslands 8. júní og hefur m.a. meðferðis verðlauna- grip handa framkvæmdastjóra Feg- urðarsamkeppni Islands. Hún var valin 3. hæfasti framkvæmdastjóri umboðsaðila Manhunt Intemational, en þeir eru 54 talsins." GLERAUGNABÚDIN HelmoutKiddler _^ fc>.Laugavegi 36 MORGUNHANI fær 20% afslátt af 1N) viðskiptum milli L kl. 9 og 11 TILBOÐ FYRIR SJÓMANNADAGINN Stuttar og síðar kápur Dæmi: Áður kr. 19.900, nú kr. 9.900. Opið laugardaga frá kl. 10 — 16 \#HH5IÐ Mörkinni 6, sími 588 5518, bílastæði við búðarvegginn VELVAKAJVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Nú verða sagðar fréttir ÞAÐ er búið að breyta fréttatímanum. „Kannanir sýna“ að fólk fer fyrr á fætur og kemur fyrr heim. Sumir halda að ástæðan sé ekki þessi heldur „sam- keppni“ á ljósvakanum. Engum virðist detta í hug að fréttirnar sjálfar hafi líka með þetta að gera! Kannski er það samt lóðið. Fréttauppsprettan eru margir milljarðar jarðarbúa. Þessi hópur fólks er að stússa í mörgu (fréttnæmu). Og það er nokkuð greiður aðgangur að aðskiljanlegum gerðum margra. Kannski er skort- ur á fréttum af þessu fólki það sem frekar plagar hlustendur en á hvaða tíma þær eru lesnar. Talandi um fréttir und- anfarna mánuði af stríði „okkar“ á Balkanskaga hefur það reynt á marga. I upphafi var sagt að „ein- hver“ hefði sagt að fyrsta fórnarlamb í hverju stríði væri sannleikurinn. Þessi einhver mun hafa verið Bertrand Russell og reyndar sagði hann ýmis- legt annað líka. Fréttir af Balkanskaga eru búnar að metta mark- aðinn. Ef fólk hefur á ann- að borð opið þá trufla þessar fréttir frá „frétta- stofu“ stríðsins ekki leng- ur. Hitt er merkilegra að þessar fréttir skuli ekki hvetja fréttamenn til að sýna fleiri hliðar á hegðun tegundarinnar á öðrum vígstöðvum. Tökum beint dæmi um fréttir ríkisút- varpsins kl. 5, 6, og 7 á morgnana. Hvernig fara fréttamenn að því að rekast nánast aldrei á ,já- kvæða“ frétt? Eða þá fréttamatið? Hefur fólki verið bannað að brosa? Er ekki meira af jákvæðum hlutum í gangi? Er ekki neitt skemmtilegt að ger- ast? Af hverju þessi þrúg- andi alvara? Auðvitað er þetta „nöld- ur“. En hefur fréttastof- um ríkisfjölmiðlanna aldrei dottið í hug að taka heildstætt á þessum mál- um og varpa fram þeirri spumingu hvort opið nú- tímaþjóðfélag krefst ekki nýrra vinnubragða? Sumir segja að aldamót séu góð- ur tími til að rétta af kompásinn! Hrafn Sæmundsson. Klæðnaður skiptir máli VELVAKANDA barst eftirfarandi: „Ég hefði viljað sjá keppendurna í söngvakeppninni betur klædda. Við hefðum unnið þessa keppni ef Selma hefði verið í fallegri kjól og dansararnir ekki í þessum frökkum. Það sýndi sig að þegar Sigga Beinteins komst í 4. sæti var í hún í fallegum kjól og stúlkan sem keppti fyr- ir Sviþjóð núna var fallega klædd. Það má líka segja að hárgreiðslan hjá Selmu var ekki góð, hefði hún verið glæsilega klædd og með fallega hárgreiðslu hefði hún unnið keppnina. Þetta var svolítið framúr- stefnulegt og höfðar ekki til margs fólks. Ég vil senda hana aftur næsta ár og láta hana þá vera fal- lega klædda. Áhorfandi. Tapað/fundið fþróttataska týndist sunnan H valQ arðarganga RUSSELL-Athletie íþróttataska í svörtum plastpoka týndist af far- angursgrind bíls á þjóð- veginum sunnan Hval- fjarðarganga milli kl. 16 og 17 sunnudaginn 30. maí. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 462 5369 eða 462 2768. Fundarlaunum heitið. Lyklar á hring í óskilum 5 LYKLAR á hring fund- ust á Miklatúni sl. sunnu- dag. Upplýsingar í síma 557 6858. Giftingarhringur í óskilum KVE NMANN S-giftingar- hringur fannst við Blöndubakka um miðjan maí. í hringnum stendur Þinn Addi. Upplýsingar í síma557 6858. Díva er týnd DIVA er tveggja ára lítil og nett læða, svört með hvítan blett á höku og hvít á tám. Hún hvarf frá heimili sínu, Vesturgötu 32, 23. maí sl. Þegar hún fór var hún með græna hálsól, en hún er eyrna- merkt. Hafi einhver orðið ferða hennar var er hann beðinn að hringja í síma 551 6153. Kattavinir athugið VIÐ erum yndisleg innikattarhjón, Bugsy 2ja ára og Tallulah 1 og hálfs árs, sem af óviðráðanleg- um orsökum vantar gott framtíðarheimili. Upplýs- ingar í síma 565 5257. Kettlingar óska eftir heimili TVEIR kettlingar, dökk- brúnn fress og grá læða, óska eftir heimili. Upplýs- ingar á Selfossi í síma 482 3027. KETTLINGAR fást gef- ins. Gæfir, góðlyndir og kassavanir. Upplýsingar í síma 552 0834. BRÁÐFALLEGIR 8 vikna loðnir kettlingar, kassavanir, engir tveir eins, fást gefins. Upplýs- Bangsi er týndur HANN Bangsi okkar er týndur. Hann er brún- bröndóttur fress, 6 ára gamall, með brotið skott og fjólubláa hálsól. Við vorum að flytja úr Grafar- ingar í síma 897 0406 og 565 1253. TVEIR sprækir og kelnir 8 vikna kettlingar fást gef- ins á góð heimili. Kassa- vanir. Upplýsingar í síma 557 2064. vogi og hann fór út á nýja staðnum í Seijahverfi og ratar ekki heim. Ef ein- hver hefur séð hann er sá vinsamlega beðinn að láta vita í síma 557 8451 eða 863 8509. Víkverji skrifar... ÍKISSTJÓRNIN, sem Davíð Oddsson forsætisráðherra myndaði á dögunum, er 38. ríkis- stjóm Islands, ef með eru taldir þeir 6 forsætisráðherrar, sem sátu við stjómvölinn í upphafí aldarinn- ar. Fyrsti ráðherrann var Hannes Hafstein, sem tók við völdum hinn 1. febrúar 1904, og nú 95 árum síðar setjast 12 ráðherrar við stjórnvöl- inn. Það er mikið vatn til sjávar runn- ið frá því er Hannes varð forsætis- ráðherra og næstum liðin heil öld með gífurlegum breytingum fyrir land og þjóð. Hannes hélt völdum til 31. marz 1909. Hann var heima- stjórnarmaður sem kallað var og við forsætisráðherrastólnum, er hann lét af embætti, tók Björn Jónsson fyrir Sjálfstæðisflokk hinn gamla. Hann var til 14. marz 1911, en þá kom til skjalanna Kristján Jónsson, sem var utan flokka, og var hann til 24. júlí 1912, er Hannes Hafstein kom aftur og þá fyrir Sambandsflokkinn. Hann fór frá 21. júlí 1914, er Sigurður Eggerz, sem var forsætisráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn gamla, tók við. Síðasti forsætisráðherrann, sem var einn við völd, var síðan Einar Arnórsson, sem tók við húsbónda- valdi í stjórnarráðshúsinu hinn 4. maí 1915. Fyrsta fjölskipaða ríkisstjórnin tók síðan við völdum er Einar fór frá 4. janúar 1917. Forsætis- og dómsmálaráðherra var Jón Magn- ússon fyrir Heimastjórnarflokkinn og með honum sátu í ríkisstjórn Sigurður Jónsson atvinnumálaráð- herra fyrir Framsóknarflokk og Björn Kristjánsson fjármálaráð- herra fyrir Sjálfstæðisflokk. Björn var hins vegar ekki í ríkisstjórn út allt tímabil þessarar stjómar, því að skipt var um fjármálaráðherra í stjórninni og tók Sigurður Eggerz við 28. ágúst 1917. Stjómin sat hins vegar að völdum fram til 25. febrúar 1920. XXX IÞESSARI fyrstu fjölskipuðu rík- isstjóm vom sem sagt þrír ráð- herrar. í næstu ráðuneytum á eftir eru ráðherrarnir yfirleitt þrír, fjórir eða tveir, t.d. í ráðuneyti Jóns Þor- lákssonar frá 8. júlí 1926 til 28. ágúst 1927 situr Jón sem forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra við annan mann, Magnús Guðmunds- son, sem gegndi embætti atvinnu- og dómsmálaráðherra. Fyrsta verulega stóra ráðuneytið, sem kemur til valda, er meirihluta- stjóm Framsóknarflokksins, sem mynduð er af Tryggva Þórhallssyni 28. ágúst 1927.1 henni sátu samtals 7 ráðherrar, en þó ekki allir tii loka hennar 3. júní 1932, því skipt var út mönnum á kjörtímabilinu og m.a. dó einn ráðherrann á meðan hann gegndi embætti. Raunar má segja að ráðherram fjölgi ekki svo mikið fyrr en eftir lýðveldisstofnunina, er Nýsköpunarstjómin svokallaða verður til, en hana skipuðu 6 ráð- herrar og sátu allt tímabil hennar, sem náði frá 21. október 1944 til 4. febrúar 1947. xxx HVAÐ sem menn svo segja um fjölgun ráðherra, þá er þjóðfé- lagið nú á dögum mun margbrotn- ara en það var áður og ef til vill má það teljast eðlilegt að hver ráðherra gegni aðeins einu ráðuneyti. Þá verður einhver málaflokkur í það minnsta ekki útundan og ráðuneyti eiga þá ekki að ganga sjálfala eins og talað hefur verið um að stundum hafi gerzt. Hitt er svo annað mál, hvort sameina megi ráðuneyti. Það er raunar hlutverk stjómmála- mannanna að fjalla um það og ef til vill er það þegar orðið tímabært.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.