Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Banna sölu á belgískum eggjum og kjúklingum Reuters Tröllablóm í blóma GARÐYRKJUFRÆÐINGUR í grasagarði í Frankfurt snertir tröllablóm í fullum blóma. Trölla- blóm, „amorphophallus titanum" á latínu, er upprunnið á Súmötru og kólfur þess getur orðið allt að 2,5 m hár. Plantan blómstrar að- eins í þrjá daga og gefur þá frá sér ramma lykt eins og af úldnu kjöti. Brussel. AFP, AP. E VRÓPU SAMB ANDIÐ (ESB) fyrirskipaði í gær heildsölum og verslunum að hætta sölu á kjúklingum, eggjum og matvælum sem innihalda hráefni frá belgísk- um hænsnabúum eftir að í ljós kom að hluti dýrafóðurs þeirra innihélt hættulegt eiturefni. Framkvæmda- stjórn ESB fyrirskipaði að matvæl- in yrðu tekin úr sölu og eyðilögð. Tveir stjórnendur belgísks fyrir- tækis, sem framleiddi hænsnafóðr- ið, voru handteknir vegna málsins, sem hefur einnig orðið til þess að tveir belgískir ráðherrar hafa sagt af sér. Kaupsýslumennimir tveir, Lucien Verkest og sonur hans Jan, reka dýrafóðursfyrirtækið Verkest í Deinze í norðurhluta Belgíu. Þeir eru sakaðir um að hafa átt við fit- una sem fer í hænsnafóðrið, en lík- legt þykir að það hafi valdið því að eiturefnið komst í fæðukeðjuna, að sögn fréttastofunnar AP. Þeir voru einnig sakaðir um skjalafals vegna sölunnar á fóðrinu. Verkest hefur verið í viðskiptum við matvælafyr- irtæki í Belgíu, Frakklandi, Þýska- landi og Hollandi. Létu hjá líða að vara neytendur við Heilbrigðisráðuneyti Belgíu ákvað á föstudag að taka alla belgíska kjúklinga og egg úr sölu eftir að í ljós kom að hluti þeirra innihélt eiturefnið díoxín, sem talið er geta valdið krabbameini. Eiturefni fundust í matvælum Belgísk yfirvöld ákváðu síðan í fyrradag að láta sölubannið einnig ná til annarra matvæla, sem inni- halda egg eða kjúklinga, svo sem majones, kæfur, pasta og kökur, þar til niðurstöður frekari rann- sókna liggja fyrir. I skýrslu heilbrigðisráðuneytis- ins, sem send var Jean-Lue Dehaene, forsætisráðherra Belgíu, á mánudag, kom fram að grunur léki á að eiturefnið hefði borist í fóðurkúlur frá Verkest. Málið varð til þess að Marcel Colla, heilbrigðisráðherra Belgíu, og Karel Pinxten landbúnaðarráð; herra sögðu af sér á þriðjudag. í ljós kom að þeir höfðu vitað af vandamálinu í mánuð án þess að vara neytendur við og banna eggja- og kjúklingasöluna strax. Belgum hótað málshöfðun Franz Fischler, sem fer með landbúnaðarmál í framkvæmda- stjórn ESB, sagði að tilskipun ESB næði til afurða sem voru settar á markað frá 15. janúar til 1. júní og era raktar til hænsnabúa sem not- uðu dýrafóðrið. Hún nær til allra matvæla þar sem egg eru að minnsta kosti 2% af hráefnunum. Framkvæmdastjómin hafnaði því hins vegar setja algjört bann við sölu eggja og kjúklinga frá Belgíu eins og Þjóðverjar höfðu krafist. Belgar flytja um helming kjúklinga- og eggjaframleiðslu sinnar til annarra landa. Fischler sagði að Frakkar hefðu verið varaðir við vandamálinu 3. maí og Hollendingar rúmri viku síðar en framkvæmdastjórn ESB hefði ekki verið skýrt frá málinu fyrr en 27. maí. Hann lýsti fram- göngu belgíska heilbrigðisráðu- neytisins í málinu sem „trassa- skap“. Fischler sagði að framkvæmda- stjórnin kynni að höfða mál á hend- ur Belgum fyrir að skýra henni ekld strax frá vandamálinu. Sölubann í fleiri löndum Emma Bonino, sem fer með neytendavernd í framkvæmda- stjóm ESB, sagði að megnið af menguðu matvælunum hefði þegar verið selt og bætti við að ógjörn- ingur væri að meta langtímaáhrif eitranarinnar. Nokkur ríki utan Evrópusam- bandsins, Rússland, Búlgaría, Tékkland og Sviss, bönnuðu einnig innflutning á eggjum og kjúkling- um frá Belgíu. Þetta er alvarlegasta mál, er varðar neytendavemd, sem komið hefur upp innan Evrópusambands- ins frá því sala á bresku nautakjöti var bönnuð vegna kúariðumálsins. Mesta lögregluleit í Sví- þjóð frá Palmemorðinu Einn lögreglumorðingjanna hefur leikið í umdeildu leikriti í allan vetur Morgunblaðið. Kaupmannahöfn. SVIAR fylgjast ákaft með leit lög- reglunnar að hinum 26 ára Tony Olsson, sem er granaður um þátt- töku í vopnuðu ráni um helgina, þegar tveir lögreglumenn vora skotnir til bana. Tony Olsson er ekki óþekktur glæpamaður, heldur hefur hann í allan vetur leikið í leikriti, Sjö þrettán, eftir Lars Norén, þekktasta leikritaskáld Svía, leikriti, sem meðal annars fjallar um Olsson. Olsson hefur verið að afplána fangelsisdóm en sneri ekki aftur úr helgarfríi ný- lega. Leikritið var afar umdeilt og nú hafa umræður um það blossað upp aftur. Sjö þrettán er ekld fyrsta leikrit Norén, sem veldur áköfum deilum. Leikrit hans á áttunda áratugnum gengu fram af mörgum, meðal ann- ars íslenskum leikhúsgestum, en þar fjallaði hann á nærgöngulan hátt um samskipti kynjanna og samskipti innan fjölskyldunnar, sem síðan hefur verið honum stöðugt viðfangsefni. I Sjö þrettán er viðfangsefnið leikritahöfundur, Norén sjálfur, sem heimsækir þrjá fanga í fang- elsi og hlustar á frásögn þeirra af lífi þeirra, afbrotum og nýnasískri hugmyndafræði. Norén leikstýrði leikritinu, sem sett var upp í fang- elsum og víðar á vegum Rikstea- tern, sem Norén veitir forstöðu. Leikari fór með hlutverk höfundar- ins í verkinu, en þrír fangar léku sjálfa sig. Það gekk fram af mörgum að fangamir spjalla um hatur sitt á gyðingum og ríkisstjóminni án þess að nokkrar skoðanir kæmu fram sem mótsvar. Afstaða höf- undarins virðist vera að kæmi hann úr sama umhverfí og fangamir gæti hann hafa farið sömu leið. Blaðamaður nokkur stefndi hópnum fyrir að koma fram með refisverðar skoðanir, en málið féll niður. Nú er ákaft rætt um hvort rétt sé að blanda veraleika og skáldskap saman á þennan hátt. Úr glæpum á svið og aftur til baka Á fimmtudagskvöldið var síðasta sýningin á Sjö þrettán, þar sem Olsson segir, samkvæmt Svenska Dagbladek „Frá mínu sjónarhomi era gerðir mínar aðeins ill nauðsyn ... í baráttunni gegn glæpastjórn- inni, sem stýrir landinu. Þá er þetta ekki afbrot í þeim skilningi að ég er ekki að gera þetta í mína þágu. Þetta er aðeins liður í sjálf- um bardaganum." I lok leikritsins segir Olsson: „Hvað á ég að gera? Ég trúi á nasjónalsósíalismann ... hann ger- ir mig skýran, framkallar það besta í mér, mótar mig í trú og sannfæringu." Eftir sýninguna fór hann samkvæmt áætlun aftur í fangelsið og síðan í áætlað frí á föstudeginum, í þriðja skiptið í vet- ur. Þann dag var ránið framið og hann kom ekki aftur í fangelsið fyrir hádegi á sunnudag, eins og hann átti að gera. Olsson hóf glæpaferilinn með fé- lögum sínum á táningsaldri og síð- an hann varð átján ára hefur hann aðeins gengið laus nokkra mánuði. Sex ára dóminn, sem hann afplán- aði nú, hlaut hann fyrir að hafa ætlað að gerast leigumorðingi fyr- ir um sex hundrað þúsund islensk- ar krónur, átti að drepa fimm bama móður og það var eiginmað- urinn, sem leigði hann. Hann átti aðeins eftir að sitja inni í tæpt hálft ár. Það vakti nokkum óhug við rétt- arhöldin að Olsson lýsti fyrirhuguðu morði á kaldrifjaðan hátt. Þetta hefði ekki verið neitt mál, bara að sitja fyrir utan heimili hennar í bíl. Að lokum myndi hún koma út og þá væri bara að hleypa af. Viðbúnaður við hættulegum glæpamanni Félagar Olsson í ráninu hafa þegar verið teknir fastir, annai’ særður eftir að hafa verið skotinn við handtökuna. Lögreglan hefur ekki gefið upp hvemig lögreglu- mennimir tveir voru myrtir, en sænskir fjölmiðlar greindu í gær frá óstaðfestum grun um að í raun hefði verið um aftöku að ræða. Lögreglumennimir hefðu verið skotnir í höfuðið með eigin vopnum af stuttu færi. Víðtæk leit stendur yfir í Svíþjóð, en granur leikur á að Olsson sé kominn til útlanda, því það sagði hann er hann hringdi í mömmu sína í vikunni. Ungur starfsmaður leik- skóla fékk áfall lífsins í vikunni, er lest sem hann var farþegi i, var stoppuð af lögregluliði, gráu fyrir jámum og hann leiddur út, því talið var að Olsson væri þarna á ferð. Viðbúnaðurinn helgast af því að álitið er að Olsson sé vopnaður og hættulegur viðureignar. Lögreglan hefur ákaft höfðað til hans um að gefa sig fram og opnað sérstakt símanúmer, sem hann getur hringt í ef hann vill. Sun biðst enn af- sökunar á mynd- birtingu London. Morgunblaðið. SIÐANEFND brezku blað- anna hefur skikkað The Sun til þess að biðjast afsökunar á því að birta á dögunum gamla ljósmynd af Sophie Rhys- Jones, unnustu Játvarðs prins, berbrjósta. Sun baðst reyndar afsökunar á mynd- birtingunni strax, en gerði það aftur í gær í samræmi við úrskurð siðanefndarinnar og mun birta hann og afsökunar- beiðni í dag. í tilkynningu frá Buckinhamhöll var sagt, að hjónaleysin litu svo á, að þar með væri málinu lokið. I úrskurði siðanefndar seg- ir að ekki gangi að brjóta siða- reglurnar einn daginn og biðj- ast svo afsökunar þann næsta. Myndbirting Sun hafí verið gróft brot á siðareglunum og valdið viðkomandi miklu hug- arangri; hún hafi verið víta- verð mistök, sem megi ekki endurtaka sig. I kjölfar myndbirtingar Sun og leyniblaðamennsku News of the World birtu blöð fréttir af því, að skoðanakannanir sýndu, að mikill meirihluti fólks vildi ný og strangari lög til verndar einkalífi fólks. Rík- isstjómin var sögð andvíg slíkri lagasetningu, en hlynnt harðari aðgerðum gegn æsifréttamennsku, m.a. að siðanefndin geti sjálf hafið rannsókn mála, þótt engin formleg kæra liggi fyrir. Engum sögum fer af því að salan á þessum blöðum hafi minnkað vegna þessara at- burða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.