Morgunblaðið - 03.06.1999, Side 62

Morgunblaðið - 03.06.1999, Side 62
62 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ GAUKALILJA - harðgerð en fáséð. GAUKALILJA Fritillaria pallidiflora ÆTTKVISLIN Fritillaria hefur aldeilis ekkert slornafn á ís- lensku, hún kallast hvorki meira né minna en keisaralilja. Nú er oft reynt að draga íslenska heitið af latneska nafninu en svo er ekki í þetta sinn. Latneska orðið fritillus táknar ten- ingabikar._ Þekktasta jurt á Islandi úr þessari ættkvísl kaO- ast hins vegar keisarakróna og það er grunur minn að þannig hafi nafnið „smitast" yfir á ætt- kvíslina í heild. Keisaraliljur eru laukblóm, náskyldar venjulegum liljum en þó með ýmsum sér- einkennum, sem ég ætla ekki að rekja hér. I ættkvíslinni eru um eitt hundrað tegundir og svo hafa garðyrkjumenn brugðið á leik og ræktað fram ýmis afbrigði sér til gamans. Keisaraliljur vaxa á norðurhveli jarðar, en einkum þó í Suður-Evrópu og austur um Mið-Asíu til Kína. Þó munu ein- hverjar tegundir finnast í Norð- ur-Ameríku. Sameiginlegt ein- kenni er að blómin eru bjöllu- laga, frekar stór og lútandi. Blómlitirnir eru nokkuð óvenju- legir, brúnrauðir eða blábrúnir tónar og jafnvel er ein tegundin svo dökk á litinn að við kennum hana við krumma - krummalilja. Eins hafa sumar keisaraliljur gul eða grængul blóm og ýmiss kon- ar munstur, æðar eða rákir, sem BLOM VIKUNMR 408. þáttur minna á köflur, eru áberandi hjá sumum þeirra. Hæð blómstöngl- anna er líka breytileg, sú minnsta sem ég á, lundalilja, er aðeins 10 sm, en keisarakrónan er um 100 sm í fullri dýrð. Það eru margir áratugir síðan íyrst var reynt að rækta keisarakrónu á Is- Igndi, enda er jurtin einstaklega glæsileg, með fjölmargar stór- ar klukkur, oftast rauðgular á lit, sem mynda lútandi blómakrans efst á stönglinum, en upp úr kransinum miðj- um vex brúskur af grænum blöðum. Það er hins vegár skemmst frá að segja að fáir hafa erindi sem erfiði, jafnvel þótt keisarakrónunni sé valinn sólríkur og hlýr staður fæst aðeins blómgun fyrsta sum- arið eftir að laukurinn er gróður- settur, þótt hann lifi vel árum saman og komi upp með státna stöngla. Það er helst ef keisara- krónan stendur upp við illa ein- angraðan útvegg og nýtur þannig hlýju hússins sem hún launar fyrir ylinn með blóm- skrúði ár eftir ár. Gaukaliljan - Fritillaria palli- diflora, er ekki svona duttlunga- full. Hún er fyllilega harðgerð á íslandi og þarf ekki besta stað- inn í garðinum, þótt hún vilji kannske ekki harðan norðanvind eða foraðsbleytu. Samkvæmt «n Sigríð- ur lljartar mínum bókum er gaukaliljan upprunnin í suðurhluta Síberíu og það er sjálfsagt skýringin á því hversu vel hún vex hér. Gaukaliljan verður 30-50 sm á hæð. Blöðin eru gulgræn og sitja gjaman þrjú og þrjú saman upp eftir stönglinum. Blómklukkum- ar em stórar, allt að 5 sm, grængular með bleik-brúnum æðum en verða ljósgular þegar þær eldast. Blómin em lútandi eins og á öðram keisaraliljum og standa fremur lengi, misjafnt er, hversu mörg era á hverjum blómstöngli, þau geta verið frá tveimur til átta talsins. Eins og kom fram hér á undan era keisaraliljur laukblóm. Þær hafa ekki utan um sig hlífðarhýði eins og matarlaukurinn eða t.d. túlipanar og forðablöðin em við- kvæm fyrir hnjaski. Þess vegna þarf að varast að laukamir þorrni áður- en þeir komast í moldu. Laukar keisaraliljuteg- unda em í sölu á haustin og best er að setja þá niður fljótt í sept- ember. Þeir era settir alldjúpt niður miðað við stærð. Fritill- aria-tegundir fjölga sér með hlið- arlaukum en líka má fjölga þeim með sáningu. Tiltölulega fáar tegundir þessara skemmtilegu laukblóma fást í verslunum á Is- landi og væri spennandi að prófa sem flestar til að vita hvort ekki séu fleiri jafnharðgerðar og gaukaliljan, sem ég hef átt í a.m.k. 10 ár og fjölgar sér smám saman. I haust verður fálkalilja - Fritillaria pontica á laukalista Garðyrkjufélagsins. Hún er líka harðgerð hérlendis, blómin era græn með purpuralitum flekkj- um 1-3 saman á nálægt 40 sm stöngli. Bæði gaukalilju og fálkalilju er óhætt að mæla með við þá sem vilja prófa nýjar en öraggar tegundir. Þátttaka í happdrætti Krabbameinsfélagsins er stuðningur við mikilvægt forvarnastarf http:',ww\v MIÐI NR. Dregi’ó 17.J ingar 3-999 1 HondaHR-V,5port4x4. Verðmæti 1.900.000 kr. 1 Bifreið eða greiðsla upp i íbúð. Verðmæti 1.000.000 kr. ' 168 Úttektir hjá ferðaskrifstofu eðaverslun. Hver að verðmæti 100.000 kr. Veittu stuðning - vertu með! Dregið 17.júní Borðið kartöflu- salat með grillmatnum Kristínu Gestsdóttur fínnst að lands- menn ættu að breyta til og borða oftar kartöflusalat með grillmatnum í stað þess að hafa bakaðar kartöflur. Á ÞESSUM árstíma era kartöfl- urnar famar að gefa sig, bæði hvað vítamíninnihald og bragð- gæði snertir. Þessu getum við bætt úr með því að búa til salat úr kartöflunum og bæta saman við þær vítamínríkum ferskum kryddjurtum, grænmeti og ávöxtum. Möguleikarnir era endalausir. Oftast er kartöflu- salat haft kalt og því mjög þægi- legt að eiga það tilbúið þegar grillið er fullt af öðram mat, en langan tíma tekur að baka kart- öflur á grillinu. Oft þarf að grilla þær á undan öðrum mat og þær batna ekki af að bíða. Þegar gestum er boðið í grillmat er þægilegt að vera búinn að sjóða kartöflur í salat. Þá era þær orðnar kaldar og ekki annað eft- ir en að brytja eða rífa ávexti og grænmeti, búa til sósu á kart- öflusalatið og blanda saman. Við getum búið til einfalt fyrirhafn- arlítið salat eða fyrirhafnar- meira lúxussalat. Karöflusalat er gott með öllum grillmat en þó einkum grilluðum fiski og pyls- um. Oft er salatið betra ef það hefur staðið um stund í kæliskáp áður en það er borðað. Karöflu- salat getum við tekið með okkur í sumarbústaðinn eða tjaldferð- ina. wm ■ .i 'nauKiv. mm s mm Einfalt kartöflusalat 1 kg kartöflur, helst smáar Vi dl matarolía 2 msk, ferskur sítrónusafi__ ____________'A tsk. salt________ 2 skvettur úr tabaskósósuflösku nýmalaður pipar________ nokkur strá graslaukur (nota má vorlauk eða púrrulauk) talsvert af ferskri steinselju 1. Sjóðið kartöflurnar og af- hýðið, skerið í meðalstóra bita. 2. Setjið matarolíu, sítrónu- safa, salt og tabaskósósu í hristi- glas og hristið saman. 3. Klippið graslaukinn smátt eða skerið annan lauk í þunnar sneiðar. Setjið steinseljuna í bolla og klippið með skærisodd- um. Blandið hvora tveggja sam- an við kartöflurnar. Malið pipar yfir. Hellið sósunni í hristiglas- inu yfir og blandið saman með tveimur göfflum. Setjið lok, disk eða filmu yfir skálina og látið standa í kæliskáp þangað til sal- atið er notað. Lúxus-karlöflusalat 2 kg soðnar kartöflur 2 sellerístönglar 2 græn eða gul epli 1 meðalstór silfurlaukur (hvítur lauk- _______________ur)______________ 3 harðsoðin egg 1 dós sýrður rjómi 2 msk. mæjonsósa 1 dl rjómi ’/2 dl nýmjólk 3 skvettur úr tabaskósósuflösku 1. Sjóðið kartöflurnar, afhýðið og kælið. Skerið í meðalstóra bita. Setjið í stóra skál. 2. Þvoið sellerístönglana, skerið þvers í þunnar sneiðar og setjið í kartöfluskálina. 3. Afhýðið eplin og skerið í mjög litla teninga og bætið út í ásamt smátt söxuðum lauk. 4. Harðsjóðið eggin, kæhð og takið af þeim skumina. Saxið smátt og setjið saman við. 5. Blandið saman sýrðum rjóma, mæjonsósu, óþeyttum rjóma, nýmjólk og tabaskósósu. 6. Hellið sósunni yfir það sem er í skálinni og blandið saman með tveimur göfflum. 7. Setjið lok, disk eða filmu yf- ir skálina og látið standa í kæli- skáp í 2-3 tíma fyrir notkun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.