Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ 78 seglbátar leggjast á hliðina í snarpri vindhviðu 156 kappsiglinga- mönnum bjargað Weymouth. Reuters, AP. Reuters TVÆR siglingakonur fagna eftir að þeim var bjargað úr sjónum und- an strönd Englands í gær. Snörp vindhviða hvolfdi bát þeirra og 154 annarra keppenda í kappsiglingu seglbáta. mbl.is Rannsókn brunans í Gautaborg Margt þyk- ir benda til íkveikju Stokkhólmi. Reuters. SÆNSKA lögreglan sagði í gær að margt benti til þess að brennuvarg- ar hefðu valdið brunanum í sam- komuhúsi í Gautaborg í október sem varð 63 ungmennum að bana. Lögreglan í Gautaborg hefur yf- irheyrt rúmlega þúsund manns vegna rannsóknarinnar, að sögn talsmanns hennar, Bengt Staaf. Staaf skýrði ennfremur frá því að lögreglan hefði handtekið tvo 19 ára menn en leysti þá úr haldi á mánu- dag vegna ónógra sannana. „Við teljum auknar líkur á því að um íkveikju hafi verið að ræða,“ sagði hann. Flest ungmennanna sem fórust í brunanum voru innflytjendur og lögreglan hefur aldrei útilokað þann möguleika að kveikt hafi verið í samkomuhúsinu. „Lögreglumennirnir sögðu okkur að þeir vissu að kveikt hefði verið í og við ættum ekki að ljúga, heldur játa,“ hafði sænska dagblaðið Ex- pressen eftir öðrum mannanna sem voru handteknir. Þeir sögðust báðir vera saklausir. „Mér hefur liðið hræðilega í marga mánuði," hafði blaðið eftir hinum manninum. „Eg missti nokkra vini og ættingja í brunanum og nú kemur lögreglan og segir að ég hafi valdið honum.“ Lögreglan hefur líka sagt að þeir sem skipulögðu dansleik ungmenn- anna kunni einnig að bera ábyrgð á manntjóninu. 156 siglingamenn köstuðust í sjóinn þegar 78 seglbátar lögðust á hliðina í snarpri vindhviðu í miðri kappsigl- ingu undan suðurströnd Englands í gær. Miklar björgunaraðgerðir hófust strax nálægt strandbænum Weymouth og lögreglan sagði í gærkvöld að öllum keppendunum hefði verið bjargað. 37 ára kona meðal keppendanna var flutt með flugvél á sjúkrahús vegna ofkælingar. Þyrlur bresku strandgæslunnar, björgunarbátar og aðrir bátar fluttu blauta og hrakta siglingamennina á land. „Frábærlega" staðið að björguninni Mesta mildi þykir að enginn skyldi hafa farist. „Fólkið var í miklum háska þarna og manntjónið hefði getað orðið mikið,“ sagði einn keppendanna, Mark May. „Þetta var mjög ógnvekjandi," sagði May. „Þegar kappsiglingin hófst Var veðrið mjög gott, en vind- hviðan kom svo skyndilega að við áttum enga möguleika.*1 May bætti við að „frábærlega“ hefði verið staðið að björguninni og þyrla strandgæslunnar hefði komið á staðinn tveimur mínútum eftir að óskað var eftir aðstoð. Kappsiglingin var fyrir litla hrað- skreiða seglbáta með tvo skrokka sem eru tengdir með þverbitum. Tveir menn voru í hverjum þeirra. Einn keppendanna, Wendy Ric- hards, kvaðst hafa siglt að strönd- inni þegar óveðrið hófst. „Það var snarpur vindur,“ sagði hún í sam- tali við fréttaritara Reuters-frétta- stofunnar. „Vindurinn magnaðist stöðugt og allt var á tjá og tundri." Önnur siglingakona, Sally Dixon, sem fylgdist með atburðin- um af ströndinni eftir að hafa ákveðið að taka ekki þátt í keppn- inni, sagði að björgunarmennirnir hefðu m.a. bjargað ellefu ára dreng sem hafði siglt með föður sínum. „Einn bátanna sigldi yfir hann,“ sagði hún. „Ég veit ekki hvort þeir sáu hann ekki eða gátu ekki siglt framhjá honum. Hann rak upp öskur.“ fimmtudag til sunnudags áfimæðsla 4 íS"',«s n» x duni « Geislasópur (cytisus purgans) Blátoppur (lonicera caerulea) Firomtudag úörgvinsson JöntuvaUsumar bústaðariand0^ ntnmtudag k • Hengi- petúnía Plöntusalan Fossvogi Indverjar neita fréttum um árásir á skóla Muzaffarabad í Pakistan. Jamrnu á Indlandi. Reuters. ÞRJÚ börn biðu bana í gær þegar sprengikúlur indverska hersins lentu á bamaskóla Pakistanmegin við markalínuna umdeildu er skiptir Kasmírhéraði á milli Indverja og Pakistana. Þetta er í annað sinn á tveim dögum sem böm bíða bana er Indverjar skjóta á skóla, að því er pakistönsk yfirvöld greindu frá í gær. „Þrjú böm biðu bana og fimm slösuðust, þar af tvö alvarlega,“ sagði Rashid Qureshi, talsmaður pakistanska hersins í Islamabad. A þriðjudag sögðu pakistönsk yfirvöld að tíu böm hefðu látist er ind- verskar sprengikúlur lentu á drengjaskóla nærri markalínunni í Kasmír. Indverjar bám þessar fregnir til baka í gær og sögðu ásakanir Pakistana vera áróður af verstu gerð. „Næst munu Pakistanar saka okkur um að hafa ráðist á munaðar- arleysingjahæli,“ sagði háttsettur embættismaður í indverska varnar- málaráðuneytinu við fréttastofu Reuters. „Pakistanar myrða óbreytta [ind- verska] borgara með köldu blóði. Við ráðumst eingöngu á hemaðarleg skotmörk. Emm við þau fífl að ráð- ast sífellt á skólana þeirra?" sagði embættismaðurinn. Mushahid Hussain, upplýsinga- málaráðherra Pakistans, heimsótti í gær vettvang árásarinnar á drengja- skólann á þriðjudag og fordæmdi at- vikið. Um eitt hundrað manns komu saman íyrir utan indverska sendi- ráðið í Islamabad og mótmæltu árásinni. Indverjar héldu í gær áfram árás- um á bækistöðvar meintra flugu- manna í norðurhluta Kasmír, nærri markalínunni. Hafa árásir Indverja nú staðið í á aðra viku. Segja Ind- veijar skæmliðana njóta stuðnings Pakistana og liðveislu pakistanska hersins. Muni árásunum verða haldið áfram uns skæmliðarnir séu á brott frá hinum indverska hluta Kasmír. Lal Krishna Advani, innanríkisráð- herra Indlands, sagði á fréttamanna- fundi í gær að Pakistanar bæm alla ábyrgð á átökunum, því aðgerðir þeirra jöfnuðust á við innrás. Pakistönsk yfirvöld segja skæm- liðana vera heimamenn í Kasmír, sem berjist gegn indverskum yfir- ráðum í héraðinu. Indverjar hafa tekið tilboði Pakistana um að utanríkisráðherra Pakistans verði sendur til Nýju- Delhí til friðarviðræðna. I gær vildu embættismenn í pakistanska utan- ríkisráðuneytinu ekkert segja um það, hvenær ráðherrann héldi til við- ræðnanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.