Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Varnarbandalagið NATO var stofnað á sínum tíma vegna ágengni alþjóða komm- únismans að leggja heiminn að fótum sér. Það er augljóst mál að þær þjóðir Evrópu sem höfðu þjáðst undir oki kommúnismans sýndu mestan áhuga að fá inngöngu í varnar- bandalagið NATO. Þegar þjóðernisdeilur í Júgóslavíu blossuðu upp með skelfllegum afleiðingum og þjóð- emishreinsunum, þá enduðu þær hamfarir og samið var um að senda öryggis- og eftirlitssveitir sem störfuðu í samvinnu við heima- menn. Það fyrirkomulag virðist hafa gefíst vel og þjóðarbrotin náð aftur áttum hingað til. Ég las grein í Mbl. 11/5 s.l. eftir hr. Gísla Gunnarsson prófessor í sagnfræði sem hann nefndi: Harmsagan á Balkanskaga - Stutt söguyfirlit. Ég þakka greinarhöf- undi fyrir fróðleik blaðagreinar hans. Hr. Jónas Kristjánsson ritstjóri DV skrifar 22/5 með yfírskrift: As- sýringar Balkanskaga. Jónas nefn- ir serbnesku þjóðina Assýringa nútímans og að Serbar hafi öldum saman verið meginplága Balkanskaga. í þjóðernishreinsun- um í Bosníu var fólk drepið mis- kunnarlaust bæði af Króötum og múslímum en Serbar voru álitnir grimmastir samanber þegar mann- réttindadómstóll Evrópu dæmdi, ef ég man rétt, a.m.k. þrjá Serba fyrir glæpi gegn mannkyninu. I þessum skrifum J.K. ritstjóra kemur ekki fram að Kosovo-land- svæðið væri serbneskt land. Albönsku þjóðinni var stjórnað af mikilli grimmd og miskunnar- leysi af kommaleiðtog- anum Hoxa, en þá var Albanía álitin sæluríki í augum a.m.k. ís- lenskra kommúnista, sem nefna_ sig í dag sósíalista. Á valdatima Hoxa tókst þúsundum Albana að flýja yfir landamærin til Kosovo í Serbíu og settust þar að. Eins og komið hef- ur fram í fréttum þá veittu serbnesk stjórn- völd Kosovobúum sjálfstjórnarréttindi. En Serbíu- stjórn kvartaði m.a. yfír að Kosovo -lbanir vildu ekkert af Serbum vita, t.d. að greiða sameiginlega skatta og þvíumlíkt enda kom sá tími að Kosovobúar vildu stofna eigið ríki Balkanskagastríðið Hvar eru fulltrúar mannréttindasamtaka Evrópu? spyr Ásdís Erl- ingsdóttir, og telur þá nú þegja þunnu hljóði vegna árása NATO. og KLA hryðjuverkasveitin lét í sér heyra. Þá afnam Slobodan Milosevic sjálfstjórnarréttindi Kosovo-Albana og allt fór í bál og brand. Eftir að átökin hófust í Kosovo og fólksflóttinn, þá hefi ég fylgst með þessum harmleik í íslenskum og er- lendum sjóvarpsstöðum. Á hverjum degi er viðtal við Kosovo-Albana sem segja frá grimmdarverkum Serba, m.a. að þeir drepi konm', börn og gamalmenni, eigimenn og synir hverfa og 19/5 s.l. var sagt frá því að Serbar hafi nauðgað albönsk- um konum. Ég er ekki að rengja vitnisburði þessa fólks, en flótta- fólkið hefur getað sagt hvað sem er og hryðjuverkasveitir KLA hafa getað farið sínu fram og hafa getað kennt Serbum um sín hryðjuverk. Það er augljóst mál að jafnræði í fréttamiðlun og fréttaflutningi er ekki íyrir hendi. Serbar geta ekki tjáð sig né varið sig þar sem NATO hefur sprengt upp allar sjónvarps- stöðvar og fréttastofur í Serbíu. Ég spyr: Er NATO varnar- eða árásarbandalag? Hvemig leyfist vamarbandalaginu NATO að breyta starfssviði sinu í árásar- bandalag samanber að gera loft- árásir á sjálfstætt ríki Serba, vegna andstöðu Serba gegn því að Kosovo-Albanar stofni sjálfstætt ríki á serbnesku landi í skjóli hryðjuverka sveita KLA. Hvar eru fulltrúar mannréttindasamtaka Evrópu? Þeir þegja þunnu hljóði þegar framinn er mannkynsglæpur samanber loftárásir NATO á serbnesku þjóðina. Hvað em mann- réttindi og megininnihald mann- réttinda? Það er mín skoðun að granntónn mannréttinda sé: Að dæma ekki ódæmda og að allir séu jafnir fyrir lögunum og þar með NATO. Að sinni: Ég minnist þess, þegar hr. Clinton forseti Bandaríkjanna var í hemaðarframkvæmdum gegn írökum, vegna grunsemda um að írakar framleiddu á laun gereyðing- arvopn. Þá sagði hr. Clinton að hann hefði flýtt fyrir hernaðarað- gerðum í það sinnið gegn írökum til að virða og trufla ekki bænardag múslima - Ramadan. En þegar hr. Slobodan Milosevic Serbíuforseti fór fram á við NATO að þeir gerðu hlé á loftárásunum svo serbneska þjóðin mætti halda sína páskahátíð þá svaraði NATO-herveldið í Bras- sel „Nei“ og loftárásunum var hald- ið áfram af sama krafti. Höfundur er húsmóðir. HefurNATO breyst í árásar- bandalag? Ásdís Erlingsdóttir Undirskriftir gegn loftárásun- um á Júgóslavíu ÁRÁS NATO á Júgóslavíu er brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna og refsiverð samkvæmt alþjóðleg- um lögum og sáttmál- um. Um það þarf ekki að deila. Loftárásirnar hafa valdið spennu í samskiptum þjóða. I fréttaskýringu í Wash- ington Post 23. maí er sagt að árásimar á Jú- góslavíu stefni allri viðleitni til að draga úr vígbúnaði í mikla hættu og meðal annars hafa þær komið í veg fyrir staðfestingu rúss- neska þingsins á START II sam- komulaginu. Það sem okkur hlýtur þó að vera hugstæðast eru þær gífurlegu hörmungar sem loftárásirnar hafa valdið. Það er ekki vitað með vissu hvaða skemmdir og mannskaðar hafað orðið af völdum árásanna. Hinn kunni blaðamaður John Pil- ger sagði í The Guardian 18. maí að átján sjúkrahús og lækningastofur og að minnsta kosti 200 bama- heimili og skólar hafi orðið fyrir meiri og minni skemmdum auk íbúðarhúsa, hótela, bókasafna, æskulýðsmiðstöðva, leikhúsa, kirkna og klaustra frá 14. öld. Á hverjum degi drepur NATO þrisvar sinnum fleiri óbreytta borgara en féllu að jafnaði í Kosovo mánuðina áður en loftárásimar hófust. 22. maí sagði Margit Avo- vic, formaður samstarfsnefndar Júgóslavíu með Bamahjálp Sam- einuðu þjóðanna, að meira en 1200 óbreyttir borgarar hafi fallið eftir að loftárásimar hófust. Þriðjungur hinna föllnu voru börn. Af 5000 óbreyttum borguram, sem hafa særst, eru 40% böm. Fjöldi barna er ör- kumla og munaðarlaus af völdum loft- árásanna. Snemma í maí vora 20 brýr skráðar eyðilagðar auk 70 verksmiðja sem höfðu verið eyðilagðar eða skemmdar. Síðan hafa árásirnar verðið hertar. Mengunin sem loftárásimar hafa valdið er ómæld. Sprengjuárásir á efna- verksmiðjur og olíu- hreinsistöðvar valda gríðarlegri mengun. Og er þá ónefnt efnið Stríð * I gangí er söfnun und- irskrifta þar sem skor- að er á ríkisstjórn Is- lands að beita sér fyrir því, segir Einar Ólafs- son, að loftárásum NATO á Serbíu verði tafarlaust hætt. „Depleted Uranium“ sem notað er í sumar af þessum sprengjum og dreifist um þegar þær springa og valda geislun um ókomna framtíð. Afleiðingar þess eru þekktar frá loftárásunum á Irak. Einar Ólafsson SIENGURGJAFIR X • X* I Gí4átit«\ Stvmmef Fréttir á Netinu mbl.is A.LLTy\f= eiTTH\/A£> NÝn Orðsending til nýskipaðs domsmálaráðherra FRÚ Sólveig Pét- ursdóttir, dómsmálaráðherra, dómsmálaráðuneyti, Amarhvoli, 150 Reykjavík. Reykjavík 30.5.1999 Heiðraði ráðherra: Hinn 6.5. 1999 gaf Davíð Oddsson hag- stofuráðherra út til- skipun, sem leiddi til þess, að ég öðlaðist kosningarétt og kjör- gengi á ný eftir sex ára og tíu mánaða tíma án fullburða réttar á því sviði. Efalaust var það rétt mat hjá ráðgjafa Davíðs, að engin leið önnur en tilskipun ráð- herra væri fær út úr klípunni. Enda þótt ég aldrei sækti um neina náðun. Það er bagalegt til þess að hugsa, að á seinasta ári 20. aldar skuli þurfa að viðhafa stjómunar- stíl Loðvíks XVI til að færa ein- staklingi lögbundin réttindi sín. Hversu glaður, sem ég hefði orð- ið við þessi seingefnu ráð, er hinu ekki að leyna að þau leysa engan vanda nema minn. Eftir situr þjóð- in í óbærilegum kjörum hvað varð- ar nafngiftir fólks og skráningu þess. Grípa verður til alræðisvalds svo einstaklingurinn fái að njóta fullra réttinda. Sem ótvírætt bendir til þess að verulegir meinbugir séu á lagaumhverfi þeirra mála í höndum Hag- stofu Islands, manna- nafnanefndar og dómsmálaráðuneytis. Undangengin sex og hálft ár hef ég reynt að skoða þetta ofan í kjölinn og niður- staða mín er þessi: Vafalaust hafa nafnalögin frá 1913 verið liður í sjálfstæð- isbaráttu okkar; ef til vill nokkur málamiðlun á milli réttar íslenska nafhakerfisins og danskra ættamafna. Það var þá (1913) sjálfgerð ráðstöfun að fela kanselíi konungs að annast framkvæmd laganna, jafhvel þótt það skjóti nú (1999) skökku við að Hagstofa ís- lands skuli hafa „erft“ alræðisvald konungsins. Endurskoðun mannanafnalaga 1925,1991 og 1996 varð án þess að hreyft væri við ofstopafullum þjóð- ernishugmyndum, sem nú orðið fara í bága við lög nr. 64/1994, stjómarskrána (1995), Bamasátt- mála SÞ (1989) og Mannréttinda- skrá SÞ (1949). Löggjafi, sem heldur sig við slík mannréttindabrot í störfum sínum, verður eðlilega að byggja fram- kvæmd laga á einvaldshugmynd- um; og þannig hefur alræði kon- ungsins varðveist^ allan þennan tíma hjá Hagstofu Islands. Nafnalög Það er bagalegt til þess að hugsa, segir Þor- geir Þorgeirson, að á seinasta ári 20. aldar skuli þurfa að viðhafa stjórnunarstíl Loðvíks XVI til að færa ein- staklingi lögbundin réttindi sín. Og hugarfar réttarríkisins hefur orðið að víkja. Yrði ekki þetta alræði stofnunar- innar (ráðuneytisins) varðandi mannanöfn hreinn óþarfi strax daginn, sem lýðræðisleg manna- nafnalög tækju gildi? Það held ég. Er þá ekki kominn tími til að setja ný mannanafnalög, sem tækju mið af þeim lýðréttinda- skrám og grandvallarlögum, sem ég vitnaði til hér að ofan? Væri forganga fyrir slíkri nú- tíma lagasetningu varðandi mikil- væg og viðkvæm einkamál þegn- anna ekki verðug byrjun á ferli nýs dómsmálaráðherra? Og til hagsbóta fyrir alla. Með vinsemd og virðingu. Höfundur er rithöfundur. Þorgeir Þorgeirson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.