Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 52
.3 52 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Frjálst og óháð dagblað? ÞAÐ hefur vakið nokkra athygli lesenda Dagblaðsins undanfamar vikur hversu fréttir blaðsins hafa þjónað dyggilega pólitískum hags- munum Sjálfstæðisflokksins bæði er tekur til landsmála og þó eink- anlega málefna borgarstjórnar Reykjavíkur. Omálefnaleg og sí- endurtekin ósannindi blaðsins nær v daglega um borgarstjóra Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur eru rit- stjóram blaðsins til mikillar van- sæmdar. Ætla má að þessi umfjöll- un blaðsins tengist nýráðnum rit- stjóra þess Ola Birni Kárasyni, þar sem fyrrv. ritstjórar blaðsins hafa í gegnum árin að mestu virt frjálsa umfjöllun stjórnmálanna. Það er staðreynd að hina miklu útbreiðslu blaðsins á undanfömum árum má m.a. þakka góðri fréttamennsku, almennri stjómmálaumræðu og margbreytilegu og áhugaverðu efnisvali sem höfðar til almennings. Það er mikið í húfi fyr- ir blaðið að halda þeim orðstír og velvild, sem það hefur notið meðal lesenda sinna. Fyrr- verandi ritstjórar blaðsins og þó einkan- lega Jónas Kristjáns- son ritstj. hafa gert blaðið að frjálsu og óháðu dagblaði, blaði fólksins í landinu, fyrir það verðskulda þeir þakkir og virðingu les- enda sinna. Nú hafa orðið mikil straumhvörf í þeim efnum. Frjálshyggju- postular íhaldsins ti-öllríða blaðinu. Einelti blaðsins beinist mest að borgarstjóra Ingi- björgu Sólrúnu Gísla- dóttur. Fréttamenn og ljósmyndarar blaðsins elta hana á röndum án nokkurs tilefnis. Dæmigerður frétta- flutningur blaðsins um för hennar til Japans til að gera störf henn- ar tortryggileg vora blaðinu til stórskamm- ar. Allir vissu sem til þekktu að ferðin til Japans var farin á vegum Reykjavíkur- borgar og löngu ákveðin. Markmið ferðarinnar voru skýr og engin leynd hvíldi yfir skipulagi hennar. Af hverju viðhafa ritstjórar blaðsins ekki Kristján Pétursson fímmtudag - laugardags ZENITH anorakkur Kostar 20.000 í London afmælisueislan uerður á iaugardaginn DV Öllum ætti að vera ljóst, segir Kristján Pétursson, af hverju íhaldið leggur svo mik- ið kapp á að reyna að eyðileggja pólitískan orðstír Ingibjargar Sólrúnar. sama hátt þegar ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins era í boðsferðum fyrirtækja til útlanda eða laxveiði- ferðum? Þá hafa hinir baráttuglöðu glamrarar íhaldsins í bogarstjórn vænt R-listann um óeðlilega við- skiptahætti um efniskaup borgar- innar á hellum og röram frá B.M. Vallá. Framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, sem er þungaviktarmað- ur í Sjálfstæðisflokknum gaf yfir- lýsingu um ósannindavaðal flokks- bræðra sinna og staðfesti að um eðlileg samningsbundin viðskipti væri að ræða við borgina. Fjölda mála mætti tilgreina þar sem minnihluti íhaldsins í Reykjavík hefur ítrekað skreytt síður Dag- blaðsins með upphrópunum og ósannindum um störf borgarstjór- ans. Ollum ætti að vera það ljóst af hverju íhaldið leggur svo mikið kapp á að reyna að eyðileggja póli- tískan orðstír Ingibjargar Sólrún- ar. Þeir vita sem er að hún ber höf- uð og herðar yfir aðra stjórnmála- menn. Henni hefur tekist að stjórna samfylkingu R-listans í rúm 5 ár og halda íhaldinu ut- andyi'a. Glundroðakenning íhalds- ins um óeiningu vinstri manna hef- ur fokið út í buskann. Borginni er betm- stjórnað en nokkra sinni fyrr, íhaldsklíkan og fyrirgreiðsluf- urstamir geta ekki lengur hand- langað sín á milli bitlinga til flokks- bræðra sinna. Þá óttast íhaldið, að Ingibjörg Sólrún muni fyrir næstu alþingiskosningar leiða Samfylk- inguna og því leggja þeir ofurkapp á að eyðileggja pólitískan orðstír hennar með sífelldum rógi og ósannyndum. Að Dagblaðið skuli vera notað í þessum tilgangi er eig- endum þess til skammar. Eg ætla svo sannarlega að vona að Óli Bjöm Kárason ritstjóri breyti ekki blaðinu í málgagn flokksbræðra sinna, það yrði einlit og ógeðfelld lesning. Hollast er fyrir ritstjórann að sýna varfærni, yfirvegun og stillingu í umfjöllun andstæðinga sinna á pólitískum vettvangi. „Frjálst og óháð dag- blað“ er viðkvæmt fyrir einelti og ósannindum um náungann og fátt er ógæfulegra en þegar hæfileika- menn gerast sjálfboðaliðar í þeirri iðju. Það eru mér mikil vonbrigði ef Óli Björn, sem maður hélt að væri frjálslyndur íhaldsmaður, ætl- ar að innleiða ákveðna hugarbylt- ingu á blaðinu í anda Davíðs Odds- sonar, forsætisráðherra. Þá mun fjöldi manna hætta áskrift að blað- inu. Höfundur er fyrrv. deildarsljóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.