Morgunblaðið - 03.06.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 03.06.1999, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Darri á Grenivík selur harðfísk á hótel í Tromsö í Noregi Harður slagur um hráefnið STARFSMENN harðfiskvinnsl- unnar Darra á Grenivík hafa vart undan við framleiðsluna, en þeir eru fjórir talsins og tveimur er bætt við þegar unnið er að hreinsun fisksins. Starfsemi íyrirtækisins hófst í nóv- ember árið 1996 og hefur hún eflst til muna frá því, m.a. keyptu þeir fé- lagar Heimir Asgeirsson og Frið- björn Pétursson, eigendur Darra, fyrirtækið Eyjabita sem var í rekstri í Vestmannaeyjum og héldu þeir viðskiptasamböndum þess. Heimir, sem er framkvæmda- stjóri, sagði slaginn um fiskinn hafa farið síharðnandi, en hann er keypt- ur á mörkuðum. Verðið hefur hækk- að mikið, en bara frá því síðasta haust hefur kflóverðið hækkað um- talsvert, eða um 100 krónur. Fyrir- tækið á gott samstarf við Útgerðar- félag Akureyringa sem rekur frysti- hús á Grenivík, en það fær aðgang að vélum til að flaka afla þar. Afkastagetan er um 1200 til 1600 kfló á sólarhring, en hún jókst um helming í kjölfar þess að breytingar voru gerðar á þuiTkklefa síðastliðið haust. Vel gengur að selja afurðirnar og sagði Heimir að harðfiskurinn líkaði vel hér á landi. „Það hringja ótrú- lega margir og hæla fiskinum," sagði hann ánægður. Hann sagði þá óvissu sem fylgdi fiskkaupum vera bagalega, þeir vildu eingöngu kaupa góðan fisk, því ekki væri hægt að búa til góða afurð úr lélegu hráefni. Það myndi koma niður á gæðunum og skaða ímynd fyrirtækisins, þannig að allt kapp er lagt á að fá sem best hráefni. Morgunblaðið/Kristján FRIÐBJÖRN Pétursson, Petra Pálsdóttir og Erla Friðbjörnsdóttir að störfum í harðfiskvinnslunni Darra á Grenivík. Einu sinni í mánuði sendir fyrir- tækið frá sér harðfisk til Tromsö í Noregi, en þar komst eigandi Norsk Vild Product á bragðið þegar Snæ- björn Rristjánsson á veitingastaðn- um Fiðlaranum á Akureyri sá um veisluhöld þar og bauð m.a. upp á harðfisk frá Darra. Harðfisknum er pakkað í 30 gramma poka og er m.a. boðinn á hótelum og börum. Um 500 kfló voru send utan í apríl mán- uði og ríflega það í maí. Heklumót að Laugar- bakka og Miðgarði Atta karla- kórar syngja HEKLUMÓT 1999, söngmót átta karlakóra á Norðurlandi, verður haldið að Laugabakka í Miðfirði laugardaginn 5. júní kl. 15 og sama dag í Miðgarði, Skagafirði, kl. 21. Mótið er kennt við Heklu, sam- band norðlenskra karlakóra, en síð- asta mót var haldið að Laugum í Reykjadal og á Akureyri árið 1985. Hver kór syngur þrjú lög og svo syngja kóramir sameiginlega fimm lög undir stjórn söngstjóra kóranna vestan Öxnadalsheiðar. í sameigin- lega kórnum verða um 400 söng- menn og er það stærsti karlakór sem sungið hefur hérlendis um langan tíma ef þá nokkurn tíma. Kóramir sem taka þátt í Heklu- mótinu eru Karlakórinn Lóuþrælar í Vestur-Húnavatnssýslu, Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, Karlakórinn Heimir í Skagafirði, Karlakór Dal- víkur, Karlakór Eyjafjarðar, Gamlir Geysisfélagar, Karlakór Akureyrar- Geysir og Karlakórinn Hreimur í Þingeyj ar sýslum. ----------------- Tveggja mánaða fangelsi fyrir lyfjastuld ÞRÍTUGUR maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í tveggja mánaða fangelsi og til greiðslu skaðabóta að upphæð um 63 þúsund krónur. Maðurinn gerðist sekur um þjófn- aði og þjófnaðartilraunir á lyfjum úr sjúkrakistum fimm báta í Dalvíkur- höfn í desembermánuði síðastliðnum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt 11. desember síðast- liðinn brotist í þjófnaðarskyni inn í togarann Dagfara GK í Dalvíkurhöfn í leit að lyfjum og sömu nótt braust hann inn í Svan EA og Sólrúnu EA en úr síðastnefnda togaranum hafði hann á brott með sér nokkurt magn lyfja. Þá braust hann inn í togarann Rún EA í Dalvíkurhöfn aðfaranótt 14. desember og sömu nótt inn í togarann Sæþór EA þar sem hann stal lyijum. Játaði maðurinn skýlaust atferli það sem hann var saksóttur fyrir. Morgunblaðið/Kristj án Hreiður í hesthúsi SKÓGARÞRÖSTUR hefur gert sig heimakominn í glugga hesthúss Hjálmars B. Júlíussonar og Jódísar Jósefsdóttur í hesthúsahverfinu í Breiðholti ofan Akureyrar. Þar gerði hann sér hreiður og eru nú komnir í það fjórir ungar, sá fyrsti leit dagsins Ijós á hvítasunnudag og hinir þrír daginn eftir. Þau Hjálmar og Jódís fylgjast grannt með búskapniun um leið og þau sinna hrossum sínum. Héraðsdómur Norðurlands eystra Þriggja mánaða fang- elsi fyrir líkamsárás TUTTUGU og sex ára maður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Þá var hann dæmdur til að greiða þeim sem hann réðst á rúmlega 87 þús- und krónur í skaðabætur sem og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Maðurinn var ákærður fyrir lík- amsárás, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 25. október á síðasta ári slegið ungan mann á heimavist Verkmenntaskólans á Akureyri á Dalvík með bjórflösku í andlitið og síðan sparkað framan í hann með þeim afleiðingum að hann hlaut sár á enni og fór slagæð í sundur. Ákærði viðurkenndi sakargiftir skýlaust fyrir dómi. Áttu hann og kærandi í orðahnippingum fyrir at- burðinn. Ekki hafði maðurinn aðra skýringu á athæfi sínu en að um hefði verið að ræða almennt fyllerís- rugl. Lögmaður kæranda hafði uppi skaðabótakröfu fyrir hans hönd að upphæð 482 þúsund krónur alls. Dómurinn féllst ekki á alla kröfuna en tjónþola voru dæmdar rúmlega 87 þúsund krónur í bætur. Opið hús hjá Ferða- félagi Akureyrar Fuglaskoð- unarferð SKRIFSTOFA Ferðafélags Akureyrar verður opin í dag, fimmtudaginn 3. júní, frá kl. 16 til 19 og gefst þá tækifæri til að kynna sér þær ferðir sem í boði verða í sumar. Boðið verður upp á kaffi og veitingar. Skrif- stofan verður opin í sumar á þessum tíma, frá kl. 16 til 19, en hún er við Strandgötu 23. Næsta ferð á vegum félags- ins verður fuglaskoðunarferð næstkomandi laugardag, 5. júní, undir leiðsögn Jóns Magn- ússonar fuglaáhugamanns. Brottför er frá skrifstofunni kl. 8.30 á laugardagsmorgun. Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina á skrifstofunni en sím- inn er 462-2720. Ferðin hentar allri fjölskyldunni, en þátttak- endur eru minntir á að taka með sér kíki. Listasafnið á Akureyri Fjórir sækja um stöðu for- stöðumanns EIN umsókn barst til viðbótar þeim þremur sem áður voru komnar um stöðu forstöðu- manns Listasafnsins á Akur- eyri. Hún er frá Halldóru Arn- ardóttur, sem búsett er í út- löndum en á lögheimili á Akur- eyri. Aðrir sem sóttu um stöð- una eru Gerður Róbertsdóttir, Ólöf K. Sigurðardóttir og Hannes Sigurðsson, öll í Reykjavík. Haraldur Ingi Har- aldsson, sem gegnt hefur starfi forstöðumanns Listasafnsins á Akurcyri frá því það var opnað, lætur senn af störfum. Listasafnið á Akureyri Sýningu lýkur SÝNINGUNNI „Jesús Krist- ur - eftirlýstur“, sem Lista- safnið á Akureyri sýnir nú um þessar mundir í sölum sínum, lýkur helgina 5.-6. júní. Sýn- ingin hefur vakið mikla athygli og verið afbragðsvel sótt. Listasafnið er opið frá kl. 14 til 18, en lokað á mánudögum. Vörður mótmælir ráðherraskipan Allir af suð- vesturhorni landsins VÖRÐUR, félag ungra sjálf- stæðismanna á Akureyri, hefur sent frá sér ályktun þar sem því er mótmælt að allir ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins séu af Suðvesturlandi. „Nú þegar landsbyggðin stendur frammi fyrir meiri vanda en nokkru sinni fyrr er gríðarlega mikil- vægt að sjónarmið hennai' heyrist skýrt í ríkisstjóm sem og annars staðar,“ segir í álykt- un félagsins sem og að þensla hafi aukist á suðvesturlandi á sama tíma og dregið hafi úr verkefnum á landsbyggðinni. Ætla megi að sú þróun haldi áfram og muni frekar ágerast.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.