Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 39 Dökkt útlit f dag, á Suðurlandi, þegar litið er til þeirra byggða sem frá því land byggðist hafa lifað á sjósókn og fiskverkun, er svo ægilegt um að litast að það hálfa væri nóg. Tökum Stokkseyri og Eyrarbakka sem dæmi. Kvótinn farinn að mestu, atvinnuleysi er viðvarandi og fasteignaverð hríðfellur. Hvað með Þorlákshöfn? Gamli Meitill- inn er runninn saman við Vinnslu- stöðina í Vestmannaeyjum og þar brestur í böndum. Arnes er í meirihlutaeign Granda. Heima- menn ráða minnstu um það. Vinnslustöðin Sem fyrr segir berast váleg tíð- indi frá Vestmannaeyjum með af- komu Vinnslustöðvarinnar sem talin er órekstrarhæf svo ég vitni í Viðskiptablað Morgunblaðsins frá sl. viku. Hverjir eru útgerðar- mennirnir í Vinnslustöðinni? Olíu- félag og fjárfestar með meirihlut- ann. Hugsar það lið um atvinnuör- yggi hundraðanna sem byggja sitt lífsviðurværi á fyrirtæki eins og Vinnslustöðinni hf. Nei, þeir hafa áhyggjur af gengi hlutabréfa sinna í fyrirtækinu. Núna hriktir í stoðum atvinnulífs í Eyjum og Þorlákshöfn og hætta er á að verðmæti fólks í fasteignum sínum séu í hættu, ef vinnan bregst. Röng fiskveiðistjómun sviptir fólk framtíðinni. Það er hin ískalda staðreynd málsins hér á Suður- landi sem og víða um landið. At- vinnuöryggi og eignir fólks eru í hættu ásamt því að ungdómurinn á þessum stöðum missir trú á sjó- mennsku og fiskverkun og sækir annað. Stórir verksmiðjutogarar sópa upp fiskinum, hirða það besta - henda hinu. Er það framtíðin? Svari hver fyrir sig. Höfundur er fv. alþingismaður. er að því að minnka vöxt ríkisins með einkavæðingu. Það getur gert það að verkum að einstak- lingar standa berskjaldaðri en áð- ur gagnvart fyrirtækjum og markaðsöflum. Nýfrjálshyggja af þessu tagi krefst þess að ríkið gæti þess að réttur einstaklinga sé ekki fótum troðinn. Ríkisvald- inu ber að sjá til þess að þegnar landsins geti tekið upplýsta ákvörðun í þessu máli. Islensk erfðagreining hefur hvatt al- menning í heilsíðuauglýsingum til þess að taka ábyrga afstöðu í málinu. Það sérkennilega við þetta ákall er að fólk þarf ekkert að gera til að taka ábyrga af- stöðu! Þögult samþykki nægir. Vitaskuld væri réttara að fólk þyrfti að skrá sig í gagnagrunn- inn í stað þess að þurfa að segja sig úr honum. Börn eru ofurseld þessari skipan. Eiga þau ekki rétt á því að foreldrar þeirra taki upp- lýsta ákvörðun fyrir þeirra hönd? En til þess þurfa foreldrar að hafa hlotið nægilega uppfræðslu. Gagnagrunnsmálið er afar torskilið. Það tekur drjúgan tíma að skilja hvernig miðlægir gagna- grunnar virka og hvaða afleiðing- ar notkun erfðaupplýsinga getur haft í för með sér. I Morgun- blaðsviðtali undraðist bandaríski vísindasagnfræðingurinn Michael Fortun hve fræðsluþáttur þessa máls hefur verið vanræktur hér á landi („Liggur okkur lífið á?“, 20. sept. 1998). í Bandaríkjunum hef- ur ákveðnu fjármagni verið varið til fræðslu um svona mál. Hvers vegna gera stjórnvöld það hér ekki með skilvirkum hætti? Svo lengi sem þau sinna ekki þessari upplýsingaskyldu er full ástæða til að framlengja frest til að segja sig úr gagnagrunninum og koma þannig í veg fyrir djúpstæðan trúnaðarbrest í íslenskri heil- brigðisþjónustu. Höfundur erlektor í heimspeki við Háskóla Islands. Vandi umhverfís- ráðherra VIÐ NÝJUM um- hverfisráðherra blasa fjölmörg erfið verkefni, heima og að utan. Staða hans er verri en annarra ráðherra því hann tekur við áhrifa- litlu og veiku ráðu- neyti, sem undanfarin misseri hefur sífellt farið halloka fyrir iðn- aðar- og utanríkisráð- herra. Erfiðasta verk- efni nýs umhverfisráð- herra verður því að endurnýja traust al- mennings á þessu mik- ilvæga ráðuneyti, vinna því verðugan sess innan stjórnar- ráðsins; að sýna og sanna að mark sé tekið á umhverfisráðuneytinu við stefnumótun ríkisstjórnarinnar Skylt er að taka fram í upphafi að umhverfisráðuneytið hefur gert margt mjög vel. Ekki síst í alþjóð- legu starfi að vemdun sjávar gegn mengun af völdum þrávirkra líf- rænna efna á borð við PCB. Þessi stefnumótun byggðist á sterkri hefð, Umhverfismál Hinn nýskipaði umhverfísráðherra verður að sýna dug, þor og metnað, segir Árni Finnsson, til að marka nýja stefnu og halda sínu gagnvart öðrum ráðherrum í ríkisstjórn -------- "/----------- Islands. sem rekja má til daga Hjálmars R. Bárðarsonar, fyrrverandi siglinga- málastjóra. Sú þekking og reynsla sem Siglingamálastofnun bjó að nýttist umhverfisráðuneytinu mjög vel. Ennfremur hefur umhverfis- ráðuneytið stutt starf og sjónarmið náttúruverndarsamtaka, sem er þakkar vert. Eitt skýrasta dæmið um slaka stöðu umhverfisráðuneytisins er að forræði þess yfir stefnumótun í samningaviðræðum á vettvangi Rammasamnings Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar var tekið af því. Sjónarmið ráðuneytis- ins, að Island undirritaði Kyoto-bók- unina, urðu ekki aðeins undir í stjómarráðinu, heldur voru mögu- leikar þess til að hafa áhrif takmark- aðir í þágu stóriðjuhagsmuna. Enn- fremur, ekki hefur enn tekist að móta trúverðuga stefnu um hvernig draga megi úr losun gróðurhúsaloft- tegunda á íslandi. Þess í stað hefur starfskröftum og fjármunum verið sóað í að sækja um frekari undan- þágur frá þeim losunarmörkum sem Islandi voru sett í Kyoto-bókuninni. Þá hefur umhverfisráðherra sí og æ orðið að láta í minni pokann fyrir iðnaðarráðherra. Nægir þar að nefna flýtiútgáfu starfsleyfis fyrir álverið á Grundartanga. Virkni umhverflsráðherra Á síðasta ári sendi Náttúruvemd- an-áð frá sér tvær afar mikilsverðar yfirlýsingar. I íyrri ályktun sinni skoraði ráðið á ríkisstjóm íslands að fyrirskipa mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar í samræmi við lög. Einnig, að kannaðir yrðu mögu- leikar á að friðlýsa Eyjabakka sam- kvæmt Ramsar-sáttmálanum um verndun votlendis. f hinni síðari skoraði Náttúruvemdarráð á ríkis- stjóm íslands „að beita sér fyrir end- urskoðun virkjanaá- forma sem byggja á uppistöðulónum og vatnaflutningum. Leit- að verði nýrra leiða til að viriqa vatnsföll og beisla orku sem miða að því að vemda ósnortin víðemi og náttúmger- semar íslands.“ Lögum samkvæmt er N áttúruverndarráð ráðgefandi aðili fyrir umhverfisráðherra. Ályktanir ráðsins vom stílaðar á umhverfisráð- herra. Því hefði mátt ætla að umhverfisráð- herra hefði kallað ráðið á fund sinn til að ræða þessar ályktanir - sem vom vel rök- studdar. En það varð ekki. Hins veg- ar átti Náttúruvemdarráð fund með utanríkisráðherra og var það að fmmkvæði ráðsins. Kröfur á ráðherra Það er krafa almennings að um- hverfisráðuneytið verði hafið til vegs og virðingar í stjórnarráði ís- lands. Það þýðir að heildarstjórn allra umhverfismála heyri undir öfl- ugt umhverfisráðuneyti, að það lúti stjórn ráðherra sem hefur metnað til að sinna starfi sínu af dugnaði. Trúverðugleiki umhverfisstefnu næstu ríkisstjórnar mun m.a. ráðast af eftirfarandi: -að Kyoto-bókunin verði undir- rituð hið fyrsta og áætlanir kynntar um hvemig draga skuli úr losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Að ísland taki ábyrgan þátt í við- leitni þjóða til að afstýra loftslags- breytingum; -að ákveðið verði að Fljótsdals- virkjun skuli sæta lögformlegu mati á umhverfisáhrifum. Þar með verði Fljótsdalsvirkjun hluti af Rammaá- ætlun um verndun og nýtingu mið- hálendisins; - að áður en ráðist verði í frekari virkjanir á hálendinu verði kannað til hlítar hver sé framtíðarávinning- ur þess að gera hálendi íslands allt að þjóðgarði; -að Hollustuvernd ríkisins verði gert fært að sinna því hlutverki sem leiðir af samstarfi Evrópuþjóða inn- an hins evrópska efnahagssvæðis (EES). Veralega skortir á að fjár- veitingar til Hollustuvemdar dugi til að mæta þeim kröfum sem umhverf- islöggjöf ESB og aðrar alþjóðlegar skuldbindingar setja á stofnunina; -að Náttúravernd ríkisins verði gert kleift að annast landvörslu á friðlýstum svæðum. Vaxandi straumur ferðamanna og aukin þörf fyrir eftirlit kallar á auknar fjárveit- ingar til Náttúruvemdarinnar, en ekki fjársvelti. - að fjárveiting til umhverfisvökt- unar og umhverfisrannsókna al- mennt verði aukin veralega; og - að samstarf við frjáls félagasam- tök um náttúruvernd verði eflt enn frekar. Veldur hver á heldur Það er lýðræðisleg skylda stjórnvalda og stjórnmálaflokka að leggja fram trúverðuga stefnu í umhverfismálum. Verndun ís- lenskrar náttúru og ábyrg stjórnun á nýtingu auðlinda sjávar er ávísun á hvaða kröfur við getum gert til annarra þjóða í umhverfismálum. Siðferðilegur styrkur smáþjóða felst í því fordæmi sem við gefum. Hinn nýskipaði umhverfisráðherra verður að sýna dug, þor og metnað til að marka nýja stefnu og halda sínu gagnvart öðrum ráðherrum í ríkisstjórn íslands. Sýni Siv Frið- leifsdóttir vilja til verksins mun al- menningur standa með henni. Höfundur er starfsmaður hjá Nátt- úruvemdarsamtökum íslands. Árni Finnsson R-listinn eykur skattaáþján Reykvíkinga SKATTADAGUR-INN færist fram eða aftur eftir því hvort opin- ber umsvif aukast eða minnka. Hann minnir íslendinga á þá staðreynd að þrátt fyrir að skatt- byrðin sé þung, þá er hún ekki óumbreytan- leg. Sumir stjórnmála- menn era nefnilega duglegri við að hækka skatta þrátt fyrir háleit loforð um annað. Á síðasta ári gerðu ríki og sveitarfélög rúmlega 41% vergrar landsframleiðslu upp- tæka með sköttum og opinberam gjöldum. Samkvæmt því þarf launafólk að vinna 150 daga af árinu fyrir opin- bera aðila áður en það getur farið að njóta ár- angurs erfiðis síns. Skattadagurinn er síð- asti dagurinn, sem landsmenn vinna eingöngu fyrir þessum skyldu- greiðslum, og í ár var hann síðasta Skattar Skattalækkanir ríkisstjórnarinnar duga skammt einar og sér þegar skattaglaður borgarstjóri ræður í Reykjavík, segir Kjartan Magnússon í tilefni skattadagsins. sunnudag. Skattbyrðin hefur aukist um 0,8% frá fyrra ári og skattadag- urinn því færst fram um einn dag. Skattalækkun ríkis - skattahækkun borgar Þessi óheillaþróun kemm- mörg- um á óvart, ekítí síst í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur lækkað tekju- skatta á einstaklinga í áfóngum á undanförnum árum. Skýringuna á auknum opinberum umsvifum má hins vegar m.a. finna í sívaxandi skattheimtu sveitarfélaga, ekki síst Reykjavíkur. Skattahækkanir R- listans hafa því gert það að verkum að illa gengur að draga úr heildar- skattbyrði í landinu þrátt fyrir til- raunir ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins til þess. Málflutningur R-listans fyrir borgarstjórnarkosningar 1994 og 1998 var samhljóma að því leyti að frambjóð- endur hans, með Ingi- björgu Sólrúnu Gísla- dóttur í broddi fylking- ar, lofuðu því hátíðlega að skattar yrðu ekki hækkaðir. Strax eftir kosningarnar 1994 var nýr holræsaskattur lagður á ásamt marg- víslegum öðram gjöld- um, sem jók tekjur borgarinnar um 4-5 milljarða á kjörtímabil- inu. Reykvíkingar rændir skattalækkuninni Um síðustu áramót lækkaði ríkisstjórnin tekjuskatt samkvæmt samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins. Reykvíkingar fengu hins vegar ekki að njóta þessarar lækkunar vegna þess að R-listinn stökk til að hækk- aði útsvarið um 6,7%. Með tekju- skattslækkuninni missti ríkið um 600 milljóna króna skatttekjur í Reykja- vík en talið er að útsvarshækkun R- listans auki tekjur borgarinnar um 970 milljónir króna. Þessar tölur sýna að skattalækk- anir ríkisstjómarinnar duga skammt einai' og sér þegar skattaglaður borgarstjóri er við völd í Reykjavík. R-listinn ræður ekki við fjármál borgarinnar og kann ekki önnur ráð en safna skuldum og hækka skatta. Slík óráðsía hjá stærsta sveitarfélagi landsins vekur athygli á sama tíma og ríkið lækkar skatta og greiðir nið- ur skuldir og hefur áhrif til aukning- ar heildarskattbyrði. Höfundur er borgarfulltrúi. Kjartan Magnússon Vortilbo^ Einstaht or&spor i hólfa ölcí Vlð jaðar Búðahrauns, þar sem Búðaós mætir sjó og gullsandurinn glóir standa Hótel Búðlr og hafa þar verið I hálfa öld. Á löngum tlma hafa margir og góðlr gestir hjálpað við að byggja upp þaö elnstaka orð sem af hótelinu fer, fyrlr góöan mat og sérstaka stemmningu. Verið velkomin. Helqartilbofe 5900 kr Gistinq, morqunmatur oq þriqqjaréfta kvöldveréur *Verð á elnstakllng, per nólt 12)a manna herbergl miðað vlð dvöl I tvær nætur. Pantanir í síma 435 6700 | !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.