Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 74
>74 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Bj argvæ ttur in Willem Dafoe hefur leikið í mörgum helstu myndum Hollywood og verið tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir Herdeildina. Pétur Blöndal talaði við hann um Lúlú á brúnni og uppáhaldsmyndir sonarins. ÆTLI ég hafi ekki verið viku á tökustað," segir Willem Dafoe. Pessi fígúra af hvíta tjaldinu er alveg eins og blaðamaður hafði ímyndað sér. Pað er eitthvað groddalegt við röddina og augnaráðið og hann virðist til alls líklegur jafnvel þegar hann veltir vöngum yfir því af hverju hann tók að sér hlutverk í Lúlú á brúnni. „Mér finnst Paul [Auster] góður höfundur og brást því vel við þegar hann hringdi í mig og sagði að leikarinn sem hefði ætl- að að fara með hlutverkið hefði hætt við á síðustu stundu. Hann virtist áhyggjufullur svo ég var ’ settur í þá yndislegu aðstöðu að fá að vera bjargvætturin.“ Báturinn ekki nógu stór - Hvað hafði úrslitaáhrif á ákvörðun þína um að leika í mynd- inni? „Ég stend ekki alveg klár á því,“ svarar Dafoe og klórar sér á höfð- inu. „Þetta er stór og þunglamaleg saga. Ætli sannfæringarkraftur Austers hafi ekki vegið þyngst á metunum. Maður leitar alltaf að > fólki sem dauðlangar að gera eitt- hvað og hjálpar til að gera draum- inn að veruleika. Það léttir ábyrgð- inni af manni þegar maður er eigin- lega dreginn inn í verkefnið og þá er betra að einbeita sér. Þannig verður það besta að veruleika.“ - Hvað heillaði þig við hlutverkið í Lúlú á brúnni? „Handritið,“ svarar Dafoe um- hugsunarlaust. „Það hvemig ég varð að búa til minningar handa honum. Sagan er mjög fallega skrif- uð og innihaldsrík. Orðin bráðnuðu í munninum á manni og það var krefjandi að horfast í augu við Harvey [Keitel] og reyna að fá hann til að sjá.“ - Að hverju leitarðu í hlutverk- um? „Að svo mörgu. Það er mikið púsluspil." Dafoe hugsar sig um og segir: „Möguleikanum á ævintýri!“ Hann heldur áfram: lrAð vera fær um að sjá eitthvað við hlutverkið sem er áhugavert en jafnframt svo kristaltært að ég hugsi með sjálfum mér að hver sem er geti farið með hlutverkið. Það finnst mér áhuga- vert.“ Hann læst fletta í handriti: „Það er eitthvað við þetta handrit. Ég ætla að taka þetta að mér. Ég get hreinlega fundið lyktina af því. Þetta er hlutverkið. Ég tek upp Júnitilbeð Hvítlauks 63 bratwursterpijlsur NCftt 499 kr.kg. Pepsi 0,5 Itr 03 Kvikk Lunsj IVerdádur: Nú: 4 ■« r- 185 kr.I! J>kr. Verd ádun Nú: 139 kr. Verðádun 245 kr. Ni! 169 tr. Verdádun 184 kr. uppgrm tyrir ("9 Uppgrip eru á eftirteldurm stedum: @ Sæbraut við Kleppsveg @ Gullinbrú (Grafarvogi ® Álfheimum við Suðurlandsbraut @ Háaleitisbraut við Lágmúla @ Ánanaustum @ Klöpp við Skúlagötu © Básinn í Keflavík © Mjódd ( Breiðholti @ Hamraborg ( Kópavogi @ Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ @ Vesturgötu (Hafnarfirði © Langatanga í Mosfellsbæ © Tryggvagötu á Akureyri © Suðurgötu á Akranesi handritið og ... [hann þefar af ímynduðum blaðsíðum].“ - Aður lékstu í mynd sem var mjög ólík þessari, Speed 2. Hún var dýr í framleiðslu og virtist hafa vinsældastimpilinn á sér. Hvað fór úrskeiðis? „Báturinn var of lítill,“ svarar Dafoe og hlær. „Og sambandið milli Söndru Bullock og mannsins var ekki hrífandi, hvorki fyrir karlmenn né konur. Þetta var vandamál nú- tímans í hnotskum. Hún var í hetju- hlutverkinu, hún var karlmaðurinn og það gekk ekki upp. Karlmenn geta ekki sætt sig við það og konum fannst hann ekki sérlega heillandi, þótt hann hafi kannski verið það lík- amlega. Hann var heldur varkár, reglufastur náungi og alls ekkert rómantískt við hann. Húmorinn náði ekki að bjarga myndinni." - Hver af myndum þínum er í uppáhaldi hjá fjölskyldunni? „Síðasta freisting Krists og Wild At Heart eru á listanum yfir 5 upp- áhalds myndimar sonar míns [sem er 15 ára]. Ég veit það vegna þess að hann sagði við mig um daginn: „Pabbi, ég er virkilega stoltur af þér. Á listanum yfir 5 uppáhalds myndimar mínar leikur þú í tveim- ur.“ - Samt leikur þú sjaldnast hvers- dagslegar persónur. „Nei,“ segir Dafoe. „Hversdags- legar persónur em yfirleitt ein- hverskonar sýnikennsla á lífinu. Ég hef mun minni áhuga á að leika í þannig myndum. Ég vil heldur myndir sem áhorfendur upplifa á sterkari hátt, myndum sem fjalla um fólk í innri baráttu og stuða áhorfendur.“ - Áttu við hlutverk eins og Jesú Krist? „Já, sumum fannst það virkilega ógnvænlegt," segir hann og hlær. Herdeildin gerði útslagið Ef þú lítur til baka, hvaða hlut- verk var mest krefjandi? „Mér gekk líklega verst með þær sem vom erfiðastar." - Viltu nefna einhverjar? „Nei, ég vil það ekki vegna þess að fólk upplifir það á mismunandi hátt,“ segir hann og hlær. „Ekki bætir úr skák að venjulega finnur maður einhvern sem er sammála." - Var Streets of Fire myndin sem kom þér á kortið? „Það var fyrsta stúdíómyndin mín, en hún féll ekki í kramið hjá þorra almennings," svarar Dafoe. „Hún varð hins vegar vinsæl sem jaðarmynd og fékk fólk til að spyrja: „Hver er þessi náungi?“ Hlutverkið var mjög öfgakennt og átti upp á pallborðið hjá flestum. Hið sama má segja fyrstu mynd- ina mína The Loveless og Að lifa og deyja í L.A. sem fékk litla aðsókn þegar hún var frumsýnd en hefur síðan verið í háum metum og 1 uppá- haldi hjá leikstjórum. Ég held að ég hafi vakið athygli margra leikstjóra í henni sem kallaði á fleiri verkefni. Þessar myndir voru því stórt skref fram á við. Stærsta skrefið var Platoon [Herdeildin]. Það var til- tölulega lítil mynd sem enginn hafði væntingar til, með engum stórum nöfnum og óþekktum leikstjóra en hún fór fram úr öllum væntingum, bæði hjá gagnrýnendum og almenn- ingi.“ - Varstu undrandi? „Ég var það,“ svarar Dafoe. „Þetta var á dögum Rambós og það voru hugmyndimar sem fólk hafði um Víetnamstríðið. Ég hugsaði með mér: „Ég hef áhuga á að gera þessa mynd. Þótt hún verði aðeins sýnd í nokkrum bíósölum og fari rakleiðis á myndband." En ég reyndist hafa algjörlega rangt fyrir mér.“ Þótt Lúlú á brúnni fengi misjafna dóma hjá gagnrýnendum og miðl- ungs aðsókn vestanhafs er ekki ósennilegt að hún falli í kramið hér- lendis. Hún er hæg, fallega tekin og mystísk, - sem ætti að geðjast hin- um ljóðelsku Islendingum. ÓSKARSVERÐLAUN framleiðandans Davids 0. Selznicks fyrir myndina „Gone With the Wind“ eða Á hverfanda hveli, verða boðin upp í New York þann 12. júní. Myndin var valin besta Tóm í höfðinu NEI, þetta er ekki Baktus með smiðsbeltið um sig miðjan og hamarinn á lofti heldur verkamaður að leggja lokahönd á gerð risavöxnu dúkkunnar Camilu í Perú á dögunum. Dúkkan er risastór auglýsing og er hol að innan, þannig að hægt er að ganga um hana alla og skoða í krók og kring eða maga og milta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.