Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR JARÐNESKAR eigur neita að fylgja Manni lifandi yfir móðuna miklu og hæða hann. Morgunblaðið/Jón Svavarsson DAUÐINN fær að sögn, Árna, meiri karakter, t.d. fær hann að harma hlutskipti sitt. STRENGJALEIKHÚSIÐ frum- sýnir verkið í kvöld á Litla sviði Borgarleikhússins, en verkið er óp- eruleikur þar sem fram koma leik- arar, söngvarar, leikbrúður og hljóðfæraleikarar. í verkinu er blandað saman margvíslegum að- ferðum og stíl og ólíkum þáttum fléttað saman þannig að úr verður óvenjuleg tegund af drama. Sjö ára vinna Að sögn Árna er gamall draum- ur að rætast með uppfærslu verks- ins. En hugmyndin á sér langa sögu og hafa þau Árni, Karólína og Messíana unnið að verkinu með hléum í u.þ.b. sjö ár. Mikil hug- myndavinna liggur þar að baki og segjast þau öll vona að hún skili sér í endanlegri útgáfu verksins. „Eg gerði leikmyndir í öll hugsanleg Öperuleikur á sviði Borgarleikhússins Maður lifandi byggist á siðbótarleikritinu Everyman frá miðöldum og er rauði þráðurinn í verkinu sá að Dauðinn kemur að sækja Mann lifandi sem er með öllu óviðbúinn þessum örlög- um. Anna Sigríður Einarsdóttir ræddi við höfunda verksins, þau Arna Ibsen leikskáld, Karólínu Eiríksdóttur tónskáld og Messíönu Tómasdóttur myndskáld. leikhús," segir Messíana og hlær, en Litla svið Borgarleikhússins var þó upphaflega óskarýmið. Að sögn Árna er Everyman dæmigerður miðalda kirkjuleikur. Það hafi hins vegar ekki haft mikla þýðingu í íslensku samhengi, vegna fjölda kaþólskra trúarvísana. Þær hafi því verið strikaðar út þannig að eftir stæði verk sem ekki væri hægt að tengja einhverjum ákveðnum trúarbrögðum, „heldur eitthvað sem öll trúarbrögð gætu fundið sameiginlegan flöt á“, segir hann og heldur áfrarn, verkið er því í raun einfaldlega „dramatísering" á dauðastundinni. Ámi segir grunnhugsunina á bak við óperuleikinn vera þá að verkið komi nútímamanninum við. Það má segja að byggingarlag óperuleiksins sé dálítið miðaldalegt segir Ami og PIET'A, eftir Magnús Kjartansson, er meðal athyglisverðustu sam- tímaverkanna á sýningunni-í Listasafninu á Akureyri. Leitað að Kristi MYJVDLIST Listasafnið á Akureyri KIRKJULIST FRÁ ÝMSIJM TÍMUM il 6. júní. Opið þriðjudaga til sunnu- daga frá kl. 14-18. ÞEGAR em landsmenn famir að finna fyrir aldamótunum og þúsund ára ríki kristinnar kirkju á Islandi. Enn er mönnum í fersku minni sýn- ing Lárasar H. List í Þjóðarbók- hlöðunni þar sem hann minntist getnaðarins flekklausa. Samtímis taka aðrir Norðlendingar forskot á sæluna með sýningunni „Jesús Kristur - eftirlýstur" í Listasafninu á Akureyri. Það er Haraldur Ingi Haraldsson, fráfarandi safnstjóri, sem á heiðurinn af því merkilega framtaki, sem brátt tekur enda. Sýning Haraldar hefur yfir sér afar hegelskt yfirbragð með því að yfir henni hvílir allmikill svartsýnis- blær, sem ekki stafar af beinum völdum sýningarstjórans heldur því að með því að leiða okkur díalek- tískt gegnum kristnisöguna, lið fyr- ir lið, frá íyrsta sal til hins þriðja, birtist okkur óumfýjanlega þverr- andi máttur kenningarinnar með öllum þeim klofningi og margflóknu hugmyndatengslum sem eru sam- fara trúarkreppu nútímans. Um leið kemur í Ijós - eins og tal- að út úr munni séra Gunnars á Reynivöllum - að sannfæringar- máttur listarinnar er sumpart háð- ur trú; að með trúarkreppu læðist aftan að okkur listkreppa, sem art- ar sig ekki ósvipað hremmingunum sem dynja á afmælisbarninu góða. KRISTUR kynntur í musterinu, eftir ítalska. 14. aldar málarann Simone Martini. Þessi kreppa lýsir sér svona: Til að trúa þörfnumst við vissu. Nútíminn býður okkur ekki þá vissu, hvorki í nafni trúar né listar. Hinn mikli ei- lífi andi, sem Hegel gat huggað sig við að svifi ofar öllum rökfræðileg- um og raunhæfum móthverfum, hefur einnig lækkað flugið svo um munar. Eftir stöndum við með þá einu vissu - vísindahyggjuna - sem ekkert hefur með trú, anda né listir að gera; aðeins hugkvæmni, hag- kvæmni og áþreifanleik. Þannig getur það ekki skrifast á Harald Inga ef sýningin í Listasafn- inu á Akureyri virkar blendin í áherslum sínum. Sýningarstjórinn má eiga það að hafa gert sitt besta til að opinbera okkur margvísleg áhrif kirkjunnar á okkur í aldanna rás. Með einföldum eftirprentunum af þekktum, kirkjulegum meistara- verkum leiðir hann okkur gegnum þá listasögu sem lýtur að kristninni, en í lokasalnum kemur fyrir óvænt- ur glaðningur úr nútímanum til þess að sanna okkur að undir efa- hyggjunni leynist vissulega trúar- þörf, þótt þar sé einnig að finna sterkan samhljóm gagnrýni og af- helgunarhvatar. Þar er að finna rismesta verkið á sýningunni, hið óræða Piet'a Magn- úsar Kjartanssonar, af fóllnum lík- ama frelsarans, sviptum klæðum, með fæti, sem kemur svo undarlega sterkur og stæðilegur undan mátt- vana hnénu að hann getur varla táknað annað en upprisuna. Öll áferðin virkar korksmogin eins og Col tempo-verkin sem Magnús sýndi nýlega hjá Sævari Karli, en klæðið sem flækist um hné og fót er líkt og sjónhverfingatjald, til þess fallið að sameina tvenna tíma; at- burðarás á ólíkri stund. Styrkur sýningarinnar í Lista- safninu á Akureyri er einmitt fólg- inn í þeirri óvæntu hugmynd sem hún varpar fram um þróun kristn- innar í þúsund ár, og hin þúsundin áður en hún nam hér land. Án þess að Idrkjan sjálf hafi nokkurn tíma kært sig um að ræða þann mögu- leika, þá er hún líklega meginástæð- an fyrir sérstöðu kristninnar sem trúarbragða. Hér er ekki átt við fullvissuna sem sjónvarpsprestamir og aðrir ámóta sértrúarmangarar klifa í sífellu á að sé inntak frelsun- ar eins og þeir kalla heilaþvætti sitt, heldur efann; þá miklu þjáningu sem náði hápunkti í fleygum orðum meistarans á krossinum: Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig? Kreppa kirkjunnar - líkt og kreppa listarinnar - stafar ekki síst af þeirri fáheyrðu kröfu að menn meðtaki fagnaðarerindið skilyrðis- laust. Bjargföst trú var allt fram á okkar öld talin forsenda allra dyggða. En eftir skotgrafahernað- inn í heimsstyrjöldinni miklu og hel- förina í heimsstyrjöldinni síðari er slík dæmalaus hollusta ekki annað en ávísun á fasisma af grófustu gerð. Á þessum síðustu og verstu tímum eru það vart aðrir en Tale- banar í Afganistan og áhangendur nokkurra vellauðugra vopnabrask- ara á Kóreuskaga - að ógleymdum langsoltnum þegnum Kim Jong II, hins mikla, dáða og virta landsfóður Norður-Kóreumanna - sem ríg- halda í goðsögnina um veglyndi óbilandi trúar út yfir gröf og dauða. Kokhraustur virðist Haraldur Ingi gefa það í skyn að öðra nær sé framtíð kirkjunnar fólgin í mögu- leikum hennar til að byggja á grandvelli mannlegrar og kristi- legrar þjáningar; efanum og óviss- unni - forsendu kærkeika og vonar - í stað blindrar trúar. En eigi jafn- hægfara stofnun að venda svo sínu kvæði í kross, væri ekki gustuk að veita henni þá ja þúsund ár til við- bótar svo hún þurfi ekki að rasa um ráð fram? Halldór Björn Runólfsson [ ■1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.