Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 11
MORGUNB L AÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 11 ÁLVER í REYÐARFIRÐI Forsendur fyrir arðsemisútreikningum vegna álvers á Reyðarfírði Geng’ið út frá meðalál- verði til lengri tíma í FORSENDUM fyrir arðsemisútreikningum vegna reksturs álvers á Reyðarfirði er m.a. gengið út frá spám sérfræðinga á sviði álmark- aðar um meðalverð á áli til lengri tíma. Pórður Friðjónsson, ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu, segir miklar verðsveiflur al- gengar á áli en í forsendunum sé stuðst við meðaltalsverð en ekki verðtoppa sem hugsan- lega kunna að verða. Friðjón segir að hin for- sendan fyrir arðsemi álversins sé raforkuverð. Hann fékkst hins vegar ekki til að tjá sig um hvaða raforkuverð væri haft til hliðsjónar í út- reikningum og væri það í samræmi við þá stefnu Landsvirkjunar að gefa ekki upplýsingar um raforkuverð áður en gengið væri frá samn- ingum. Þórður sagði að þær arðsemisathuganir sem gerðar hefðu verið bentu til að heildararðsemi álversins væri 12-14% og arðsemi eigin fjár um 20-25%. Þetta væru þó ekki endanlegar niður- stöður og ætti eftir að fara yfir þessa útreikn- inga alla. Lífeyrissjóðir sterklega inni í myndinni Erlendur Magnússon, hjá Fjárfestingar- banka atvinnulífsins, segir að ekki hafi verið lagðar línurnar hvað varðar fjármögnun álvers á Reyðarfirði en hugmyndir í þá veru séu að mótast. Hópur sá er iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið hafi leitað til með_ könnun á útvegun hlutafjár, þ.e. Landsbanki íslands, Fjárfesting- arbankinn, Þróunarfélagið, íslandsbanki og Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn, mun mynda kjarna sem ætlað er að fara af kost- gæfni yfir málið, kanna betur arðsemi fyrirhug- aðs álvers og áhættuþætti í rekstri. Vinna hóps- ins er rétt að byrja og því of snemmt að gefa yf- irlýsingar um hugsanlega fjárfesta. Þessir aðil- ar hafi tekið að sér þetta verkefni í ljósi þess að hér kunni að vera áhugavert verkefni á ferð- inni. Það skýrist ekki fyrr en í fyrsta lagi með haustinu til hverra verði hugsanlega leitað með fjármögnun. Erlendur segir að þó sé ljóst að lífeyrissjóð- irnir séu þar sterklega inni í myndinni enda séu þeir stærstu fjárfestarnir á íslenskum markaði. Forsvarsmenn stærstu sjóðanna hafi fylgst með þróun þessa máls og sýnt því áhuga. REYÐARFJÖRÐUR Á ÞESSU svæði við Reyðarfjörð mun hið 120 þúsund tonna álver rísa, á árunum 2001 til 2003, verði niðurstaða allra athugana sem nú eru hafn- ar jákvæð, náist samningar um fjármögnun og takist samningar á milli fjárfesta, innlendra sem erlendra, við stjórnvöld og Landsvirkjun. Sá hópur fyrirtækja, sem tekið hefur sig saman um að kanna hvort innlend Qármögnun á álverksmiðju við Reyðarfjörð sé möguleg að ákveðnum hluta, virðist samkvæmt samtölum við Morgunblaðið telja að slíkt sé vel gerlegt. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka, um fjármögimn álvers á Reyðarfirði HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Islands, telur að ekki sé óraunhæft að ætla að afla megi um þriðjungs þess fjármagns sem þarf til þess að fjár- magna nýtt álver á Reyðarfirði, eða um tíu milljarða, á meðal íslenskra fjárfesta. Halldór sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær telja að það hefði verið mikilvægur áfangi í und- irbúningsviðræðum vegna álvers á Reyðarfirði, að samstaða hefði náðst um það að fara af stað með verkefnið á grundvelli millistærðar á álveri, eða 120 þúsund tonn. „Eg hef sjálfur mikla trú á að þetta geti verið mjög hentug upp- hafsstærð fyrir íslenskar aðstæður og rekstur álvers Norðuráls í Grundartanga sýnir að það er vel hægt með hagsýni og góðu skipu- lagi að stofnsetja og reka millistórt álver,“ sagði Halldór, sem hefur reynslu af álviðræðum frá því hann sat í viðræðunefndum sem ráðu- neytisstjóri iðnaðarráðuneytisins. Stofnkostnaður um 30 milljarðar Hann sagði að nú, þegar sam- staða Norsk Hydro og íslenskra stjórnvalda um viðmiðun við 120 þúsund tonna álver liggur fyrir, væri það mikilvægt markmið að stofnkostnaður yrði í kringum 30 milljarðar. „Ef þetta er fjármagnað að 30% með hlutafé þá eru það Islenskir fjár- festar leggi fram þriðjung u.þ.b. 10 milljarðar," sagði hann. Halldór sagði, að ef verkefnið þætti gott og aðilar hefðu traust á því, væri það ekki ofvaxið hluta- bréfamarkaði hér að safna % hlut- um eigin fjárins. „Stærðarhlutfóllin í þessu eru ekkert sem nú orðið er óþekkt eða fjarlægt á íslenskum markaði. Lykilatriðin eru að þessi íslenski hópur, sem hefur tekið sig saman, og stjórnvöld, Landsvirkjun og Norsk Hydro nái að þróa verk- efni sem fjárfestar hafa trú á sem örugg og góð langtímafjárfesting," sagði Halldór. Hann sagði, að hvað varðar láns- fjármögnun upp á 20 milljarða þyrfti vafalaust að koma samstæða erlendra banka til liðs við innlenda til að taka þátt í stórum hluta af langtímalánum vegna verkefnisins. „Það væri að minnsta kosti æski- legt að fá erlenda banka til liðs við þá innlendu í því, stærðargráðan á þeirn lánveitingu er slík,“ sagði Halldór. Verulega stórt og spennandi Hann sagði að framkvæmdatími álvers yrði væntanlega 2001-2003 og innlendur fjármagnsmarkaður ætti enn eftir að vaxa og dafna fram að þeim tíma. „Verkefni af þessu tagi er þess vegna, að mínu mati, verulega stórt og spennandi fyrir íslenskar fjármálastofnanir að takast á við.“ Halldór sagði að þeir fimm ís- lensku aðilar, sem hafa sameinast um sameiginlega könnun á hvort hægt sé að mynda íslenskan hlut- hafahóp, ættu eftir að fara yfir allt málið og engar niðurstöður lægju fyrir. „En með hliðsjón af þessum stærðum, sem ég var að nefna, held ég að ef við komumst að niðurstöðu um að verkefnið sé spennandi upp- byggt eigi þetta að vera innan við- ráðanlegra marka með samstarfi við erlenda aðila um tOtekna þætti.“ Arðsemisathuganir hafa bent til 12-14% heildararðsemi álversins en Halldór J. Kristjánsson sagði að undirbúningur næstu 12 mánaða mundi snúast um að yfirfara og gera endanlegar kannanir á arð- semi. „Það er í raun og veru við- fangsefni undirbúningsstarfsins að gera endanlega stofnkostnaðar- og hagkvæmnikönnun. En reynslutöl- ur frá Norðuráli gefa manni til kynna að þetta á að vera hægt,“ sagði Halldór. Hann sagði Island hentugt fyrir undirbúningsstarf af þessu tagi nú því hér væru tvö fárra dæma um nýbyggingar í ál- iðnaði með stækkun álvers ísals og nýju álveri Norðuráls. „Þannig að nýjustu reynslutölur um raun- kostnað og það hverju er hægt að ná fram er að fá af rekstrarreynslu hér á landi, sem á að vera ágætis- leiðbeining um framhaldið. En þetta er allt á fyrsta stigi athugun- ar,“ sagði Halldór J. Kristjánsson, sem hefur bæði komið að málinu sem ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðu- neytinu og nú einnig sem banka- stjóri Landsbanka Islands. Leitað til innlendra fjárfesta Ahugavert segja tals- menn líf- eyrissjóða FORSVARSMENN lífeyrissjóða sem Morgunblaðið hafði sam- band við voru á einu máli um að hugsanleg ijárfesting í nýju ál- veri í Reyðarfírði gæti verið mjög áhugaverð. Þeir tóku þó fram að enn væri margt óljóst varðandi þetta verkefni. Fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær að stofnkostnaður 120 þúsunda tonna álvers er talinn nema 30 milljörðum kr. og að nú sé gert ráð fyrir að eignarhluti Norsk Hydro verði 20-25% en hlutur ís- lenskra og annarra erlendra íjár- festa 75-80%. Gísli Marteinsson, fram- kvæmdasljóri Lífeyrissjóðs Aust- urlands, segist telja hugsanlega fjárfestingu í nýju álveri á Reyð- arfirði fremur jákvæðan kost. „Eg hef ásamt fleiri aðilum unnið að ákveðinni undirbúnings- vinnu,“ sagði hann. „Eg tel að við hér, með okkar samböndum, myndum eiga þátt í einhverjum stuðningi við þetta verkefni," bætti hann við. Gísli sagðist hafa fengið bréf frá iðnaðarráðuneytinu með upp- lýsingum um stöðu mála. Hann sagðist telja að þarna gæti orðið um arðbæra fjárfestingu að ræða, bæði hvað varðar Iang- tímaíjárfestingu svo og vegna ör- yggis íbúðabyggðar á svæðinu. Verður metið á arðsemismæli- kvarða „Þetta mál hefur ekki verið rætt innan stjórnar Framsýnar eða yfirhöfuð með neinum form- bundnum hætti á vettvangi líf- eyrissjóðanna," segir Þórarinn V. Þórarinsson, sljórnarformað- ur Framsýnar. „Verkefni af þessum toga eru einfaldlega metin á arðsemis- mælikvarða. Ef þarna er um nyög áhugavert verkefni að ræða þá tel ég að stjórnir lífeyr- issjóðanna skoði það eins og hver önnur. Við höfum fylgst með þessum viðræðum og undirbún- ingi málsins. Okkur finiist þetta áhugavert mál og viljum halda áfram að fylgjast með því. Við metum það þannig að margt sé ennþá óljóst í málinu og það sé ekki nálægt þvi komið í þann búning að hægt sé að taka af- stöðu til þess hvort menn vilja vera með í þessu eða ekki,“ segir Þórarinn. Góð upplyfting Friðjón Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs- ins Lífiðnar, segir að ráðuneytið hafi kynnt sjóðnum verkefnið lauslega í bréfi en engar viðræð- ur átt sér stað. Friðjón sagðist telja að þetta verkefni gæti verið nyög áhugavert. „Ég reikna með að við metum þetta eins og hvert annað fjárfestingartækifæri. Ef það fullnægir öllum þeim kröfum sem við gerum til þess, þá skell- um við okkur á það. Þó svo hlut- fall íslensku fjárfestanna sé meira en við bjuggumst við þá sýnist mér að þetta gæti orðið mjög góð upplyfting varðandi Qárfestingarmöguleika hér,“ sagði hann. alain mikli 4. og 5. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.