Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aögeröir Vinnslustöövarinnar kynntar í gær: VIÐ hjá olíufélaginu stóðum í þeirri trú að við ættum passandi olíu fyrir öll tæki og tól. staðar líflegt Alls STJÓRN SVFR var komin með 38 laxa veidda á hádegi í gær. Fyrsta daginn veiddust 27 laxar og í gær- morgun bættust 11 við. Allt eru þetta stórlaxar, 9 til 16 punda. Auk þessa veiddust tveir laxar í Stekkn- um á þriðjudaginn. Þá fór veiði vel af stað í Laxá á Ásum. „Þeir fengu þrjá fyrsta daginn, einn á þriðjudagskvöldið og tvo í morgun. Tveir voru 12 pund og einn 18 pund. Þeir hafa víst orðið varir við töluvert af laxi þannig að útlitið er mjög gott,“ sagði Kristján Sig- fússon á Húnsstöðum um veiðiskap í Laxá á Asum. Góð byrjun - vænn fiskur Hólmfríður Jónsdóttir á Amar- vatni sagði að urriðaveiði í Laxá í Mývatnssveit hefði farið vel af stað, en veiði hófst 29. maí. Hún sagðist vera komin með 180 fiska á blað, en nokkrir veiðimenn hefðu enn ekki gert grein fyrir afla sínum. „Það eru hefðbundnar flugur að gefa þessa veiði og fiskurinn er vænn, þeir stærstu eru allt að 6 pund,“ sagði Hólmfríður. 51 stykki fyrsta daginn Margrét Þórarinsdóttir í Laufási sagði veiðina hafa byrjað nokkuð vel í Litluá í Kelduhverfi. Veiði þar hófst á þriðjudag og er veitt á fimm stangir. Alls kom 51 silungur á land, mest urriði. Megnið af aflanum var 1-3 pund, en stærsti urriðinn 9 pund, sem Sveinn Þórarinsson veiddi á spón. Kaeliskápar á góðu verði í ntiMu úrvaiii Mál hxbxdx Tegund Vörunúmer Kælirými Lítrar Frystirými Lítrar Frystir Stadsetning Staðgreitt 85x50x60 AEG SANTO 1533TK 140 L 37.570,- 85x51x56 INDESIT RG 1150 134 L 26.900,- 85x55x60 AEG SANTO 1443TK 115 L 19 L Innbyggður 43.191,- 117x50x60 INDESIT RG 2190 134 L 40 L Uppi 37.900,- 127x54x58 AEG SANTO 2532 KA 241 L 59.990,- 127x54x58 AEG SANTO 2232 DT 167 L 46 L Uppi 62.900,- 127x54x58 AEG SANTO 2332 KA 219 L 18 L Innbyggður 62.900,- 139x55x59 INDESIT RG 2250 184 L 46 L Uppi 39.900-. 140X54X60 HUSQVARNA LQT 140 186 L 44 L Uppi 56.900,- 144x54x58 AEG SANTO 2632 DT 204 L 46 L Uppi 64,900,- 147x55x60 INDESIT RG 1285 232 L 27 L Innbyggður 37.900,- 149x55x60 AEG SANTO 2632 KG 161 L 59 L Niðri 65.900, 150x60x60 INDESIT RG 1300 298 L 49.900,- 155x60x60 AEG SANTO 1555 KS 302 L 72.900,- 162x54x58 AEG SANTO 3032 DT 225 L 61 L Uppi 69.949,- 164x55x60 INDESIT RG 2290 215 L 67 L Uppi 48.900,- 165x60x60 INDESIT CG 1340 216 L 71 L Niðri 59.900,- 170x60x60 INDESIT RG 2330 258 L 74 L Uppi 49.900,- 170x60x60 AEG SANTO 3232 KG 216 L 79 L Niðri 75.900,- 180x60x60 HUSQVARNA 301 KS 380 L 79.900,- 180x60x60 HUSQVARNA 390 KSF 240 L 87 L Niðri 87.900,- 185x60x60 AEG SANTO 1855 KS 354 L 82.900,- 185x60x60 AEG SANTO 1855 KF 178 L 112 L Niðri 89.900,- 200x60x60 HUSQVARNA 395 KF 240 L 129 L Niðri 98.900,- 195x60x60 AEG SANTO 4133 KG 293 L 90 L Niðri 110.974,- AEG ^indesíl' © Husqvarna BRÆÐURNIR Lóg m ú I a 8 533 2800 Vornámskeið Greiningarstöðvarinnar Tækni í þágu fatlaðra Snæfríður Þóra Egilson ARLEGT vornám- skeið Greiningar- og ráðgjafarstöðv- ar ríkisins verður haldið í Háskólabíói 3. og 4. júní nk. og efnið núna er: Tækni í þágu fatlaðra. Margir fyrirlesarar eru á námskeiðinu og koma þeir víðs vegar að. Einn þeirra er Snæfríður Þóra Egilson lektor. Hún var spurð hvaða eftii hún ætl- aði að fjalla um? „Efni fyrirlestrar míns er: Tæknin er svarið; en hver er spurningin? Þarna fjalla ég um ýmis- legt er tengist tækniúr- ræðum í þágu fatlaðra í víðum skilningi. Tæknin léttir flestum okkar lífið en fyrir fólk með fötlun skiptir hún sköpum. Tækninýj- ungar hafa orðið til að auka færni og sjálfstæði fólks á öllum aldri og með margs konar vanda. Stundum er um að ræða dýrar og flóknar tæknilegar úr- lausnir og stundum einfaldar. Ég dreg upp ýmsar hliðar á þessum málum, bæði það sem vel gengur og það sem betur mætti fara. Eg tel að það sé hægt að auka töluvert notagildi tækniúrræða með því að standa betur að þjónustuferlinu í heild sinni. Erlendar rannsóknir benda til þess að iðulega sé ekki tekið nægilega mikið mið af áliti notandans. Oft sé fólk ekki nægilega vel upplýst og kunni ekki að nota sér tæknina sem skyldi. I öðrum tilvikum er tím- inn það naumur að tækniúrræði verða oft útundan." - Hvað annað verður fjallað um? „Fyrri daginn verður fjallað um nýjungar í greiningartækni og fjarskiptum. Þar ræðir m.a. Pétur Lúðvíksson bamalæknir um greiningu á flogaveiki og Há- kon Hákonarson, sérfræðingur í lungnasjúkdómum, um rann- sóknir á svefntruflunum, einnig verða kynntar nýjungar í mynd- greiningu við rannsókn mið- taugakerfis. Magnús Magnússon forstöðumaður kynnir hugbúnað til greiningar á atferli og sam- skiptum. I sambandi við fjar- skiptin verða nýjungar í gagna- flutningum kynntir. M.a. ræðir Elsa Friðfinnsdóttir, forstöðu- maður heilbrigðisdeildar Háskól- ans á Akureyri, um fjarkennslu og fjargreiningu og þess má geta að sá fyrirlestur og fyrirlestur Snæíríðar verða fluttir um fjar- kennslubúnað Háskólans á Akur- eyri. Kristleifur Kristjánsson bamalæknir ræðir um erfða- tækni og gagnagrann. Seinni daginn verður m.a. fjallað um notkun tölvu í þjálfun og kennslu, m.a. notkun tölva með ungum börnum, en það gerist æ algeng- ara að tölvur séu not- aðar með ungum fötl- uðum bömum. Það er Sigrún Jóhannsdóttir, forstöðumaður Tölvu- miðstöðvar fatlaðra, sem ræðir um þessi mál. í máli hennar kemur fram að í dag er lögð áhersla á að nýta tölvur með ung- um fótluðum bömum til að örva hjá þeim frumkvæði, sjálfstæði og alhliða nám. Einnig fjallar Sylvía Guðmundsdóttir hjá Námsgagnastofnun um hugbún- að til kennslu og náms. Þá kynnir Sigrún Gröndal Magnúsdóttir, talmeinafræðingur hjá Greining- ►Snæfríður Þóra Egilson er fædd í Reykjavík 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1975 og iðjuþjáifaprófi í Ósló 1981 og meistaraprófi í iðjuþjálfun í Kalifomíu. Lengst af hefur Snæfríður starfað sem yfiriðju- þjálfi á Greiningar- og ráðgjaf- arstöð ríkisins en starfar nú sem lektor við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Snæfríð- ur er gift Gunnari E. Kvaran, uppiýsingafulitrúa hjá Skelj- ungi, og eiga þau tvö börn. arstöð, tölvur og tjáskipti og kynnir m.a. Blysbera, sem er nýtt forrit fyrir bliss-tákn- málsnotendur. Þetta forrit mun breyta miklu um möguleika blissnotenda til boðskipta og náms. Þessu næst verður kynn- ing á talgervlum, sem Blindrafé- lagið annast. Þá fjallar Örn Ólafsson stoðtækjafræðingur um ýmsar nýjungar í hjálpartækjum. Að lokum ræðir Jón Torfi Jónas- son prófessor um tölvur í þágu fatlaðra - Framtíðin í ijósi vinnslunnar. A meðan á nám- skeiðinu stendur verður sýning á hugbúnaði, tölvugögnum og öðr- um tæknibúnaði fyrir fatlaða í anddyri Háskólabíós, en þar kynna Námsgagnastofnun, Tölvumiðstöð fatlaðra, Jetpro og Nýherji hugbúnað og rofabúnað fyrir fatlaða." - Hverjar eru helstu nýjungar í tækni fyrir fatlaða? „Nýjungamar em m.a. í sér- hæfðum hjálpartækjum og rofa- búnaði fyrir tölvur. Þama verður m.a. sýnt myndband af dreng sem stjórnar tölvunni sinni með augunum einum saman. Það er þannig gert að innrauðir geislar nema hreyfingar augna og á þann hátt notar hann tölvumús til að stjórna hinum ýmsu forrit- um.“ - Breyta tækninýjungar miklu í daglegu lífi fatlaðra barna? „Já, hiklaust, og við höfum mýmörg dæmi um slíkt. Fyrir tilstilli tækninnar geta ís- lensk böm með mikla hreyfihömlun t.d. stundað nám í al- mennum skólum og náð að þroska með sér sjálfstæði og frumkvæði og félagslega færni í krafti þess að komast um sjálf og rannsaka heiminn á eigin spýtur. Þessa möguleika opna t.d. rafmagnshjólastólar og göngu- og stoðtæki af ýmsum toga. Tæknin leysir þó ekkert ein sér, því fagþekking, vilji og áhugi þurfa einnig að vera fyrir hendi." Iðulega sé ekki tekið nægilega mik- ið mið af áliti notandans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.