Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 48
5- 48 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR - * V; Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, BJARNI GÍSLASON, Stöðulfelli, andaðist á sjúkrahúsinu á Selfossi þriðju- daginn 1. júní. Bryndís Eiríksdóttir, börn og tengdabörn. + Móðir okkar, MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR, Vesturgötu 61, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 31. maí. Sigríður Árnadóttir, Arnfríður Árnadóttir. + Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda föður, afa og langafa ÞORSTEINS SIGURÐSSONAR bifvélavirkja, Gnoðarvogi 28, verður gerð frá Seljakirkju föstudaginn 4. júr kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sen vildu minnast hans, er bent á Sjálfsþjörgu á höfuðborgarsvæðinu eða Parkinsonsfélagið. Jóhanna Valdimarsdóttir, Elín V. Þorsteinsdóttir, Ricardo Villalobos, Sigurður Þorsteinsson, Lilja D. Michilsen, Ingunn Þorsteinsdóttir, Guðjón Valdimarsson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir ástvinir. + Ástkær móðir okkar, ÞÓRA PÁLSDÓTTIR dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, sem andaðist á Sjúkrahúsi Akraness fimmtu- daginn 27. maí, verður jarðsungin frá Akra- neskirkju föstudaginn 4. júní kl. 14.00. Margrét Sigríður, Sigrún, Guðmundur, Aldís, Ragnar, Sigþóra og fjölskyldur þeirra. + Eiginmaður minn, faðir okkar, afi, langafi og tengdafaðir, SVEINN MÓSESSON málarameistari, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðdís Guðmundsdóttir, Reynir Sveinsson, Guðlaug Leifsdóttir, Smári Sveinsson, Bergdís Sigurðardóttir, Kristinn Sveinsson, afa- og langafabörn. + Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GÍSLA EINARSSONAR, Kjarnholtum, Biskupstungum, fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 5. júní kl. 14.00. Jarðsett verður í Haukadal. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsam- legast bent á Landgræðslufélag Biskupstungna. Ingibjörg Jónsdóttir, Einar Gíslason, Sesselja Pétursdóttir, Jón Ingi Gíslason, Hrönn Hafsteinsdóttir, Gylfi Gíslason, Oddný M. Arnardóttir, Jenný Gísladóttir, Bjarni Bender Bjarnason, barnabörn og barnabarnabarn. + Sesselja Sveins- dóttir fæddist 9. maí 1911. Hún lést á Hrafnistu 17. maí siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 25. maí. Ég man vel eftir því þegar ég hitti tengda- móður mína fyrst. Það var ekki langt samtal þá, en það sem mér fannst merkilegt var þegar hún sagði að það væri gott að vita til þess, að það væri margt sameigin- legt með fjölskyldum okkar. Löngu seinna gerði ég mér grein fyrir hversu fljót hún var að sjá allar að- stæður og setja þær í samhengi. Það sagði mér að hún bjó yfír dýr- mætri reynslu og þekkingu sem hún gat miðlað til annarra. Sesselja var lágvaxin kona, falleg, með þykkt og mikið hár. Hún var næm á umhverfi sitt, hafði góða nærveru og stutt var í kímnina. Nú þegar ég læt hugann reika til baka birtast í hugskoti mínu ýmsar myndir um tengda- móður mína. Ég man fyrstu árin á Kambs- vegi 13 þegar ég kynntist Ingólfi tengdaföður mínum og sá hversu samrýnd þau hjónin voru. Stuttu seinna varð tengdamóðir mín ekkja rúmlega sextug og saknaði Ingólfs síns mikið. Þetta var á þeim árum þegar kon- ur voru að sækja út á vinnumarkaðinn og tengdamóðir mín hafði þá unnið úti um skeið. Það var ávallt mikill hug- ur í henni með að búa fjölskyldu sinni fallegt heimili og styðja börn- in sín eins og kostur var til mennta. Hún ferðaðist töluvert og hafði mjög mikla ánægju af því og hafði frá mörgu að segja. Hún var sér- lega smekkvís kona og handavinna hennar ber þess glöggt vitni. Svo undraðist ég oft hvað hún komst yf- ir að lesa margar bækur og ég held að þótt hún hafi haft ánægju af mörgu sem hún tók sér fyrir hend- ur þá hafi bóklesturinn gefið henni einna mesta lífsfyllingu. Frá fyrsta degi bar hún mikla umhyggju fyrir mér, sem ég fæ ekki fullþakkað. Hún var örlát á góðvild og gjafír við börnin okkar Magnúsar og var um- hugað um velferð þeirra. Þegar við bjuggum vestur í Onundai-firði kom hún oft í heimsókn, alltaf boðin og búin til að hjálpa. Frá þeim árum eru margar skemmtilegar minning- ar, hvort sem það var í kringum sláturgerð eða að sinna þýskri ferðakonu. Arið sem við Magnús og börnin fluttum aftur suður höguðu atvikin því þannig til að við fluttum á Kambsveg 13 en hún flutti í litla íbúð í Ljósheimunum þar sem hún hélt fallegt lítið heimili og var þar gestkvæmt bæði af ættingjum og vinum. Á síðasta ári fór heilsunni mjög að hraka og átti hún hún við löng og erfið veikindi að stríða. Það var henni erfið ákvörðun að þurfa að leysa upp heimilið eftir erfiða sjúkrahúsvist og flytja á Hrafnistu þar sem hún bjó í rétt ár eða þar til yfir lauk. Hún var þakklát fyrir þá umönnun sem hún fékk á Hrafnistu og talaði með hiýhug um hjúkrun- arfræðinga og annað starfsfólk. Að leiðarlokum þökkum við Magnús og börnin samfylgdina og biðjum góð- an Guð að geyma þig. Sigrún Lind Egilsdóttir. SESSELJA SVEINSDÓTTIR GUÐBJORG SVAVA SIGURGEIRSDÓTTIR + Guðbjörg Svava Sigurgeirsdóttir fæddist í Húnakoti f Þykkvabæ 28. febr- úar 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 22. maí siðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Oddakirkju 29. maí. Elsku amma okkar. I fáeinum orðum lang- ar okkur að minnast þín og þeirra yndis- legu og dýrmætu stunda sem við áttum saman. Nú er við hugsum til baka koma fyrst upp í huga okkar allar heimsóknirnar til þín í Varmadal. Öll sú hlýja og væntumþykja sem streymdi frá þér þegar þú tókst á móti okkur. Okkur er minnisstæður undirbúningur jól- anna því að þá komum við með mömmu og hjálpuðum þér við að skreyta heimilið. Þá kom það ber- sýnilega í ljós hversu vel og vand- lega þú gekkst alltaf frá öllu því að gamla jólaskrautið var sem nýtt. Gaman var að fylgjast með ykkur mömmu þegar þið voruð að skreyta greinarnar sem hengdar voru upp og farið var með að leiðinu hjá afa. Svo var tilhlökkunin mikil þegar kom að jólaboðinu hjá þér, þá hitt- umst við öll fjölskyld- an og voru veitingarn- ar glæsilegar og kakó- ið þitt ógleymanlegt. Þú varst alltaf svo kát og lífsglöð og vildir allt fyrir okkur gera. Nú ert þú komin til guðs og afi hefur örugglega tekið fagnandi á móti þér. Elsku amma okkar, við þökkum þér kær- lega fyrir allar sam- verustundirnar, þín verður sárt saknað en við huggum okkur við það að nú sért þú komin til afa og Vigdísar frænku. Við biðjum góðan guð að geyma þig og varðveita. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, þvi nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma, öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Hvíl í friði. Þórunn, Ósk og Kolbrún. Mér bárust þau tíðindi að sú merka kona, Bagga frá Varmadal, væri látin. Við þau tíðindi rifjast margt upp + Frænka okkar, áF\ ABELÍINA KRISTJÁNSDÓTTIR, W' - - s lésf á Sjúkrahúsi Akraness 31. maí. \ : W Útför hennar fer fram frá Fáskrúðarbakka- kirkju laugardaginn 5. júní kl. 14.00. iV,-- .. / Fyrir hönd vandamanna, Inga Guðmundsdóttir. + Minningarathöfn um FRIÐGEIR ÞORSTEINSSON frá Stöðvarfirði, verður í Fossvogskirkju laugardaginn 5. júní kl. 10.30. Útförin verður gerð frá Stöðvarfjarðarkirkju þriðjudaginn 8. júní kl. 14.00. Aðstandendur. frá bernskuárum mínum. Svo er Guði fyrir að þakka að ég fékk að kynnast þeim mætu hjón- um, Óskari og Böggu. Þau voru mér eins og foreldrar og ég bar mikla virðingu fyrir þeim. Ég hef þekkt hana alla mína ævi og Bagga og mamma mín voru miklar vinkonur. Við komum austur í Varmadal á hverju sumri og frá sjö til fimmtán ára dvaldi ég hjá þeim hjónum hvert sumar. Bagga var mikil húsmóðir, henni lét vel að stjórna og hún fékk alla til að vinna með sér. Hún var prúð kona, aldrei sá ég hana skipta skapi, sama hvað gekk á. Hvergi í heimin- um hef ég fengið betra rúgbrauð en í eldhúsinu hjá henni Böggu. Það má segja með sanni að ég hefði ekki orðið það sem ég er í dag, hefði ég ekki verið svo lánsamur að eiga Varmadalsfólkið að á mínum unglingsárum. Eg þakka Böggu og hennar fólki trygglyndi alla tíð. Jón heitinn, tengdasonur Böggu, kom eitt sinn með hana í heimsókn til mín norður, ásamt mömmu minni og Grétu, dóttur Böggu. Mér þótti innilega vænt um þær stundir sem við áttum saman. Með Böggu er gengin eftirminni- leg kona. Syni og dætrum, öðrum ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Elías Guðmundsson. Frágangur afmælis- og minning- argreina MIKIL áhersla er iögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda gi'einamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið gi'einina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auð- veld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugi-ein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksenti- metra í blaðinu).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.