Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞEIR hlutu heiðursviðurkenningu úr Bókasafnssjóði hðfunda: Þor-
steinn Gylfason, Brian Pilkington og Hannes Pétursson.
Bókasafnssjóður höfunda
7,5 milljónum
úthlutað til
400 höfunda
„KRUMMI er fugl-
inn minn,“ orti Dav-
íð Stefánsson í ljóð-
inu Krummi sem
kom út í Svörtum
fjöðrum 1919.
Nýjar bækur
• SVARTAR fjaðrir ljóðabók Dav-
íðs Stefánssonar er endurútgefin í
tilefni þess að áttatíu ár eru liðin
frá frumútgáfu hennar 1919. Bókin
kemur út í riðröðinni Ljóðasafn
Helgafells.
Svartar fjaðrir var boðberi nýrra
tíma í íslenskri ljóðagerð. í ljóðum
hins unga skálds kvað við nýjan
tón, - tón heitra og frjálsra tilfinn-
inga. Bókinni var tekið af fádæma
hrifningu og hafa fáar ljóðabækur
hlotið viðlíka viðtökur. Davíð Stef-
ánsson er eitt ástsælasta skáld
þjóðarinnar.
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Bókin er 164 bls., prentuð í Odda.
Kápu hannaði Wilfried Bullerjahn.
Verð er 2.480 kr.
Lista-
smiðja
barna
-SUMARNÁMSKEIÐ Listasmiðju
barna, í samstarfi við Islensku
óperuna, hefjast mánudaginn 1.
júní og fara fram í æfingasal ís-
lensku óperunnar, Hverfisgötu
10. Á námskeiðinu, sem ætluð
eni börnum á aldrinum 9-12 ára,
verður kennsla í leiklist, mynd-
list, dansi og hreyfingu.
Kennarar eru Björgvin Franz
Gíslason, nemi við Leiklistar-
skóla íslands, Darri Lorenzen,
nemi við Myndlistar- og handíða-
skóla íslands, og Aðalheiður
Halldórsdóttir, sem kennt hefur
• TÍMARIT Máls og
menningar, 2. hefti
1999 (60. árgangur) er
komið út. Þar er þess
m.a. minnst að hund-
rað ár eru liðin frá því
bandaríski höfundur-
inn Ernest Hem-
ingway fæddist og að
tvö hundruð ár eru lið-
in frá fæðingu rúss-
neska skáldjöfursins
Púshkíns.
Skáldskapur og um-
fjöllun um bókmenntir
eru annars hryggjar-
stykkið í tímaritinu nú
sem endranær. Birt
eru ljóð eftir Isak
Harðarson, Jóhann Hjálmarsson
og Þórarin Torfason, smásaga eft-
ir Jón Óskar og þýðingar á smá-
sögum eftir Ernest Hemingway
og Guy de Maupassant, auk ljóða
eftir bandaríska ljóðskáldið Leo
Dangel.
Guðmundur Andri Thorsson rit-
ar grein sem hann nefnir „Einka-
væðing textans", Sigurður A.
Ljóðalestur á
Næstabar
HJALTI Rögnvaldsson leikari les
úr ljóðabók Þorsteins frá Hamri,
Sæfarinn sofandi, á Næstabar,
Ingólfsstræti 1A, í kvöld, fimmtu-
dagskvöld, kl. 21.30. Bókin kom út
árið 1992.
við Ballettskóla Eddu Scheving í
vetur.
Meðal annars verður farið
með börnin í könnunarferðir í
vinnustofu myndlistarmanna,
heimurinn bak við leiksviðið
Magnússon fjallar um
Hemingway, Arni
Bergmann um Pús-
hkín, Sigurður Páls-
son og Jón frá Pálm-
holti minnast Jóns
Óskars skálds, Örn
Ólafsson fjallar um
það hvernig hugmynd-
ir upplýsingaraldar-
manna birtast í ís-
lenskum þjóðsögum
og Hermann Stefáns-
son ritar grein af sam-
anburðarbókmennta-
fræðilegum toga sem
nefnist „Skáldskapur
á skökkum stað“.
Þann 12. mars síð-
astliðinn hlaut Pétur Gunnarsson
rithöfundur Stílverðlaun Þórbergs
Þórðarsonar og er þakkarávarp
hans birt í tímaritinu ásamt
ávarpi Þorsteins Gylfasonar pró-
fessors í heimspeki, „Mjólkurfélag
heilagra“ sem hann flutti af því
sama tilefni.
Ennfremur ritar Jón Karl
Helgason ádrepu og svo eru rit-
dómar á sínum stað.
Málverk á kápu er eftir banda-
ríska listamanninn Jasper Johns
og nefnist Skotskífa með gifsaf-
steypum (1955).
Tímarit Máls og menningar
kemur út ársfjórðungslega og
kostar ársáskrift 3.900 kr. innan-
lands, en 4.400 kr. til áskrifenda
erlendis. Ritstjóri Tímarits Máls
og menningar er Friðrik Rafns-
son.
kannaður og þau fá að sjá al-
vöru listdansara svífa um gólf.
Ymsum gestum verður boðið í
heimsókn, s.s. brúðugerðarfólki,
sjónhverfingamönnum og
dönsurum.
ÚTHLUTAÐ hefur verið í ann-
að skipti úr Bókasafnssjóði höf-
unda, sem tók til starfa 1. janú-
ar 1998. Úr sjóðnum er úthlutað
til höfunda, þýðenda og mynd-
höfunda vegna afnota bóka í al-
menningsbókasöfnum, Lands-
bókasafni-Háskólabókasafni,
skólasöfnum og bókasöfnum í
stofnunum. Úthlutunarfé Bóka-
safnssjóðs höfunda er skipt í tvo
jafna hluta. Annars vegar er út-
hlutað miðað við fjölda útlána
bóka og hins vegar eru veittir
styrkir í viðurkenningarskyni
fyrir ritstörf og önnur framlög
til bóka. Hámarksgreiðsla
vegna útlána er 300.000 krónur,
en lágmarksgreiðsla kr. 1.000.
Til að öðlast rétt til úthlutunar
þurfa höfundar að skrá sig hjá
sjóðnum og var skráningar-
frestur auglýstur sérstaklega.
Vegna útlána voru að þessu
sinni til úthlutunar 7,5 milljónir
króna sem úthlutað var til um
400 höfunda. I ár voru veittir
styrkir í viðurkenningarskyni
til 28 höfunda, samtals 7,7 millj-
ónir króna. Sérstaka heiðursvið-
urkenningu vegna framlags síns
til íslenskra bókmennta hlutu
höfundarnir Hannes Pétursson,
Þorsteinn Gylfason og Brian
Pilkington myndlistarmaður.
Heiðursviðurkenningarnar, að
upphæð kr. 500.000, voru af-
hentar með viðhöfn í Gunnars-
húsi í Reykjavík hinn 27. maí.
Eftirtaldir 25 höfundar hlutu
viðurkenningar að upphæð kr.
250.000 hver úr Bókasafnssjóði
höfunda: Andrés Indriðason,
Ágústína Jónsdóttirj Áslaug
Jónsdóttir, Baldur Oskarsson,
Eggert Þór Bernharðsson, Ey-
vindur P. Eiríksson, Freydís
Kristjánsdóttir, Guðjón Sveins-
son, Guðmundur Ólafsson, Hall-
dór Baldursson, Heimir Pálsson,
Helga Kress, Jón frá Pálmholti,
Kristín Arngrímsdóttir, Kristín
Steinsdóttir, Kristín Thorlacius,
Kristmundur Bjarnason, Ragn-
ar Th. Sigurðsson, Sigurjón
Birgir Sigurðsson, Silja Aðal-
steinsdóttir, Snorri Sveinn Frið-
riksson, Stefán Karlsson, Viktor
Arnar Ingólfsson, Þorsteinn Vil-
hjálmsson og Ævar Petersen.
Sljórn Bókasafnssjóðs höf-
unda skipa: Birgir ísleifur
Gunnarsson, formaður, Aðal-
steinn Ásberg Sigurðsson, Einar
Ólafsson, Knútur Bruun og
Magnús Guðmundsson.
BJÖRGVIN Franz Gislason, Aðalheiður Halldórsdóttir og Darri Lor-
enzen, kennarar í Listasmiðju barna.
Tímarit
Friðrik
Rafnsson
Sinfóníuhliómsveit Islands
Fernir tónleikar
á Höfn og
á Suðurlandi
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís-
lands leggur upp í tónleikaferð í
dag, fimmtudag, og er ferðinni
heitið um Suðurland með viðkomu
á Höfn í Hornafirði. Flogið er til
Hafnar þar sem fyrstu tónleikarnir
eru í Mánagarði í kvöld kl. 20.30.
Síðan verður ekið sem leið liggur
aftur til Reykjavíkur með viðkomu
á Kirkjubæjarklaustri og leikur
hljómsveitin á Kirkjuhvoli á morg-
un, föstudag, kl. 20.30. Þá verður
leikið í Félagsheimilinu Leikskál-
um á Vík í Mýrdal iaugardaginn 5.
júní kl. 15 og um kvöldið í íþrótta-
húsinu á Hvolsvelli kl. 20.30.
Hljómsveitarstjóri er Bernharð-
ur Wilkinson, nýráðinn aðstoðar-
hljómsveitarstjóri Sinfóníunnar, og
einleikari er Sigrún Eðvaldsdóttir
fiðluleikari, starfandi konsert-
meistari hljónisveitarinnar.
Bernharður
Wilkinson.
Sigrún
Eðvaldsdóttir.
Á efnisskránni
er forleikur að óp-
erunni Ruslan og
Ludmilla eftir
Mikhael Glinka;
Fiðlukonsert eftir
Max Bruch; Sin-
fónía nr. 9 eftir
Dmitri Shosta-
kovich og á tón-
leikunum á Höfn
eru sönglög eftir
Emil Thoroddsen,
Franz Lehár, Carl
Maria von Weber
o.fl.
í ferðinni eru 66
manns en fjögur
ár eru liðin frá því
Sinfómuhljóm-
sveitin heimsótti
síðast ofannefnda
staði/ >
Marteinn frændi, þrjá-
tíu árum síðar...
KVIKMYNPIR
Kringlubíó, SAM-bfó-
in, Álfabakka
MY FAVORITE MARTIAN irk
Leikstjóri Daniel Petrie. Hand-
ritshöfundar Sheri Stone og
Deanna Oliver. Kvikmyndatöku-
stjóri Thomas Ackerman. Tón-
skáid Jim Debuey. Aðalleikendur
Jeff Daniels, Christopher Lloyd,
Elizabeth Hurley, Daryl Hannah.
Michael Lerner, William Shawn,
Ray Walston. 90 mín. Bandarísk.
Walt Disney, 1999.
SJÓNVARPSÞÆTTIRNIR um
Marsbúann Martein frænda (Ray
Walston), blaðamanninn Tim
O’Hara (Bill Bixby) og ævintýri
þeirra á jörðu hér, gengu ekki lengi.
Þrjú, fjögur ár, og væru sjálfsagt
týndir og tröllum gefnir hérlendis,
ef ekki hefði komið til „kanasjón-
varpið“ ægilega. Sem átti að rústa
menningarlífi okkar eyjarskeggja
að áliti hóps framsýnna gáfumanna.
Ekki veit ég um líðan þeirra í fjöl-
miðlabyltingu samtímans, en hitt
veit ég að þeir Marteinn, Eliot
Ness, „litli" Joe Cartwright, og
fleiri góðir kunningjar, styttu manni
ómældar stundir í fásinni þessara
tíma. Og ætla rétt að vona að allir
hafi sloppið nokkumveginn óbrjál-
aðir frá þessum ágæta skyndibita
andans. Ekki hefur okkur tekist að
bæta hann, því miður.
Því er þetta rifjað upp að nú er
búið að gera bíómynd byggða á
þessum giúnaktugu, vísindaskáld-
sögulegu þáttum, enda slík iðja
vinsæl um þessar mundir vestra,
þó árangurinn hafi frekar verið of-
an en upp. Svo er um My Favorite
Martian, af árangrinum að dæma
hefðu þeir eins vel mátt hvíla í
friði. Jeff Daniels leikur O’Hara,
Michael Lerner ritstjórann hans
en Christopher Lloyd leikur Mar-
tein karlinn frænda. Jafnvel Wal-
ston gamla bregður fyrir, uppá
punt. Þessir ágætu menn standa
sig allir í stykkinu og brellunum
flogið fram. Þó er myndin síst
betri en einn hálftímaskammtur
frá „heilaþvottastöðinni" á Miðnes-
heiði í den. Sagan er nefnilega
sorglega flöt. Rekur sig tilþrifalítið
í anda þáttanna. O’Hara finnur
Martein, ný brotlentan, að vísu
kemur ný persóna, fláráð dóttir
ritstjórans (kynbomban Elizabeth
Hurley), nokkuð við sögu, annars
er þetta sama baslið við að koma
Marteini aftur til síns heima og
fela hans rétta ætterni á meðan
Jarðardvöl stendur. Leikararnir fá
því miður púðurlitlar línur að
stagglast á og framvindan ósköp
hæg. Myndin hrekkur þó í gang
undir lokin, tekur sig skyndilega
til og verður fyndin, svo smáfólkið
hrein af gleði í kringum mig. Sem-
sagt dágott þrjúbíó, það er nauð-
synlegt líka.
Sæbjörn Valdimarsson