Morgunblaðið - 03.06.1999, Side 30

Morgunblaðið - 03.06.1999, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Evrópumálin þvælast fyrir í Evrópuþingskosningunum Verkamannaflokkurinn er vís með að tapa einhverj- um af þingsætunum 62 frá síðustu Evrópuþingskosn- ingum út á það eitt, að nú er kosið hlutfallskosningu. Haldi flokkurinn sama atkvæðahlut og fyrir mánuði mun hann fá um 34 af þeim 87 þing- sætum, sem kosið er um. Það er engu líkara en þetta útlit svipti Verkamannaflokksmenn öllum krafti, því kosningavélin, sem malaði svo létt fyrir mánuði síðan, höktir nú eins og gömul dráttarvél á síðasta snúningi. Það er ekki að sjá, að Verkamannaflokkurinn vilji hrista upp í kjósendum og drífa þá á kjör- stað. Kannski vilja menn geta kennt lélegri kjörsókn um slæma útreið. En ástæðumar liggja líka í Evrópu- málunum sjálfum. Verkamanna- flokkurinn vill alls ekki að kosning- arnar snúist um Evrópumál - hann vill láta þær snúast um heimahag- ana; ríkisstjóm flokksins, vinsældir hennar og forsætisráðherrans, sem nú á miðju kjörtímabili njóta meiri vinsælda hjá kjósendum en dæmi era um. Evrópumálin eru flokknum bara til vandræða, því þótt meirihluti Breta, 53%, sé fylgjandi Evrópusam- starfi, hafa menn alls kyns fyrirvara á því. Þeir era til dæmis andvígir evrunni og hrökkva undan, þegar talað er um sterk tengsl við önnur Evrópuríki. Þetta hefur ekkert breytzt, þótt Tony Blair hafí tekið forystuna fyrir Evrópu í Balkan- stríðinu ög endurreisn ráðherraráðs- ins í Brassel. Það hefur hins vegar aukið á vinsældir hans heima fyrir! Blair hefur gert Bretum Ijóst, að framtíðin sé fólgin í evranni og sterkum tengslum við Evrópusam- bandið. Við þá framtíðarsýn lítur margur Bretinn undan. Blair hefur reynt að ná takti við þjóðina með því að tala um, að Bretar gangi ekki evr- unni á hönd, fyrr en réttar aðstæður skapast og vill ekki setja því nein tímamörk. En hann hefur sett flokk- inn ótvírætt þeim megin, sem evran bíður. Þar hittir hann hins vegar minnihluta þjóðar sinnar fyrir. Blair hefur reyndar sagt, að nauðsynlegt sé að uppræta Evrópuóttann í Bret- um. En þar á hann enn of langt í land. Þess vegna nennir Verka- mannaflokkurinn ekki að ganga fram af neinum krafti fyrir þessar kosningar. Þetta sinnuleysi endur- speglast svo í almenningi, en aðeins 19% kjósenda flokksins telja Evr- ópumálin skipta einhverju máli. Meirihluti sem vill ekki skila sér Ihaldsmenn, undir forystu William Hague, halda aftur á móti fast á Evr- ópumálunum, enda telja 42% kjós- enda þeirra, að Evrópumálin sldpti veralegu máli. Enda þótt meirihluti kjósenda Ihaldsflokksins vilji að Bretar fari úr Evrópusambandinu, þá er stefna flokksins að vera með, en áherzlan er á að láta Brassell ekki ráða ferðinni. Ihalds- flokkurinn er andvígur evrunni og hefur þegar tilkynnt að sú andstaða verði á stefnuskrá flokksins fyrir næstu kosningar. íhaldsmenn biðla líka óspart til þeÚTa kjósenda Verkamannaflokksins og Frjáls- lyndra demókrata, sem eru andvígir evranni og vilja fara hægt í Evrópu- málunum og segir þetta þeirra tæki- færi til þess að segja flokkunum, hvað þeim raunveralega finnst í þessum málum. Það hefur svo enn bætt vatni á myllu íhaldsmanna, að fréttir af gengi evrannar síðustu daga, hafa verið frekar dapurlegar, eins og reyndar flestar fréttir úr Evrópu- herbúðunum. Og skattamálin, sem alltaf standa nú hjarta kjósandans nærri, ef nokkur málaflokkur gerir það, hafa komið hér upp á borðið með þeim hætti, að íhaldsmenn hafa snúið samræmingu Breta og Evr- ópusambandsins til þess, að hún Mánuði eftir sveitarstjóma- og heima- þingskosningar ganga Bretar aftur að kjörborðinu 10. júní til þess að velja full- trúa á þing Evrópusambandsins. Frey- steinn Jóhannssonsegir frá gangi mála, sem einkennist af áhugaleysi, fyrst og fremst kjósenda, sem þykir kosningabar- átta Ginu Lollobrigida niður á Italíu for- vitnilegri en það sem heimamenn aðhafast. AFP WILLIAM Hague hefur átt undir högg að sækja frá því að hann tók við formennsku í Ihaldsflokknum breska. I kosningabaráttunni fyrir Evrópuþingskosningamar reynir hann að höfða til þeirra kjósenda sem vilja fara variega í Evrópumálum. Vilja láta kosningarnar snúast um heimahagana muni leiða til aukinnar skattbyrði á Breta. Þessu mótmælir ríkisstjórnin hástöfum, en íhaldsmenn njóta vafans og þess, að Bretar era tor- tryggnir á allt frá Brassel. Meirihluti Breta vill halda í brezka pundið og það hljóta að vera þægileg viðbrigði fyr'r WUliam Hague að leiða flokk sinn einhvers staðar sam- stíga meirihluta þjóðarinnar. En vonbrigði mega það vera að þessi ós- kastaða skuli ekki skUa honum meiru í kosningunum, en útlit er fyr- ir, því enda þótt Ihaldsflokkurinn stefni í nokkurn ávinning frá kosn- ingunum fyrir mánuði, dugar hann skammt tU þess að draga Verka- mannaflokkinn uppi. Það hefur dregið úr slagkrafti Hague, að margir málsmetandi ffialdsmenn era eindregnir Evrópu- sinnar, þar á meðal Kenneth Clarke og Michael Heseltine, og tveir þing- menn flokksins stofnuðu Evrópu- vænan íhaldsflokk, sem hefur barizt gegn Hague með kjafti og klóm. Of- an á allt annað virðist Hague svo, hvað sem málstaðnum líður, fara lítið fram við að ná til fólks meðan Blair flýgur á vængjum vin- sældanna. 58% Breta era ánægðir með það, hvern- ig Blair fer með forsætis- ráðherraembættið, en að- eins 20% lýsa ánægju ..11' sinni með, hvemig Hague ferst stjómarandstaðan úr hendi. Hins vegar era 55% óánægðir með frammistöðu hans. Það er svo salt í sárið, að fleiri íhaldsmenn (36%) era ánægðir með Blair, heldur en Hague (29%). Hins vegar sýna skoðanakannanir, að flokknum myndi ekki vegna betur undir annars stjóm, t.d. Kenneth Clarke. En um leið og íhaldsflokkurinn reynir að sækja gegn Verkamanna- flokknum og Frjálslyndum demó- krötum, er sótt að honum af báðum köntum á hans eigin vallarhelmingi. Evrópuvæni íhaldsflokkurinn brýzt um hart og nær vafalaust að höggva í raðir íhaldsmanna, en frambjóð- endum þeirra starfar lika hætta af Brezka sjálfstæðisflokknum, sem er andvígur aðild Breta að Evrópusam- bandinu og kann að fá þingsæti vegna hlutfallskosningarinnar. Þrátt fyrir allt era möguleikar þessara kosninga íhaldsmönnum í hag. Þeir munu bæði njóta meiri áhuga sinna kjósenda og svo kann gras þeirra þrátt fyrir allt að sýnast grænna í augum einhverra, sem í öðrum kosn- ingum myndu ekki virða frambjóð- endur flokksins viðlits. Svanasöngur Ashdown Þessi kosningabarátta er svana- söngur Paddy Ashdown á formanns- stóli Fijálslyndra demókrata. Sú staðreynd hefur þó vafizt fyrir hon- um frekar en hitt, því kapphlaupið um formennskuna stendur sem hæst og skyggir á kosningabaráttuna, sem Ashdown leiðir af miklum dugn- aði. Hann hefur reynt að skffja frjálslynda sem mest frá Verka- mannaflokknum, sakar Tony Blair um vingulshátt og skort á nennu til að leiða umræðuna í Bretlandi um Evrópumálin almennt og þá sérstak- lega eina Evrópumynt. Frjálslyndi flokkurinn vill Evrópusamstarf. Hann vill halda þjóðaratkvæði sem fyrst um það, hvort Bretar eigi að taka upp evrana eða ekki, og Ashdown segist vera eini flokksformaðurinn, sem hafi einhverja ákveðna, margþætta Evr- ópustefnu um að tala; íhaldsmenn hamist bara gegn evranni og Verkamannaflokk- urinn vffji vera alls staðar annars staðar. Framboðsfrestur til formennsku í Frjálslynda flokknum rennur út 28. júní og um 90.000 flokksmenn kjósa nýjan formann í mánuðinum þar á eftir. Það var eins með þetta og svo margt annað í pólitíkinni, að fram- boðið fyrst var mun meira en eftir- spurnin. Líktu blöðin því við lélegan farsa, hversu margir viðurkenndu að ganga með flokksformann í magan- um án þess að eiga til hans nokkra von. Síðan vora helztu fréttirnar af flokknum ekki um kosningabarátt- una fyrir Evrópuþingskosningamar, heldur hverjir væra hættir við að sækjast eftir formennskunni og stundum hættu menn við að hætta við tff þess eins að hætta við aftur! Þegar þetta er skrifað virðist Ihaldsflokkur- inn klofinn vegna Evrópu- mála Charles Kennedy, þingmaður, standa sterkast að vígi, en þeir, sem vilja sem nánast samstarf áfram við Verkamannaflokkinn í anda Paddy Ashdown leita með logandi ljósi að manni til þess að fara fram á móti honum. Sem stendur virðist sá mað- ur vera Paul Tyler, þingflokksfor- maður frjálslyndra. Sjálfur lætur Ashdown ekkert uppi um hug sinn varðandi eftir- mann. Þeir, sem nálægt honum standa, segja blaðamönnum að öll uppþotin í kring um formennsku- slaginn fari óskaplega í taugarnar á honum, en hann reyni að láta sem ekkert sé annað um að vera en kosn- ingabarátta tff Evrópuþingsins. I sjónvarpsviðtali um helgina sagðist Ashdown líta stoltur um öxl og ef hann mætti nefna einn hlut sér til tekna sem formaður Frjálslynda flokksins, þá væri það að hafa leitt flokkinn úr hlutverki hrópandans yf- ir til þess að hafa raunveraleg póli- tísk áhrif. Flokkurinn býður nú fram tff allra Evrópuþingsætanna 87, sem kosið verður um í brezku kjördæm- unum 11 í næstu viku. Paddy Ashdown hefur stýrt flokknum til samstarfs við Verka- mannaflokkinn (draumi Tony Blafr um vinstra aflið sem útiloki íhalds- menn frá völdum um langa framtíð), en um leið reynt að sigla þannig, að sjálfstæði flokksins væri ekki mis- boðið. Um þessa siglingu hafa flokksmenn ekki verið sammála og andstæðingamir raggað bátnum ótæpilega. Má vera, að þetta sé því kjörinn tími fyrir Paddy Ashdown tff að fara í land. Enda segja menn, að framtíð hans eftir Frjálslynda flokk- inn kunni að vera ráðin. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins sé tffbúin til þess að styðja hann sem eins konar ,gáðherraembættis“ Evrópusam- bandsins, þar sem hann fari með ut- anríkis- og öryggismál. Óvíst er, hvort aðrar ríkisstjórnir hafa áhuga á honum, en sjálfur hefur hann lýst áhuga á starfanum. Þeir eru fleiri sem róa En það róa fleiri flokkar á evr- ópsku miðin. Báðir þjóðernisflokk- amir, sá velski Plaid Cymra og Skozki þjóðemisflokkurinn bjóða fram á sínum slóðum. SNP vill tengj- ast evranni og er áfram um sterk tengsl sjálfstæðs Skotlands við Evr- ópu með breýttri vamarstefnu og úrsögn úr NATO. Salmond, leiðtogi skozkra þjóðemissinna, hefur bent á, að Verkamannaflokkur Skotlands hafi ekki séð ástæðu til þess að setja fram eigin stefnuskrá fyrir Evrópu- þingskosningarnar, heldur lúti hann í einu og öllu valdboði flokksforyst- unnar í London. Plaid Cymra sér nú í fyrsta sinni fram á möguleika á því að eignast þingmann í Strassborg og það gera líka græningjar, sem komu manni á --------- skozka heimastjórnar- þingið fyrir mánuði síðan. Græningjar vffja að kjós- endur segi hug sinn tff stefnu ríkisstjómarinnar varðandi erfðabreytt ™ matvæli, en græningjar vilja setja bann á framleiðslu og inn- flutning slíkrar vöra. Áhugi á Ítalíu og írlandi Þannig má segja, að brezkir kjós- endur hafí allt litrófið til þess að velja úr. En þeir era þreyttir, ný- komnfr frá kjörborðinu og hafa litla lyst á þeim réttum, sem þeim er boð- ið upp á nú. Það segir sína sögu, að áhugi þeirra er mun meiri á gengi kvikmyndastjörnunnar Gina Loll- obrigida og fótboltahetjunnar Paolo Rossi, sem era í framboði á Italíu, og söngkonunnar Dönu, sem er í fram- boði á írlandi, heldur en á þem fram- bjóðendum, sem þeim sjálfum standa til boða. Eins og þeir segja í söngvakeppni Evrópustöðvanna. Italía tólf stig, ír- land tíu, en Bretland - í mesta lagi fimm stig. Níu fórust í Tauern- göngunum TALA látinna í eldsvoðanum í Tauem-jarðgöngunum í Aust- urríki sl. laugardag hefur hækkað dag frá degi og í gær fundust fjögur lík til viðbótar. Alls hafa lík níu fómarlamba fundist og telja hjálparstarfs- menn ekki ólíklegt að tala lát- inna hækki í allt að tólf. Eftir nánari athugun á göngunum er einnig talið að áreksturinn sem olli eldinum hafi verið mun alvarlegri en í upphafi var talið. Eldurinn kviknaði er vörubíll ók á farþegabíl með þeim afleiðingum að hann rann á afturhluta annars vöru- flutningabíls sem var að flytja málningu. Botha hefur betur DÓMSTÓLL í Höfðaborg úr- skurðaði á þriðjudag P.W. Botha, fyri-verandi forseta Suður-Afríku, í vil eftir að undirréttur hafði fundið hann sekan um vanvirðingu við réttinn. Botha hafði virt að vettugi kvaðningu Sannleiks- nefndarinnar um að bera vitni fyrir nefndinni í rannsókn á mannréttindabrotum sem framin vom á tímum aðskiln- aðarstefnunnar. Dómstóllinn hnekkti úrskurði undirréttar á þeirri forsendu að nefndin hefði ekki haft lögsögu í mál- inu þegar stefnan var gefin út. Pillan leyfð í Japan JAPANSKAR konnr fá nú loks að nota getnaðar- vamapilluna. Yfirvöld hafa verið treg til að leyfa notkun pillunnar, m.a. vegna þess að þau töldu hættu á að lauslæti ykist og alnæmi breiddist örar út í kjölfarið. Stefrit er að því að pillan verði seld gegn lyf- seðli frá og með haustinu. Getuleysi karla rakið til reykinga REYKINGAR auka hættuna á getuleysi meðal 50% karla á fertugs- og fimmtugsaldri en þrátt fyrir hættuna eru fáir sér meðvitandi um hana, segir í rannsóknarskýrslu um áhrif reykinga sem gefín var út í Bretlandi gær. Enn fremur segir í skýrslunni að 120.000 breskir karlar eigi við kvillann að stríða. Mesta at- vinnuleysi í Japan ATVINNULEYSI í Japan hefur aldrei verið meira en nú. Vegna verstu efnahagslægðar þar í landi í fimmtíu ár hafa fyrirtæki þurft að segja upp fjölda starfsmanna. Opinberar tölur, sem birtar voru í vik- unni, sýna að 3,42 milljónir Japana voru án atvinnu í apríl. Það jafngildir 4,8% allra vinnufærra manna í landinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.