Morgunblaðið - 03.06.1999, Side 47

Morgunblaðið - 03.06.1999, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 47 + Viggó Jónsson, Rauðanesi, fæddist í Reykjavík 27. desember 1908. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 19. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Borgarnes- kirkju 29. maí. Það er komið vor og gróðurinn að taka við sér, þetta er með betri tímum ársins þegar | maður sér líf kvikna 1 eftir veturinn, en j skyndilega kom haust aftur þegar ég frétti að afi væri dáinn. Afi er dáinn... Þessi orð hljóm- uðu í höfðinu á mér næstu daga, minningar skjóta upp kollinum, um allan þann tíma sem ég átti með þér afi minn. Alltaf gat maður sótt í smágleði hjá þér því stutt var í grínið og glensið. AJltaf átt- irðu eitthvað í pokahominu, stakkst að manni smásúkkulaði- bita sem þú áttir alltaf nóg af handa okkur krökkunum, því ekki fór maður tómhentur frá þér. Nokkur ár eru síðan amma fór og ég veit að þá misstirðu eina af þínum stærstu perlum í lífi þínu afi minn, því þið voruð svo samrýnd í einu og öllu sem þið tókur ykkur fyrir hendur. Alltaf gat maður farið á neðri 1 hæðina og átt yndislegar stundir með ykkur og alltaf var manni tekið opnum örmum og með hlýju, því þið voruð svo hjálpleg og elskuleg bæði tvö, og það er erfitt að hugsa til þess að maður sé bú- inn að missa ykkur bæði. Eru þessir tímar sem ég átti með ykkur vand- lega geymdir í hjarta mínu og mér verður oft hugsað til ykkar og þeirrar hamingju sem þið færðuð manni, elsku afi og amma. Héma situr maður og reynir að skrifa nokkrar línur um þær stundir sem ég fékk að njóta með ykkur. Samt er söknuður stór hluti af tilfinningum mínum núna þó að ég viti að núna ertu þar sem þú vildir vera afi minn eða hjá henni ömmu minni. Eg veit að þér líður vel núna og þið munuð vaka og halda verndarhendi yfir okkur, elsku afi og amma. Guð geymi ykkur. Kristján Viggó Guðjónsson. Hann elsku afi minn, Viggó Jónsson, er dáinn. Hann hafði þráð hvíldina síðan amma lést árið 1993. Þau voru alltaf svo samrýnd og ástfangin. Núna eru þau saman á ný-. Eg var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp í nálægð þeirra. Það var alltaf gaman að geta hjálp- að afa og ömmu. Þau gáfu svo mik- ið af sér og kenndu okkur svo margt. Frá því að afi keypti Rauðanes árið 1934 stundaði hann laxveiði í net á meðan heilsan leyfði. Þegar við krakkamir vorum stálpaðir fórum við að fara með afa á gamla MINNINGAR Zetor að vitja um netin. Hann var með litla kerru aftan í þar sem við krakkamir sátum á pönnum og kössum á leið út leirurnar. Svo vomm við að metast á leiðinni hversu margir laxar væm í netinu, spennan var alltaf jafn mikil. En þegar hann treysti sér ekki lengur til að vitja um netin tóku aðrir við hans verki. Afi beið þá alltaf jafn spenntur við svefnherbergisglugg- ann þegar við komum heim frá umvitjun og við réttum upp fing- uma eða hendurnar til þess að láta hann vita hvað laxarnir vora marg- ir. Afi hafði gaman af að slá í slag yfír vetrarmánuðina og höfðum við krakkarnir ekkert á móti því að fara niður og spila við afa og ömmu þegar við komum heim úr skólanum. En þegar voraði lagði hann spilin á hilluna. Vorið var afa dýrmætur tími og alltaf kepptist hann við að virkja okkur krakkana við vorverkin. Hann stundaði garðyrkju með ömmu eftir að þau hættu búskap. Oft laumaði hann nýuppteknum rófum að okkur þegar við komum til hans út í garð; hann var alltaf svo ánægður þegar við komum til hans. Afi var orðinn gamall og þreytt- ur eftir langt strit enda hafði hann á orði að hann vissi ekki til hvers hann hafði unnið til þess að fá að lifasvona lengi. Ári eftir að amma lést flutti ég í kjallarann til afa; hann var svo ánægður að fá einhvem til sín. Hann flutti á Dvalarheimilið í Borgamesi fyrir tæpu ári. Hinn 11. apríl skírðum við svo yngsta langafabamið í stofunni hans heima í Rauðanesi, það gladdi hann mjög, en það var í síðasta skipti sem hann kom heim til sín. Elsku afi, ég þakka þér iyrir allt. Blessuð sé minning þín. Kær kveðja, Fjóla, Framjois og Delia Rut. VIGGO JONSSON JÓN VALDIMAR VALDIMARSSON + Jón Valdimar Valdimarsson húsasmíðameistari fæddist á Akranesi 10. apríl 1935. Hann lést á sjúkrahúsi Akraness 8. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 14. maí. Vinur minn, Jón Valdimarsson húsa- smíðameistari frá Akranesi, er látinn langt um aldur fram. Ekki veit ég mikið um ættir Jóns né uppruna. Jón talaði ekki mikið um sjálfan sig né ættingja sína. Hitt veit ég að að Jóni stóðu sterk- ir stofnar sem oft á tíðum vom boðberar réttlætis og jafnaðar. Sjálfur var Jón maður hugsjóna og framkvæmda, var ekki talsmaður orðaflaums og skrams. Vildi sjá efndir loforða. Ég tel mig heppinn að hafa kynnst þessum drenglynda manni. Við unnum saman um ára- bil og höfðum þekkst lengi. Milli okkar ríkti vinátta sem ekki bar skugga á. Jón var mikill náttúra- unnandi og dýravinur. Þekkti með nöfnum flesta fugla sem hingað koma og hér eru. Jón unni landi sínu og þjóð. Hersetið land er ekki frjálst. Þessi orð Jóns hafa mér oft verið umhugsunarefni. Fyrir fáum mánuðum hitti ég þennan góða vin minn. Þá sagði hann mér frá veikindum sínum og taldi litlar vonir um bata. Það sem var ofar- lega í huga hans var að verða tek- inn frá sínum nánustu, sinni góðu konu sem hafði reynst honum afar vel og eins að verða tekinn frá börnum sínum, barnabörnum og bamabarnabörnum. „Hugsaðu þér, Haffi minn, hvað það eru mikil forréttindi að mega fylgjast með uppeldi sinna nán- ustu, sjá þau vaxa úr grasi og verða að full- tíða manneskjum. Sjálfur kvíði ég ekki dauðanum en ég þrái samt að lifa. Það sem er sárast er að nú verður Sigga mín og mínir nánustu án mín og ég án þeirra." Eitt var það í fari Jóns sem var rauður þráður í gegn um lífið, hann hafði mikla skömm á hvers kyns hræsni og undirlægjuhætti, skrami og eymdarmennsku. Ljóð Steins Steinars lýsir vel skoðunum vinar míns í þeim efnum, sem og ást hans á landinu okkar fagra: ísland, minn draumur, mín þjáning, mín þrá, mitt þróttleysi og viðnám í senn. Þessi vængjaða auðn með sín víðemi blá, hún vakir og lifír þá enn. Sjá hér er minn staður, mitt líf og mitt lán, og ég lýt þér, mín ætt og mín þjóð. Ó þú skrínlagða heimska og skrautklædda smán, mín skömm og mín tár og mitt blóð. Ég votta Sigríði og ættingjum og vinum Jóns mína innilegustu samúð og bið þeim öllum guðs- blessunar. Ég kveð vin minn með söknuði og virðingu. Hafsteinn Iflartarson. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Innritun í dagnám á haustönn 1999 1.-4. júní kl. 10.00-18.00 Nauðsynlegt er að umsókn fylgi staðfest afrit af gögnum um fyrra nám, þar með taldar síð- ustu einkunnir í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Gefinn verður kostur á stöðuprófi í nokkrum áföngum. Innritað er í eftirfarandi nám: Grunndeildir: Bíliðnir, málmiðnir, múrsmíði, rafiðnir, tréiðnir. Framhaldsdeildir: Húsasmíði, húsgagnasmíði, rafeindavirkjun, rafvirkjun og rafvélavirkjun. Bókiðnir. Hársnyrtiiðn, 1., 3. og 4. önn (samningur fylgi). Hönnunarbraut. Klæðskurður og kjólasaumur. Samningsbundið iðnnám (samningur fylgi). Tæknibraut (lýkur með stúdentsprófi). Tækniteiknun. Tölvufræðibraut. Almennt nám. Fornám. Innritað er með fyrirvara um þátttöku í einstök- um deildum pg áföngum. Innritun í meistara- nám og kvöldnám verður í ágúst. Nánar auglýst síðar. Iðnskólinn í Reykjavík, sími 552 6240 - fax 551 4122, netfang ir@ir.is. Sjá einnig heimasíðu www.ir.is og textavarp, síða 631 —632. BÁTAR SKIP Til sölu Dalaröst ÁR 63 104 brl. stálskip, smíðað árið 1978 í Noregi, búið 700 ha Mitsubishi aðalvél frá 1985. Skipið er útbúið á dragnóta- og togveiða. Mögulegt er að selja hluta aflahlutdeilda með skipinu. Til sölu Hafnarröst ÁR 250 218 brl stálskip, smíðað árið 1964 í Noregi, búið 862 ha Caterpillar aðalvél frá 1978. Skipið, sem er útbúið til dragnótaveiða, getur einnig hentað vel sem línuskip. Skipið er með frystingu. Mögulegt er að selja hluta aflahlutdeilda með skipinu. Suðuilandsbraut 50-108 Rvk. Sími 588-2266 - Fax 588-2260 SK.IPASALA e h f. Þorstcinn Guðnason rek.bagfr. SMAAUGLÝSINGAR FELAGSLIF FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRK/NNI6 - SlMI 568-2533 Fimmtudagur 3. júní kl. 20. Skógarganga i Hamrahlíðar- skóg og Hlíðartún með Skóg- ræktarfélagi Mosfellsbæjar. Brottför frá Mörkinni 6 kl. 20.00 eða mæting við Úlfarsfell kl. 20.30. Verð kr. 500. Vinnuferð Uppgræðsla við Sandafell við Þjórsá helgina 4.-6. júní. Gist f skála. Hafið vinnuföt og svefn- poka með. Allir velkomnir. Skráning og upplýsingar í síma 565 6436 til hádegis hinn 4. júní. Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd. líímhjólp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Fjölbreyttur söngur. Samhjálp- arkórinn tekur lagið. Barna- gæsla. Samhjálparvinir vitna. Kaffi að lokinni samkomu. Ath. sunnudagssamkomur falla niður í sumar. Minnum á opið hús laugardaginn 5. júní frá kl. 14—17. Allir velkomnir. Samhjálp. Kl. 20.30 Kvöldvaka í umsjá Lofgjörðarhópsins. Allir hjartanlega velkomnir. Dilbert á Netinu vý«j> mbl.is —ALUn/Kf^ eiTTH\/AÐ AÍVTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.