Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ 60 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 ELSTA heimild um hekl á íslandi virðist tengjast kvennaskóla sem var stofnaður árið 1851 í Reykja- vík af Ágústu Grímsdóttur, dóttur Gríms Jónssonar amtmanns, sem rak hann ásamt yngri systur sinni Þóru. Þær höfðu alist upp að verulegu leyti í Dan- mörku og hlotið menntun þar, skv. grein Elsu E. Guðjónsson í Árbók Fornleifafélags íslands 1995. Þar segir einnig: „I skóla þeirra voru kennd tungu- mál, útsaumur, hekl, pijón og fleira að því er Anna L. Thoroddsen rifjar upp í æskuminningum sínum, en elsta systir hennar stundaði nám í skólanum og var síðan látin kenna yngri systrum sínum . . . Rúmum tuttugu árum eftir að stúlknaskólinn í Reykjavík hætti störfum, nánar til tekið 1874, stofnaði yngri amtmannsdóttirin Þóra, þá gift Páli Melsted sagnfræðingi, Kvennaskóiann í Reykjavík. Veitti hún honum for- stöðu til ársins 1906. í Kvennaskólanum var ætíð lögð mikil áhersla á alls konar handavinnu. Var hekl þar á námsskrá frá upphafi, kennt eina stund á viku í þriðja bekk, og var raunar þegar nefnt meðal fyrirhugaðra kennslugreina í frumdrögum um skólann sem birtust á prenti í mars 1871. Má gera ráð fyrir að brautskráðar námsmeyjar, einkum á fyrsta og öðrum áratug skólans, hafi átt alldrjúgan þátt i að breiða kunnáttu á hekli út um landið." Tími heklsins á Islandi er því í raun mjög stuttur en öruggt er að það er komið til að vera, þ.e.a.s. ef skólarnir standa sig í kennslu á hekli sem er auðvitað forsenda fyrir því að svo megi verða. Því heyrst hefur að ungdómurinn ku vera hættur að nema af fótskör ömmu og afa einfaldlega vegna þess að hópamir tveir, ungdómurinn og aldrað- ir, eru hættir að hittast, búið að stía þeim i sundur! Ljótt er ef satt er en þeim mun meiri er þá ábyrgð skólanna eða hvað? Á Þjóðminjasafni Islands er hekluð peningapyngja sem er einn af elstu hekluðum gripum sem varðveist hafa á Islandi. Þessi peningapyngja er einmitt úr dánarbúi Þóm Melsted. Matthías Þórðarson fyrrverandi þjóð- minjavörður lýsir pyngjunni svo í skrá safnsins: „Peningapyngja hekluð úr móleitu garni, aðallega á þrennan hátt. Baugur úr stáli er um miðju; hafa líklega verið tveir slíkir . . . Sennilega eptir frú Thora Melsteð; kann þó að vera útlend að gerð og upprana." Peningapyngjan er að lög- un eins og langur mjór poki og baugurinn settur upp á til að loka fyrir. Hún er einföld að allri gerð en það er einmitt það skemmtilega við heklið hversu einfalt það er og því hægt að búa til nánast hvað sem er, bara ef hugmyndaflugið er virkjað. Hekluðu töskuna hér til hliðar er skemmtilegt að hekla og ekki síður skemmtiiegt að hafa hana á öxlinni því það er eitthvað sérstakt við það að bera á sér það sem maður hefur sjálfur gert eða einhver náinn manni. Það er notaleg tilfinning sem fær mann til að bera öðruvísi virðingu fyrir þessum hlutum en keyptum tilbúnum hlutum. Þessir hlutir hafa góða nærveru og hver þekkir ekki tilfinninguna sem fer á kreik þegar komið er inn í hús hjá eldri konum sem hafa lagt alúð sína í hannyrðir allt sitt líf til að prýða heimilið í hólf og gólf. Þar era einhver rólegheit og kyrrð sem svífa yfir vötnunum sem sálfræðingar og aðrir í þeim geira ættu að gefa gaum að í stressi og hraða nútímans. Taskan er hekluð úr Mandarin Classic sem er 100% bómullargarn og hentar einkar vel til slíks brúks því taskan verður nokkuð stíf og þægileg í notkun. HEKLUÐ RÓSATASKA Hönnun: Sigríður Friðriksdóttir Stærð: Breidd 29 cm. Hæð 24 cm. Garn: MANDARIN CLASSIC 100% BÓMULL Brúnt nr. 729, 3 dokkur Eða t.d. þessir litir: Khaki 2205, millibrúnt nr. 726, drapplitað nr. 723, kremað nr. 703, svart nr. 712. HEKLUNÁL nr. 3 Byrjað er á botni töskunnar sem er heklaður í hring. Heklið 62 11. Sting- ið nálinni í aðra loftlykkju frá nál- inni og heklið 61 fp. Heklið áfram í sömu loftlykkjur. = 122 fp. alls í VORVINDAR 2 fyrir 1 á Vorvinda! K VIK M Y NDAHÁTÍÐ í HÁSKÓLABÍÓI 0G REGNBOGANUM 20. maí - 9. júní Gegn framvísun þessarar auglýsingar býður Morgunblaðið lesendum stnum tvo miða á verðl eins á kvikmyndahá- tíðina Vorvinda sem haldin er í Regn- boganum og Háskólabíói. Góóa skemmtunl p(pCMOAClMKl HÁSKÓLABÍÓ ÞAÐ er eitthvað sérstakt við að bera á sér það sem maður sjálfur hef- ur búið til eða einhver nákominn manni. hringnum. Skiptið töskunni í fram- og bakstykki með 61 fp. á hvoru stykki. Setjið merki í báðar hliðar. Aukið í 3 fp. í báðum hliðum með því að hekla tvisvar í hliðarlykkjuna og lykkjurnar sína hvorum megin við hana. Útaukningamar eru end- urteknar í tveimur umferðum í við- bót = 140 fþ. Heklið áfram þar til komnar eru 9 umferðir. Heklið nú munstur þannig: 4 11. (= fyrsti tvöf.st.) 1 tvöf.st. + 111. + 2 tvöf.st. í sömu lykkjuna. Hlaupið yfir 4 1. * 2 tvöf.st. + 1 11. + 2 tvöf.st. í sömu lykkjuna. Hlaupið yfir 4 11.* Endur- takið * - * allan hringinn= 28 munstur. Endið á einni kl. efst í fyrsta tvöf.st., ein kl. í næsta st. og ein kl. utan um loftlykkjuna. Endur- takið munstrið þar til 9 umferðir hafa verið heklaðar. (Ef þið viljið hafa töskuna lengri er bætt við fleiri umferðum.) Bakstykld: Byijað er hægra megin og alltaf slitið frá í lok umferðar. Heklið þannig 5 umferð- ir. Á framstykki töskunnar eru heklaðir 5 rósafemingar. RÓSAFERNINGUR: Heklið 7 11. Tengið í hring með kl. 1. umf.: 2 11. = einn st., sláið bandi upp á nálina, farið í hringinn og náið í bandið, sláið bandi upp á nálina og dragið í gegnum tvær 1., sláið bandi upp á nálina, farið í hringinn og náið í bandið, sláið upp á nálina og dragið í gegnum tvær 1., sláið bandi upp á nálina og dragið í gegnum 3 1., 3 11. * Sláið bandi upp á nálina, farið í hringinn og náið í bandið, sláið bandi upp á nálina og dragið í gegn- um tvær 1., sláið bandi upp á nálina, farið í hringinn og náið í bandið, sláið bandi upp á nálina og dragið í gegnum tvær 1., sláið bandi upp á nálina, farið í hringinn og náið í bandið, sláið bandi upp á nálina og dragið í gegnum tvær 1., sláið bandi upp á nálina og dragið í gegnum 4 1., 3 11. *. Endurtakið frá * - * 6 sinnum (8 knippi í hringnum). End- ið umferðina með kl. efst í fyrsta knippi. ATHUGIÐ: Endið allar umferðir með keðjulykkju. 2. umf.: Utan um loftlykkjubogann er heklaður 1 fp., 1 hálfst., 1 st., 1 hálfst., 1 fp. = 1 blað. Endurtakið 7 sinnum. 3. umf.: 3 11., stingið nálinni fyrir aft- an á milli fp. og festið með kl. End- urtakið 7 sinnum. 4. umf.: Utan um loftlykkjubogann er heklaður 1 fp., 1 hálfst., 3 st., 1 hálfst., 1 fp. Endurtakið 7 sinnum. 5. umf.: 5 11., 1 fp. fyrir aftan á milli fastapinnanna, 9 11. (hom) 1 fp. fyrir aftan á milli fastapinnanna. Endur- takið 3 sinnum. 6. umf.: 6 fp. utan um 5 11., 12 fp. ut- an um 9 11. Endurtakið 3 sinnum. Heklið 4 rósir. Heklið rósirnar sam- an með fp. frá réttunni. Saumið rósabekkinn á röngunni við brúnina á framstykkinu og hliðamar. Heklið nú 4 umferðir af fastapinnum í hring að ofan. Festið ef vill kúlur í mipjuna á rósunum. BÖND: Heklið 210 11. Heklið 2 um- ferðir af fp. Heklið 2 bönd og saumið þau við töskuna þannig; Annar endi bandsins kemur á milli 1. og 2. rósar og hinn endinn á milli 3. og 4. rósar. Hitt bandið festist á móti á bakhlið töskunnar. Fyrir allar stærðir af gosplastflöskum • Stórminnkar fyrirferðarmiklar eosflöskur. • Sparar geymslurými um 80%. PFA F cHeimilistiekjaverslim Grensásvegur 13 -Reykjavík Sínu 533 2222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.