Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 67 KIRKJUSTARF " Unga fólk, mér sárnar fyrir ykkar hönd Frá Alberti Jensen: BARNALEGUR væri sá talinn sem legði án tryggingar, stóra fjárhæð í hendur ókunnugs manns til ávöxt- unar. Því er það að ung manneskja sem er að taka sín fyrstu skref út í samfélag fullorðna fólksins hefur sjaldan meiri þörf fyrir einbeitingu og skýra hugsun en á því tímabili ævinnar. Allt sem á eftir kemur get- ur ráðist þar af. Ungt fólk þarf að gæta sín á hagsmunasamtökum og einstaklingum sem reyna að ná til þess og heilaþvo áður en það nær að fræðast og þroskast. Að kjósa án hugsunar er að leggja framtíð sína og velferð í hendur ókunnugra manna og jafnvel þeirra sem þegar hafa brugðist. Kosningarétturinn er ekki til að þóknast öðrum, eða gera eins og afi og amma eða pabbi og mamma. Einfeldni er að kjósa ein- hvern flokk vegna ytri glæsileika og leikhæfileika forustumannanna. Falskur ljóminn af valdi blekkir reynslulaust ungt fólk og gerir það opið fyrir margendurteknum blekk- ingum þeirra flokka sem auðinn hafa og valdið skapar. Það er sárt að sjá ungt fólk kjósa þvert á hags- muni sína vegna útsmogins áróðurs sem oftar sækir efnið í umsnúinn sannleikann þar sem tönnlast er á öfugmælum þar til þeim er trúað. Þeir sem ekki eru vakandi eða ekki hugsa málin veiðast. Gamall maður man, er margra alda stöðnun lauk og hraðfara fram- farir tóku við og fátæklingurinn öðl- aðist sess meðal manna. Nú er ávinningur síðustu áratuga í hættu og heyra má að öldruðum komi framtíðin ekki við, það sé komið að kveðjustundinni og því ætti þeim að vera sama hvað valdhafar aðhafast. En það er nú öðru nær, því til hvers var þá lifað? Viljið þið láta aðra hugsa fyrir ykkur? Segja hvernig best er fyrir ykkur að lifa? Því nefni ég þetta nú rétt eftir kosningar að margt ungt fólk kaus án þess að gera sér ljóst það vald sem það hef- ur í kjörklefanum til að hafa áhrif á hvað því sjálfu verður boðið í náinni framtíð. Þið unga fólkið eigið vonandi eftir að verða foreldrar og ná að verða heilsuhraustir eldri borgarar, en ekki hlutlausar hornrekur, leiddar í föndur fjarri náttúrulegu samfélagi þar sem tíminn er drepinn frekar en notaður. Ungt fólk verður að horfa fram á veginn og sjá fyrir að verða ekki sett á hliðarspor við að eldast. Það á sjálft að móta sitt líf og börn- in skapa þeim ábyrgð lífið út sem í mínum augum nær til fleira fólks en Frá Evu Hrönn Stefánsdóttur: HEILSÍÐUAUGLÝSING í Dag- blaðinu, mánudaginn 31. maí 1999 olli mér miklu hugarangri. Þar mátti sjá stóra mynd af Seimu Björnsdóttur ásamt orðunum „Við vitum það öll... Selma er langbest". Það er satt að íslensku fulltrúamir stóðu sig mjög vel í Eurovision- keppninni og geta íslendingar verið stoltir af framlagi sínu. Það sem eft- ir fylgdi var það sem gerði mér einkar heitt í hamsi, „Úrslitin sanna að við íslendingar erum á miklu hærra menningarstigi en aðrar Evrópuþjóðir“. Ef árangur í Eurovisionkeppninni á að vera mælikvarði á menningu okkar, á hvaða menningarstigi vorum við þá á seinasta ári þegar ísland hafði ekki rétt til að taka þátt í keppninni vegna slaks árangurs seinustu ára? Það er alltaf sjálfsagt að vera ánægður með vel unnin verk, en þessi staðhæfing er svo full af heimskulegu monti og hrokafullum þjóðarrembingi að ég skammast mín fyrir að vera íslendingur. þeirra nánustu, því án samkenndar er lífið lítils virði. Enginn kemst af án annars. Þó langur tími virðist í næstu kosningar líður hann og ungt fólk getur átt á hættu að taka við skuldsettu búi uppfullu af þjóðfé- lagslegri úlfúð, því misréttisflokk- arnir tveir sem endurheimtu stjórn- arumboðið ætla litlu að breyta. For- ingjar þeirra þola ekki að þeir séu spurðir óþægilegra spurninga, þá rjúka þeir upp með offorsi svo við- mælendum þeirra fallast hendur og ná ekki því fram sem eftir var spurt. Nú hefur kaup þeirra hæst- launuðu verið stórhækkað og ráð- herrum verður fjölgað. Þessir menn skilja ekki fólkið. Nýlega átti ég tal við fatlaða manneskju sem sagðist hafa kosið gamla íhaldsflokkinn af því hún hefði alltaf gert það. Góður vinur minn kvaðst vera flokksbund- inn sama flokki frá því hann var skráður í hann sem unglingur og vesen að breyta því. Þetta eru dæmigerð rök þeirra Frá Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur: TVENNT hið merkilegasta sem ég er að lesa núna: Rússnesk skýrsla sem kemur okkur íslendingum mikið við. Mig langar til að biðja landa mína um að lesa skýrslu samda af Alexey Dmitriev. Hún er á: www.millenng- roup.com/repository/global/planeto physical.html Ekki vil ég samt benda á hræði- lega hluti sem steðja að okkur frá reikistjörnum, sól, menningu og al- heimi, nema koma einnig með mikil gleðitíðindi, en þau eru ótrúleg og stórkostleg lausn á mesta vanda okkar jarðarbúa, ófriði. Þetta er tækni sem byggir á lögmálum nátt- úrunnar. Ég vil nefnilega líka að þið lesið rit sem heitir „Ósigi'andi“, og er eft- ir Volker nokkurn Schanbacher, Þjóðverja. Þetta rit er um niður- stöður vísindalegra kannana um all- an heim á hvernig hægt er að kyi'ra alheimsvitundina, en það hefur aft- ur í för með sér lægri slysatíðni, friðsemd, vopnahlé á átakasvæðum, glæpalausar nætur í glæpahverfum stórborga. Margar tilraunir hafa leitt í Ijós ótvíræð áhrif þessa - að kyrra vitundina - á hvers konar ójafnvægi á jörðinni; jafnt á nátt- úruhamfarir sem og á hvers kyns Það er dæmigert að íslenska þjóðin geti ekki tekið velgengni með jafnaðargeði, heldur þurfí að tryllast af sjálfumgleði og fullyrða að „við séum best“ í örvæntingar- fullri tilraun til að fela aldagamla minnimáttarkennd. Fyrir þessari auglýsingu, ef svo skyldi kalla, eru skrifuð fjögur stór og virt fyrir- tæki: DV, SíminnGSM, Toyota og Sjónvarpið. Erfitt er að skilja að þessi virtu fyrirtæki leggi nafn sitt við svona staðhæfingar og ég get ekki ímynd- að mér að Selma Björnsdóttir sé ánægð með að vera andlitið sem fylgir orðunum úr hlaði. Hvernig geta úrslitin sannað að við íslend- ingar séum á miklu hærra menning- arstigi en aðrar Evrópuþjóðir? Staðreyndin er að ísland var í 2. sæti í Eurovisionkeppninni og það eina sem það sannar er að höfundar og flytjendur lagsins eru hæfileika- ríkir einstaklingar. EVA HRÖNN STEFÁNSDÓTTIR, nemi við enskudeild Háskóla íslands. sem ánetjast stjórnmálaafli án þess að skilja það eða ígrunda kosti og galla eða annað val. Tvær vinkonur deildu, önnur vildi kjósa en hin kvað engum trúandi og í reynd væri allt framboðið uppfullt af hræsni og því ætlaði hún ekki á kjörstað. Ég féllst á að enginn væri fullkominn og trú- lega eitthvað að hjá þeim öllum, en fékk hana til að athuga hverjir græddu á hlutleysi hennar. Hún spáði í spilin og kaus. Hugsandi íslendingar negla ekki komandi kynslóðir á skuldaklafa með ábyrgðarlausum virkjunum og mengunarvaldandi stóriðju. Sjálfs síns vegna verður ungt fólk að læra að treysta eigin dómgreind og horfa fram á veginn, virða náttúrulegt umhverfi og stuðla að jafnræði á öll- um sviðum. Gera sómasamlega við öryrkja og aldraða, öfugt við stjórn- völd sem látast, en höggva engum nær. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 129. mannlega árekstra. Tæknin byggist á náttúrulögmálunum og er ótrú- lega einföld þegar maður skilur hana. Næsta skrefið er að beita þessari aðferð á alla jörðina, beita þessari tækni á öllum stöðum jarðar að staðaldri - en ekki svona eins og „slökkvilið“ þar sem allt er að fara í steik eða allt er komið í óefni, eða sem staðbundnar tilraunir til þess að safna tölfræðilegum upplýsing- um um þessi ótrúlegu áhrif. Nú er næsta skrefið semsagt að kyi'ra al- heimsvitundina með þessari tækni, og koma í veg fyrir hvers konar styrjaldir og átök um alla jörð til frambúðar. Líf okkar liggur við í raun. Verkefnið er í undirbúningi og mun vonandi komast á sem fyrst á okkar ókyrrðartímum. Jafnvel við íslendingar erum í stríði, og beiting ofbeldis leiðir alltaf af sér ofbeldi. Við viljum ekki til þess hugsa að sprengjum verði varpað á okkur, en það er það sem við köllum yfir okk- ur sem aðilar að stríði. Þess vegna þurfum við að styðja þessa nýju tækni sem byggir á lögmálum nátt- úrunnar til þess að stilla vitund mannkyns til friðar. GUÐRÚN KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, rithöfundur. Siirefiiisyörur Karin Herzog Kynning í dag kl. 14-18 f Lyfju, Grindavík, Rima Apóteki, Grafarvogi, Ingólfs Apóteki, Kringlunni, Hagkaup, Skeifunni. - Kynningarafsláttur - Þ. ÞORGRÍMSSON & GO Ármúla 29 Eur o vision=Menn- ingarmælikvarði?? Osigrandi i í Áskirkja. Vfðistaðakirkja. Foreldramorgunn milli kl. 10-12. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Vordagar 7-10 ára krakka í Landa- kirkju kl. 9-12. Helgistund í Hraunbúðum kl. 11. Opið hús fyrir unglinga í KFUM & K húsinu kl. 20.30. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Al- menn samkoma kl. 20 með þátttöku gesta frá Troens Bevis biblíuskólan- um í Noregi. Lofgjörðarhópurinn: syngur, ræðumaður Rickard Lund- gren, kennari við skólann. Allir hjartanlega velkomnir. T~ Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 kvöld- vaka í umsjá lofgjörðarhópsins. All- ir hjartanlega velkomnir. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Afmœlisþakkir Innilegustu þakkir sendi ég bömum mínum, tengdabörnum, barnabörnum, barnabarna- bömum og öllum þeim sem glöddu mig með gjöfum, blómum og skeytum á áttatíu ára afmœlisdaginn minn hinn 27. maí. Guðs blessun vaki yfir ykkur öllum. Þórður Finnbogi Guðmundsson, Ljósheimum 2. Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14-17. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun, altaris- ganga. Léttur málsverður í safnað- arheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 21. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbæna- efnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Mömmu- morgnar kl. 10-12 í Vonarhöfn. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl. 17-18.30 í Vonarhöfn. Vídalínskirkja. Bæna og kyrrðar- stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bibl- íulestur kl. 21.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.