Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hljómlistarmenn setja reglur vegna þátttöku í góðgerðarsamkomum _ Morgunblaðið/Jim Smart FELAG íslenskra hljómlistarmanna kynnti nýjar starfsreglur hljómlistarmanna vegna þátttöku í góðgerðar- samkomum. Frá vinstri: Gunnar Hrafnsson, Sigurgeir Sigmundsson, Björn Ámason og Egill Olafsson Söfnunarfé renni óskert til líknarmála FÉLAG íslenskra tónlistar- manna, hefur kynnt nýjar starfs- reglur hljómlistarmanna vegna þátttöku þeirra í góðgerðarsam- komum, og sagði Egill Ólafsson að með þessu væru tónlistar- menn að leggja sitt á vogarskál- arnar með það að markmiði að ljármunir, sem almenningur gæfi til góðra málefna, skiluði sér til viðkomandi góðgerðar- starfs, en hyrfu ekki að mestu til greiðslu kostnaðar við söfnunina sjálfa. Til dæmis um þetta nefndi Eg- ill góðgerðartónleika, sem haldnir voru í Háskólabiói til styrktar Kosovo-Albönum, en þeir fjármunir sem söfnuðust þar fóru að mestu í að greiða upp kostnað sem varð til vegna söfnunarinnar sjálfrar. Hljómlistarmenn hafa því ákveðið að taka aðeins þátt í góðgerðarsamkomum, þar sem tryggt verður að söfnunarféð renni óskipt til viðkomandi líkn- armála. Þá vilja þeir að greiðsl- ur til allra þátttakenda verði sýnilegar, en lýsa því jafnframt yfir að þeir afsali sér launum sínum til styrktar því málefni sem safnað er fyrir hveiju sinni. í 2. tölublaði Fréttabréfs FÍH frá 7. maí sl, segir: „Ef við tón- listarmenn setjum verðmiða á framlag okkar kemur í ljós að það skiptir ekki máli hversu margir koma yfír höfuð, fram- lag okkar fer til greiðslu á laun- um annarra þátttakenda og öðr- um kostnaði sem til fellur. Þess vegna hlýtur það að vera krafa hljómlistarmannsins að allir sem að styrktarhljómleikum koma gefí vinnu sína. Að öðrum kosti gerir framlag tónlist armannsins ekkert annað en að gera þá ríku ríkari meðan hinir bágstöddu fá ekki neitt. Því miður hefur í ár- anna rás komist á einhverskon- ar „óréttlát" hefð að sumir vinni alltaf gegn greiðslu meðan sjálf- sagt er að hljómlistarmennimir gefi vinnu sína.“ Egill sagði að ef núverandi hefð héldist gætu sumir séð sér hag í að „skella“ á tónleikum, því þeir vissu að þeir myndu fá greitt fyrir vinnu sína. Heilsuhiaup Krabbameinsfélagsins á þrettán stöðum á landinu Heilbrigðisráð- herra ræsir hlaup- arana í Reykjavilt KRABBAMEINSFELAGIÐ efnir nú í tólfta sinn til Heilsuhlaups. Hlaupið verður á þrettán stöðum á landinu og hafa þeir aldrei verið fleiri. Undanfarin ár hafa þátttak- endur yfirleitt verið á annað þúsund. Fimmtudaginn 3. júní verður hlaupið í Hrísey kl. 16 frá Sundlaug- inni, á Akureyri kl. 18 í Kjamaskógi, í Reykjavík kl. 19 frá húsi Krabba- meinsfélagsins, í Borgarnesi kl. 19 frá Iþróttamiðstöðinni, á Hellu kl. 19 frá Lundi, á Hvolsvelli kl. 19 frá Kirkjuhvoli, í Keflavík kl. 19 frá nýju Sundlauginni, á Grenivík'kl. 20 frá Jónsabúð, í Grímsey kl. 20.30 frá Félagsheimilinu og á Illugastöðum í Fnjóskadal kl. 21. Laugardaginn 5. júní verður hlaupið á Dalvík kl. 10 frá Sundlaug- inni, á Ólafsfirði kl. 11 frá Gagn- fræðaskólanum og á Egilsstöðum kl. 11 frá Söluskálanum. I Reykjavík verður hægt að velja um 2,5 kílómetra skokk eða göngu frá Skógarhlíð að Hótel Loftleiðum og til baka eða 10 kílómetra hlaup umhverfis Reykjavíkurflugvöll. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra ræsir hlauparana kl. 19. Tími verður mældur hjá öllum og úrslit birt eftir aldursflokkum, en þeir em sex: 14 ára og yngri, 15-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Fyrstu þrír karl- ar og fyrstu þrjár konur í báðum vegalengdum fá verðlaunagripi. Fyrsti karl og íyrsta kona í hverjum aldurshópi fá verðlaunapening. Dregið verður um vegleg útdráttar- verðlaun. Boðið verður upp á Lepp- in sportdrykki. Búnaðarbanki Is- lands er aðalstyrktaraðili hlaupsins. Auk þess er höfð samvinna við Reykjavíkurborg, Hjálparsveit skáta í Reykjavík og lögregluna. Skráning er hjá Krabbameinsfélag- inu þriðjudaginn 1. júní og miðviku- daginn 2. júní kl. 16-18 sími 562 1990 og fímmtudaginn 3. júní kl. 8-18. Þátttökugjald er 400 krónur fyrir 14 ára og yngri en 600 krónur fyrir 15 ára og eldri. Bolur er inni- falinn í verði. Nánari upplýsingar um Heilsu- hlaup Krabbameinsfélagsins er hægt að fá á veraldarvefnum. Vef- slóðin er: http://www.krabb.is/hlaup Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins Höfði nýttur í þágu ferðaþj ónustunnar BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokksins munu leggja fram tillögu á fundi borgarstjómar í kvöld um að samþykkt verði að nýta Höfða betur í þágu ferðaþjónustunnar í borginni og tengja húsið þeim við- burðum sem þar hafa átt sér stað með sérstakri áherslu á leiðtoga- fundinn árið 1986. Lagt er til að samþykkt verði að skipa þriggja manna starfshóp sem komi með tillögur um útfærslu. A fundi borgarstjórnar verður einnig lögð fram tillaga frá Guð- laugi Þór Þórðarsyni, borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokks, um að skor- að verði á ríkisstjómina að flytja starfsemi Hegningarhússins við Skólavörðustíg í annað og hentugra húsnæði sem allra fyrst. Jafnframt að borgarstjórn óski eftir viðræðum um framtíðarhlutverk hússins. Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir tvo meginkosti vera í framtíðar gengismálum Fljótandi gengi eða tenging við evruna leiðandi minni líkur á þessum skyndilegu breytingum sem annað hvort frjálsar fjár- magnshreyfingar eða veikleikar í okkar fjár- málakerfi gætu kallað fram. „Það er ekki nóg að vilja fast gengi, menn verða líka að hafa afl til að halda því föstu. Og það er það sem ég er að setja spumingarmerki við,“ segir Már Guð- mundsson. Möguleg tenging við evru „Hinn möguleikinn sem myndi taka á þessu vandamáli er sá að vera AirlM *-v\nA Aimn mimt nnlJiiM A Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka íslands kostir, fljótandi gengi eða tenging við evmna, ekki að útiloka hvor annan, á þann hátt að það væri mögulegt að við færam fyrst í annan kostinn og svo síðar í hinn. „Hugsanlega mynd- um við af einhverjum öðrum ástæðum ekki telja fært að ganga í Evrópusambandið og gætum þ.a.l. ekki tekið þátt í EMU. Einnig gæti verið að við teldum ýmsa ókosti á því að taka upp evr- una einhliða, vegna þess að þú tekur ekki þátt í REYNSLA allra annarra landa upp á síðkastið segir, að það sé að verða æ erfið- ara fyrir lítil opin hagkerfi að vera með sjálfstæða fastgengis- stefnu, þar sem genginu er haldið fóstu með eigin afli, og halda jafn- framt í eigin mynt,“ segir Már Guð- mundsson, aðalhagfræðingur Seðla- banka Islands í samtali við Morgun- blaðið, en hann hélt erindi um fram- tíðarvalkosti Islendinga í gengismál- um, á ráðstefnu Hagfræðistofnunar HI nýverið þar sem fjallað var um efnahagsstefnu smárra opinna hag- kerfa á tímum alþjóðavæðingar. ,Ástæða þessa er sú, að þegar breytingar verða á skilyrðum þá verða fjármagnsstraumar við vissar aðstæður það miklir að yfirvöld pen- ingamála ráða illa við það og gengið fer að hreyfast hvort sem menn vilja það eða ekki.“ Már segir að því sé það spurning sem velta þurfi upp í tíma, hvort það kerfi sem við höfum á gengismálum muni standa til lengdar eða hvort við íslendingar munum þurfa að endurskoða það á næstu áram. Þá sé margt sem bendi til þess að við munum að lokum standa frammi fyrir tveimur valkostum sem séu í jaðrinum á þessu litrófi valkosta. Tvær grunnspurningar í gengis- málum íslendinga „Fyrst þarf að taka afstöðu til tveggja spurninga: Sú fyrri er hvort við eigum að vera með eigin mynt eða ekki? Síðari spurningin er: Ef þú ætlar að vera með eigin mynt, hvers konar gengisstefnu ætlar þú að fylgja? Mér sýnist margt benda til þess að ef við ætlum að vera með eigin mynt, þá verði að leyfa geng- inu að vera mun sveigjanlegra en það hefur verið hingað til,“ segir Már. Fljótandi gengi með verðbólgumarkmiði Að sögn Más sýnist honum að ef það sé gert, þá sé spurning hvað eigi að koma í stað fyrir fastgengi sem „ankerið" í efnahagskerfinu sem sannfæri menn um að ætlunin sé að halda hér stöðugleika. „Þá sýnir reynsla annarra þjóða að besti kost- urinn væri yfirlýst verðbólgumark- mið, þar sem sagt væri að ætlunin væri að halda verðbólgunni t.d. í 1- 3%, og Seðlabankinn fengi svo fullt svigrúm til að nota sín tæki til að ná þessu markmiði. Hann yrði gerður ábyrgur þannig að hann þyrfti að út- skýra ef markmiðið næðist ekki, eins og Willem Buiter hjá Englands- banka, sem talaði á ráðstefnunni, út- skýrði að gert væri í Bretlandi." Már segir að með þessu yrði gengið mun sveigjanlegra, og þar af upp evrana. Það myndi gerast ann- að hvort einhliða af hendi íslend- inga, eða þá að við tækjum þátt í myntsamstarfinu, EMU, sem að sjálfsögðu gengur ekki nema að ís- lendingar gangi í Evrópusamband- ið,“ segir Már. myntsláttuhagnaði eða ákvörðunum um peningastefnu og vaxtastig. Þjóðir afsala sér venju- lega ekki rétti til ákvarðana í þeim málum nema efnahagurinn hjá þeim sé í rúst, og það á augljóslega ekki við héma. Mér sýnist persónulega að ef það ætti að fara inn á þessa braut væri EMU ef menn era að íhuga það að leggja af myntina. Það mætti hins vegar vel hugsa sér það, ef það verða einhverjar tafir á að það verði raunhæfur möguleiki, að við tökum upp fljótandi gengi með verðbólgu- markmiði fyrst, og hitt síðar. Það er hlutur sem margar þjóðir hafa gert,“ segir Már, og tekui' fram að ekki megi misskilja þetta svo að það sé einhver knýjandi þörf að gera þetta á allra næstu mánuðum eða eitthvað þvíumlíkt. Hugað sé að þróuninni í tíma „Ég er bara að velta þessu upp til þess að við reynum að vera á undan atburðunum en látum þá ekki koma okkur að óvörum svo að við neyðumst ekki til einhvers í snarhasti. Þannig að ákvarðanir verði meðvitaðar á grundvelli mats á þessum kostum. Það er betra að taka upp verðbólgumarkmið þegar þú vilt það sjálfur, en að markað- irnir hafi ekki hrakið þig af þinni fastgengisstefnu, því þá hefur þú glatað trúverðugleik þínum. En ef þú ert einu skrefi á undan heldurðu þessum trúverðugleika. Ég er því ekki að segja að þetta sé á dagskrá næstu mánuði, heldur eru þetta hlutir sem þarf að fara að huga að til lengri framtíðar," segir Már Guðmundsson, og tekur að lokum fram að þó hann sé aðalhag- fræðingur Seðlabankans séu þetta hans skoðanir sem hann hafi viðrað á afmælisráðstefnu Hagfræðistofn- unar og þurfi ekki endilega að end- urspegla stefnu Seðlabankans. Að sögn Más þurfa þessii' tvejr. sá kostur langskástur. að. ganga í i | w 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.