Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 MORGUNB LAÐIÐ ÚR VERINU V orleiðangur Hafrannsóknastofnunar Ástand sjávar við landið almennt gott ÁRLEGUM vorleiðangri Hafrann- sóknastofnunar lýkur í dag en í honum eru gerðar ýmsar mælingar á ástandi sjávar við ísland. Mæl- ingamar nú gefa vísbendingar um góð skilyrði fyrir vöxt nyyastofna í vor og sumar að sögn Olafs Ast- þórssonar, leiðangursstjóra um borð í hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Vorleiðangur Hafrannsókna- stofnunar er í raun vöktun á ástandi sjávar, næringarefnum og gróðri í kringum landið. Ennfremur er safnað sýnum til mælingar á geislavirkum efnum í sjó sem er samvinnuverkefni við Geislavarnir ríkisins. Þá er safnað sýnum til erfðarannsókna á rauðátu, endur- nýjaðar straummælingalagnir og skoðaðar svpkallaðar setgildrur. Ólafur Ástþórsson leiðangurs- stjóri segir mælingar í leiðangrin- um sýna að ástand sjávar sé al- mennt gott. „Það er mikill hlýr og saltríkur sjór við sunnan- og vestan- vert landið. Hann nær einnig inn á norðurmið í meira mæli en undan- farin ár. Mælingar á átu hafa einnig sýnt að hún er yftr meðallagi fyrir vestan landið og norðan, í kringum meðallag fyrir austan en lítillega undir meðallagi fyrir sunnan land. En á heildina litið teljum við að þetta ástand gefí góðar vísbending- ar fyrir vöxt nytjafiska í vor og sumar. En staðfesting á því fæst ekki fyrr en með niðurstöðum seiða- talningar sem gerð verður i haust,“ sagði Ölafur. Sími 535 9000 bremsukerfiö idSíaTval Fax 535 9040 www.bilanaust.is Bendix PowerBrake fegss Onginal , _ ^ „ Borgartúni 26 • Skeifunni 2 á 4 StOOUm Bíldshöföa 14 • Bæjarhrauni 6 Morgunblaðið/Muggur ÁSTÞÓR Gíslason líffræðingur og bandaríska vísindakonan Sara Smolimask taka átusýni til erfðagreining- ar um borð í hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni í árlegum vorleiðangri Hafrannsóknastofnunar. „Rauði herinn“ á Vestfjörðum í rekstrarerfíðleikum Starfsfólk hefur ekki fengið greidd launin HATT I 300 starfsmenn þriggja fiskvinnslufyrirtækja á Vestfjörð- um, sem rekin eru af sömu aðilum, hafa ekki fengið greidd laun fyrir síðustu viku. Framkvæmdastjóri fyrirtækjanna segir að vonandi verði hægt að borga út launin í dag. Fyrirtækin eru Rauðsíða ehf. á Þingeyri, Rauðfeldur ehf. á Bíldudal og Bolfiskur á Bolungarvík og hafa fyrirtækin gengið undir nafninu Rauði herinn. Greiða átti út viku- launin til starfsfólks sl. föstudag. Ketill Helgason, framkvæmdastóri fyrirtækjanna, segir fyrirtækið hafa sótt um lán til Byggðastofnunar íyr- ir nokkrum mánuðum og fengið lánsloforð íyrir um 100 milljónum króna gegn ákveðnum skilj/rðum. Síðan hafi verið unnið að því að upp- fylla þessi skilyrði. „Við höfum lokið þeirri vinnu en höfum hinsvegar ekki fengið afgerandi svar frá Byggðastofnun um hvenær á að borga út lánið. Aðrir lánadrottnar hafa því margir hverjir orðið tor- tryggnir og halda að sér höndum, þar á meðal Sparisjóður Bolungar- víkur. Eg hef hinsvegar ekki trú á öðru en við fáum lánið frá Byggða- stofnun en það setur okkur vissu- lega í vandræði að vita ekki hvenær það verður. Um leið og það liggur fyrir getum við borgað út launin." Ketill segir málin vonandi skýrast í dag og þá verði hægt að borga út launin. Engar skýringar fengið Starfsfólk Rauðsíðu ehf. á Þing- eyri lagði niður vinnu um miðjan dag í gær og fundaði um málið. Þar féllst starfsfólkið á, að beiðni fram- kvæmdastjórans, að hefja vinnu á ný gegn því að hann mætti til fundar við það áður en vinna hæfist í dag og gerði grein fyrir stöðu mála. Gunn- hildur Elíasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Rauðsíðu, sagði í gær að starfsfólk hefði engar skýringar fengið á því hvers vegna launin væru ekki greidd út. Einungis heyrðust sögusagnir um að félagið ætti í erfiðleikum og verið væri að vinna að endurfjármögnun þess. Hún sagði það koma sér mjög illa fyrir marga starfsmenn að fá ekki launin greidd, einkum þá útlensku starfsmenn sem vinni hjá félaginu en fæstir þeirra hafi greiðslukort og þurfi því nauðsynlega á peningunum að halda. Hjá Rauðsíðu ehf. á Þing- eyri starfa um 100 manns, þar af 60 útlendingar. Gunnhildur sagði óánægju hafa gætt með launagreiðslur um nokkurt skeið vegna þess hve seint þær hafa borist. „Samkvæmt samningum á að greiða út launin á fimmtudögum séu þau lögð inn á reikninga en á fóstu- dögum séu þau greidd í peningum. Launin okkar eru hinsvegar yfirleitt ekki lögð inn fyrr en seint á föstu- dögum og lokast inni í bankanum hjá mörgum yfir helgina. En við vonum að úr þessu máli leysist farsællega og við fáum launin okkar greidd sem fyrst. Við höfum áður upplifað gjald- þrot helsta atvinnufyrirtækisins hér á staðnum og viljum síður gera það aftur,“ sagði Gunnhildur. *n C 5 O 2 á I Stuðningur þinn setur æskufólk íöndvegi með íslenska þjóðfánanum. Flöggum á góðum degi SKATAHREYFINGIN Skattfrjálsir vinningar • • Glæsileg amerísk Palomino fellihýsi. — Hvert að verðmæti kr. 585.000,- Voruuttektir Vöruúttektirí Kringlunni. — Hverað verðmæti kr. 100.000,- KRINGWN Ferðirfyrirtvo til Dóminíkana á fimm stjörnu hóteli, allt innifalið. — Hver að íslenska fánann í öndvegi Ferðirfyrirtvo til Malasíu / Thailands í tvær vikur með fararstjóra. — Hver að verðmæti kr. 250.000,- Glæsilegir eðalvagnar, hlaðnir búnaði. — Hverað verðmæti kr. 1.600.000,- verðmæti kr. 220.000,- Greiða má með greiðslukorti í síma 562 1390 — dregið 17.júníi999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.